Dagblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 24
t Rannsóknarmenn í Geirfinnsmólinu: TAKA MYNDIR AF BAT í DRÁTTARBRAUTINNI Rannsóknarmenn í Geirfinnsmál- inu hafa tekið myndir í bak og fyrir af vélbátnum Gullþóri KE 85 þar sem hann stendur uppi í Dráttarbrautinni í Keflavík. Bátur þessi er 26 tonn að stærð og hefur staðið uppi í dráttarbrautinni, á búkkurn, frá því um miðjan septem- ber og fram á vorvertíð undanfarin 5—6 ár. Annar eigenda þessa báts sagði í viðtali við fréttamann Dag- blaðsins, að á milli bryggjunnar og bátsins væri auðvelt að sigla allt að 15 tonna báti á flóði. Hann sagði, að þá væri þarna gott skjól til þess að athafna sig við bryggjuna, ef menn vildu gera þar eitthvað óséðir. Sú ályktun er dregin af þessari rannsókn, að grunur leiki á því, að á milli vb. Gullþórs og bryggjunnar hafi verið lagt báti, sem sótti spíra- brúsa út á sjó. Það skal tekið fram, að Gullþór er hafinn yfir allan grun í því sambandi. Hins vegar er talið víst, að nú sé leitað að báti, sem notaður kann að hafa verið í þeim tilgangi. Eru í því sambandi rann- sakaðar útgerðir og ferðir báta, sem eru að stærð á bilinu milli 6—12 tonna. Af frásögnum, sem rannsóknir þessar eru byggðar á, þykir mega ráða að hugsanlegt sé, að flutnings- báturinn hafi eitthvað laskazt í við- leguplássinu, þótt ekki sé það víst. Þegar litið er til þessara rann- sókna, verður ekki fram hjá þeim möguleika gengið, að frásögn Tryggva Rúnars Leifssonar og Kristjáns Viðars Viðarssonar um för þeirra til Keflavíkur sé sú vísbend- ing, sem þær byggjast á. Samkvæmt þeim framburði voru þrír menn úr- skurðaðir í 45 daga gæzluvarðhald og á þeim framburði byggði Hæstiréttur er hann neitaði að taka til greina kæru á þeim úrskurði sakadómara. Samkvæmt framansögðu lítur dæmið þannig út: Tryggvi Rúnar Leifsson og Kristján Viðar Viðarsson hafa játað, að þeir hafi hinn 19. nóvember 1974 farið til Keflavíkur. Þaðan hafi þeir farið í sjóferð á 6—12 tonna báti og að á einhvern hátt hafi þeir þrír menn, er síðar voru úrskurð- aðir í varðhald, verið í vitorði um þá för, og ef til vill Geirfínnur Einarsson einnig. Sú spurning hlýtur því að vera brennandi, hverjir fóru frá landi á bátnum, og þá ekki síður, hverjir komu aftur að landi. Hafi þessi sjóferð verið farin með þeirri leynd, sem ætla verður, þá má telja a.m.k. sennilegt, að tilgangur hennar hafi verið alvarlegt lögbrot, og þá ekki síður hitt, að í þessari ferð hafi gerzt eitthvað það, sem menn kjósa að segja ekki frá. —BS— Samstarfsnefnd sjómanna fullyrðir: UFSAVERÐ í ÞORLÁKSHÖFN HEFUR LÆKKAÐ UM 10% Fulltrúar fiskseljenda fó kaldar kveðjur „Ingólfur Ingólfsson skal enn einu sinni minntur á að hann er kosinn í yfirnefnd til að gæta hagsmuna sjómanna, en ekki sem böðull þeirra. Kristján Ragnarsson skal einnig minntur á að hann er fulltrúi seljenda í yfirnefnd, en ekki fulltrúi kaupenda, þó svo að allir meðstjórn- endur hans í L.Í.