Dagblaðið - 03.05.1976, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 03.05.1976, Blaðsíða 28
Enn ein ásiglingin: Brezkur togari úrleik Brezki togarinn Arctic Corsair varð að halda heim í fylgd annars skips eftir ásiglingu á Öðin. Öðinn skemmdist nokkuð, og fór bráðabirgðaviðgerð fram á Seyðisfirði. Leki kom að togaranum. Þyrluþilfar á Óðni brotnaði á 10 metra kafla og lagðist inn. Einnig lagðist lunning inn. Þrjú göt komu á varðskipið ofarlega á stjórn- borðssíðu. Stefni togarans var illa farið. Ásiglingin varð um klukkan hálffjögur á föstu- dag, 19 mílur sunnan Hval- baks. Varðskipið reyndi að klippa, en togarinn beygði skyndilega og sigldi á. Tókst varðskipsmönnum ekki að beygja frá, þar sem freigátan Mermaid og annar togari voru fyrir. Óðinn hafði fýrr um daginn klippt á aftari vír togarans Kingston Pearl frá Hull, 17 mílur frá Hvalbak. Dráttarbáturinn Euroman reyndi í þann mund að sigla á varðskipið en mistókst. Baldur klippti á báða togvíra Boston Kestrel frá Fleetwood þann sama dag. Freigáta reyndi að hindra klippinguna en kom ekki vörnum við. -HH. Snjókornin í morgun: Tœp- lega hœtta ó hólku — segir Veður- stofan Nokkur snjókoma hefur verið um norðan- og austan- vert landið um helgina. Reykvíkingar og aðrir Sunn- lendingar sluppu þó alveg við slíkt þangað til í morgun. Þá var Esjan og næstu fjöll orðin gráhvít og nokkur korn svifu til jarðar í höfuð- borginni. Veðurstofan spáir því, að lítil úrkoma verði í dag, en þó gæti gengið á með smáélj- um öðru hvoru. Hitinn verður 2—4 stig, en fer jafn- vel undir frostmark í nótt. Dagblaðið bar það undir Markús Á Einarsson veður- fræðing, hvort lögreglan hefði í rauninni ekki verið fullfljót á sér að skipa mönn- um að taka nagladekk undan bílum sínum. ,,Nei. ætli það,” svaraði Markús. „Það eru alla vega litlar likur á því, að þaö bregði til hálku í dag eða nótt, þar eð það er nú svo þurrt undir, að ísing nær varla að myndast.” —AT— Rœsis- málið" GœtifalGð undír okurákvœði „Fyrirtækið fékk leyfi til þess að umreikna og endur- greiða þann mismun, sem varð við gengisfellinguna og við höfum hjálpað fjölda fólks til þess að átta sig á kröfum sínum,” sagði Björn Tryggva- son seðlabankastjóri i viðtali við Dagblaðið. „Hvort hér er um brot á lögum að ræða, er umdeilt atriði, sem ég treysti mér ekki til þess að skera úr um og vil því ekki gerast dómari í þessu máli. Það er um tvo möguleika að ræða í þessu tilviki, réttarbrot, sem leiðir af sér skaðabótamál, eða beint afbrot, ef málið fellur undir okurákvæði laga.” Forsaga málsins er sú, að fyrir alllöngu var fyrirtækið Ræsir h.f. sem m.a. flytur inn bifreiðar af Benz-gerð, kært fyrir sakadómi fyrir meint brot á viðskiptalögum. Fyrirtækið hafði selt allmargar bifreiðar, en á tímabilinu milli af- hendingar og greiðslu þess fjár, sem lánað hafði verið i bifreiðunum varð gengis- felling. Umboðið reiknaði þá skuldirnar á því gengi, sem var við gjalddaga, en ekki eins og það var, er til skuldanna var stofnað. Þetta kærði einn kaupendatil Sakadóms. Tveir aðaleigendur fyrirtækisins eru Björn Hall- grímsson, sem er stjórnarfor- maður, og bróðir hans, Geir Hallgrímsson, forsætis- ráðherra. „Við höfum margoft spurzt fyrir um málið,” sagði Geir Þor- steinsson, framkvæmdastjóri Ræsis, í viðtali við Dagblaðið. „Það er ekki í okkar hag, að það dragist að fá úr því skorið, hvort þarna hafi verið um brot að ræða. Mér skilst, að málið hafi verið sent Seðlabankanum til umsagnar og að það sé nú hjá Saksóknara ríkisins. Meira get ég ekki sagt um málið.” „Það er nú svo, að málið er nýkomið frá Seðlabankanum til mín,” sagði Þórður Björnsson ríkissaksóknari. „Þeir hafa haft það til umsagnar og við höfum enn ekki tekið afstöðu til þeirrar umsagnar, því að mikið hefur verið að gera hjá okkur. Það er hins vegar ljóst, að ef um refsivert atriði er hér að ræða, mun verða höfðað mál gegn fyrirtækinu,” sagði Þórður ennfremur. -HP- Stóra gangan heldur niður Bankastræti undir hinum ýmsu kröfuspjöldum. SAMKEPPNIUM VERKAFÓLKIÐ - DREIFÐIST Á FJÓRA1. MAÍ-FUNDI Verkalýður höfuðborgar- innar sameinaðist undir rauðum