Dagblaðið - 02.03.1976, Síða 23

Dagblaðið - 02.03.1976, Síða 23
Dagblaðið. Þriðjudagur 2. marz 1976. 23 Útvarp Sjónvarp Um tíu prósent af útvarpsefni eru f réttir og f réttaaukar Fréttamennirnir Vilhelm G. Kristinsson og Kári Jónasson eru að vinna að undirbúningi fréttaauka. Kári var með sérstakt „stúdíó” úti á Hótel Loftleiðum á meðan á samningafundunum stóð og útvarpaði fréttum þeint þaðan. Engu að síður varð hann að sinna föstum þáttum eins og Þingsjánni meðan á samningafundunum stóð. Hann var orðinn mjög þreyttur um það bil sem fundunum lauk. DB—myndir. Bjarnleifur. Um 10% af öllu efni útvarpsins kemur frá okkur hérna á fréttastof- unni, sagði Vilhelm G. Kristinsson fréttamaður þegar við litum inn til þess að spjalla við starfsbræður okkar þar á meðan á verkfallinu stóð. — Og það er ekki dýrt, því við erum fáliðuð hér. — Auðvitað höfum við fréttamenn víðs vegar um landið en þeir fá sáralítið greitt fyrir störf sín. Það er áreiðanlega ekki vegna ( peninganna sem þeir láta heyra í sér, heldur vegna þess að þeir vilja koma fréttum úr sínu byggðarlagi á fram- færi. Vilhelm hefur unnið á fréttastof- unni í tæp sex ár en áður var hann blaðamaður hjá Alþýðublaðinu í þrjú ár. — Við vildum gjarnan að mögu- leiki væri á að taka að sér einhver ákveðin mál sem hægt væri að fylgja eftir en vegna þess hve fáliðuð við erum getum við aðeins sinnt brýn- ustu verkefnum og engu öðru en því. Undir þetta tók Sigurður Sigurðs- son aðstoðarfréttastjóri. Sigurður sagði einnig að æskilegast væri að útvarpið hefði einnig fréttamenn er- lendis. Nú hefur útvarpið þrjá fasta fréttaritara erlendis, Jón Björgvins- son í London, Friðrik Pál Jónsson í París og Egil Egilsson í Kaupmanna- höfn. Fyrir nokkrum árum voru frétta- menn útvarpsins sendir til Kaup- mannahafnar og dvöldu þar á vegum útvarpsins um tíma, sumir allt upp í eitt ár eða meir. Af þekktum útvarps- mönnum, sem þar voru má nefna Högna Torfason, Stefán Jónsson og Margréti Indriðadóttur sem sendu okkur fréttir bæði frá Danmörku og hinum Norðurlöndunum. Núverandi fréttamaður útvarpsins þar, Egill, er búsettur í Danmörku, efnafræðingur að mennt og hefur verið í frétta- ritarastarfinu í þrjú ár. — Þið segið að um 10% af útvarps- efni sé fréttir, en ef maður hlustar á útvarpsfréttir allan daginn þá finnst manni að þetta séu meira og minna sömu fréttirnar í öllum fréttatímun- um. — Að sjálfsögðu eru oft sömu fréttirnar í hinum mismunandi fréttatímum, því það er verið að senda út fréttir til fólks sem hlustar á mismunandi tímum, sumir heyra ekkert nema hádegisfréttir aðrir ekkerr nema kvöld- og morgunfréttir o.s.frv. Símarnir hringdu án afláts _ á borðunum hjá Sigurði og Vilhelm og það var ekki laust við að maður fyndi til öfundar í þeirra garð að þeir gætu komið fréttum sínum á fram- færi á meðan við vesælir blaðamenn gátum ekki gert annað en að bíða eftir að verkfallið leystist. En það verður að taka því — og við yfir- gáfum fréttastofuna eftir skemmtí- lega heimsókn þangað. A.Bj. Hvar fœst mjólkin, en bensinið? Útvarpsmenn skrifuðu ekki bara fréttir i verkfallinu, þeir þurftu lika að svara ótal fyrirspurnum „Hvernig í ósköpunum kem ég barninu mínu inn á sjúkrasamlags- skírteini? Hvar fæst mjólkin helzt og hvar er hægt að ná í bensín?” Þetta eru spurningar á meðal margra annarra sem við útvarpsmenn verðum að svara þessa 'dagana síðan blöðin hættu að koma út,” sagði Sigurður Sigurðsson aðstoðarfréttastjóri þegar við brugðum okkur niður á fréttastofu útvarps á meðan á verkfallinu stóð. Á fréttastofunni starfa venjulega fimm fréttamenn í einu, en þegar svona4 stendur á eru kallaðar út aukavaktir. „Það er svo mikið sem berst af fréttum Útvarp ÞRIÐJUDAGUR 2. raarz 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Spjall frá Noregi. Ingólfur Margeirsson flytur. 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tónleikar. 16.40 Litli barnatíminn. Finnborg Scheving sér um tímann. 17.00 Lagið mitt. Berglind Bjarna- dóttir sér um óskalagaþátt fyrir börn yngri en tólf ára. 17.30 Framburðarkennsla í spænsku og þýzku. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynn- ingar. 