Ú. séu fiskverk- endur.” Þannig talar samstarfsncfnd sjómanna til fulltrúanna í verðlags- ráði, sem þar eiga að gæta hagsmuna þeirra, í fréttatilkynningu sem send var út í gær. Það er ufsaverðið, sem skyndilega var tilkynnt 24. jan. en gildir frá 1. janúar, sem er deiluefnið. Sjómenn eru æfir. í tilkynningunni benda þeir á misræmi sem sé í yfirlýsingu verðlagsráðs um að samkv. úrtaki úr kaupum helztu fiskvinnslufyrirtækja sjáist að 1. flokks ufsi í janúar sé 60-80% af ufsakaupum þeirra. Nefndin telur að þarna sé hlut- drægni nefndarinnar rétt lýst, þar sem hún taki aðeins dæmi frá fisk- kaupendum en fái engar upplýsingar frá fiskseljendum. Gerir nefndin á þessu bragarbót og segir: Samstarfsnefndin hefur fengið allar vigtar- og matsnótur frá ára- mótum hjá einum af aflahæstu bátunum. Aflamagnið er 137.5 tonn af ufsa sem reiknast að verðmæti 2.464.600 krónur samkv. verði frá 1. janúar, en 2.810.640 krónur samkv. verði frá 1. október 1975. Hefur þá meðalverð á kg. lækkað úr kr. 20.41 í kr. 17.93. Samkvæmt up.plýsingum fiskmats- maonsins í Þorláskhöfn hefur ufsi að meðaltali flokkast þannig:' 1. flokkur 60,3% 2. flokkur 20,0% 3. flokkur 19.7% Eftir þessu gæðamati lækkar ufsi sem landað hefur verið í Þorlákshöfn í janúar um 10% miðað við haust- verð. Sjá nánar um tilkyrtningu sam- starfsnefndar á bls. 9. ASt. frjálsl, nháð dagblað Þriðjudagur 10. febrúar 1976. Börn og selir í jakahlaupi ó Akureyri Laust eftir hádegi í gær barst lögreglunni á Akureyri tilkynning um að ungur drengur myndi vera í hættu staddur, þar sem hann lék hinn hættulega leik, jakahlaup á| sjónum undan hraðbrautinni út á flugvöll. Hafði jakann, sem drengurinn var á, rekið frá landi og sá hann þá sitt óvænna, henti sér til sunds og náði, landi þótt jakinn væri kominn all- langt frá landi, eða um 50 metra. Var drengurinn þá nokkuð þrek- aður en hresstist fljótt við aðhlynn- ingu. Að sögn lögreglunnar á Akureyri hafa bæjarbúar haft góða skemmt- un af því að skoða seli, sem hafast við á jökunum þarna undan hrað- brautinni. —HP. EFTIRLIT HERT MEÐ HÆTTULEGU LYFI Mikil málaferli standa nú yfir í Japan vegna lyfsins Quinoform sem gefið er fóiki er hyggur á ferðir til sólarlanda, gegn þarmaeitrun og magakveisum. Hafa mjög hættu- legar aukaverkanir lyfsins komið í ljós, yfir tíu þúsund manns orðið veikir og fjögur hundruð alblindir. Það var strax árið 1970 að kunn- ur læknir frá Gautaborg. Olle Hans- son, varaði við þessum aukaverkun- um í brezku læknariti en framleiðsla þess var ekki stöðvuð, þótt víða drægi úr sölu þess. Hins vegar var lyfið óhemju vinsælt í Japan þar sem það var gefið í stórum skömmt- um. Lyf þetta er selt á íslandi sem aðaluppistaðan í lyfinu Mexaform. „í nýju reglugerðinni um sölu á lyfjum, sem út kom í febrúar 1974, var lyf þetta gert lyfseðilsskylt og aðéins selt í tuttugu stykkja pökk- um,” sagði Almar Grímsson hjá lyfjamáladeild heilbrigðisráðu- neytisins. „Það var aldrei mikið notað hér og þá ekki nema í litlum skömmtum við uppsölupestum. Mér