Dagblaðið - 06.04.1976, Síða 3
DAGBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUH 6. APRÍL 1976.
3
Útþenslustefna Rússa
— amerísk vopn œttu að vera ó íslandi
Þórdur Ólafsson skrifar:
„Margt er mannsins böliö,
svo meira sé ekki sagt. Þessi
setning er skrifuö, eftir að ég í
marga daga hef verið að velta
fyrir mér þeirri ógnar spennu
sem nú er i loftinu og ætlar alla
skyniborna menn að kæfa. Ef
svo illa vildi til að einhver skildi
þetta ekki og veit ekki hvað ég
er að fara þá á ég við spennuna
sem er milli stórveldanna í
heiminum.
En svo ég snúi mér að því
aivarlegasta, sem nú er að ger-
ast og á vafalítið eftir að draga
hörmulegan dilk á eftir sér.
Þetta er flotauppb.vgging So-
Ummœlin voru ósönn
Bifreiðarstjórinn - sem ók
Sólveigu Þórðardóttur hringdi:
,,Ég vil leyfa mér að leiðrétta
þau ummæli sem Sólveig við-
hefur í DB 2. apríl sl. Þar segir
hún að ég hafi verið dónalegur
og viðhaft hortugheit við hana.
Einnig hefur hún eftir mér
setningu sem ég hef aldrei sagt
og er hreinn uppspuni. Ég
hótaði henni aldrei einu eða
neinu og geri það aldrei við
mína farþega, sem eru að sjálf-
sögðu mjög misjafnir. Það er
eölilegt að óvitabörn geti ekki
sagt til um líðan sína og eftir
þetta óhapp tók ég að sjálf-
sögðu að mér að hreinsa bílinn.
Farþegi hefði fremur átt að
sína mér hió gagnstæða, heldur
en að koma með svona ósannar
ásakanir í minn garð.”
D AGBLAÐIÐ. FÖSTUD AGUR 2. APRIL 1976.
vétmanna, en eins og allir
hljóta að sjá þá hlýtur svona
háttalag að vera undanfari
einhverra miður þokkalegra
tíðinda. Það heldur því víst
varla nokkur fram að Rússar
séu eingöngu að þessu til að
verja sjálfa sig. Nei, þeir eru
nær stefnu Hitlers á sínum
tima. Það fer ekki hjá því að
maður finni til með því fólki
sem lifði á þeim tímum þegar
keisaradæmið var upp á sitt
bezta. Nú virðist allt ver*i
komið í sama farið og er jafnvel
verra nú því enginn getur stigið
Rússar sækjast eftir yfirráðum á heimshöfunum, segir iesandi. Hér
sjáum við mynd af einu herskipa þeirra.
RUDDALEG FRAMKOMA
BÍLSTJÓRANS
— segir lesandi, barni varð
á að seija upp í leigubfl
Sólveig Þórðardóttir hriogdi:
„Eg á barn sem er lungna-
sjúklingur og verð að fara með
það mánaðarlega á göngudeild
Landspitalans. Eg tók leigubil
eins og venjuiega og hafa þess-
ar ferðir verið þægilegar og ég
hef fengið góða þjónustu hjá
bilstjórunum. Nú sfðast tók óg
leigubil frá Hreyfii og yiðmót
bilstjórans var þannig að ég
var eftir mig eftir þessa stuttu
ferð. Að visu varð dálitið slys á
leiðinni. barnið "Seitíi upp og
það fór dáiitið á gólfið I bilnum.
Barnið hafói ekki borðað neitt
um morguninn, svo þetta var
mest vatn. Þegar upp að
göngudeiidinni kom greiddi ég
bilinn, sem kostaði 550 kr. Þá
horfir maöurinn á mig fok-
vondur og spyr hvort ég ætli
virkilcga að skilja þetta eftir
svona, ég verði að borga fyrir
þetta. Eg varð hálf taugaóstyrk
yfir þessu öllu og gat auðvitað
lltið gert til að bteta þetta.
