Dagblaðið - 03.03.1976, Side 7
Dagblaðið. Miðvikudagur 3. marz 1976.
Danmörk og Svíþjóð:
NÝR KYNSJÚKDÓMUR
ItGGST Á UNGBÖRN
Ný tegund kynsjúkdóms hefur
komið í Ijós í Danmörku og breiðist
hann út til nálægra landa. Sjúkdóm-
urinn er krankleiki sem hingað til
hefur gengið undir nafninu trakom,
eða hin egypzka augnveiki.
Hefur þessi sannieikur komið í ljós
eftir bráðum 15 ára rannsóknir, sem
Carl H. Mordhurst yfirlæknir hefur
staðið fvrir.
„Sjúkdómurinn lýsir sér sem bólg-
ur í þvagrásum, sár í leghálsi, eða
bólgur í augum,” segir Mordhurst,
„og einkennin eru þau sömu og við
lekanda, sviði við þvaglát eða útferð.
Menn hafa álitið að trakom sem
bólgur í augum, augnsjúkdómur,
hafi verið útrýmt á Norðurlöndum
fyrir 30—40 árum. Mordhurst álítur
hins vegar að alltaf hafi verið um
einstök tilfelli að ræða og að trakom
sem kynsjúkdómur hafi alltaf verið
til en menn ekki álitið sjúkdóminn
vera af þeirri gerð fyrr en nú.
Það sem alvarlegast er í þessu
sambandi er að nokkuð stór hluti
nýfæddra barna fær þennan sjúkdóm
við fæðingu. Er jafnvel álitið að allt
að t\ ö próscnt nýfæddra barna á
Kaupmannahafnarsvæðinu hafi feng-
ið þennan sjúkdóm. 185 af 1000
sjúklingum, sem Carl Mordhurst
rannsakaði, gengu með þennan sjúk-
dóm, sem fyrst og fremst er kynsjúk-.
dómur, sem smitar út frá sér við
samfarir eða önnur kynferðisleg at-
lot, eða berst með fingrum frá auga
til auga, t.d. ef notaður er sami
þvottapoki.
NIX0N SENDIR KISSINGER
SKÝRSLU UM KÍNAFÖRINA
Richard Nixon, fyrrum Bandaríkja-
forseti, hefur gefið í skyn við Hvíta
húsið, að hann muni senda utanríkis-
ráðuneytinu skriflega skýrslu um ferð
sína til Kína, að því er Ron Nessen,
blaðafulltrúi Hvíta hússins, skýrði frá í
gærkvöld.
Nessen sagðist reikna með að skýrslan.
eða að minnsta kosti hlutar hennar,
vrðu sendcr Eord forseta ef utanríkis-
ráðunevtið teldi það nauðsvnlegt.
Nixon kom heim til Bandaríkjanna á
sunnudaginn eftir átta daga heimsókn
til Kína. Heimsóknin hefur valdið
töluverðum áhyggjum í Hvíta húsinu,
enda er talið að hún geti skaðað sigur-
möguleika Fords forseta í forseta-
kosningunum í haust.
Nessen sagði að Nixon hefði hvorki
talað við Ford forseta né nokkum
annan háttsettan embættismann Hvíta
hússins vegna fararinnar. Aftur á móti
hefði hann haft samband við
„starfsmann”, sem Nessen vildi ekki
nafngreina, og boðum komið þannig
áleiðis. Blaðafulltrúinn vissi ekki hvort
Nixon sjálfur eða einhver aðstoðar-
manna hans hefði átt frumkvasði að því
að hafa samband við Hvíta húsið.
Ford forseti hefur verið í hinum
mestu vandræðum végna Kínafarar
Nixons og ekki vitað hvernig hann ætti
að veiða fyrirrennara sinn um ferðina.
Bandarískir skopteiknarar hafa ekki
látið þetta fram hjá sér fara.
STÁLU HEILA
Þjófar brutust inn í grafhvelfingu
Benito Mussolinis, fyrrum einræðis-
herra Ítalíu, skömmu fyrir helgi og
stálu þaðan hluta af heila fasistaleið-
togans.
Þjofnaður þessi cr framinn tíu ár-
um eftir að eiginkona Mussolinis,
Rachele, sem nú er 86 ára, hafði eftir
tuttugu ára málaferli fengið heila-
hlutann afhentan úr herspítala í
Washington en þangað var hann
fluttur til læknisfræðilegra athug-
anna eftir að Mussolini hafði verið
tekinn af lífi af ítölskum skæruliðum
árið 1945.
Engin stjórnmálasamtök eða
hópar hafa enn lýst sig ábyrg fyrir
innbrotinu. Að sögn lögreglunnar
var töluvert tjón unnið á grafhvelf-
ingunni sem er sú eina yfirráða-
MUSS0LINIS
manni möndluveldanna.
Auk heilahlutans var marskálks-
hatti einræðisherrans einnig stolið
og gler brotið í sýningargluggum,
sem geyma persónulega muni
Mussolinis. Árið 1971 varð öflug
sprenging í grafhvelFingunni og þá
skemmdist inngangur hennar veru-
lega, auk þess sem loftið innan dyra
fór illa.
Verður
Teng
látimi
fara?
Búizt er við að aðstoðarráðherra
Kína, Teng Hisao-Ping, verði að
segja af sér, eftir herferð þeirri að
dæma sem nú er beint gegn honum
af Mao formanni og fylgismönnum
hans innan æðsta ráðs Kína, ef
marka má útvarpið í Peking.
I fréttum hefur Teng ekki verið
nefndur á nafn en talað var um
„þann okkar, sem vill halda braut
kapitalismans innan flokksins”.
Bólusótt
ótrýmt
íár?
Yfirmaður alþjóða heilbrigðis-.
stofnunarinnar hefur sagt að á þessu
ári muni verða hægt að komast fyrir
bólusótt fyrir fullt og allt.
Hefur hann dvalizt í Austurlönd-
um undanfarin 11 ár, þar sem bólu-
isóttin hefur verið landlæg, og fylgztf
gjörla með framvindu mála. „Þetta
er síðasta ár bólusóttarinnar”, sagði
hann ,,og ég er tilbúinn að veðja um
það við hvern sem er”.
Sendir í
geð-
rannsókn
Réttarhöldum yfir tíu fylgis-
mönnum sovézkrar stefnu í Júgó-
slavíu hefur verið frestað. Hinir tím
eru ákærðir, ásamt nokkrum öðrum,
fyrir tilraun til að steypa ríkjandi
stjórnvöldum og auka áhrif Sovét-
ríkjanna í Júgóslavíu.
Réttarhöldunum var frestað til
þess að hægt væri að geðrannsaka
tímenningana.
STÓR-BINGÓ ÁRSINS
í Sigtúni nk. fimmtndagskvöld. Spiloðar verða 18 umferðir
Vinningar: 4 utanlandsferðir eftir eigin vali, t.d. til Chicago, New Yoric, Evrópu eða sólarlanda.
i ' _ -■
Einnig fjöldi onnarra vinninga s.s.: ísskópar, kaffivébr, krœrivélar o.m.fl.
Stjórnendur Ragnar Bjarnason og Geir Hallsteinsson
Heildarverðmœti vinninga 600.000.00.
Ath. Húsið opnað kl. 7,30. Bingóið hefst kl. 8,30.