Dagblaðið - 03.03.1976, Side 6

Dagblaðið - 03.03.1976, Side 6
6 Dagblaðið. Miðvikudagur 3. marz 1976. Japanir fá allar upplýsingar um mútugreiðslur Lockheed Forkosningar í Massachusetts Jackson og Ford sigruðu öldungadeildarþingmaðurmn Henry Jackson varð hlutskarpastur þeirra sjö demókrata sem sækjast eftir útnefningu flokks síns til forseta- kjörs í Bandaríkjunum í forkosning- unum sem fram fóru í Massachusetts í gær. Tölvuspá CBS fréttastofunnar, sem byggð er á atkvæðatölum frá ákveðnum héruðum, gerir ráð fyrir að Jackson hafi fengið 24% atkvæða í forkosningunum. Næstir og jafnir eru frjálslyndi öldungadeildarþing- maðurinn Morris Udall og íhalds- seggurinn George Wallace, báðir með 18 af hundraði atkvæða. CBS spáði í morgun að Jimmy Carter, fyrrum ríkisstjóri Georgiu, sem áður var talinn sigurstrangleg- astur demókratanna, hafnaði í þriðja sæti með 14% atkvæða. Kosið var um 104 kjörmenn demó- krata í Massachusetts en í baráttu repúblikana um sína 43 kjörmenn virtist Ford forseti hafa sigrað helzta keppinaut sinn, Ronald Reagan, fyrrum ríkisstjóra Kaliforníu, örugg- 'lega. í Massachusetts eru aðeins 500. þúsund flokksbundnir repúblikanar og hvorugur þeirra Fords og Reagans hafði fyrir því að heyja kosningabar- áttu sína í fylkinu. Samkvæmt tölvuspá CBS hlaut Ford 68% atkvæðanna og þykir það nokkur sárabót fyrir naumán sigur hans fyrir Reagan í forkosningunum, sem fram fóru í New Hampshire í síðustu viku. Jackson öldungadeildarþingmaður var að vonum hinn kátasti yfir sigrin- um og sagðist vera á beinum og breiðum vegi í áttina að Hvíta húsinu. Erlendar fréttir Löng jarðgöng í Kina Kínverski herinn helur grafið göng í innri Mongólíu, sem eru nægilega stór til að litlir skriðdrekar og áætlunarbilar geti farið þar í gegn, að þvi er tveir vestur-þýzkir þing- nienn, nýkomnir frá Kína, skýrðu frá í Bonn í gærkvöld. Dr. Werner Mar.x. talsmaður utan- rikismálanefndar kristilegra demókrata í neðri cleild sambands- þingsins, sagði að m ðanjarðarvama- kerfi Kínvcrja undir mongólsku höfuðborginni Huhehot gerði Kín- verjuni kleift að hevja þar Iangt stríð. Dr. Marx sagði að göngin væru víða Ö.ÖO rnetrar á ha-ð og einstaklega vel gcrð. Hann vildi ekki skýra nánar frá.þcirri vitneskju, sein hann hýr yfir. en hlaðamaður nokkur. sem var í hópi fvrstu Vestur- landabúanna er skoðuðu þí’tttt nýja varnakerfi. segir göngin vera miirg lutndruð kilómet i'a liing. — segir fulltrúi Bandaríkjastjórnar Bandarísk þingnefnd hefur skýrt frá því, að hún sé reiðubúin að veita japönskum stjórnvöldum allar fáanleg- ar upplýsingar um meintar mútugjafir og fjárgreiðslun Lockheedflugvéla- verksmiðjanna. Starfsmenn Lockheed hafa skýrt svo frá í yfirheyrslum hjá þingnefndinni, að fyrirtækið hafi greitt milljónir dollara til einstaklinga í Japan í því skyni að greiða fyrir sölu á flugvélum fyrirtækisins. Engin nöfn hafa verið nefnd enn ogi hefur það vakið mikla ólgu og reiði í Japan. Formaður nefndarinnar, Roderick Hills, sagði í viðtali við bandaríska stórblaðið New York Times í gær, að hann reiknaði með að japönsk stjórnvöld myndu í þessari viku biðja um áðurgreindar upplýsingar sem m.a. hefur verið aflað með dómsúrskurði. Portúgal: YFIRMAÐUR FLUGHERS VARARVIÐ BYLTINGU Djúpstæður ágreiningur innan portúgölsku herforingjastjórnarinnar hefur verið dreginn fram í dagsljósið