Dagblaðið - 06.04.1976, Qupperneq 12
jir íþróftir
íþróttir
DAGBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1976.
Skoti til
Keflavikur
Skozkur knattspyrnuþjálfari, James
Craig, kom til Keflavíkur í gærdag —
og mætti strax á fyrstu æfinguna hjá
bikarmeisturum ÍBK í gærkvöld. Hann
mun þjálfa liðið i sumar. Craig hefur
starfað sem þjálfari í 15 ár á Bretlands-
eyjum, svo og í ýmsum löndum við
Miðjarðarhafið.
James Craig tekur við þjálfun hjá t
ÍBK af þeim Guðna Kjartanssyni og
Jóni Jóhannssyni, sem annazt hafa
liðið að undanförnu, og fyrsti leikur
Kefivíkinga undir hans stjórn verður á
fimmtudag. Þá ieika Fram og ÍBK á
Melavellinum í Meistarakeppni KSÍ.
Leikdagar
ákveðnir!
Nú nálgast óðum að Evrópukeppni
landsliða komist á lokastig og leikdag-
ar hafa þegar verið ákveðnir af
Evrópusambandinu, EUFA. Eins og
kunnugt er eru Tékkóslövakía, Júgó-
slavía, Sovétríkin, Wales, Spánn,
Vestur-Þýzkaland, Hoiland og Belgía í
8-liða úrslitum. Fyrri leikirnir verða
leiknir 24. og 25. apríi, síðari leikirnir
22. maí.
Júgóslavía — Wales 24. apríl.
Spánn — V-Þýzkaland 24. apríl.
Tékkóslóvakía — Sovétríkin 24. apríl.
Holland — Belgía 25. apríl.
Síðari leikir þjóðanna verða allir 22.
maí.
Stúdentar
meistarar!
Stúdentar undirstrikuðu rétt sinn í
íslandsmeistaratitlinum í blaki þegar
þeir sigruðu Laugdæli á Laugarvatni
3-0, 15:11, 15:10, 15:5. Hins vegar féll
ÍMA í 2. deild þrátt fvrir sigur gegn
UMFB, 3-1, 15:10, 9:15, 15:13, 15:13,
UMFB hélt sér uppi á hagstæðari út-
komu úr hrinunum. Á sunnudag léku
menntskælingar við UMFL og tap þar
þyddi fall. ÍMA tapaði 2:3, 15:11, 3:15,
12:15, 18:16, 9:15 en áreiðanlega
verður þess ekki langt að bíða að ÍMA
komi aftur í 1. deild.
í Reykjavík léku Þróttur og Víking-
ur og Þróttur sigraöi 3-1, 15:7, 15:9,
13:15, 15:2.
Lokastaðan á mótinu varð:
is 10 10 0 30-5 20
UMFL 10 7 3 23-15 14
Víkingur 10 6 4 22-14 12
Þröttur 10 5 5 19-19 10
UMFB 10 1 9 8-27 2
ÍMA 10 1 9 5-29 2
Wrexham, welska liðið, sem leikur í
3. deild á Englandi og stóð sig svo vel í
Evrópukeppni bikarhafa í vetur,
missti endanlega af möguleikum á að
komast í 2. deild í fyrsta sinn í sögu
félagsins, þegar liðið tapaði fyrir Port
Vale í gærkvöld 1-3.
Urslit í Englandi í gærkvöld:
3. deild:
Port Vale-Wrexham 3-1
4. deild:
Brentford-Huddersfield 0-0
Rochdale-Stockport 2-3
Gústaf Agnarsson setur íslandsmet í snörun. DB-mynd Bjarnleifur.
Gústof sterkastí Islend-
ingurinn, lyfti 202,5 kg.
— Gústaf Agnarsson vann góð afrek ó Reykjavíkurmctinu í lyftingum í gœrkvöld.
Setti íslandsmet bœði í snörun og jafnhendingu, 163 og 202,5 kg.
— Hann er mjög sterkur, pilt-
urinn, og ég hef trú á aðhann eigi
eftir að bæta þennan árangur
verulega, sagði Öskar Sigurpáls-
son eftir að Gústaf Agnarsson,
KR, hafði unnið mjög góð afrek á
Reykjavíkurmótinu í lyftingum í
Laugardalshöllinni í gær — sett
íslandsmet bæði í snörun og jafn-
hendingu. Lyft mesta þunga, sem
íslenzkur lyftingamaður hefur
gert — eða 202.5 kílóúm. Það fór
saman gífurlegur kraftur og um
leið mýkt hjá Gústafi, þegar hann
lyfti þessum ógnarþunga.
Gústaf reyndi að setja nýtt
Norðurlandamet í þungavigtinni í
jafnhendingu — reyndi við 208.5
kíló, en tókst ekki að þessu sinni.