er ekki kunnugt um að nein veikindi hafi orðið vegna notkunar á þessu lyfi og reikna ekki með því.” —HP „Stefnir ekki ó annað en verkfall" — segir Ólofur Hannibalsson, Alþýðusambandinu „Það stefnir ekki á annað en verk- fall,” sagði Ólafur Hannibalsson skrifstofustjóri Alþýðusambandsins þegar Dagblaðsmenn heimsóttu samningamenn i gær. „Varla er við því að búast að allt leysist á einni viku þegar ekkert hefur gerzt, sem heitið getur, allar hinar vikurnar. Þetta er níunda vik- an sem viðræður fara fram.” ólafur sagði að menn gerðu sér vonir um að cinhverjar tillögur kæmu frá sáttanefndinni, kannski ekki beinar sáttatilögur heldur það scm samningamenn kölluðu „innan- hússtillögur”. Þar er átt við „hug- myndir” frá sáttanefnd, óformlegar, sem hægt væri að ræða og gætu orðið til að liðka málin. „Ekkert kauptilboð hefur komið frá atvinnurekendum,” sagði Ólafur. Hann sagði ennfremur að ríkisstjórn- in hefði „ekkert gert að gagni” í þessum samningum. Alþýðusambandsmenn hefðu haldið sig við upphaflegu kröfurnar, en meginuppistaða þcirra hefði verið efnahagsmálin, aðgerðir til að halda uppi kaupmættinum. —HH „Staðan er frosin" — sögðu samningamenn í morgun „Þeir þurfa að vera fljótir að bregða við ef ekki á að verða verk- fall,” sagði Björn Þórhallsson, for- maður Landssambands íslenzkra verzlunarmanna, þegar Dagblaðs- „Kauphœkkanir óraunhœfar" — segir Barði Friðriks- son, Vinnuveitenda- sambandinu „Mér sýnist að kauphækkanir væru nú óraunhæfar og ekki til Björn Þórhallsson og Magnús L. Sveinsson. menn hittu að máli samningamenn í gær, milli funda. Björn og Magnús L. Sveinsson, annars tallnar en að magna verðbólg- una,” sagði Barði Friðriksson, einn forráðamanna Vinnuveitendasam- bands íslands, þegar Dagblaðsmenn litu við í kaffitíma samningamanna á Hótel Loftleiðum í gær. „Það er verið að rannsaka alla þætti þessara mála, meðal annars lífeyrissjóðamálið,” sagði Barði. „Það hefur án efa mikil áhrif. Ég tel að mismunur á lífeyrisréttindum ríkis- og bæjarstarfsmanna annars vegarog formaður Verzlunarmannafélagí Reykjavíkur, voru sammála um að „mjög mikið þyrfti að breyt ast”. „Það hefur svo sem ekkert þokazi síðan byrjað var,” sögðu þeir. „Menn bíða og vonast eftir einhverjum punktum frá sáttanefnd, sem gætu orðið til að hreyfa málin eitthvað. Við erum nálægt því að vera í sömu sporum og við stóðum í í upphafi. Staðan er frosin.” „Ekkert handfast hefur komið frá ríkisstjórninni. Þó tók hún ekki illa í sumt af því sem aðilar lögðu fyrir hana.” —HH réttindum starfsmanna annarra aðila hins vegar sé mesta misréttið í þjóð- félaginu í dag.” „Við vonumst eftir að eitthvað komi sem liðkar til, en mjög hætt er við að verkföll skelli á,” sagði hann. Barði gerði sér vonir um að það sem „liðkaði málin”,kæmi frá sáttanefnd. „Það er erfitt fyrir aðila í samning- unum að byrja á boðum sem líkleg væru til að leiða til sátta á þessu stigi.” HH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.