Dagblaðið - 02.03.1976, Síða 2
Dagblaðið. Þriðjudagur 2. marz 1976.
Mikill hluti tekna fjölskyldunnar fer í kostnað við heimilishaldið.
SÖLUSKATTURINN ÆTTIAÐ
HEITA FJÖLSKYLDUSKATTUR
HÓLMGEIR BJÖRNSSON
SKRIFAR:
„Dagblaðið hefur nú slegizt í lið
með þeim lýðskrumurum sem berjast
fyrir afnámi tekjuskattsins.
Viðkvæðið er, tekjuskattur er laun-
þegaskattur og skal það ekki út af
fyrir sig dregið í efa eins og málum er
háttað. í stað tekjuskattsins eiga að
koma annars vegar lækkuð
ríkisútgjöld, þótt hvarvetna sé
æpandi þörf fyrir aukin ríkisútgjöld
og sóun í ríkisrekstri hvergi veruleg.
Hins vegar á að hækka söluskattinn
eða virðisaukaskatt í hans stað, þótt
hann sé nú þegar orðinn 20%. En þá
vakna tvær spurningar sem mér
þætti vænt um að Dagblaðið reyndi
að svara:
1. Hverjir bera byrðarnar af sölu-
skatti?
2. Hverjir græða á söluskatti?
Ef ég má reyna að svara þessum
spurningum og þeirri seinni fyrst, þá
er það almannarómur að í landinu
se‘u nokkrir aðilar sem stela þeim
söluskatti sem þeir innheimta. Þessir
menn bíða þess að söluskattur verði
hækkaður. Þeir sem eru skattlagðir
með söluskatti eru hins vegar
einkum fjölskyldumenn sem þurfa að
verja hverjum eyri sem aflað er í
kostnað við heimilishald og helzt
meira til.' Það eru hins vegar til
launamenn sem geta varið tekjum
sínum á annan hátt og þá á að
skattleggja.
Tekjuskatturinn hefur hlotið
heitið launþegaskattur.
Söluskatturinn getur þá heitið
fjölskylduskattur — nema Dagblaðið
ætli að fara að berjast fyrir
stórauknum niðurgreiðslum á
vöruvérði og undanþágum frá
söluskatti?
Gilda ekki frönsk
lög í garði
franska sendiráðsins?
E.J. skrifar:
„í tilefni fréttar í Dagblaðinu um
smáþjófinn, sem faldi sig í garði
franska sendiráðsins, varpa ég fram
þessari „lagalegu” spurningu:
Ef lögregluþjónarnir handtóku
þjófinn í sendiráðsgarðinum, fóru
þeir þá ekki þar með út fyrir verksvið
sitt? Gilda ekki frönsk lög í garði
franska sendiráðsins og þurfti lög-
reglan ekki að fara fram á framsal
mannsins?'
Ég er ekki fróður um milliríkjavið-
skipti, en alkunnug eru atvik þegar;
menn leita athvarfs í erlendum
sendiráðum og lögregla í viðkomandi
ríkjum fær ekkert að gert. Lóð og
garðar sendiráðsbygginganna falla
vanalega undir diplómatískt yfir-
ráðasvæði sendiráðanna.
í þessu sambandi minnist ég atviks
er ég heimsótti eitt sinn Thor Thors í
íslenzka sendiráðinu í Washington.
Að skilnaði fylgdi sendiherrann mér
til dyra. Á garðstéttinni fyrir framan
húsið barst það í tal, að ég hefði ekki
lengi til íslands komið. Þá sagði
Thor: „Lagalega séð stendur þú hér
á íslenzkri grund. Hér gilda íslenzk
lög.”
Dagblaðið hafði samband við
Pétur Thorsteinsson ráðuneytisstjóra
í utanríkisráðuneytinu og tjáði hann
Dkkur að lögum samkvæmt giltu
frönsk lög á lóð sendiráðsins og því
hefði lögreglan lögum samkvæmt átt
að biðja um framsal mannsins. Þeir í
franska sendiráðinu vissu ekki um
málið fyrr en það kom í Dagblaðinu
— þannig að ekki hafa þeir verið
beðnir um framsal. En ef til vill var
’kki ástæða til þess — maðurinn
hafði brotizt inn í sjoppu í nágrenn-
inu og verið að fela sig fyrir laganna
vörðum, en glögg augu .þeirra
greindu kauða í garði sendiráðsins og
því var ekkert eðlilegra en að setja
hann inn.
