Dagblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 10.02.1976, Blaðsíða 5
Dagblaðið. Þriðjudagur 10. febrúar 1976. 5 Vatnsmiðlun tryggði rekstur loðnuverksmiðjanna á Austfjörðum Olían á dísil- stöðvarnar kostar 14 milljónir á viku „Ödáðavötnin éru okkar gullforði,” sagði Erling Garðar Jónason rafveitu- stjóri á Egilsstöðum í viðtali við Dag- blaðið. „Við höfum geymt hann til loðnuvertíðarinnar vegna verksmiðj- anna niðri á fjörðum og nú snúast hér öll hjól sem snúizt geta,” sagði Erling Garðar. Hann kvað Lagarfossvirkjun hafa verið harla vatnslitla frá því í septem- ber og frá því í nóvember hefur verið þurrkur og frost bæði á vatnasvæði hennar og Grímsárvirkjunar. Lagarfossvirkjun tók til starfa í fyrra og þá sem alger rennslisvirkjun. Koma átti fyrir fjórum lokum í stíflunni, þar af einni þegar í haust er leið. Á þessu varð töf og komst fyrsta lokan ekki í fyrr en í janúar sl. í vatnsskortinum, sem verið hefur undanfarið, hafa dísilvélar verið notaðar, þar af tvær gastúrbínur. Til þessara stöðva hcfur þurft 450-500 þúsund lítra af olíu á viku, og vikulegur kostnaður því orðið um 14 milljónir króna. Heldur hefur hlýnað í veðri undan- farið en ekki rignt. Verksmiðjurnar nota nú um 20% af öllu aflinu sem framleitt er til raforku en þegar nýja verksmiðjan í Neskaupstað tckur til starfa í næstu viku bætist við þörf fyrir 10% til viðbót- ar. Að óbreyttu veðurfari nægir vatnið í Ödáðavötnum til að fullnægja þörf verksmiðjanna í 15-20 daga. Komi telj- andi frost ódrýgist vatnið nokkuð þar sem Ódáðavötnin liggja suður al Skriðdalnum í um 40 km fjarlægð frá rafstöðinni. Aftur á móti er ekkert vandamál fyrirsjáanlegt ef hann fer að rigna. —BS. Sala undanrennu eykst mjög Smjörfjallíð er nú 328 tonn A Islandi seldust 49 milljónir og 900 þúsund lítrar af nýmjólk á sl. ári. Var það aukning um 6,4% frá árinu áður. Hins vegar nam innvegin mjólk til allra mjólkursamlaga landsins 11,5 milljónum kg og er það 3,8% minna en árið áður. Sem nýmjólk eru því ekki seld nema um 44% þeirra mjólkur sem tihmjólkursamlaganna berast á árinu. Af rjóma seldust á sl. ári 1,2 milljónir lítra. Er það aukning um 1.4%. Af skyri seldust 1 milljón og 700 þúsund kg. Er það samdráttur í skyr- sölu um 2.1%. þúsund kg. Hins vegar voru til birgðir af smjöri fyrir þannig að smjörbirgðir eða „smjörfjall” í eigu landsmanna er 328.000 kg. Af mjólkurostum voru framleidd 1973 þúsund kg og er það 104.000 kg minna en árið áður. Veruleg aukning varð hins vegar í sölu osta. Seldust 1163.000 kg og er það aukning um 7,8%. Útflutningur á ostum varð 42% minni en árið áður. Út voru flutt 588 tonn af ostum en útflutningurinn var 1017 tonn árið áður. Veruleg aukning varð í sölu undanrennu eða 15,8%. Seldust 1,3 milljónir lítra. Á árinu voru framleidd 1520.000 kg af smjöri en salan var 1.492.000 kg. Smjörfjall ársins er því ekki nema 28 íslendingar drukku 491 þúsund lítra af súkkulaðimjólk og hefur hún náð miklum vinsældum. Þá seldust 45 tonn af bræddum ostum en það er meðal nýjunga á markaði hér. Sala mysings jókst um 21,6% og nam 54 þúsund kg. ASt. KRAFLA' HEITAVATNSLINDIN ER DÆLUBRUNNUR „Það eru helber ósannindi að ein- hver heitavatnslind hafi komið í ljós undir gólfi stöðvarhússins og streymi þar óhindrað um öll gólf,” sagði Þorgils