Dagblaðið - 06.04.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 06.04.1976, Blaðsíða 24
Verður prófmál í sparimerkjamálinu? Mundi kosta milljarð að bœta upp misréttið frumvarp um leiðréttingu á fyrirkomulagi i smíðum — ríkisstjórnin hefur enn ekki ákveðið bœtur Það mundi kosta ríkið um einn milljarð króna og bæta eigendum skyldusparnaðar það misrétti, sem þeir hafa orðið fyrir vegna aðferða við útreikn- ing á vísitölubótum og vöxtum. Gaukur Jör undsson prófessor hefur bent á þann möguleika, að prófmál verði látið fara fram um leiðréttar kröfur á vangreiddum vöxtum og vísitölubótum frá árununt 1968—1975. Telur hann, að með þeirri aðferð muni helzt fást skorið úr urn vafaatriði, sem séu mörg í þessu sambandi. Hér yrði um yfirgripsmikið mál að ræða, sent tæki ekki aðeins til sk.vldusparifjáreigenda heldur einnig Iánta'-end;: úr Bygging- arsjóði og ríkissjóðs. . Félags- málaráðuneytið mundi sjá um, að ekki þyrfti að greiða fyrir að sækja prófmálið, ef sú leið yrði farin. Hins vegar hefur ríkisstjórn- in enn ekki komið sér niður á, hvort eða að hve miklu leyti bætur skuli greiddar fyrir mis- réttið frá fyrri tima. Spari- merkjamálið svonefnda er í höndunt ríkisstjórnarinnar, eftir að félagsmálaráðuneytið taldi það of viðamikið til að taka ákvörðun upp á eigin spýt- ur um bætur. Akveðið hefur verið að leiðrétta fyrirkomulag- ið i framtíðinni, og er frumvarp unt það efni í smíðum, þannig að ekki komi til i framtíðinni, að eigendur skyldusparnaðar þoli misrétti. Verður, eins og skýrt hefur verið frá í Dagblað- inu, vísitöluálag, eftir að frum- varpið hlýtur samþykki, reikn- að fjórum sinnum á ári í stað einu sinni. Ver kominn i „stríðslitina” í slippnum í gær. Db-mynd Björgvin. „Kemur ekki til mála að nota svartolíu" Varðskipið Ver tilbúið: Varðskipið Ver er nú tilbúið til notkunar eftir smávægilegar viðgerðir. Verður það sjósett á morgun og þá fullreynt að sögn Gunnars Ólafssonar, skipherra hjá landhelgisgæzlunni. Skip- herra á Ver verður Kristján Árnason, en óráðið er enn hver verður fyrsti stýrimaður og hversu margir af áhöfninní verða áfram á skipinu. Vélar skipsins eru útbúnar til brennslu á svartolíu og við spurðum Gunnar hvort nú yrði notazt við það kerfi. „Nei, ég held að það komi ekki til mála,” sagði hann. „Enginn af okkar vélstjórum er samþykkur slíku, enda þarf ekki nema smávægilega bilun til þess að allt sé stopp. Og þegar maður er kannski með Lloydsman í skutnum má ekki miklu muna,” sagði Gunnar ennfremur Sagði Gunnar að þó þeir mundu brenna hráolíu væri auðveldur leikur að spara hana með því einu að keyra hægar. „Það munar mest unt síðustu tvær mílurnar í hámarkshrað- ann,” sagði Gunnar ennfremur. ,,— allt að 50%. Og það hefur komið í ljós að við verðum að fara að vernda ákveðin svæði í stað þess að flengjast um allan sjó þannig að hraðinn skiptir ekki öllu ntáli.” Gunnar sagði að auðvitað yrði fylgzt með þróuninni þar eð brennslutækin væru fyrir hendi. „En menn verða líka að gæta að því að þegar maður er kominn með skip eins og Tý í hendurnar, sem kostar yfir milljarð, þa er ekki hægt að vera með nein exsperiment ', sagði Gunnar. —HP Ljónsungi klóraði barn Ljónsungi í Sædýrasafninu í Hafnarfirði krafsaði í 4-5 ára gamlan strákpatta þar suður frá á sunnudaginn, svo úr blæddi. Ljónsunginn var ásamt bróður sínum laus innan um gestina, sem þarna voru, og var margt barna að venju. Litli pattinn, sem annar unginn klóraði, hafði verið að leika við ungana og höfðu þeir heldur strítt honum en hitt, en lengi var hann hinn mannaleg- asti. Allt í einu heyrðist stráksi reka upp skelfingaróp og þegar að var gætt hafði ljóns- unginn fellt hann í gólfið og vildi slást. Tveir menn ruku til og losuðu barnið en þá hafði Ijónsunginn krafsað sár á bak við eyra barnsins. Ungarnir voru þegar lokaðir inni og þótti greinilega ekki mikið um, enda munu þeir vanir að ráfa um á meðal gestanna og láta þá klóra sér á maganum. —OV. Synt í Keflavik utan opnunartima Það hefur einhvern Keflvík- inginn langað meira en góðu hófi gegndi í að fá sér sund- sprett um helgina og löngunin orðið hömlunum yfirsterkari. Brauzt hann inn í sundhöllina og fékk sér þar sundsprett ein- göngu, því einskis var saknað úr húsakynnum sundlaugar- innar. Hefur sundmaður þessi aðeins brotið sér leið inn að lauginni en ekki skemmt meir en til þurfti til að komast þangaðinn. —BH fijálst, óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1976. Tíu bótar ó alfriðuðu