Dagblaðið - 02.03.1976, Side 9

Dagblaðið - 02.03.1976, Side 9
Dagblaðið. Þriðjudagur 2. marz 1976. 9 Ingimar á spítala: „Fimm brot eru eins fljót að gróa og eitt" „Ég hef aldrei komið á sjúkrahús en þetta verður allt í lagi, fimm brot eru cins fljót að groa og eitt,” sagði Ingimar Eydal, hinn kunni og vin- sæli hljómsveitarstjóri, í viðtali við fréttaritara Dagblaðsins á Akureyri. Ingimar varð fvrir því óhappi að lenda í bifrciðaárekstri og slasaðist hann illa, m.a. er hann fimmbrotinn á mjaðmargrind. ,,Það á að skera mig upp núna í vikunni og fóturinn er í strekkingu eins og sjá má,” sagði Ingimar. Sagðist hann ekki vita hversu lengi hann vrði að liggja. Kunningjar Ingi- mars segja að sennilega verði erfitt fyrir hann að liggja lengi því atorka Ingimars er alkunn á Akureyri og þótt víðar væri leitað. ,,Hér er búinn að vera stanzlaus straumur af fólki að heimsækja mig — sjúkrastofan er bara heldur í þrengra lagi,” sagði Ingimar hinn hressasti. „Flest hefur verið hér í einu um tuttugu manns og þá er nú heldur farið að þrengjast.” Vildi Ingimar líka þakka blóm og góðar óskir til sín. Þess ber að geta að hljómsveit. Ingimars leikur áfram í Sjálfstæðis- húsinu „á öllu útopnuðu”, eins og þeir segja fyrir norðan, og er það kannski örlítil sárabót. Dagblaðið sendir Ingimar góðar kveðjur með von um góðan bata. —HHans/— HP. Ingimar Eydal, hinn vinsæli hljómsveitarstjóri, liggur nú á sjúkrahúsinu á Akureyri eftir umferðarslys (Ljósmynd Har. Hansen) Geir vildi hindranirnar burt Vegunum að radarstöðinni í Rock- ville og varnarstöðinni í Grindavík var lokað í fyrri viku, — ekki með bifreið- unum heldur stórgrýti sem ekið var á staðinn á vörubifreiðum og sturtað á götuna svo að varla var öðrum farar- tækjum en skriðdrckum fært að komast yfir þcssar „gildrur.” Samkvæmt ósk Gcirs Hallgrímssonar forsætisráðherra fjarlægðu sjómenn hindranirnar á laugardaginn, en hann taldi að þær þjónuðu cngum tilgangi í sambandi við landhelgisdeiluna við Breta. Myndin erírá Grindavík og sýnir hún glögglega stærðina á grjótinu sem ekið var á veginn. Möi sturtað ó veginn - UMFERÐ TIL STOKKSNESS STÖÐVUÐ í RÚMA TVO SÓLARHRINGA Átta bílhlössum af möl var sturtað á veginn frá Höfn í Hornafirði út að radarstöð varnarliðsins á Stokksnesi. Með því var honum lokað fyrir allri bílaumferð. Gcrðist þctta á fimmtu- dagsmorgun og mætti fjöldi fólks við upphaf mótmælaaðgerðarinnar, Til- kvnnt var að þetta væri gert til að mótmæla aðgerðaleysi NATO í deilum íslendinga og Breta um landhelgina. Mótn\ælaaðgerðum lauk síðdegis á laugardag, var þá rutt af veginum og eðlileg umferð fiófst á ný. Friðjón Guðröðarson, lögreglustjóri á Höfn, sagði í viðtali við Dagblaðið að hér hefði verið um sams konar aðgerðir að ræða og á Suðurnesjum. Umferð gangandi fólks til og frá stöðinni var ekki hindruð en bílaumferð stöðvuð. í stöðinni á Stokksnesi vinna 10 manns er heimili eiga á Höfn. Féklc það fólk óhindrað að fara þangað og þaðan fótgangandi. —ASt. Akureyri: ÞÝFIÐ FYLLTITVO LÖGREGLUBÍLA Þrjú innbrot voru framin á Akur- eyri fyrir helgina, svo ekki virðist hald í þeim vonum manna að inn- brotafaraldrinum þar væri að linna. Aðfaranótt föstudags var farið inn á skrifstofur Dags í Hafnarstræti 90. Þjófarnir höfðu um 5 þús. krónur upp úr krafsinu. Hurðir voru hins vegar brotnar og rótað til svo skemmdir eru meiri en þýfinu nam. Á sömu hæð er Kurt Sonnenfeld tannlæknir með stofu. Var brotin upp hurð þar á milli og rótað til hjá tannlækninum, sem er þýzkur konsúll á Akureyri. Var þaðan stolið gjaldeyri, dönskum krónum, belg- ískum frönkum og dollurum, en mjög litlu magni af hverju. Sonnen- feld tekur rafmagn af húsnæði sínu í heilu lagi, þá er hann yfirgefur staðinn. Voru gólf eldspýtum stráð sem þjófarnir hafa notað við leit sína. Geta menn gert sér í hugar- lund eldhættuna í gömlu timbur- húsi. Þá var farið í gamla togarann Harðbak við Torfunessbryggju og þar mikið rótað. Margir hafa verið yfirheyrðir. Upplýst er um þjófnaðinn í togaran- um. Var þýfið sótt heim til þjófanna og þurfti tvo lögreglubíla til. Voru þetta m.a. hlutar úr talstöð o-g heyrnartæki og margt fleira. Voru þarna að verki „kunningjar” lög- reglunnar úr fyrri innbrotup og eitthvað af nýliðum. Þeir viður- kenndu ekki tvö fyrrnefndu innbrot- in. ASt. Þorskurinn