Dagblaðið - 03.03.1976, Síða 4
4
Dagblaðið. Miðvikudagur 3. marz 1976.
Verkföllin og spaugilega hliðin:
„Já, ég sé að það
er allt í lagi með
Lenín kallinn"
Farþegarnir létu verkfallsverðina heyra sitt af hverju við komuna til Keflavíkur-
flugvallar.
Launþegasamtökin á Suðurnesjum
höfðu vakandi auga með verzlunum
og vinnustöðum á meðan á verkfall-
inu stóð. í bækistöðvum tveggja
stærstu félaganna, Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Keflavíkur og nágrennis
og Verzlunarmannafélags Suður-
nesja voru jafnan margir til taks, ef
grunur lék á að einhvers staðar væri
verið að vinna. Þeir héldu þegar á
vettvang og stöðvuðu þá sem þeir
töldu brotlega. Ekki gekk það alveg
árekstralaust, sérstaklega hjá verzl-
unarmönnum. Kaupmenn freistuð-
ust til, — enda uppgripatími fyrir
þá, þar sem kaupfélagið var lokað, —
að setja aðra en sína fjölskyldumenn,
í störf sem félagar í VS, sem voru í
verkfalli, voru ráðnir til að gegna.
Kom tíðum til orðaskaks og jafn-
vel stimpinga þegar verkfallsverðir
reyndu að hindra viðskipti kaup-
manna með því að raða sér fyrir
inngöngudyr verzlananna. Ekki voru
væntanlegir viðskiptavinir ávallt
hrifnir þegar þeir urðu frá að hverfa
án þess að verzla en sumir höfðu þó
hugrekki til að brjóta sér leið gegn-
um verkfallsvarðavegginn, þar á
meðal drottins þjónar. Ýmis spaugi-
leg atvik gerðust líka eins og þegar
Hér er verið að gantast við verzlunina Nonna og Bubba í Keflavík, — allt í
mesta gamni
(Ljósmyndir Emm)
tvíbreiða konan áræddi ekki fram hjá
verkfallsvörðunum en tautaði um
leið og hún sneri frá ,,maður á víst að
verða hungurmorða.v „Varla stend
ur nú verkfallið svo lengi,” varð þá
einum verði að orði.
í verzlun einni, sem stendur á
sjávarbakkanum við Hafnar-
götuna, hófðu VS menn grun
um ólögmætan starfskraft. Héldu
þeir strangan vörð um bygginguna
fram eftir nóttu, en enginn yfirgaf
bygginguna utan annar eigandinn,
sem var kona. Þegar birti af degi
kom í ljós, að verkfallsbrjóturinn
hafði látið sig síga í reipi út um
bakglugga og niður í fjöruna og
sloppið þaðan óséður, — spor í
snjónum sönnuðu það, svo að varla
var um að villast.
Verkfallsverðir VFSK höfðu
strangar gætur á öllu sem þeim við-
vék, sérstaklega á Keflavíkurflugvelli.
Þeir áræddu að leggja til atlögu við
eitt þjónustufyrirtæki varnarliðsins
á Keflavíkurflugvelli, bensínstöð sem
afgreiddi eldsneyti og aðrar nauðsyn-
legar vörur fyrir einkabifreiðir
varnarliðsmanna. Stöðvuðu þeir af-
greiðslu og héldu þar vörð unz verk-
falli lauk, á þeim forsendum að um
15% þeirra sem þarna keyptu bensín
væru búandi í Keflavík og þeir hefðu
engan rétt umfram aðra Keflvíkinga
til að kaupa bensín....
í flugstöðina vantaði verkfallsverð-
ina ekki ef eitthvað var á seyði, —
hvort heldur var undanþága fyrir
Loftleiðavél til eldsneytistöku við
áhafnaskipti, eða íslendinga með
heimþrá, sem verkfallið hafði tafið
úti í löndum í nær hálfan mánuð.
Hvorki harmagrátur fransks flug-
manns, sem óvart hafði lent í Kefla-
vík og vantaði aðeins 2000 pund af
bensíni til að komast heim, né köpur-
yrði „útlaganna”, sem loksins
komust heim, höfðu minnstu áhrif á
verkfallsverðina. Þeir gegndu skyld-
um sínum ákveðnir og einbeittir en
gátu þó ekki stillt sig um að brosa,
þegar einn farþeginn, kona, —
heldur völt á fótunum, vatt sér að
einum þeirra og pírði augunum á
málmmynd, sem hann bar í kraga-
horninu, og hrópaði, ,,já, ég sé að
það er allt í lagi með Lenin kallinn”.
— emm —
INFLÚENSAN
ER KOMIN
— bóluefni við
stofninum hefur
enn ekki verið
framleitt
„Við höfum látið taka inflúensu-
sýni en ekki fengið neina niðurstöðu
vegna þeirra ennþá. Hins vegar
bendir allt til þess að veiki af svo-
nefndum Victoríustofni sé farin að
stinga sér niður hérna,” sagði Skúli
G. Johnsen borgarlæknir í samtali
við Dagblaðið.
Victoríuinflúensan tók að ganga í
Evrópj í nóvember á síðasta ári og
hefur verið að breiðast út þar og í
Bandaríkjunum síðan. Hún lýsir sér
með háum hita í byrjun og fylgja
honuin höfuð- og beinverkir og
slæmur hósti. Hitinn stendur í um
það bil þrjá daga. Fólki er þó ekki
óhætt að fara út fyrr en það hefur
verið hitalaust í að minnsta kosti 2-3
daga.