19.35 Til hvers eru skólar? Dr. Arnór Hannibalsson flytur síðara erindi sitt. 20.00 Lög unga fólksins. Ragn- heiður Drífa Steinþórsdóttir kynnir. 20.50 Að skoða og skilgreina. Krist- ján Guðmundsson'sér um þátt fyrir unglinga. 21.30 Kórsöngur. Hollenzki út- varpskórinn syngur lög eftir An- tbn Bruckner; Carel Laut stjórn- ar. 21.50 Þrjú ljóð. Höfundurinn, Anna Guðmundsdóttir leikkona, flytur. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passíu- sálma (13). 22.25 Kvöldsagan: „í verum”, sjálfsævisaga Theódórs Friðriks- sonar. Gils Guðmundsson les síð- ara bindi (25). 22.45 Harmonikulög. Lennart Wár- mell leikur.- 23.00 Á hljóðbergi. Milljón punda seðillinn. (The £1.000.000 Bank Note) eftir Mark Twain. David Wayne les. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 3. mar'? öskudagur 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi* kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.3Ö, 8.15 ( og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgun- stund barnanna kl. 8.45: Ólöf Jónsdóttir les sögu sína „Ösku- dag”. Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttir kl. 9.45. Létt lög milli at- riða. Krossfari á 20. öld kl. 10.25: Benedikt Arnkelsson flytur annan þátt sinn um Billy Graham. Passíusálmalög kl. 10.40: Sigur- veig Hjaltested og Guðmundur Jónsson syngja; dr. Páll ísólfsson leikur á orgel Dómkirkjunnar. Morguntónleikar kl. 11.00: Sin- fóníuhljómsv. danska útvarpsins leikur Ljóðræna svítu op. 54 eftir Grieg; Erik Tuxen stj. / Sinfóníu- hljómsveitin í Prag leikur Sin- fóníu nr. 1 í g-moll op. 13 eftir Tsjaíkovský; Václav Smetácek stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Sjónvarp 9 ÞRIÐJUDAGUR 2. marz 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.40 Þjóðarskútan. Þáttur um störf alþingis. Um- sjónarmenn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. Stjórn upp- töku Sigurður Sverrir Pálsson. 21.20 McCloud. Bandarískur sakamálamynda- flokkur. Stórborgarvinátta. Þýð- andi Kristmann Eiðsson. 22.10 Utanúrheimi. Umsjón Jón Hákon Magnússon. 22.40 Dagskrárlok. núna, að vandinn er að sprengja ekki allt utan af sér,” sagði Sigurður. Það er mikið um hringingar á meðan við stöldrum við og fréttamennirnir punkta niður hjá sér og segulbönd eru sett í gang. Ekki eru það þó allir fréttamenn sem nota segulbönd, þótt allir hafi aðstöðu til þess. „En mér finnst mikið öryggi í að nota þau og hugsanlegt er að hægt sé að spila kass- etturnar beint í fréttatímum,” sagði Sigurður. Við göngum með honum að stúdíói, þar sem fréttirnar eru lesnar upp. Þar inni er meðal annars leynisími. Stundum eru tekin upp bein viðtöl í fréttatíma. Margir muna sjálfsagt eftir viðtali við Helga Hallvarðsson skipherra á Þór, en hann var að koma að eftir ein mestu lætin í þorskastríðinu, rétt eftir kl. sjö um kvöld, þegar frétta- tíminn var byrjaður. „Ég er nú búinn að vera á útvarpinu lengur en elztu menn muna. Já, 33 ár,” sagði Sigurður, þegar við spyrjum hann hvað hann hefði lengi starfað hjá stofnuninni. „Byrjaði sem innheimtu- stjóri og slysaðist svo til að fara að lýsa leikjum í íþróttatímum. Svo tók ég að mér íþróttaþætti sjónvarpsins. Maður ætti aldrei að blanda saman útvarpi og sjónvarpi. Vinnan á þessum stöðum er svo ólík.”. Nú heyrum við Sigurð ekki lengur lýsa íþróttum. Hann er kominn í almennar fréttir og orðinn aðstoðar- fréttastjóri. Oft heyrum við sömu fréttirnar í útvarpi og sjónvarpi. Við spurðum Sig- urð hvort ekki væri hægt að haga þessu öðru vísi. Hann sagði að útvarpið væri sá aðili sem undir flestum kringumstæðum væri fyrstur með fréttirnar. í stað þess að sjónvarpið nærri því endurtaki þessar fréttir, gæti það verið meira á staðnum og fylgt fréttinni eftir með myndum. Um hvort við megum nokkuð eiga von á að fá útvarp á nóttunni, er svarið að það hafi oft komið til tals en aldrei orðið úr neinum framkvæmdum, meðal annars út af bágbornum fjárhag. -EVI. Sigurður Sigurðsson, hinn góðkunni og afar vinsæli útvarpsmaður, er þarjna að taka niður fréttir í gegnum síma. Rit- vélin hans Sigurðar er svo fullkomin að það liggur. við að hún geti unnið án vélritara og kostar álíka og íbúð gerði fyrir nokkrum árum. DB-myndir Bjarnleifur. Þ

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.