— Ég held að hann nái þessari
þyngd síðar, sagði Óskar enn-
frentur, en fyrir keppnina í gær
var hann sá íslendingurinn, sem
lyft hafði mestum þunga. —
Islandsmet hans í jafnhendingu í
yfirþungavigt er nákvæmlega 200
kíló. Unnið fyrir fáum árum, en
Óskar er nú hættur keppni.
Norðurlandametið í þungavigt-
inni er 208 kíló og það setti Svíinn
Leif Nilsson fyrir nokkrum dög-
um. Framþróunin er alltaf jafn ör
í lyftingunum.
I keppninni í gær setti Gústaf
einnig nýtt íslandsmet í snörun
— snaraði 163 kílóum, sem er
hálfu kílói betra en eldra íslands-
metið, sem hann átti sjálfur.
Hann vann það afrek í aukatil-
raun, svo árangurinn 163 kíló í
snörun og 202.5 kíló í jafnhend-
ingu kemur ekki saman sem Is-
landsmet. En það sýnir þó vel
hvað í Gústafi býr — 365.5 kíló er
mikill þungi og talsvert betri en
íslandsmet Gústafs samanlagt nú.
Eldra Islandsmetið hjá Gústafi í
jafnhendingunni var 195 kíló —
svo hann bætti met sitt verulega,
eða um 7.5 kíló. Það er ekki neitt
smáræði á einu móti.
Á Reykjavíkurmótinu í gær-
kvöldi setti Kári Elísson,
Ármanni, einnig tvö ný tslands-
met í fjaðurvigt — og hann lætur
skammt vera milli stórra högga.
Bætir sig stöðugt. Kári snaraði
97.5 kílóum, sem er íslandsmet í
þyngdarflokknum — og jafnhatt-
aði 117.5 kg. Samtals því 215 kíló
og pað er Islandsmet samanlagt.
Alls voru keppendur 15 á mótinu,
en árangur að öðru leyti ekki
sérstakur.
Meístarínn oðeins í 3ja sœti
— ó Evrópumeistaramótinu í lyftingum
Evrópukeppnin i lyftingum fer
nú fram í A-Berlín og þegar hafa
orðið óvænt úrslit. Búlgarinn og
heiinsmethafinn í fjaðurvigt,
Georgi Todarov, varð að sætta sig
við brons og var fjarri sínu bezta.
Þrátt fyrir að Todarov hefði
forystu cftir snörunina ásamt
landa sínum Tudor Todarov,
báðir snöruðu 125 kílóum, þá
skaut Rússinn Nikolai
Kolesnikov þeim aftur fyrir sig í
jafnhöttuninni en i snöruninni
hafði Rússinn lyft 122.5 kílóum.
I jafnhöttuninni lyfti Rússinn
160 kílóum, Tudor 155 kílóum, en
Georgi var fjarri heimsmeti sínu,
sem er 161 kíló. Lyfti 152.5
kílóum.
Þetta er í fyrsta skipti sem
Rússinn Kolesnikov hefur sigrað
Georgi Todarov og eins í fyrsta
sinn, sem Rúlgari hefur sigrað
heimsmeistarann.
LJrslit urðu: *
1. Nikolai Kolensikov, lyfti
samtals 282,5 kílóum, snaraði
122.5 kg og jafnhattaði 160 kg.
2. Tudor Todarov, lyfti samtals
280 kg, snaraði 125 kg og
jafnhattaði 155 kg.
3. Georgi Todarov, lyfti samtals
277.5 kg, snaraði 125 kg og
jafnhattaði 152.5 kg.
Allir þrír, en yfirburðir þeirra
voru umtalsverðir á mótinu, voru
í aðstöðu til þess að jafna
heimsmetið, sem er 285 kg en
mistókst. Báðum Búlgörunum
mistókst 160 kg í jafnhöttun og
Kolesnikov náði ekki að jafnhatta
162.5 kg og mistókst þannig að
jafna heimsmetið.
Aðeins einn Islendingur er á
mótinu, Guðmundur Sigurðsson
og keppir hann á morgun í milli-
þungavigt.
h. halls.
SKÍÐASKÓLI INGEMARS STENMARK
Cioll cr að mrra ýmsar a*ílnt{ar lil að auka öryggið. Húr koma nokkrar lilUigur: 1.
Haklið slofunum uins ojr súsl á mvndinni lungst til vinslri og æfið bcygjur. 2.
Buygið ykkur vul í hnjám bg mjiiðnnim, ýkið hruvfingarnar. Takið bcygjur án
þuss að hafa stafina. I. Ruynið a*finguna sum ur sýnd lungst (il hægri á myndinni.
druifið uinhvurjum hlutum í brukkuna og ruynið svo að ná þcim upp. Þussar
æfíngar ur bu/.t að gura í ha*filuga brattri brukku. svo þið gutið náð tökum á þuim.