Dagblaðið - 15.05.1976, Síða 24

Dagblaðið - 15.05.1976, Síða 24
Stóru mólin lótin eiga sig — nótt í rifrildi um zefuna ZETAN FLAUG í GEGN í NEDRI DEILD í GÆR Magnús Torfi komst ekki upp með moðreyk Neró keisari lék á fiölu, aó sögn, meöan Róm brann, Meðan flest er i kaldakoli í mikil- vægustu málum þjóóarinnar efnahagssamdráttur og mörg mál ná ekki fram aó ganga á Alþingi vegna tímahraks undir lokin, tóku þingmenn sér heila nótt í rifrildi um zetuna. Zetan sigraói meö yfirburðum í neðri deild í gær. Frumvarpið um afturhvarf til fyrri starfsetningar í mörgum atriðum var samykkt í deildinni með 23 atkvæðum gegn 14, tveir greiddu ekki atkvæði og einn var fjarstaddur. Já sögðu: Ragnhildur Helgadóttir (S), Benedikt Gröndal (A), Ellert B. Schram (S), Eyjólfur K. Jónsson (S), Friðjón Þórðarson (S), Guðmundur H. Garðarsson (S), Gunnar Thoroddsen (S), Gunnlaugur Finnsssíi (F), Gylfi Þ. Gíslason (A), Ingólfur Jónsson (S), Jóhann Hafstein (S), Lárus Jónsson (S), Matthías Bjarnason (S), Matthías Á. Mathiesen (S), Ólafur G. Einarsson (S), Páll Pétursson (F), Pálmi Jónsson (S), Pétur Sigurðsson (S), Sig- hvatur Björgvinss., (A), Sigur- laug Bjarnadóttir (S), Sverrir Hermannsson (S), Tómas Árnason (F), Þórarinn Þórarinsson (F). Nei sögðu: Eðvarð Sigurðsson (AB), Garðar Sig- urðsson (AB), Gils Guðmunds- son (AB), Ingvar Gíslason (F), Jón Skaftason (F), Skúli Alexandersson (AB), Lúðvík Jósefsson (AB), Vilborg Harðardóttir (AB), Magnús Torfi Ólafsson (Samtök), Ölafur Jóhannesson (F), Stef- án Valgeirsson (F), Svava Jakobsdóttir (AB), Vilhjálmur Hjálmarsson (F), Þórarinn Sigurjónsson (F). Magnús Torfi Ólafsson reyndi að koma fram breytingartillögu, en í tíð hans sem menntamálaráðherra var zetan afnumin. Hann komst ekki upp með moðreyk. Breyt- ingartillagan var felld með 24 atkvæðum gegn 14, einn sat hjá og einn var fjarstaddur. Málið fer nú til efri deildar. Deilur urðu urn þá ákvörðun Ragnhildar Helgadóttur for- seta deildarinnar að hætta skyldi umræðum en láta at- kvæðagreiðslu fara fram. Ragn- hildur sagði í gær að „hún hefði ekki sofió síðan í fyrrinótt”, en umræður stóðu til hálfsex í gærmorgun. Þá var þeim hætt. Atkvæðagreiðslan fór fram eftir hádegi í gær. Flutningsmenn frum- varpsins um stafsetningu Gylfi Þ. Gílsason (A), Sverrir Hermannsson (S), Þór- arinn Þórarinsson (F), Jónas Árnason (AB), Gunnlaugur Finnsson (F) og Ellert B. Schram (S). -HH. frjálst, úháð dagblað LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1976 Líflegt í vesturbœnum ídag: Slysavarnamenn sýna hvers þeir eru megnugir Það verður líflegt vestast i vesturbænum í Reykjavík í dag þegar slysavarnamenn og konur halda þar mikinn fjöl- skyldudag. Dagurinn hefst með því að slysavarnakonur opna dyrnar að húsi SVFÍ á Grandagarði og bjóða upp á sitt alkunna og vítamínauðuga hlaðborð, krásir miklar sem allir mega taka af meðan magarúm endist. I Gróubúð handan götunnai verður sýndur útbúnaður og aðstaða björgunarsveitarinnar Ingólfs sem Reykvíkingar hafa löngum stutt með ráðum og dáð. Klukkan 15.30 hefst svo sýning á fluglínutækjum og notkun þeirra við Gróubúð og verður þá væntanlega ein- hverjum „nauðstöddum” bjargað í land. Gúmbátar og notkun þeirra verður sýnd og TF-GRÖ, nýja byrlan Land- helgisgæzlunnai sýnir sig. Þá koma klúbbfélagar í Snarfara siglandi á flota sínum. hraðbátum. Yngri kynslóðinni verður gefinn kostur á að fara i björgunarstól, en á þurru landi. -JBP- Stórf ramkvœmdir að stöðvast: ER REIKNINGURINN GREIDDUR EÐA EKKI? Óafgreiddur reikningur upp á 28 milljónir króna frá i nóvember sl. frá Breiðholti h/f á hendur stjórn Verkamannabústaða í Reykjavík og, að sögn Breiðholts- manna, þrálátar ýfingar í formi ítrekaðrar fyrirvaralausrar greiðslutregðu stjórnarinnar, hafa nú leitt til þess að alger óvissa ríkir nú um áframhald framkvæmda Breiðholts h/f vió byggingu á fjórða hundrað íbúða fyrir stjórnina. Stjórnarmenn Breiðholts taka væntanlega ákvörðun af eða á í dag, en hætti þeir framkvæmd missa á annað hundrað verka- menn atvinnu sína við fram- kvæmdirnar auk þess sem þær stöðvast um ófyrirsjáanlegan tíma og verðútreikningar allir hrynja. Stjórn Verkamannabústaða í Reykjavík hélt fund í fyrradag og var þar ákveðið að greiða Breiðholti 10 milljón króna í gær, en í gær stóð greiðslan til boða með þeim skilyrðum, eða fyrir- vara, að stjórn Breiðholts sá ekki hina minnstu ástæðu til að gangast inn á hana. Þrátt fyrir það greiddi Breið- holt starfsmönnum sínum laun í gær. Stjórn Breiðholts ætlar í dag að taka ákvörðun unt hvort fyrir- tækið notar áskilinn rétt vegna vanefnda verkkaupa til að losa sig út úr verkinu. Vegna fréttar blaðsins um þetta mál sl. miðvikudag barst blaðinu eftirfarandi yfirlýsing: „Samkvæmt beiðni formanns stjornar Verkamannabústaða í Reykjavík, hr. Eyjólfs K. Sigur- jónssonar, hef ég yfirfarið reikning frá Breiðholti h/f dag- settan 30. apríl sl. og borið saman við yfirlit yfir verkstöðu frá fram- kvæmdastjóra stjórnarinnar, hr. Ríkarði Steinbergssyni. Sömu- leiðis hef ég yfirfarið athuga- semdir framkvæmdastjórans dag- settar 5. þ.m. á áðurnefndum. reikningi. Þar er niðurstaða harís að búið sé að greiða að fullu framleiðslu aðalverktaka, Breiðholts h/f til aprílloka, og auk. þess hefur verið greitt með fyrirvai a um 50% af framkomnum aukakröfum, sem ennþá hafa ekki verið samþykktar, en eru á samningastigi. Af þeim gögnum, sem ég hef kannað, er ég sammála niðurstöðu framkvæmdastjóra, og get ekki séð að stjórn Verkamannabústaða hafi á nokkurn hátt brotið samninga á aðalverktaka, Breiðholti h/f. Reykjavik, 13. maí 1976. Karl Ömar JónsSon. FJarhitnnhf. Heilbrigðisróð VILL RAÐA TVO MENNIEINA borgorinnar: STÖÐU YFIRSKÓLATANNLÆKNIS Heilbrigðisráð borgarinnar auglýsti fyrir nokkru stöðu yfir- skólatannlæknis lausa til umsóknar og sóttu fimm tann- læknar um starfið. Að athuguðum umsóknum þykja tveir hæfastir til starfsins, Magnús Gíslason og Stefán Yngvi Finnbogason. Hvort sem heilbrigðisráð getur gert upp á milli þeirra eða ekki, ritaði það borgarráði bréf, sem tekið var fyrir á síðasta fundi borgarráðs, og er þar lagt til að tveir menn verði ráðnir í stöðu yfirskólatannlæknis borgarinnar. Tillaga þessi var felld með þrem atkvæðum gegn einu og gerðu borgarráðsfulltrúar Sjálf- stœðisflokksins bókun þess efnis að þar