Þétta var aigjört siys og barnið
hafði ekki selt upp um
morguninn. Til að kóróna þetta
allt kiykkti hann út með þessu:
„Þú ert meiri helvitis druslan,
ég man eftir andlitlnu á þér."
Hvað ætii svona hótanir eigi að
þ^ða? Ætli þessir menn hafi
aldrei lent með verri farþega?
Þessir raenn taka alltaf Ahættu
þegar þe*r taka farþega upp i
bil til sin og þetta er jú
þjónusta við fólk. Svona
skapstirðir menn eiga ekki að
vera 1 svona starfi, þeir verða
aö gera eitthvað annað.
löngu búnir að byggja upp
sterkt varnarkerfi og það
verður ekki ráðizt á þeirra land
átakalaust. Þeir stefna að allri
kringlunni og engu minna. Þeir
eiga nú stærsta flota veraldar
og þá munar ekkert um það að
taka völdin á hafinu hvenær
sem þeim sýnist svo. Svo virðist
á öllu sem þeir ætli sér að færa
sig lengra og lengra út á At-
lantshaf og Norðmenn hafa að
vísu ekki farið varhluta af því.
Mér hefur aldrei verið neitt
um Rússa gefið, og þá á ég
ekki við það fólk sem í Rúss-
landi býr, heldur stefnu rúss-
nesku stjórnarinnar. Hún fjar-
lægist alltaf meira og meira
hinn upphaflega sósíalisma,
sem ríkti eftir byltinguna.
Stjórnvöldin færast nú sífellt
eitt fótmál án þess að vera
undir smásjá. Komi einhver
með gagnrýni á skipulagið, þá
bíður þess sama manns hörmu-
leg framtíð, ef hann er þá ekki
tekinn af lífi.
Af tvennu illu vil ég þó Kan-
ann, enda tel ég stefnu hans
ekki eins slæma og Rússans.
Þar býr fólk þó við sæmi-
legt frelsi og getur sinnt sínum
áhugamálum. Nú er hér
amerískur her og vona ég að
hann verði hér áfram, því hann
er eina vörn okkar gegn Rúss-
um og þeirra brjálsemi. Hér á
Kaninn að hafa vopn, því að ef
til styrjaldar kemur væri
Rússinn búinn að taka eykrílið
áður en flugvélar hafa tekið sig
á loft í Ameríku.
5) Eallþungi dilka: Spurt var
á hvað meðaldilkur legði sig.
Fyrst er, að spurningin var
ekki staðsett. Ég hirði þó lítið
um það, þar eð allir eru sam-
mála að líta svo á, að átt hafi
verið við Island, og þá ísland í
heild. Hitt var verra, að spurn-
ingin var ekki tímasett. Var átt
við síðustu sláturtíð? Var átt
við meðaltal síðustu tíu ára?
Var átt við meðaltal áratugar-
ins 1961—70? Meðalfallþungi
dilka er nefnilega síbreytilegur
frá ári til árs, fer stundum yfir
15 kg, en stundum allmiklu
neðar, en hins vegar hefir
meðalfallþunginn farið sívax-
andi á þessari öld, þrátt fyrir
frávik einstakra ára. Ég lagði
þessa spurningu fyrir Stefán
Aðalsteinsson, doktor i búfjár-
fræði, sem ég tel okkar mesta
autoritet á þessu sviði. Dr.
Stefán sagðist ekki geta svarað
þessari spurningu. Hann bætti
síöan 'við: „Þessa spurningu
mundi ég ekki leggja fyrir
nokkurn mann.” — Sem sagt,
ein spurning enn ótilhlýðileg
og óframbæril. En við skulum
ekki heimta spurninguna
ógilta, og víst er um það, að við
svöruðum spurningunni rangt,
enda þótt annar meðkeppenda
minna væri með rétt svar, skv.
