Dagblaðið - 03.03.1976, Page 10
10
Dagblaðið. Miðvikudagur 3. marz 1976.
MMBIABW
frjálst, úháð dagblað
Útgefandi: Dagblaðið hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri; Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason
fþróttir: Hallur Símonarson
Hönnun: Jóhannes Reykdal
Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bragi. Sigurðsson,
Erna V. Ingólfsdottir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Katrín
Palsdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar V aldimarsson.
Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson, Ragnar Th. Sigurðsson.
Gjaldkeri: Þráinn Þorlcifsson
Dreifingarstjóri: Már E. M. Halldórsson.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 40 kr. eintakið.
Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2,
sími 27022.
Setning og umbrot: Dagblaðið hf. og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda- og
plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19.
Fyrirmyndarsamningar
Kjarasamningarnir um helgina voru
góðir og skynsamlegir, til sóma öllum
þeim, sem að stóðu. Þeir verða á marg-
an hátt taldir til fyrirmyndar, þótt ekki
tækist að hindra, að verkfall stæði í
tæpar tvær vikur.
Samningarnir drógust á langinn af
þremur meginástæðum. I fyrsta lagi
sjálfstæðir aðilar þátt í þeim, til dæmis nærri þrjátíu
samtök launþega. Svo umfangsmiklir samningar hljóta
að dragast á langinn.
I öðru lagi voru veigamiklar kerfisbreytingar meðal
helztu þátta samninganna. Sett var upp alveg nýtt
lífeyriskerfi, sem á að brúa bilið, unz gegnumstreymis-
kerfi getur endanlega tekið við af uppsöfnunarkerfi. Og
uppskurðurinn á sjóðakerfi sjávarútvegsins olli miklum
erfiðleikum í samningunum um hlutaskipti sjómanna.
Loks var í þriðja lagi ekki um neitt að semja, því að
ríkið hefur hirt allar umfrarhkrónur í þjóðfélaginu og
ríkisstjórnin hunzað tillögur samningsaðila um sam-
drátt ríkisbáknsins og lækkun skatta. Launþegar þurftu
miklar kjarabætur, sem atvinnuvegirnir gátu engar
veitt. Slíkt ástand gerir kjarasamninga að sjálfsögðu
einkar erfiða.
Samningarnir voru til fyrirmyndar að því leyti, að
deiluaðilar gengu að þeim eins og hverju öðru verkefni,
sem leysa þyrfti. Flokkapólitík hljóp ekki í spilið. Báðir
aðilar notfærðu sér vel hagfræðilega þekkingu og voru
ekki með nein mannalæti út í bláinn.
Ennfremur voru þeir til fyrirmyndar að því leyti, að
þeir spanna yfir öll mikilvægustu svið atvinnulífsins.
Flestir sérhópar voru teknir með í samningunum og
verulegt samræmi var haft milli kjarabreytinga ein-
stakra hópa. Slíkir heildarsamningar eru betri en
sérsamningar, þótt þeir taki lengri tíma.
Þá voru samningarnir til fyrirmyndar að því leyti, að
allar sérkröfur voru metnar til fjár og ákveðið, hve langt
mætti ganga í afgreiðslu þeirra. Fyrir bragðið gátu
ákveðnustu þrýstihóparnir ekki hlaupið út undan sér og
urðu að halda sér innan ramma heildarinnar.
Loks voru samningarnir til fyrirmyndar að því leyti,
að þeir leysa þann vanda, sem verðbólgan hefur skapað
ellilífeyrisfólki. I framtíðinni verður vafalaust litið á
þetta sem veigamesta atriði samninganna og eitt af
hinum stóru skrefum þjóðarinnar í átt til félagslegs
réttlætis.
En samningarnir hafa sína galla, sem ekki eru
deiluaðilunum að kenna. Þeir auka ekki kaupmátt
almennings, heldur vernda hann aðeins. Þeir gera samt
gífurlegar kröfur til greiðslugetu atvinnuveganna, sem
eru óvenju illa stæðir um þessar mundir. Samningarnir
hljóta að leiða til nýrrar verðbólguhrinu á árinu, ekki
sízt vegna rauðu strikanna, sem eru eins konar sjálfvirk
vísitala.
Þessi vandamál eru fyrst og fremst á verksviði
ríkisstjórnarinnar, sem hingað til hefur látið undir
höfuð leggjast að stjórna efnahagsmálum þjóðarinnar
og fjármálum ríkisins.
Það sem aðilar vinnumarkaðsins geta lagað í náinni
framtíð eru vinnuaðferðirnar við gerð kjarasamninga.
Síðan samningar urðu jafn umfangsmiklir og raun ber
vitni, þarf að ski])uleggja vinnubrögð á alveg nýjan
hátt, svo að framvegis verði búið að semja, áður en
ve rkfall skellur á.
tóku margir
Þjóðarbúskapur
Argentínu er
eitt skuldafen
Milljónir Argentínumanna eru
þessa dagana að koma úr sumarleyf-
um sínum og komast þá að því að
vinnuveitendur þeirra liggja á hnján-
um fyrir framan stjórnvöld og biðja
um lán til að greiða starfsmönnum
laun.
