Dagblaðið - 14.07.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 14.07.1976, Blaðsíða 11
i)A<;m.At)lf> — MIÐVIKUDACUK 14. .1111.1 197«. Sovótmanna í Miðausturlönd iinutn. iuður-Ameríka: Carter som talar spænsku, nun að öllum likindum beina ith.vgli sinni meira að Suður- ÍVmeriku en gert hefur verið til oessa. Hann viðurkennir eigna- 'étt Panamabúa á skurðinum )g vill að Bandaríkjamenn greiði hærri leigu fyrir hann, >n vjll ekki láta hann umsvifa- aust af hendi ef öryggi andsins er í hættu. Ford forseti hefur unnið að :amningum við Panamabúa um ikurðinn. þar sem gert er ráð j'yrir því, að þeir nái fullum ,'firráðum yfir honum og eigi tð taka við vörnum hans, ;Reagan segir hins vegar, að ikurðurinn sé eins mikill hluti if Bandaríkjunum og Alaska ?ða Texas og vill alls ekki láta Omar Torrijos, leiðtoga Panamabúa. fá yfirstjórn hans. Jmar hefur hann kallað ,,smá- jtall." \usturlönd: Carter er því meðmæltur, að itjórnmálasamband verði tekið tpp við Kína, en vill, að Banda- ■íkin eigi áfram mikil viðskipti 'ið Taiwan. Reagan vill, að komið verði á eðlilegu ástandi við Kína, en það megi ekki gerast á kostnað Taiwan. IAird forseti vill ekki viðurkenna Kína formlega, enda þótt-búizt sé við, að það gerist eftir kosningarnar, þá hefur Carter lýst því yfir, að réttast væri að kalla allt herlið og vopn Banda- ríkjamanna í Suður-Kðreu heim innan fimm ára, en hefur samt ekki endurtekið þessa skoðun sína nýverið. Afríka: Carter studdi för Kiss- ingers til Afríku og þau um- mæli, sem hann lét falla um stjórn hvítra manna í Ródesíu. Reagan hefur látið uppi þær skoðanir sínar, að hann telji hvíta menn eiga á hættu fjölda- morð ef svartir menn komast þar til valda og er þessi skoðun mjög í samræmi við skoðanir helztu stuðningsmanna hans, sem telja stjórnina í Ródesíu fullkomna. Stjórn Fords hvetur til þess, að stjórn blökkumanna verði komin til valda í landinu innan; tveggja ára, vill bæta stjórnar- farið í Suðvestur-Afríku og að fallið verði frá ,,Apartheid“- stefnunni i Suður-Afríku. Tíðindi í tölum Það er ekki að spyrja að bókaútgáfunni á tslandi! Árið 1974 var að allra manna sögn, einkum bókaútgefanda sjálfra, eitthvert hiö erfiðasta ár sem yfir þá atvinnugrein hafói gengið. Samfara auknum til- kostnaði vegna verðbólgunnar minnkuðu upplög bóka enda dróst bóksala stórlega saman með stórfelldum verðhækkun- um á bókum eins og annarri vöru. Ekkert var að sjá fram- undan nema samdrátt og kréppu, bókleysi og blindu. En hvað skyldi nú hafa skeð þessu næst: minnkaði ekki út- gáfan árið á eftir þessum mikla samdrætti, drógu ekki forlög og bóksalar saman seglin eftir taprekstur og skuldasöfnun árið á undan, fór kannski ein- hver á hausinn með rekstur sinn? Óekkí! Það sýnir sig að bókaútgáfan árið 1975 varð til muna meiri en árið á undan, 753 titlar alls árið 1975, en 640 titlar alls 1974 þegar allt er saman talið, Og það er ekki því að heilsa, að þessi aukning stafi ein- vörðungu eða mestmegnis af aukinni hlutdeild alls konar „nytjaprents" í útgáfunni frá ári til árs. í flokknum „fagrar bókmenntir" (sem aö lang- mestu leyti er markaðsútgáfa) komu út árið 1974 alls 203 bækur, þar af voru þýðingar 98, en barnabækur 78. 