veiddur undir herskipaverndinni fer í skepnuf óður Mikill hluti af afla brezkra togara á íslandsmiðum, eða a.m.k. 200 tonn af afla síðustu viku, er seldur í Grimsby og Hull til skepnufóðurs. Síðasta vika hefur verið fyrir brezka togaraútgerð vægast sagt ömurleg. Enginn togaranna, sem gerður er út á íslandsmið, hefur verið gerður út með gróða. Tapið á útgerð nokkurra þeirra aðcins einn túr hefur numið allt að 3,5 milljónum króna. Fyrsta flokks íslands-þorskur selst nú í Bretlandi á ekki nema nítján pund •stæðan (63 kíló) en þyrfti að seljast á 'tuttugu og eitt til að standa undir útgerðinni við ísland. Við þessar töl- ur má svo e.t.v. bæta að útgerð flota henar hátignar á íslandsmið er heldur ekki rekin með gróða svo að öllu samanlögðu er hvert þorskgrey komið á borð Bretans fjári dýrt. —BH ÖSKUDAGURINN FJÁRÖFLUNARDAGUR RKÍ Nýi sjúkrabíllinn kostar ó fimmtu milljón kr. ón „Vinsælasti þátturinn í starfsemi okþar hefur alla tíð verið rekstur sumardvalarheimilanna fyrir börn,” sagði Ragnheiður Guðmundsdóttir læknir en hún er formaður Reykja- víkurdeildar Rauða krossins. „Einnig önnumst við alla sjúkraflutninga á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Á morg- un, öskudag, efnum við að venju til merkjasölu og verða merkin afhent sölubörnum í skólum borgarinnar.” Ekki veitir af að bæta fjárhaginn því mikldr framkvæmdir eru á döf- inni hjá Reykjavíkurdeildinni. Ber þar einna hæst kaup á nýjum og mjög fullkomnum sjúkraflutningabíl sem væntanlegur er til landsins með fyrstu ferð eins og Ragnheiður orðaði það. „Bíllinn er mjög fullkominn, kostaði á fimmtu milljón króna, og er þá eftir að greiða <jll aðflutningsgjöld af honum. Rckin úefur verið fræðslustarfsemi á okkar vegum, nýlokið er námskeiði í skyndihjálp fyrir skólafólk. Einnig höfum við haldið námskeið um að- hlynningu sjúkra í heimahúsum, bæði fyric almenning og einnig fyrir fólk sem vinnur við heimilishjálp Reykjavíkurborgar. Þá hefur Reykjavíkurdeildin á sín- um vegum útlán á ýmiss konar sjúkragögnum fyrir almenning, t.d. sjúkrarúmum. Er sú þjónusta veitt gegn læknisvottorði og er endur- gjaldslaus. Ekki má gleyma starfsemi kvenna- deildarinnar, en hún hefur unnið mjög gott starf. Deildin sér um sölu- búðir fyrir sjúklinga á Landakots- spítala og Grensásdeildinni og einnig um bókasöfn sjúklinga. Það starf er unnið endurgjaldslaust eins og önnur störf á vcgum deildarinnar. Einnig hefur kvcnnadeildin haft á sínum vegum heimsendingu matar til aldraðra og öryrkja. tolla Sú starfsemi hefur mælzt mjög vel fyrir en hefur verið rekin í eins konar tilraunaskyni, aðallega til íbúa í Norðurbrún og Austurbrún. Loks langar mig til þess að nefna sumardvalarheimilin að Jaðri og Silungapolli. Við það $tarf njótum við fjárhagsaðstoðar borgarsjóðs því að öðrum kosti væri ekki mögulegt að halda gjöldunum í lágmarki. Við reynum að gera miklar kröfur til okkar sjálfra og sjá um að uppfylla allar hugsanlegar kröfur. Til skamms tíma held ég t.d. að ekki hafi verið vökukona á öðrum heimilum en hjá okkur. Verðinu er stillt mjög í hóf til þess að sem fiest börn gcti notið dvalarinnar. Hver hópur getur verið í fjórar vikur og eru 50 börn í hverj- um”. — Hve lengi hefur Rauði krossinn séð um sumardvalir Reykjavíkur- barna? „Þessi starfsemi hófst á stríðsár- unum og var upphaflega ætluð til þess að koma börnum og mæðrum úr Reykjavík. Eftir að stríðinu lauk kom í ljós hve þörfin var brýn fyrir sumar- dvalarheimilin fyrir börn af höfuð- borgarsvæðinu og var því starfsem- inni haldið áfram. Lengi vel rákum við myndarlegt sumardvalarheimili að Laugarási í Biskupstungum en húsakynni þar eru öll orðin úr sér gengin og upj> fylla engan veginn bær kröfur sem gerðar eru til slíkra húsakynna. En við höfum landið sem er sérstaklega vel til starfseminnar fallið með góð- um jarðhita. Við vonumst til þess að geta komið upp nýjum húsakynnum í Laugarási sem allra fyrst. öskudagurinn hefur verið íjáröfi- unardagur okkar í fjöldamörg ár og vonumst við eftir sem flestum sölu- börnum,” sagði Ragnheiður Guð- mundsdóttir læknir. —A.Bj. öllum er Ijós nauðsyn þess að borgarbörn fái notið útivistar „á grasi.” Þarna eru kát Reykjavíkurbörn að leik á Silungapolli sumarið 1975.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.