Meðal þeirra, sem hafa fengið
fréttir af þessu tagi, eru hundrað og
fimmtíu þúsund starfsmenn í bíla-
iðnaði, þrjú hundruð þúsund Buenos
Aires-búa í vefnaðariðnaði og þús-
undir sykurskurðarmanna í Tucu-
man-héraði í norðurhluta landsins.
Atvinnuöryggi
úr sögunni
Þessir launþegar eru aðeins hluti
þeirra, sem vita nú af því að atvinnu-
öryggi þeirra er stefnt í verulega
hættu vegna grafalvarlegs efnahags-
ástands, bullandi verðbólgu og
stöðug s kreppuástands.
Miðstéttarfólkið, sem margt hefur
orðið að láta af árlegum orlofsferðum
sínum til úrúgvæsku strandborgar-
innar Punta del Este, hefur fengið
sömu slæmu fréttirnar að undan-
förnu.
Hœkkandi verð og
versnandi þjónusta
í miðjum sumarleyfisundir-
búningnum bárust þær fregnir, að
rafmagnsveitur, járnbrautarfelög og
símafyrirtæki ríkisins hefðu tvöfaldað
verðlag á sífellt versnandi þjónustu
sinni. Jafnframt hafði matarreikn-
ingur argentínsku vísitölufjölskyld-
unnar hækkað tvöfalt.
403% verðbólka í fyrra
Er þar að verki gífurleg óðaverð-
vólga, — hún hefur orðið 403 prósent
á síðasta ári og iðnframleiðsla hefur
minnkað um fjögur prósent miðað
við sama tíma í fyrra Segja hagfræð-
ingar að jafnvel ríkisskuldabréf og
önnur heimatilbúin lán geti ekki
bjargað við efnahagslífinu.
Raungildi launa er nú talið hafa
minnkað um 30 prósent, miðað við
verðgildi launa mánuði eftir að
Perónistar tóku við völdum eftir
síðustu herforingjastjórnina.
Minnkandi eftirspurn hefur dregið
úr sölu bifreiða um 41 prósent á
B§1
*
Verkalýðsforingjar hafa verið tíðir gestir hjá Peron forseta, en stuðningur þeirra við hana er ekki nægilegur til þess að bjarga
Argentínu frá augljósu gjaldþroti.
Velt milli
tannanna
Á þessum erfiðu tímum, sem
þjóðin gengur nú í gegnum, er mikil
nauðsvn að gera skvnsamlegar og vel
unnar áætlanir um það hvernig tak-
. ast megi að lyfta þjc'íðinni úr þeim
öldudal sem hún er nú komin í.
Þótt við séum smáþjóð, aðeins
200.000 lengst norður á hjara verald-
ar, er efnahagsleg velmegun einstakl-
inga í þcssu landi allgóð í saman-
burði við efnahag almennings í ná-
grannalöndum okkar. Við látum
okkur eigi að síður hafa það að
bvggja upp fjárhagslega afkomu okk-
ar með hreinni happa- og glappaað-
ferð.
Eini atvinnuvegurinn hér á landi,
sem býr við skipulega uppbyggingu
og nokkurt framtíðaröryggi, er land-
búnaðurinn. í sjávarútvcgi ríkir enn
veiðimannahugsunarháttur og ger-
samlega skipulagslaus uppbygging
fiskiskipaflota á sér stað svo og næst-
um skipulagslaus uppbygging fisk-
vinnslu. Fiskiskip eru bvggð í stórum
. slumpum og á tíu til fimmtán ára
fresti og ekkert þcss á milli. í iðnaði
ríkir enn verra ástand cn í sjávarút-
vegi. Iðnaður cr mjög sundurleitur
atvinnuvegur miðað við sjávarútveg
- og jandbúnað. Samstaða -og sam-
vinna innan þessa atvinnuvegar um
hagsmunamál atvinnuvegarins scm
heildar er mögulcg í mun minna
mæli en innan sjávarútvegs og land-
búnaðar.
Öllum er það að sjálfsögðu ljóst að
við byggjum lífsafkomu okkar á
höfuðfrumframléiðslugreinunum,
landbúnaði, sjávarútvegi og iðnaði,
en allt of sjaldan er reynt að gera
grein fyrir því hvaða valkostir séu
fyrir hendi um skipulega uppbygg-
ingu þessara frumframleiðslugreina.
Árið 1974 voru brúttóþjóðartekjur
u.þ.b. 130 milljarðar kr. Af þeim var
varið sem svarar 2,4 milljörðum til
uppbyggingar iðnaðar, 2.8 milljörð-
um til uppbyggingar landbúnaðar og
4.9 milljörðum til uppbyggingar
sjávarútvegs.
Setja mætti fram markmið sem
væri til dæmis í því tólgið að ákveða
fyrirfram ár hvert hve stór hluti
brúttóþjóðartekna skuli fara til upp-
byggingar atvinnuveganna og skipt-
inguna milli þeirra.
Augljóst er að ekki er mögulegt að
byggja upp mörg mjög öflug iðn-
fyrirtæki fvrir það litla fjármagn sem
fór til fjármunamvndunar í iðnaði
1974. Uppbvggingin svarar til þess
að keyptir hefðu verið fjórir skuttog-
arar til landsins til viðbótar þeim
sem fyrir hendi eru og sjá allir að
lítið munar um þá uppbyggingu.