Dagblaðið - 03.05.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 03.05.1976, Blaðsíða 6
6 ICUDO-Jf IglerheII Við erum fluttir að Smiðjuvegi 3 Kópavogi Sími 44866 MÚRARAR Tilboó óskast í utanhússmúrhúðun á eigninni Álfhólsvegi 43A. Uppl. í síma 41731 og á staðnum. GARÐARSHÓLMI ÍJL Hafnargötu 36, Keflavík - Sími 92-2009 ' Stereobekkur _____________ DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 3. MAÍ 1976, Alexandros Panagoulis ferst íAþenu: Yfírvökl halda mikilvœgum sonnunargognum — uin dauða andspyrnuhetjunnar, segir fjölskylda hans. Leiðtogar stjórnarand- stöðvnnar taka undir þá skoðun Fjölskylda gríska stjórnmála- mannsins og andspyrnuhetj- unnar Alexandrosar Pana- goulis, sem lét lífið í bílslysi um helgina, heldur því fram að hann hafi verið myrtur. Sakar fjölskyldan stjórnvöld um að hylma yfir morð hans. Bróðir Panagoulis, Stathis, og lögmenn fjölskyldunnar sögðu á fundi með fréttamönn- um í Aþenu i gær, að mál hefði verið höfðað á hendur óþekkt- um einstaklingum í sambandi við dauða Alexandrosar. Hann var 37 ára. „Gögn, sem fyrir liggja á þessu stigi málsins, sanna að dauði hans stafaði af glæpsam- legu athæfi,” sagði í skriflegri yfirlýsingu fjölskyldunnar. Leiðtogar grísku stjórnar- andstöðunnar á þingi hafa einnig gefið í skyn að Pana- goulis kunni að hafa verið myrtur. Aftur á móti sagði tals- maður lögreglunnar: „Sam- kvæmt þeim sönnunargögpum, sem þegar liggja fyrir, þá er ekki hægt að efast um að hr. Panagoulis dó á mjög sviplegan hátt í bílslysi.” Stjórnmálamaðurinn beið bana þegar bill hans lenti á steinvegg eftir að bíll sveigði i veg fyrir hann. Sá bíll hefur ekki fundizt. í yfirlýsingu fjölskyldunnar sagði að sjálfstæð rannsókn, sem gerð var af tæknimanni ítalska fyrirtækisins Fiat, hefði leitt f ljós að Panagoulis var þvingaður út af vegnum þegar annar bíll tók ólöglega U- beygju. Gríska stjórnin hafoi „dregið undan mikilvæg sönnunargögn, sem sanna að morðið á Pana- goulis var skipulagt,” sögðu Stathis Panagoulis og lögfræð- ingarnir á fréttamannafundin- um. Panagoulis-fjölskyldan telur að Alexandros hafi verið ráðinn af dögum vegna þess að hann hafi komizt yfir leyndarskjöl um öryggislögreglu herfor- ingjastjórnarinnar, sem hann barðist sjálfur svo lengi við. Andreas Papandreou, einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar, hefur líkt dauða Panagouiisar við morðið á vinstrisinnaða stjórnmálamanninum Grigorios Lambrakis árið 1963. Kvik- myndin „Z” var byggð á stjórn- málastarfi Lambrakisar. Alexandros Panagoulis lét lífið á svipuðum stað og hann reyndi að myrða Papadoupolus, forseta herforingjastjórnarinn- ar 13. ágúst 1968. Alexandros Panagouiis var dæmdur til dauða i nóvember 1968 fyrir morðtilræði við Papadoupolus, forseta herfor- ingjastjórnarinnar. Panagoulis losnaði siðar úr fangelsi og var kjörinn á þing fyrir tveimur árum. Myndin er tekin þegar dauðadómurinn var upp kveðinn. M EGRUN ARLEIKFIMI Fyrir konur sem þurfa a8 léttast um 15| kg e8a meira. Nýtt námskeið hefst 3. mai. Vigtun Mæling — Gufa — Ljós — Kaffi. Sérstakt megrunarnudd. Innritun og upplýsingar I sima 832951 ialla virka daga kl. 13—22. ^ Júdódeild Ármanns Ármúla 32. TEIKNISTOFA Grœnland: Fanm kanadískir lögreglumenn teknsr í Thufe Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða starfsmann til starfa við verkstjórn á teiknistofu. Tækniteiknarapróf eða sambærileg menntun ásamt starfsreynslu, æski- leg. Umsóknareyðublöó og nánari upplýsingar fást í skrifstofu Raf- magnsveitunnar, Hafnarhúsinu 4. hæð. Umsóknarfrestur er til 12. maí 1976. f/3 RAFMAGNSVEITA REYKJAVlKUR — „hreinn þvœttingur,” segir kanadíska riddaralögreglan Konunglega kanadíska riddara- lögreglan hefur visað á bug sem „hreinum þvættingi” fullyrðingu yfirvalda í Grænlandi um að fimm riddaraliðslögreglumenn, sem komu í heimsókn til banda- ríksrar herstöðvar í Thule í Norð- ur-Grænlandi, hafi verið hand- teknir þar samkvæmt fyrirskipun frá Washington. Grænlenzk yfirvöld' skýrðu frá því á föstudagiiin, uð þess hefði verið farið á leit við dönsku stjórnina, að borin yrðu fram mot- mæli við kanadísk stjórnvöld vegna nærveru mannanna. Kanadamennirnir eru sagðir hafa komið til Grænlands til að fylgj- ast með grænlenzkum leiðangri til Grísafjarðar á Ellesmere-eyju f norðausturhluta Kanada. Grænlendingar segja að Banda- ríkjamenn í Thule hafi handtekið mennina 5. apríl sl. skv. skipun frá Washington, en síðan leyft þeim að halda óáreittum til Kanada aftur daginn eftir. Filippseyjar: Uppreisnarmenn myrtu sextán Vopnaðir uppreisnarmenn drápu að minnsta kosti sextán manns, þar af nokkra hermenn, og særðu fjórtán aðra — börn meðtalin — þegar þeir sátu fyrir langferðabifreið á eynni Mindanao syðst í Filippseyja- klasanum um helgina. I skýrslu frá herstjórninni á Mindanao segir að múhameðskir uppreisnarmenn hafi verið þar að verki. I skýrslunni segir að ellefu manns hafi fallið, en ekkert var minnzt á hermenn. Reuter hefur hins vegar eftir áreiðanlegum heimildarmönnum í borginni Zamboanga á Mindanao, að ekki færri en fjórtán lík hafi verið flutt til borgarinnar og tvö önnur hafi verið flutt til Ipil, þar sem langferðabíllinn lagði upp i ferð sína. Heimildarmaður Reuters sagði í morgun að uppreisnarmennirnir hefðu fyrst skotið bílstjórann í höfuðið og síðan farþegana, einn og einn í einu. Heimildar- maðurinn telur að minnsta kosti fimm hermenn vera meðal hinna látnu. Þetta er í annað skipti á tveimur vikum, sem kemur til jafn alvarlegra atburða nærri Zamboanga, sem er um 930 km suður af höfuðborginni Manila.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.