Franska sendiráðið. Gilda frönsk lög í garði þess?
V
Eínkennileg vinnubrögð hjá
starfsmanni tollstjóraembœttisins
RAGNHEIÐUR FRIÐRIKS-
DÓTTIR HRINGDI:
„Fyrir skömmu fékk ég
upphringingu frá tollstjóra-
embættinu og mér tjáð að ég
skuldaði þungaskatt af bifreið fyrir
árið 1975. Ég seldi þennan bíl í
febrúar 1975 og þá var um það samið
að kaupandi greiddi þennan skatt og
Þungaskattur er innheimtur af
tollstjóraembættinu af allri
bifreiðaeign landsmanna.
var það sett í afsalið. Eg hélt mig
þess vegna vera lausa allra mála.
Maðurinn, sem hringdi og tilkynnti
mer þessa skuld mína, var í fyllsta
máta ókurteis. Hann var mjög æstur
og sagði að ef ég greiddi þetta ekki
yrði komið heim til mín daginn eftir
og tekið lögtak. Hann sagði að ég
væri skráður eigandi bifreiðarinnar
og ætti að greiða þetta. Ég hafði því
samband við Bifreiðaeftirlitið og þar
var annar skráður eigandi bílsins en
sá sem ég hafði selt hann. Eftir
símtalið við Bifreiðaeftirlitið hafði ég
samband við tollstjóraembættið á
ný og skýrði mál mitt. Maðurinn sem
ég hafði áður talað við, sagði að sér
væri alveg sama um þetta og sér
kæmi þetta ekki við, en ég yrði að
borga. Síðan skellti hann tólinu á.
Framkoma sem þessi Fmnst mér
óþörf og sjálfsagt að nota almennar
kurteisisreglur og þá sérstaklega af
manni hjá opinberri stofnun. Ég var
alveg grandalaus vegna þessarar
skuldar og þessi hringing kom mér á
óvart. Opinberir starfsmenn geta
ekki leyft sér dónaskap við fólk sem
þeir þurfa að hafa samband við
vegna starfs síns.
Ég átti leið um myrkrahyl
Ég gekk í hjónaband árið 1943,
giftist mjög góðum manni, að ég tel.
Drykkjuvandamála tók að gæta hjá
honum. Þeim langar mig til að lýsa
ef einhver hefði not af reynslu minni.
í mörg ár gat maðurinn minn
neytt áfengis í hófi, sem ég kalla, þ.e.
við gátum farið á skemmtanir og
annað, þar sem vín var haft um
hönd, án þess að það ylli vanda á
nokkurn hátt. Ég sá lengi ekkert
athugavert við þetta, þó svo að ég
hafi aldrei bragðað vín, en þegar frá
leið fóru sjúkleikamerkin að koma í
ljós: ekki var hægt að bragða vín
nema drekka sig útúr. Gamanið varð
að erfiðleikum. Enn seig á ógæfu-
hliðina, og þegar afréttarinn var
orðinn fastur liður í drykkjunni tók
ég að hræðast. Loks urðu tveir og
þrír dagar í drykkju sjálfsagðir, og
önnur sjúkleikamerki jukust. Bakkus
er harður húsbóndi, vill öll ráð í
sínar hendur, sýgur allt mannlegt úr
þeim sem ánetjast honum, og að
lokum er þrælkunin slík að jafnvel
góður maður brcytist í aumkunar-
verða sál sem engin skil kann á réttu
og róngu.
Þrjú eru börn okkar, og vissulega
drógust þau til þessarar raunasögu.
Kom þar margt til: stríðni félaga í
skóíanum og leikfélagarnir voru
ósparir á að hæðast að drykkju föður
þeirra, og svo heima nístandi sár-
indin þegar þau horfðu á föður sinn
drukkinn dag eftir dag eða spyrjandi
um hann týndan. Þá er erfitt að vera
móðir og fátt um svör, slíkt skilur
aðeins sá sem reynir. Hjá börnunum
fer að gæta sálrænna erfiðleika í
námi og umgengni við aðra, síðan
skróp frá skóla, jafnvel uppgjöf og
námi hætt. Drykkjusjúklingurinn
gerir sér ekki grein fyrir hvert stefnir,
fyrr en ókleifur hamarinn blasir við.