hrygningar- f.vœði Enn einu sinni hafa íslenzk- ir sjómenn sýnt, hversu tvö- faldir þeir eru i roðinu varð- andi fiskverndun Islendinga og ræktun fiskistofna. Varð- skipið Þór stóð tíu báta að þvi að vera með netatrossur á al- friðuðu hrygningarsvæði á Sel- vogsbanka í gærmorgun og í fyrrakvöld. Kom varðskipið að neta- trossunum, einni á fætur ann- arri, og reyndust þær vera frá þessum bátum: Gissur ÁR 6, Guðfinna Steinsdóttir ÁR 10. Friðrik Sigurðsson ÁR 17, Skálafell ÁR 20, Búrfell ÁR 40, Arnar AR 55, Skúmur GK 22, Freyr KE 98, Harpa RE 342 og Guðmundur Magnússon VE 69. Ráðherra og aðrir forvígis- menn um fiskverndun okkar hafa látið í ljós undrun sína á þessu furðulega framferði islenzku skipstjórnarmann- anna, en mál þeirra verða tekin fyrir dómstóla þar sem sekt þeirra verður ákveðin. —HP 288 lítrar áfengis sem smygla átti til ísiands Það er ekki ofsögum sagt af smyglvarningi i íslenzkum skipum. 288 lítrar af sterku vini fundust um borð í flutn- ingaskipinu Sögu, er skipið kom til Gravarne, skammt frá Gautaborg. Saga var að koma frá Vestur-Þýzkalandi. Þangað hafði skipið flutt saltsíld. Þá átti einnig að afferma 6000 tunnur af saltsíld í Svíþjóð. Eftir það átti Saga að halda til íslands. Tollyfirvöld í Sviþjóð fengu ábendingu um það frá kollegum sínum í Vestur- Þýzkalandi, að áfengi hefði farið um borð i skipið og var að vonum gerð mikil leit að því er Saga kom í höfn í Svíþjóð. 2 skipverjar hafa setið í gæzluvarðhaldi vegna rann- sóknar málsins, en talið var víst að vínið ætti að fara til íslands. Þeir munu hafa viður- kennt að eiga það. EVI. Formoður Útgerðarráðs: BÆJARÚTGERÐIN Áni EKKI BETRI KOSTA VÖL Árekstur bifhjóls og bifreiðar: Flaug yfir vélarhús bifreiðarinnar — en slapp samt ómeiddur „Þau skip, sem við er átt i frétt Dagblaðsins í gær, eru, að dómi þeirra kunnáttumanna, sem í Utgerðarráði sitja, lalin fallin lil veiða við ísland.” sagði Ragnar JúUusson, formaður Utgerðarráðs Bæjarút- gerðarinnar í viðlali við blaðið i morgun. Þeir menn eru t.d. Páll Guðmundsson skipstjóri, Þor- steinn Gíslason skipstjóri, auk Marteins Jónassonar, forstjóra Bæjarútgerðar Reykjavíkur. sem að sjálfsögðu er með i ráðum. „Sjávarútvegsráðuneytið s.vnjaði um leyfi til kaupa á togara erlendis frá,” sagði Ragnar. „þannig að þrátt fyrir skoðun á tilboðum um skip. sem smíðuð voru í Póllandi, Grikklandi, Frakklandi og á Spáni. kont ekki til greina af þeirri ástæðu að leita eftir slikum kaupunt.” Ragnar kvað hér hafa verið um það að ræða, hvort kaupa skyldi togarann Fre.vju eða kaupa alls ekki togara. Tilboð hefðu komið utan af landi í Fre.vju. og hefði Bæjarútgerðin þvi haft skamman tíma til um- hugsunar i samkeppni við þau tilboð. Meðal annars vegna hag- stæðra greiðsluskilmála hefði verið aflað heimildar til kaupa á Fre.vju til þess að missa þann togara ekki frá Re.vkjavík. Dagblaðið skýrði frá þvi i gær, eftir heimildum. sem það hafði aflað að Utgerðarráð Bæjarútgerðarinnar hefði keypt togarann Freyju á verði, sent er hátt í 100 milljónum króna hærra en tilboð unt santbærileg skip erlendis frá. Rétt er og sjálfsagt, að sjónar- mið Utgerðarráðs komi greinilegá fram, þótt þeint beri ekki saman við fyrrgreindar heimildir. Ljóst er, að synjun stjórnvalda um leyfi til kaupa á skipi erlendis frá lokar þeirri leið, hvað sem líður tegundum skipa. Það er svo aftur ntál út af fyrii' sig, sent vert er að gaumgæfa nánar. þegar vitað er unt sntíði margra skipa f.vrir ýmsa aðila aðra hjá erlendum skipasmíðastöðvum. -BS- Enn einu sinni sönnuðu öryggishjálntar gildi sitt. er piltur á mótorhjóli ók inn í hliðina á bíl á gatnamótum Hverfisgötu og Ingólfsstrætis um þrjúleytið í gærdag. Tildrög sl.vssins voru þau, að ökumaður mótorhjólsins kom akandi upp Hverfisgötu. Þá ók sk.vndilega bifreið í veg fyrir hann úr Ingólfsstræti. Þetta skeði svo snöggt. að pilturinn hafði ekki tíma til að hemla nenta lítillega áður en hann lenti á bifreiðinni. Ilann flaug af hjólinu, yfir húdd bifreiðar- innar og lenti á höfðinu í göt- una. Hjálnturinn, sem hann hafði á höfðinu, brotnaði við höggið. en pilturinn stóð þegar upp og kvaðst ónteiddur. Ökumaður bifreiðarinnar ber það, að hann hafi aldrei séð mótorhjólið. Er slysið varð, skein sólin, en hún hefur ekki getað valdið blindu eða neinu þess háttar. — Ökumaður mótorhjólsins segist hafa verið á löglegunt hraða, og leiða bremsuförin ekkert í ljós, sem gæti sannað eða afsannað það. —ÁT

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.