Dagblaðið - 06.04.1976, Page 6
6
DAGBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRIL 1976.
Howard Hughes
lézt í gœrkvöldi
— í flugvél á leið til lœknis í Houston
Bandaríski auðjöfurinn og
einsetumaðurinn Howard
Hughes Iézt af hjartaslagi í nótt
í flugvél á leiðinni frá Acapulco
í Mexikó til Houston í Texas,
þar sem hann ætlaði að gangast
undir læknisskoðun.
Howard Hughes var sjötugur
að aldri. Hann hefur ekki sézt
opinberlega síðan 1948 en
skildi eftir sig fjármálastór-
veldi, sem metið er á tvo
<]
Howard Hughes 1948, skömmu áöur en
hann dró sig algjörlega í hló. Myndin birtist ó
nýjan leik 1972, þegar bandaríski rit-
höfundurinn Clifford Irving skrifaöi „œvisögu"
milljónarans ,eins og frœgt varö.
milljarða dollara, eða rúmlega
350 milljarða íslenzkra króna.
Að sögn lögfræðings Hughes
verður mestum hluta þess fjár
varið til framþróunar
geimvísinda og læknisfræði.
Lögfræðingurinn bætti því við,
að erfðaskrá Hughes verði
gerð opinber í smáatriðum eftir
um það bil tíu daga.
Flugmaður vélarinnar, er
flutti Hughes í hinztu ferð
hans, sagði að auðjöfurinn
hefði verið náfölur á leiðinni og
líkami hans mjög illa farinn.
„Hann hreyfði varirnar einu
sinni, en ég gat ekki heyrt hann
segja neitt,” sagði
flugmaðurinn á flugvellinum í
Houston í nótt.
Tollvörðurinn, sem hleypti
aðstoðarmönnum Hughes með
lík hans í gegnum tollinn, sagði
lík hans hafa verið skelfilegt að
sjá, horað og gamalt og slitið.
Veikindi Hughes hafa ekki
verið langvarandi, að sögn
aðstoðarmanna hans og þeirra
fáu kunningja, sem hann hélt
sambandi við símleiðis.
Hughes tók við olíuborunar-
fyrirtæki föður síns og gerði að
risaveldi í kvikmyndum, flug-
vélum og spilavítum. 1948 dró
hann sig í hlé og hefur ekki sézt
síðan, en ferðast á milli vel
varinna dvalarstaða sinna í
Bahama-eyjum, Kanada,
Englandi, Mexikó, og
Nicaragua. Til Bandaríkjanna
kom hann ekki eftir 1970.
lestamnningjar
stofna ótgáfu
— svo leiða megi heiminn í
allan sannleikann um
„lestarránið mikla"
í Bretlandi '63
Mennirnir sem sekir voru
fundnir um eitt mesta rán sög-
unnar telja að ennþá geti þeir
látið glæpinn borga sig.
Sjö hinna frægu lestarræn-
ingja, sem sluppu með sem svarar
rúmlega 900 milljónir íslenzkra
króna eftir að hafa rænt póstlest
skammt frá London, hafa nú
ákveðið að stofna fyrirtæki ,,um
allt það, sem fortíðin gæti fært
þeim í skaut”. Bíða þeir nú til-
boða útgáfufyrirtækja um rétt til
þess að gefa út nákvæma frásögn
af undirbúningi og framkvæmd
ránsins.
Ellefu ræningjanna náðust og
voru dæmdir fyrir 13 árum í sam-
anlagt 365 ára fangelsi. Sjö þeirra
hafa verið látnir lausir, þrír
sleppa síðar á þessu ári, en einn
þeirra, Ronald Briggs, slapp úr
fangelsinu og býr nú í Rio de
Janeiro.
Hafa hugmyndir ræningjanna
mælzt misjafnlega fyrir og ætla
nokkrir þingmenn íhaldsflokks-
ins að beita sér fyrir lagafrum-
varpi til þess að stöðva „þennan
ósóma, sem stingur í stúf við
vinnu venjulegs fólks, sem er
undirstaða þessa þjóðfélags”.