kröfufánum á 1. maí að venju. Gengið var frá Hlemm- torgi niður Laugaveginn og niður á Lækjartorg þar sem úti- fundur var haldinn. Meðan á göngunni stóð var ýmsum slag- orðum hampað. „Island úr Nató, — herinn burt,” heyrðist víða hrópað taktföstum rödd- um, en á borðunum mátti lesa: „Mótmælum framferði Breta,” „Burt með atvinnuleysi,” og „Burt með herinn.” Ekki treysti lögreglan í Reykjavík sér til að gizka á mannfjöldann sem saman var kominn á Lækjartorgi, en lík- lega mun hann hafa verið í meira lagi, enda þótt sam- keppni hafi verið um sálirnar. Fundir voru haldnir úti á þrem stöðum á sama tíma og sá fjórði napurt úti við og gekk á með innan dyra, enda var nokkuð skúrum. —KL Frá útifundi Rauðrar verkalýðseiningarvið Miðbæjarskólann, — sú hreyfing gekk ein sér niður í bæinn, og sama gerðu Kommúnistaflokkurinn, einingarsamtökin og baráttusamtök verka- fólks, sem héldu fund framan við Morgunblaðshúsið. Loks hélt eitthvert klofningsbrot úr kommúnistahreyfingunni fund, innan- dvra i Alþýðuhúsinu. (Ljósmyndir BP). fijálst, nháð dagblað MÁNUDAGUR 3. MAt 1976. Bretarnir „sjá fjandann alls staðar" „HEIM Á MORGUN" — hóta togarakarlarnir Brezku togararnir hafa látið það út ganga, að fái þeir ekki aukna vernd fari þeir heim á morgun. Jón Magnússon, tals- maður Landhelgisgæzlunn- ar, sagði í morgun, að auðvit- að gæti verið að Bretarnir breyttu þessari ákvörðun. Þetta er hótun til brezku stjórnarinnar, vegna þess hve illa brezku togurunum hefur gengið við veiðar síðustu daga, eftir að frei- gáturnar hættu að vernda þá af sama afli og fyrr. Ástandið er, að sögn varð- skipsmanna, þannig, að brezku togaraskipstjórarnir eru mjög órólegir. Þeir sjá fjandann uppmálaðan hvar sem er. Freigáturnar senda á fimm minútna fresti til- kynningar um, hvar varð-. skipin eru, og afleiðing er sú, að brezku skipstjórunum finnst þau vera helmingi fleiri en þau eru. Þetta segja varðskipsmenn. Þeir töluðu sín á milli í gær um, að þetta gengi ekki. Annaðhvort þyrftu þeir aukna styrki eða aukna vernd. Sfðar kom tilkynningin um, að þeir færu heim, ef ekki yrði orðið við kröfum þeirra. —HH ÞESSIDATT í SJÓINN — vaktin dró hann upp, og löggan bar hann heim I giaumnum og gleðinni, sem rfkti fyrsta mof og aðfaranott þess næsta, varð maður fyrir þvf óhappi að detta f höfnina. Hafnsögu- menn, sem voru á eftirlits- ferð, drógu manninn upp og gerðu ráðstafanir til að koma honum í spítala. „Það heyrir nú varla til tíðinda, þó að maður tir’agi einhvern upp úr höfninni, — þetta er alltaf öðru hverju að koma fyrir,” sagði hafnsögumaðurinn, sem DB ræddi við í morgun vegna þessa atburðar. „Við vorum svo heppnir að vera á bát þarna skammt frá, er atburðurinn átti sér stað, svo að enginn okkar þurfti að bleyta sig.” Ekki er vitað á hvaða férð maðurinn var, er hann datt i sjóinn. Hann var vel við skál, eða „ilmaði” að minnsta kosti sterklega af áfengislykt. -AT- RAFEINDATÆKNI Á STEINALDARSTIGI" segjaverkfrœðingar n — skora ó rikisstjórn að hverfa fró sœstrengjasamningum við Stóra norrœna Forsætisráðherra barst f morgun ályktun frá Verkfræð- ingafélagi Islands, þar sem skorað er á rfkisstjórnina að endurskoða þá afstöðu, sem samgönguráðuneytið hefur tekið til samninganna við Stóra norræna urn sæstreng milli ís- lands og Færeyja. Rafmagnsverkfræðingar gerðu ályktun um þetta efni á fundi sl. þriðjudag. Var þar eindregið hvatt til þess, að reynt yrði að stefna að bygg- ingu jarðstöðvar nú þegar og auknum fjarskiptasamböndum um gervihnetti, en algerlega bæri að hafna frekari sæ- strengjalögnum á vegum Stóra norræna símafélagsins. Kom meðal annars fram sú röksemd að ef haldið yrði við þau áform, mætti segja, að raf- eindatækni væri haldið á stein- aldarstigi á tslandi, þjóðinni til óbætanlegs tjóns. Benda verkfræðingar í álykt- un sinni á, að betra væri að bjóða Stóra norræna hlutdeild í slíkri jarðstöðvarbyggingu, ef nauðsynlegt er talið að vernda hagsrtiuni þessa fyrirtækis, heldur en að fresta nú gerð áætlunar um nýtízkuleg fjar- skiptasambönd milli Islands og umheimsins. BS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.