Axelsson, byggingar- stjóri við Kröflu, í viðtali við Dag- blaðið. „Sannleikurinn er sá, að við vorum beðnir að dýpka dælubrunna undir húsinu. Sprengdum við brunnana niður og komum þá niður á þrjár heitavatnsæðar og er ein þeirra heitust, eða um 58 gráður.” Sagði Þorgils að síðan hefði verið gengið frábrunnunum,steypt yfir þá og komið fyrir rörum í gegnum steypuna til þess að geta fylgzt með hitastigi vatnsins sem þarna væri undir. Þorgils sagði að framkvæmdir við stöðvarhúsið gengju eftir áætlun, búið væri að steypa allt gólfið og þakið, eins og ráðgert hefði verið. — HP. Raðhús Stórt og glæsilegt raðhús, alls um 300 ferm. á tveim hæðum Fallegt útsýni. Húsið skiptist þannig: Neðri hæð: Stórt þvottaherb. með innréttingum, geymsla, gestasnyrting, skrifstofa, hobbý- herb. og tvöfaldur bílskúr. Efri hæð: eldhús, borðstofa, stór stofa með arni, 3 góð svefnherb., Fasteignasalan BLaugav«gi 18a simi 17374 Kvöldsími 426IS. mikið skáparými, mjög stórt og vandað baðherb. með inn- réttingum. Hús í toppklassa. Höfum jafnan kaupendur að flestum stœrðum fasteigna Bátasmíðar i Nauthólsvík Innritun í bátasmíðar stendur yfir. Starfsstaður: Nauthólsvík. Starfstími : Laugardagar. Starf hefst: 14. febrúar. Bátstegund: OPTIMIST Verð: 25.000 kr. (efni) -|-námskeiðsgjald. Námskeið i siglingafrœðum og meðferð seglbáta Námskeið fyrir félaga í Siglunesi. Starfsstaður: Fríkirkjuvegur 11. Starfstími: Fimmtudagar kl. 18—19.30 Starf hefst: 12. febrúar. Verð: kr. 500.— Athygli er vakin á því að ofangreindir starfsþættir eru ekki síður fyrir stúlkur en pilta. Innritun og nánari upplýsingar á skrifstofu Æskulýðsráðs Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 11 — Sími 15937. ÆSKULÝÐSRÁÐ REYKJAVÍKUR SÍMI 15937 Salon Veh óskar eftir hárgreiðslusveini frá 1. apríl. Upplýsingar í síma 85305 og 21849 Smurbrauðstofan BJORIMIIMIVi Njálsgötu 49 - Sími 15105 2ja—3ja herb. íbúðir í Hlíðunum, við Vesturgötu, Hjarðarhaga (með bílskúrsrétti), Njálsgötu, í Kópavogi, Hafnar- firði og víðar. 4ra—6 herb. íbúðir í Eskihlíð, Bólstaðarhlíð, Hraun- bæ, við Hvassaleiti, Skipholt, í Heimunum, við Safamýri, í vesturborginni, í Kópavogi. Breiðholti og víðar. Einbýlishús og raðhús NÝ — GÖMUL — FOKHELD. Óskum eftir öllum stærðum íbúða á sölu- skrá. Fjársterkir kaup- endur að sérhæðum, raðhúsum og einbýlis- húsum. íbúðasalan Borg Laugavegi 84. Sími 14430. ÞURF/Ð ÞER H/BYU Miðvangur, Hafn. 2ja herb. íbúð á 7. hæð í háhýsi i norðurbænum. Stórkostlegt útsýni. Alfaskeið — Hafn. 2ja herb. íbúð. Falleg íbúð. Kópavogsbraut 3ja herb. sérhæð. íbúðin er 2 stofur, 1 svefnherb., skáli, eldhús og bað. Falleg íbúð. Fossvogur Einstaklingsíbúð, / 1. herb., eldunaraðstaða og snyrting. Fossvogur 4ra herb. íbúð 110 ferm. Stórai suðursvalir. Laus strax. Hraunbær 4ra herb. íbúð, stofa, 3 svefn- herb., eldhús,bað. Kríuhólar 2ja herb. íbúð á 3. hæð. Fossvogur Raðhús með bílskúr. Hús og lóð fullfrágengin. Upplýsingar um þessa eign að- eins veittar á skrifstofunni. 'Fokhelt raðhús í Mosfellssveit með innbyggðum bílskúr. Mjög hagstætt verð. Höfum mjög fjár- sterka kaupendur að öllum stærðum íbúða, tilbúnum eða í smíðum. HÍBÝLI & SKIP Garðastrœti 38. Sírm 26277 Heimasimi 20178 mmiAÐiÐ er smáauglýsingablaðið'

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.