Frakkland:
Gjaldþrot blasir við
Lip-úraverksmiðjunum
Franska Lip-úraverksmiðjan,
sem verkamenn tóku við stjórn á
fyrir þremur árum, greindi frá
því í gær að gjaldþrot blasti enn á
ný við fyrirtækinu.
Framkvæmdastjóri fyrirtækis-
ins, Jean Sargueil, sagði frétta-
mönnum að fyrirtækið gæti ekki
lengur staðið við fjárhagsskuld-
bindingar sínar og að hluthafar
vildu ekki styðja starfsemina
lengur.
Starfsmenn verksmiðjunnar
vöktu heimsathygli fyrir þremur
árum þegar þeir tóku sjálfir við
stjórn verksmiðjunnar og ráku
hana í nokkra mánuði í stað þess
að fara að fyrirmælum stjórnar
hennar, sem hafði fyrirskipað
lokun. Bráðabirgðalausn fannst á
vandanum þegar fransk-
svissneskt fjármálafyrirtæki tók
við stjórninni.
Sargueil sagði í gær, að nauð-
synlegt væri að fækka starfs-
mönnum um helming, en þeir eru
nú 900 talsins. Jafnframt. væri
bráðnauðsynlegt að afla sem
svarar 475 milljóna króna í reiðu-
fé til að bæta upp það tap, sem
varð á rekstrinum í fyrra.
Argentína:
Blómstrandi viðskipti eftir byltingu hersins þykja sýna styrkleikamerki með argentísku þjóðinni og
stjórn Videla, sem hér sver embættiseið sinn.
FJ0RUG VIÐSKIPTI
STYRKJA STJÓRN
VIDELAS í SESSI
Mikil viðskipti voru á verð-
bréfamarkaðinum í Buenos
Aires, er hann var opnaður á ný
í fyrsta sinn eftir byltingu hers-
höfðingjanna, sem komu Peron
forseta frá völdum.
Varð allt að 300% hækkun á
hlutabréfum vegna mikillar
eftirspurnar og segja kunnugir,
að um 22 til 25 milljónir hluta-
bréfa af öllum stærðargráðum
hefðu gengið kaupum og sölum.
Verða þessi fjörugu viðskipti á
fyrsta degi að teljast trausts-
ytirlýsing verzlunar og iónaðar
á ríkjandi stjórn Videla hers-
höfðingja, sem hefur lofað víð-
tækum umbótum í efnahagslíf-
inu. Þá hefur slegið verulega á
svartamarkaðsbrask, þar eð
gjaldeyrisviðskipti eru nú kom-
in í eðlilegt horf á ný.
HÆSTIRÉTTUR BANDARÍKJANNA STAÐFESTIR SEKT CALLEYS
— það breytir þó iitlu...
Hæstiréttur Bandaríkjanna
hefur neitað að náða fyrrum
liðþjálfa í hernum, William
Calley, sem farið hafði fram á
að hann yrði fríaður við sekt
sinni f.vrir að hal'a myrt 22
manns í víetnömsku þorpi.
Er þetta lokaniðurstaða í
löngum málaferlum, sem
staðið hafa allt frá árinu 1968,
er kunnugt varð um að herdeild
Calleys hafði myrt flesta íbúa
þorpsins My Lai í Víetnam.
Sekt hans stendur því enn,
en mun ekki hafa nein áhrif á
frelsi hans. Calley hefur ekki
setið í fangelsi síðan hann var
dærndur í lífstíðarfangelsi f.vrir
fimm árum. Hann var settur í
stofúfangelsi í tvö ár og tíu
mánuði, síðan Iátinn laus gegn
tryggingu á rneðan beðið var
úrskurðar venjulegs dómstóls.
Endurskoðunardómstóll hers-
ins breytti dómnum í 20
ára fangelsi og hermálaráðherr-
ann i tíu ár. Síðan hefur Calley
barizt gegn þeim úrskurði, á
þeim forsendum að aldrei hafi
farið fram óhlutdræg réttar-
höld yfir honum vegna al-
menningsálitsins á tímum
Víetnam striðsins.