Dagblaðið - 03.05.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 03.05.1976, Blaðsíða 10
10 MEBIAÐW frjálst, úháð dagblað Útgefandi: Dagblaðiðhf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Aðstoðarfrétta stjóri: Atli Steinarsson. íþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit: Asgrímur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bolli Héðinsson, Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Gissur Sigurðsson. Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson, Ragnar Th. Sigurðsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaðið hf og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda* og plötugerð: Hilmir hf.. Síðumúla 12.Prer.tun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Rétt er rétt Enn bíða eigendur skylduspari- fjár, sparimerkjanna, eftir leið- réttingu á málum sínum og bótum fyrir það, sem af þeim hefur ver- ið tekið með röngum aðferðum við útreikning á vísitölubótum á þetta fé. Félagsmálaráðherra hefur viðurkennt að höfðu samráði við lög- fræðing, að reglurnar hafi verið rangar. Ráðherra hefur sagt, að reglunum verði breytt. Það yrði engan veginn nóg. Þetta fólk á skýlausan rétt á skaðabótum fyrir liðinn tíma. Félagsmálaráðherra þótti málið of viðamikið til að taka ákvörðun upp á sitt eindæmi. Hann vísaði því til ríkisstjórnarinnar. En frá stjórninni heyrist hvorki stuna> né hósti. Útreikningar á vísitöluálagi af skyldu- sparnaðarfé þessu hafa einfaldlega ekki verið í samræmi við lög. Vísitöluálagið var aðeins reiknað út einu sinni á ári en ekki fjórum sinnum á ári eins og hefði átt að vera. Sú aðferð, sem tíðkuð hefur verið, að leggja vísitölubætur og vexti inn á sérstakan, frystan reikning, samrýmist ekki venjulegum út- reikningi vísitölubóta. Vexti af innstæðum á sparimerkjareikningum ber að reikna út á hverju vísitölutímabili, miðað við þann daga- fjölda, sem innstæðan hefur staðið inni. Þetta voru einnig niðurstöður sérfræðinga, sem félagsmálaráðherra kvaddi til að kanna málið. Dagblaðið hefur lagt sig fram um að benda á ranglætið í þessum efnum og krefjast leið- réttinga. Fólk getur ekki sætt sig við þá niður- stöðu, að aðferðunum veröi breytt en engar bætur fáist fyrir tapað fé í liðinni tíð. En ríkisstjórninni þykir reikningurinn hár. Sérfræðingar félagsmálaráðuneytisins áætluðu, að skaðabætur fyrir tímabilið frá árinu 1968 tii ársins 1975 mundu kosta hvorki meira né minna en um einn milljarð króna. Útreikningur leiðréttinganna yrði seinunninn og dýr. Gaukur Jörundsson, prófessor í lögum, benti á þann möguleika að láta fara fram prófmál, sem ríkið greiddi kostnað við, til að fá skorið úr vandanum. Það væri á margan hátt einföldust leið að markinu. Það breytir engu, þótt reikningurinn sé stór. Fólk á rétt á að fá bætt það fé, sem af því var haft með röngu. Þess ber og að gæta, að það fé, sem af eigendum sparimerkjanna var haft, safnaóist á sínum tíma í „kerfinu”. „Kerfið” væri því í reynd aðeins að skila því, sem það hefur meó röngu tekið ,,að láni” hjá þessu fólki. Rétt er rétt. Dagblaðið fagnaði í vetur yfirlýsingu félags- málaráðherra um, að úr þessu misrétti yrði bætt. ✓ DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 3. MAt 1976. ' LOGNIÐ UNDAN STORM W A NUM? r 1 Skœruliðar í Malajsíu búa sig undir stórrœðin - ;■* Fallið minnismerki í Kuala Lumpur eftir áhlaup skæruliðahersveitanna. Það þykir óþægilega rólegt í fylkjunum Perak og Kedah í norðurhluta Malajsíu, þar sem skæruliðar gerðu harðar árásir og héldu uppi umsvifamikilli starfsemi í fyrra frá bækistöðvum sínum í frum- skógum Suður-Thailands. „Þetta gæti verið lognið á undan storminum,” sagði her- foringi nokkur í borginni Kroh í Perak-fylki, um 400 km norður af Kuala Lumpur. Hann bætti því við að þrátt fyrir að skæruliðarnir virtust hafa hægt um sig sem stendur telji her og lögregla það ekki gefa tilefni til þess að taka lífinu með ró, skyndiárásir og fyrirsát á undanförnu ári höfðu kostað meira en þrjátíu öryggis- verði lífið. Samrœmdar aðgerðir Herliðið í Kroh fer daglega i eftirlitsferðir um frumskógana umhverfis borgina til að gæta þess að skæruliðarnir sem eru í aðeins nokkur hundruð metra fjarlægð í Betong hinum megin við thailenzku landamærin — komi ekki til Malajsíu. Grænklæddir lögreglumenn, vel vopnaðir sjálfvirkum byssum og á einstaklega lið- legum, litlum en brynvörðum bílum, fara um stíga og slóðir í frumskóginum og leita skæruliðanna. Aðgerðum Malajsiumegin er stjórnað í nánu samstarfi við öryggisyfiryöld hinum megin við landámærin. í landamærasamningum Malajsíu og Thailands er ákvæði sem gerir malajsískum lögreglusveitum kleift að fara yfir landamærin og aðstoða thailenzka lögreglu gegn and- stæðingum. Úr kommúnista- flokki Malaja Þessu starfi er að verulegu leyti stjórnað með tilliti til njósnaskýrslna um ferðir og starf kommúnískra skæruliða, sem berast frá leyniþjónustumönnum bæði í Kroh og Betong. Herfvlki, búiðstærriog þ.vngri skotvopnum. skriðdrekum og flugvailaraðstöðu til að auð- velda liðflutninga er lögreglu- sveitunum til aðstoðar i Kroh ef á þarf að halda. Hermennirnir halda einnig uppi sinni leitarstarfsemi i frumskóginum til að koma í veg fyrir að skæruliðarnir komist yfir landamærin. Engu að síður er talið að um þrjú hundruð þeirrá hafi þegar komizt inn í Perak-fylki. Skæruiiðarnir eru félagar í kommúnistaflokki Malaja (CPM), sem leituóu hælis í frumskögum og íjöllum Thailands eftir að þeir neyddust til að flýja Malajsíu undir lok herferðarinnar gegn kommúnistum á árunum 1958- 60. Flokkurinn þríklofinn Síðan þá hafa þeir smám saman byggt upp dreifðar her- sveitir sínar og eru nú um tvö þúsund. Auk Thailendinga og kínverskra Malaja. sem Datuk Hussein Onn. forsætis- ráðherra Malajsíu. búsettir eru báðum megin við landamærin, hefur þeim bætzt töluverður liðstyrkur að undan- förnu. CPM klofnaði í þrennt fyrir fjórum árum eftir að miklar hreinsanir voru gerðar í flokknum. F.vrir hreinsununum stóðu leiðtogarnir í mið- Misréltið verður aó bæta að fullu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.