sem ein staða hefði verið auglýst laus beri að veita eina stöðu og óski þeir eftir að heil- brigðisráð geri nýja tillögu um veitinguna. Markús Örn Antonsson borgar- ráðsfulltrúi sagði í viðtali við DB í gær að þar sem stjórnkerfi þessara mála gerði ekki ráð fyrir tveim yfirmönnum með jafna ábyrgð hefðu þeir sjálfstæðis- menn greitt atkvæði gegn tillög- unni, enda væri það þeirra skoðun að einn yfirmaður ætti að vera í þessu til að hafa heildar- yfirsýn og bera ábyrgðina. G.S. Geirfinnsmúlið: SÆVAR HAFDI DREGIÐ ALLT TIL BAKA — þegar blaðamannafundur Sakadóms var haldinn 26. marz Þegar blaöamannafundur rannsóknarlögreglunnar um Geirfinnsmálið var haldinn 26. marz sl„ — þar sem greint var frá framburðinum er leiddi til handtöku fjórmenninganna er voru látnir lausir í vikubyrjun — hafði Sævar Marinó Ciesielski þegar dregið fram- burð sinn þar að lútandi til baka. Kristján Viðar Viðarsson hafði þá nokkru áður einnig dregið allan framburð sinn og játningu til baka en siðan staðfest allt aftur, eins og reyndar var sagt frá á þessum blaðamannafundi. Dagblaðið hefur fyrir þessu heimildir sem það telur ekki ástæðu til að draga í efa. Þá hefur nýlega verið skýrt frá því að Erla Bolladóttir hafi fyrir dómi sagt það „hugsan- legt” að tveir löggæzlumenn, þeir Kristján Pétursson og Haukur Guðmundsson úr Keflavík hafi verið á athafna- svæði Dráttarbrautar Kefla- víkur að kvöldi 19. nóvember. Aðdragandi þeirrar yf- irlýsingar var sá, að fyrir dómi spurði Hallvarður Ein- varðsson vararíkissaksöknari Erlu að því, hvort hugsanlegf væri að tiltekinn maður hefði verið viðstaddur þetta kvöld. Erla kvað já við því að það væri hugsanlegt. Lögmaður eins gæzlu- fanganna spurði þá Erlu hvort hugsanlegt væri að Kristján Pétursson hefði verið þar einnig. Erla kvað já við því. það væri hugsanlegt. Dómarinn spurði Erlu þá. hvort hugsanlegt væri að Haukur Guðmundsson hefði verið þar þetta kvöld. Enn sagði Erla Bolla- dóttir já, það væri hugsanlegt. Fleiri áræddu ekki að spyrja hvort einhverjir tilteknir menn hefðu verið I fjörunni. Heimildarmaður Dagblaðsins telur ekki ólíklegt, að svar Erlu varðandi einn þessara manna hafi byggzt á ákveðnum hug- myndum hennar um samband Sævars sambýlismanns síns við einhvern þessara manna, en það samband mun hún hafa talið einkennilegt. Rannsóknar- lögreglan hefur síðar athugað þetta samband" eitthvað nánar. Kristján Pétursson sagði í samtali við fréttamann blaðsins í gær að fyrst Erla hefði verið sput'ð á þennan hátt um hvort þessi eða hinn hefði verið við- staddur atburðina í Keflavík að kvöldi 19. nóvember. þá þætti sér svar hennar ekki óeðlilegt. — í rauninni hefði hver sem er getað „hugsanlega” verið þarna. Dagblaðið hefur einnig öruggar heimildir fyrir því að Sævar Ciesielski og Einar Bollason hafi t.d. aldrei verið samprófaðir fyrir dómi — enda hafði Sævar allt frá 10. febrúar borið að Einar hafi ekki verið með í meintri bátsferð. né heldur Valdimar Ölsen. Þá mun Sigurbjörn Eiríksson hafa verið yfirheyrður aðeins einu sinni allan tímann sem hann sat í gæzluvarðhaldi, heila þrjá mánuði. -ÖV.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.