Að sögn borgarlæknis er Victoríu-
inflúensa hvorki betri né verri en þeir
stofnar sem hafa gengið hér á iandi
undanfarin ár. Fólk' verður samt að
fara vcl með sig er það veikist. —
Bóluefni við þessum stofni hefur enn
ekki verið framleitt.
Spánska veikin í
Bandaríkjunum
hættuminni én 1918
Borgarlæknir var ennfremur
spurður álits á fréttum þess efnis að
Spánska veikin væri farin að ganga í
Bandaríkjunum.
,JÚ, ég hef fengið upplýsingar um
Spönsku veikina,” svaraði Skúli.
,,Það hafa farið fram mjög víðtækar
rannsóknir á henni í New Jersey í
Bandaríkjunum. Vitað er um að
ellefu manns hafa veikst í Bandaríkj-
unum, en hins vegar hefur hún ekki
leitt til nema eins dauðsfalls.”
Að stofni til er Spánska veikin
talin vera vírus sem sagður er fylgja
svínum, enda er-hún oft nefnd svína-
inflúensa. Hún er skyld þeirri
spönsku veiki sem gekk hér árið 1918,
en þó sennilega ekki af nákvæmlega
sömu gerð, þar eð hún virðist ekki
mannskæðari en venjuleg inflúensa.
Einnig þarf að taka með í reikning-
inn, að fólk er ekki eins næmt fyrir
sjúkdómum og það var í byrjun
aldarinnar, þar eð næringarástand er
almennt mun betra. Þá er þess að
geta að fólk sem komið er vel yfir
fimmtugt hefur enn í sér mótefni
gegn Spönsku vcikinni.
—ÁT —
Fiskkaupendur!
Eigendur 11 tonna færabáts óska eftir við-
skiptum við fiskverkun á Suðurnesjum. Ein-
hver fyrirgreiðsla skilyrði. Sími 28676.
sem er 19 ára og afgreiðslustúlka hjá
Hans Petersen.
,,Þetta er fyrsta karnivalhátíðin á
opinberum skemmtistað sem haldin
hefur verið hér á landi, svo ég viti
til,” sagði Ingólfur Guðbrandsson
forstjóri Útsýnar.
Hann sagði frá sögu karnival-
hátíðar erlendis um kvöldið. Slíkar
hátíðir eru aldagömul hefð í flestum
löndum Evrópu og raunar beggja
megin Atlantshafsins. Þær fara fram
með miklum glæsibrag og gáska.
Fólk fer á grímudansleiki og í
skrúðgöngur með tilheyrandi léttri
tónlist, söng og dansi, og hvers konar
uppátækjum.
„Ég ætla að reyna að innleiða
þetta hér. Útsýn ráðgerir að halda
karnivalhátíð á hverju ári. Almanna-
rómur var að mjög vel hefði tekizt
með þessa fyrstu. Yfir sjö hundruð
manns voru mættir til leiks. Brvddað
var upp á ýmsum nýjungum í
skemmtanalífinu. Hátíðin hófst með
pompi og pragt kl. 7.30 í fvrrakvöld
og er mér ekki kunnugt um að
matreitt hafi verið inni í salnum eins
og gert var á Sögu í þetta skipti. Var
kjöt steikt á teini yfir eldi. Á meðan á
því stóð spilaði 20 manna lúðrasveit
Hafnarfjarðar undir stjórn Hans
Ploder létt lög. Dansflokkur úr Dans-
skóla Heiðars Ástvaldssonar sýndi
einnig poppdans,” sagði Ingólfur.
Frægustu karnivalhátíðirnar eru
ákaflega mikill segull fyrir ferða-
mannastrauminn, en þær eru t.d.
haldnar í Köln, Feneyjum, Róm,
Nice og Rio de Janeiro. Það er siðúr
erlendis að kjósa karnival að kjósa
karnivaldrottninguna og jafnvel
karnivalprins líka. Við hér heima
létum okkur nægja drottningu að
þessu sinni, hvað sem seinna verður.
Þátttakendur í keppninni um
titilinn karnivaldrottningin eru jafn-
framt þátttakendur í keppninni um
ungfrú Útsýnar titilinn. Sú sem hann
hreppir er valinn Ijósmyndafyjirsæta
fyrirtækisins á þessu ári. Sú keppni
heldur áfram á næstu tveim Útsýnar-
kvöldum.
-EVI.
Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri Útsýnar, er augsýnilega mjög ánægður með
valið á hinni . nýkjörnu karni valdrottningu, Sigurveigu HalJ. DB-mynd
Björgvin.
Nú er það ekki fegurðardrottning heldur
KARNIVALDROTINING
„Jú, það kom mér skcmmtilega á
óvart að ég skvldi vinna,” sagði
nýkrýnd karnival-drottning, Sigur-
vcig Hall. Hún cr fyrsta karnival-
drottning á íslandi, valin á Útsýnar-
kvöldi á Hótel Sögu.
Sigurvcig var þarna bara stödd til
þcss að skcmmta scr. Einhvcr hafði
svo skrifað nafn hcnnar ásamt tíu
öðrum og hún varð hlutskörpust í
kcppninni,* vann tvcggja vikna ferð
annaðhvort til ftalíu.cða Spánar mcð
Útsýn.
„Það cr stórfínt að bregða sér á
ball og fá svona óvæntan hciður og
fcrðalag í þokkabót,” sagði Sigur\cig,