Kannski ekki að undra, þar sem
hann er deyfður frá raunveruleikan-
um, lifir í raun-heimi. Um vanda-
málið vill sjúklingurinn ekki ræða,
það kemur engum við nema honum
einum. Aðstandendur bíða krafta-
verks, drykkjan minnki. Kannski er
fjölskyldan það heppin að birti til, en
flestir sökkva dýpra í myrkahylinn,
makinn fer á taugum, er varnar- og
ráðalaus, getur ekki rætt við neinn
um vandamálið, því að skilningur er
af skornum skammti, þar sem við-
mælandinn hefir ekki lifað vanda-
málið sjálfur, aðrir leysa hnútinn
með stóryrðum: „því skilur þú ekki
við þennan ræfil, þú ert betur stödd
ein.” Þó vandamálið væri tröllaukið,
sá ég í hendi mér að ég og fjölskylda
mín var betur stödd sameinuð en
sundruð. Slík ákvörðun er alltaf ein-
staklingsbundin. Nauðsyn er að sýna
festu í þessu máli sem öðrum því
það er of seint að byrgja brunninn,
þegar barnið er dottið ofan í. Visst
mótlæti getur einnig opnað augu
hins sjúka ef rétt er á haldið. Hann
verður að Finna að hann er ekki fær
um stjórn lengur, breytinga sé þörf,
allt sem honum var kærast er að
verða fráhverft, hann hefur selt það
fyrir sopann góða.
Fjölskylda mín var svo heppin að
augu heimilisföðurins opnuðust til
slíks skilnings, og ekki er hægt að lýsa
með orðum þeirri gleði og hamingju
sem streymdi um okkur þegar hann
tók að þreifa sig útúr skugganum
aftur. Hér þurftu hendur mínar og
barnanna að réttast móti hinum
sjúka. Já, svo sannarlega þurftum við
líka að hefja sjálfsrannsókn, ekki
síður en hann, leggja okkur fram til
morgundagsins. Álagið er mjög
mikið á mann sem búinn er að
drekka í fjölda ára og reynir að rífa
sig frá víninu. Viðmót hans nánustu
verður að breytast, lifa líðandi
stundu, láta ekki liðna tíð hefta sig,
hversu crfitt sem það kann að
reynast, því að framtíðin er sú sem
máli skiptir, gerð úr þeim gjöfum er
þú berð til hennar.
Maðurinn minn var svo lansamur
að koma auga á AA samtökin. Þar
fann hann sig aftur, fetaði sig einn
dal í einu og fjölskyldan öll með
honum. Mér lærðist fljott, eins og
honum, að einu sinni alkoholisti
alltaf alkóhólisti. Aðeins eitt staup
skilur í milli. Við þessum sjúkdómi er
ekki til lyf handa neinum, heldur
verður fjölskyldan öll að byggja sig
upp andlega og líkamlega, læra að
bregðast opnum sjónum við vanda-
málum daganna. Þessu lýsa AA
samtökin í bæninni fögru: „Guð geFi
mér æðruleysi til þess að sætta mig
við það sem ég get ekki breytt, kjark
til þess að breyta því sem ég get
breytt og vit til þess að velja þar á
milli.”
Mér er nauðsyn til styrktar að
starfa í AL-ANON, félagi aðstand-
enda drykkjufólks, karla og kvenna,
sem eiga ástvini í vandanum. Félagið
styrkir mig til að geta staðið upprétt
aftur, veitir mér gleði yFir unnum
sigrum, gerir mig hæfari til nýrra.
Um tíma hélt ég að hamingjudísim-
ar ættu engar gjafir eftir handa mér,
aðeins sviða og tár. En nú veit ég að
þetta var rangt, þær biðu mín
handan grýtts vegar. Ég veit það líka
nú að drykkjusýkin herjar helzt á
góðar og viðkvæmar sálir sem þola
illa stimpingar olnboga þjóðfélagsins,
sálir sem hafa hlotið erFiða æsku og
drykkjusjúka foreldra, misst taktstig
á einn eða annan hátt við umhverfi
sitt. Þær þrá skilning og samúð enn
heitar en aðrir, þola verr en við hin
ögrandi augnaráð raunveruleikans
AA og AL-ANON hafa kennt mér
að hamingjan er ekki utan mannsins
sjálfs, heldur í því að leita qftir
gullinu í sjálfum sér og öðrum.
Hamingjusöm eiginkona.
1'