og endurvakið ótta manna um að hluti hersins muni reyna að gera byltingu áður en kemur til þing- kosninganna í april, sem eiga að marka endalok tveggja ára stjórnar hersins á málum landsmanna. Nokkur portúgölsk íhaldsblöð hafa birt harðorðar árásir á Costa Gomes forseta og Antunes utanríkisráðherra í greinarformi eftir Jose Morais e Silva, yfirmann flughersins. Ráðherrarnir tveir eru nú taldir lengst til vinstri af þeim mönnum, sem sæti eiga í byltingarráði hersins. Silva hershöfðingi segir í grein sinni, að ýmislegt bendi til þess að öfi, sem andstæð séu lýðræðislegu stjórnskipulagi, ætli ekki að láta sér nægja að bíða róleg þar til þeim verði ýtt til hliðar í kjörklefunum. Því séu í gangi örvæntingarfullar tilraunir til að koma í veg fyrir eða a.m. k. fresta kosningunum. Hershöfðinginn segist óttast að þessi „öfl” muni reyna að fá hægrimenn til’ að gera byltingartilraun, sem þegar í stað yrði bæld niður af vel skipulagðri gagnbyltingu vinstrimanna. Costa Gomes, forseti: sukaður un undirbúa byltingu hægri afianna og eigin gagnbyltingu. Tvœr hjúkrunarkonur eru grunaðar um að hafa myrt 20 sjúkBnga Tvær hjúkrunarkonur eru meðal þeirra grunuðu í fjöldamorðum á elliheimili síðastliðið sumar, í borginni Aann Arbor í Michigagn, samkvæmt réttarskjölum sem lögð hafa verið fram. Saksóknarinn hefur farið fram á að mega yfirheyra dauðvona krabbameins- sjúkling, sem telur sig hafa átt að verða eitt fórnarlambanna. Josc Maria dc Areilza, utanríkisráðhcrra Spánar, hcldur í dag til Kaupmannahafnar, þar sem hann hyggst 'eiga viðræður við danska leiðtoga um áhuga Spánverja á að ganga í Efnahagsbandalag Evrópu. Areil/.a var í London í gær og átti svipaðar viðræður við Wilson forsætisráðiherra og Callaghan utan- ríkisráðhcrra. Aður hcfur Areilza komið til höfuð- l)orga aðildarríkja Efnahagsbanda- Svo virðist sem meira en tuttugu sinnum hafi orðið gróf mistök í sambandi við öndunarhjálp sjúklinganna og að sjúkir morðingjar hafi dælt í þá eiturefnum. Málið hefur verið í rannsókn undan- farna fjóra mánuði og hafa konurnar tvær nú verið nefndar sem hugsanlegir lagsins og rætt hugmyndir spænskra stjórnvalda um að æskja inngöngu í EBE eftir um það bil tvö ár, þegar Spánverjar gera sér vonir um að hafa fært stjórnskipulag sitt nægilega mikið í lýðræðisátt, svo þeir verði gjaldgengir í bandalagið. í morgun átti spænski utanríkis- ráðherrann fund með Margaret Thatcher, leiðtoga brezku stjórnarand- st(>ðunnar. aðilar að morðunum, ef ekki morðingjar. Báðar unnu konurnar á gjör- gæzludeild elliheimilisins og krabbameinssjúklingurinn telur sig hafa þekkt konurnar á mynd. Segir hann að þær hafi verið í herbergi hans, er honum voru gefin sterk eiturlyf, sem þó . hefðu ekki dregið hann til dauða. Hríngurínn þrengist um Bernharð prins Þriggja manna nefnd, er skipuð var til þess að rannsaka hvort Bern- hard prins af Hollandi hafi þegið stórkostlegar fjárhæðir í mútur frá Lockheed verksmiðjunum, hefur látið það boð út ganga, að tveir æðstu yfirmenn Lockheed í Evrópu á þeim tíma er múturnar eiga að hafa verið greiddar, hafi verið yfirheyrðir. Þá hefur fyrrum varnarmálaráð- herra Hollands verið yfirheyrður. Ekki er vitað hvað komið hefur í ljós við þessar yfirheyrslur. Areilza rœðir mögu- leikana á inngöngu Spánverja í íBE

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.