Dagblaðið - 14.07.1976, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 14.07.1976, Blaðsíða 1
KAKKALAKKARILAIIGAR- DALSLAUGUNUM — reynt oð eitra fyrir þáíkvöld „Ég neita þvi ekki, að við höfum orðið varir við smávegis af kakkalökkum hérna í laug- unum í sumar,“ sagði Ragnar Steingrímsson yfirsundlaugar- vörður í sundlaugunum i Laugardal í samtali við DB í morgun. „Við fundum einni'g eitthvað af kakkalökkum í kvennabúningsklefum í fyrra, en tðkst að koma í veg fyrir þá með eitrunum. Nú hafa þeir skotið upp kollinum í búnings- klefum karla í kjallara laug- anna." Áformað er að sprauta eitri í kjallarann í kvöld. Ef sú eitrun ber ekki tilætlaðan árangur verður að nota blásýru til að losna við þennan ófögnuð. „Vió reynum í lengstu lög að forðast að nota blásýruna,“ sagði Ragnar. „Ef til þess kemur þarf að loka laugunum i tíu daga og það viljum við helzt ekki svona um háannatímann." Ekki er hægt að segja neitt ákveðið um, hvaðan kakkalakk- arnir berast. Ragnar taldi það þó líklega skýringu, að þeir bærust með fólki frá Keflavík- urflugvelli, en þar eru þeir mjög útbreiddir. Talsvert er um að börn frá vellinum komi með nesti með sér í laugarnar og kunna dýrin að berast með þeim. — ÁT — 2. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 14, JULÍ 197fi — 152. TBL. RITSTJORN SÍÐUMULA 12, SÍMI 83322, AUGLVSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SIMI 27022 frfalst úháð dagblað LJOSIN VORU ÖVIRK,- ÞRENNT í SLYSADEILD Umferðarljósin á mótum Grensásvegar og Miklubrautar voru óvirk í gærmorgun. Það kann að hafa valdið slysi er.þar varð. Fólksbíll með G númeri ók vestur Miklubraut en stór sendiferðabíll úr Reykjavík suður Grensásveg. Bílarnir skullu saman af miklu afli og varð af mikið eignatjón. Báðir ökumenn og farþegi í fólksbíln- um voru fluttir í slysadeild en hlutu ekki alvarleg meiðsli. Skiltið sem á stóð „Ljósin óvirk“ lá í götunni eftir og varð af talsverð umferðarteppa. Tvö önnur umferðarslys urðu í gær, á Laugavegi við Laugarnesveg og á mótum Miklubrautar og Kringlu- mýrarbrautar. Slys urðu í báðum tilfellunum en ekki al- varleg. Umferðarljós voru víðar biluð í bænum í gær, en þá viróist þurfa sérstakrar varkárni við. ASt Db-mynd Sveinn Þormóðsson. Uggvœnleg tíðindi af aðalkartöflurœktarsvœðinu: 70% of sond- görðunum ónýtir „Mér er óhætt að fullvröa að um 70% af öllum sandgiirðum í hreppnum eru lítils virði, þeir eru það mikið skemmdir eftir austanveður sem gekk hér yfir seinni partinn í júni," sagði Olal'ur Sigurðsson hrepp- st.jóri, llábæ i Þykkvabte. „Útlitið er ekki gott, en ef tiöin helzt svona góð þá er von til að netzt geti úr einhverjum hluta þeirra." Það eru alltaf 5 vikur þangað til búast má við að nýjar islenzkar kartiiflur sem við r.ektum hér í Þykkva- bænum komi á markaðinn. Veðrið hafði ekki slæm áhrif á moldargarða, og það lítur mjiig vel út meö uppskeru i þoim. og ef tiðin helzt megum við búast við að geta fariö að taka upp til heimanotkunar i kringum 5. ágúst. — KL Vona að nú komist skriður á málið - segir r Olafur Jóhannesson dómsmálaráðherra „Maður verður að vona, að fólk sjái nú, að allt er re.vnt til þess að upplýsa þessi mál," sagði Ólafur JóhannessOn dómsmálaráðherra í viðtali við Dagblaðið. „Þetta er þekktur maöur með mikla revnslu og ég vona auðvitað, að nú komist skriður á málið." Sagði Ólafur. aö enn va'ri ekki vitað, hvena'r Karl Sehútz ka>mi hingað á ný. samstarfið við liann væri nú algjörlega i höndum Sakadnms og þeirra. sem að rannsókn Geirfinns- málsins vinna. —ÍIP. Annar banamanna Guðjóns Atla: Braustinn nóttina eftirmorðið — bls. 9 Dýrasti bfll landsins kostar yf ir 20 milljónir — sjó bls. 9 Þoð skiptir verulegu máli hvar þú tekur bflinn á leigu — bls. 8 Laugardalshöll: 1 eyrir í gróða af hverri kr. — bak A

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.