Helga Skúla. Eg valdi hins
vtígar svar hins, þar eð það var
nær minni hugmynd, og er
þetta á mína ábyrgð sem fyrir-
liða. — Eg vil ekkert hártoga,
sbr. vöntun á staðsetningu, því
að þá mundu lesendur segja, að
ég væri farinn að helgaskúlast,
en ef Helgi Skúli er samkvæm-
ur sjálfum sér, þá ber að minn-
ast þess, að rétt úrskurðað svar
var 14—15 kg (mt. 14,5), en
Sunnlendingar svöruðu 13—14
(mt. 13,5), ekkert frávik var
leyft (sbr. hins vegar um sólar-
gang í Grimsey), og ber téðum
Helga því að dæma stig af
Sunnlendingum, og standa þá
stigin 17:15 fyrir Reykjanesi
6) Sólargangur í Grímsey:
Spurt var um sólargang í •
Grímsey ó vctrarsólhvörfum.
Ég svaraði raunverulegum
sólargangi, seiii er i N-Grimsoy
téðan dag enginn, þ.e. á 66,55°
n.br. og þar fyrir norðan. Helgi
Skúli þykist hafa meint sýnileg-
an sólargang eða sólfar, en það
er háð Ijósbroti i lofthjúpnum
og hæð yfir sjávarmáli, en hann
gat þess að engu í spurning-
unni. Hvort er eðlilegra þegar
svona er spurt, að svara raun-
verulegum. þ.e. réttum sólar-
gangi, eða .-.yiiilcguur.' Hér er
um að ræða mumnn á því, sem
Danir nefna astronomisk tus-
merke og borgerligt tusmerke,
en ekki hafði Helgi Skúli
nokkra rænu á að geta þess að
nokkru, hvað hann meinti. —
Dr. Jakob Benediktsson
er reiðubúinn að úrskurða,
hvað orðið sólargangur
merkir, ótilgreint, ef á
verður leitað, og þá með aðstoð
stærð- og stjörnufræðinga, en
sem autoritet í málfari íslenzku
hefir hann lýst því yfir, að
spurningin sé tvíræð og þvi
óhæf. Eg hefi kennt þetta atriði
í mörg ár, og hefir það tekið
margar vikur að berja réttan
eða raunverulegan sólargang
jafnvel inn í greindustu nem-
endur, en útskýringin á sýnjl.
sólargangi tekur um hálfa mín-
útu til skilnings. Eiríkur
Alexandersson, bæjarstjóri í
Grindavík, segir mér, að Vest-
mannaeyjar sjáist ekki frá
Grindavík. Hins vegar geta þær
vel sézt í hillingum (ljósbroti).
Ég hefi spurt marga menn að
því, hvort hægt sé að segja, að
Vestmannaeyjar sjáist frá téð-
um stað. Svar allra, og minnir,
að dr. Jakob hafi verið einn
þeirra, er nei. Hefði ég hins
vegar átt að svara sýnilegum
sólargangi, hefði ég svarað upp
úr kennslubók og sagt um 2
stundir og látið það duga fyrir
Grímsey í heild, en „opinbert”
svar var 2 klst. 15 mín„ tekið
upp úr Almanaki Þjóðvina-
félagsins, og væntanlega miðað
við veðurathugunarstöðina, þar
sem hún stendur töluvert yfir
sjávarmáli og sunnar en ég mið-
aði við. — M.ö.o. svar okkar var
hárrétt (0), en Sunnlendingar
eru enn úti í kuldanum, þar
sem þeir tóku þá pólíhæðina að
miða við sýnilegan sólargang og
lentu 1 klst. og 15 mín. frá
opinberu svari við honum, en
leyfilegt frávik var aðeins hálf
klst. — Sem sagt 1 stig í viðbót
fyrir Reykjanes (18:15)
7) Fyrsta órímaða og óstuðl-
aóa Ijóðabókin: Spurt mun
hafa vciTO um, livyr hali gefið
út fyrstu óstuðluöu og órímuðu
ljóðabókina, væntanlega hér á
landi. Elzt slikra ljóða á ís-
lenzku eru auðvitað Ljóðaljóð-
in. Vrnsir höfðu og þannig ort,
svo sem Hulda (Myndir), Sig-
urður Nordal (Fornar ástir),
Jóhann Sigurjónsson (heildar-
útgáfa á íslenzku 1940—42) og
Jón Thoroddsen (Skúlason), en
enginn þeirra er viss með að
fullnægja óyggjandi kröfu
spurningarinnar. — Hið opin-
bera svar (Helga Skúla hins
örugga) er hins vegar kolvit-
laust, þar eð Grétar Fells gaf út
slíka bók, Söng lífsins árið
1941, eða fullum 5 árum á und-
an Þorpi Jóns úr Vör. Ég veit
ekki hvers Patreksfjörður er
látinn gjalda, hann er talinn
rétt svar, þegar það á hvergi
við, en þegar Patreksfjörður
loks er rétt svar (sjá 1) er það
dæmt ógilt. — Viðurkenndasta
autoritet okkar í íslenzkum
bókmenntum, prófessor Einar
Ól. Sveinsson, sagði mér að-
spurður, að því færi fjarri, að
það væri nótórísk staðreynd, að
Þorpið væri slíkt tímamóta-
verk, sem Helgi Skúli vill vera
láta, og þegar ég spurði hann í
hálfkæringi hvort Gretar Fells
væri ekki skáld, þótti honum
fávíslega spurt, og benti á ýmis
rímuð ljóð og einkum ljóð, sem
enn eru lifandi á vörum þjóðar-
innar, en nokkur af lögum
Kaldalóns voru ort við texta
Grétars. — Stig óbreytt, Sunn-
lendingar sögðu Jóhann Jóns-
son, og það hvarflaði ekki einu
sinni að okkur Reyknesingum
að reyna að svara svo flókinni
spurningu. — En hér er enn
ein sönnunin fyrir ónákvæmni
og kæruleysi Helga Skúla.
Mér er alveg sama, Helgi
Skúli, þótt ég tapi keppni, en ég
vil fá réttlátan dóm, og ég vil,
að sannleikurinn komi fram, og
þjóðin vill öll, að sannleikur-
inn verði látinn gilda, en ekki
löngun þín til þess að bíða ekki
ósigur.
Aðalatriði alls þessa máls er
einmitt það. að Helgi Skúli
Kjartansson er með öllu óhæf-
ur til þess að vera spurninga-
meistari og dómari í svona
keppni. Það er ósk og von okkar
keppenda Reykjaneskjör-
dæmis, að hann reyni aldrei
aftur að koma fram i slíku hlut-
verki, sem hann alls ekki
veldur.
F.h. sveitar Reykjaneskjör
dæmis
Pétur Gautur Kristjánsson
fyrirliöi.
Spurning
dagsins
Hvað finnst þér
um landhelgisbrot
íslenzkra bóta upp
ó síðkastið?
Haukur Gunnlaugsson hjá Eim-
skip: Það er ekki til fyrirmyndar
og afar slæmt þegar við stöndum í
landhelgisdeilu við Bretann.
Hrafnkeii Hall smíðanemi:
Hörmulegt að við skulum nota
tækifærin meðan varðskipin eru
bundin í landhelgisstríðinu.
Auöur Jónsdóttir hjúkrunar-
kona: Mér finnst það hörmulegt
að við íslendingar skulum haga
okkur svona um leið og við
fáumst við Breta.
Gunnar L. H. Valdimarsson sjó-
maður: Mér finnst að við ættum
að hlaða varðskipin með dýnamíti
þá væri ekki neitt þorskastríð því
Bretarnir þyrðu þá ekki að sigla á
okkur. Þá væri ég fyrstur til að
skrá mig á varðskip.
Svava Sigurðardóttir á Landa-
koti: Mér finnst það alveg voða-
legt og alveg ófært meðan við
erum í landhelgisstríði, Bretinn
er bulla og alveg ferlegt hvernig
hann kemur fram við okkur.
ÓIi Páll Kristjánsson ljós-
myndari: Mér finnst þau stórlega
vítaverð, en það er svo annað sem
er hættulegra það er smáfiska-
drápið. Það er sjálfsagt freistandi
að fara í smáfiskana, en slæmt er
það útávið meðan við eigum í bar-
áttu við Breta.