1975 voru útgefnar bækur í þessum flokki alls 244, þýðingar 110, barna- bækur 76. Því er við að bæta að tölurnar fyrir árið 1974 eru endanlegar, en vænta má að útgáfutala ársins 1975 eigi eftir að hækka þegar öll kurl verða komin til grafar. í fyrstu talningu fyrir árið 1974, sem birtist í fyrra, var heildartala útgáfunnar 559 titlar. Í endurskoðaðri endan- legri gerð töluyfirlits um bóka- útgáfuna 1974 er þessi tala sem fyrr segir komin upp í 640 titla, þar af 450 bækur, yfir þrjár arkir að stærð, en 190 bækl- ingar, 5—48 bls. að stærð. En útgáfa ársins 1975 skiptist svo, samkvæmt fyrstu talningu, að af 753 titlum alls eru 494 bækur, en 259 bæklingar. Fréttir um bœkur Þennan fróðleik og margan annan má lesa sér til um i nýtútkominni islenskri bökaskrá f.vrir árið 1975 sem út er gefin af I.ands- bókasafni. en veg og vanda al' ritinu h.vgg ég að beri Olalur Pálmason bókaviirður, forstööumaöur þjóðdeildar safnsins. Þetta er annað árið sem skráin kentur út i þessari m.vnd, en hún leysli i fyrra af hólmi tvter f.vrri bókaskrár, rit- aukaskrá I.andsbókasafns sem áður var birt í Árbók þess, og bókaskrá Bóksalafélags Is- lands, sem í fyrsta lagi var verð- skrá um nýútkomnar bækur á almennan markað. Hin nýja bókaskrá kemur út í áföngum, drög hennar birtast þegar að hausti, meðan bóka- kauptíð stendur sem hæst, og eru þar talin verk á almennum markaði og Verð þeirra greint. Ársskráin ké'múr á hinn bóginn út að vori til og birtist þar eins tæmandi yfirlit og unnt er um útgáfu ársins á undan. Það sem þá vantar á er loks talið i næstu ársskrá á eftir, og getur það munað nokkru eins og hið endurskoðaða töluyfirlit ársins 1974, sem birt er með skránni 75, ber með sér. Ætlunin er að á fimm ára fresti verði gefin út samsteypuskrá undanfarinna ára, og mun þá hin fyrsta þeirra taka til áranna 1974—78. Það er ekki ofsagt að með íslenskri bókaskrá sé til komin einhver hin besta, skemmtileg- asta og nytsamlegasta bók fyrir hvern og eínn sem áhuga hefur á stöðu og kjörum bókaútgáf- unnar og framvindu hennar frá ári til árs. Og fyrir utan gagn og gaman sem að bókinni er f.vrir áhugasama lesendur birtist þar einnig ýmislegt fréttnæmt efni. Það er t.a.m. vert að taka eftir því að útgáfutala ársins 1975 er einhver hin hæsta, ef ekki hin allra hæsta, sem um getur í allri útgáfusögunni. Það er sem sé ekki nóg með að íslensk bókaútgáfa stæði af sér með glans kreppu og samdrátt ársins 1974. Áf tölulegum staðreyndum um útgáfuna verður ekki betur séð en hún standi að kreppu lokinni með betri blóma en nokkru sinni fyrr. Þetta er eitt með öðru sem bendir til að vert væri að hrinda I framkvæmd óska- draumi bókaútgefenda um rækilega rannsókn á framvindu og högum bökaútgáfunnar — sem vitaskuld verður ekki gert af viti nema rannsaka um leið lestrarvenjur almennings og þar með bókmenningu lands- manna eins og hún birtist í verki um þessar ntundir. Fleiri, fleiri, fleiri bœkur í fl.jótu bragði geymir fyrr- getið töluyfirlit um bökaútgáf- una aðgengilegastan fróðleik. En meginefni skrárinnar er annars skipað í tVo hluta, staf- rófsskrá úlgefinna rita, og flokkaða skrá eftir efni þeirra. Auk þess eru sérskrár um kort og um barna- og unglinga- bækur og að lokum efnisorða- l.vkill að flokkuöu skránni. Knn- fremur er í ritinu skrá um úl- gáfufyrirtæki. og eru þar taltlir 70—80 aðiljar sem bækur gáfu út árið 1975, og eru þó ótaldir ýmsir kostnaðaraðiljar sem ekki hafa bókaútgáfu að aðal- viðfangsefni sínu. Af hinum upptöldu útgefendum sýnist mér í fljótu bragði að allt að því 40 þeirra geti talist atvinnu- forlög fyrir almennan markað, stór eða lítil eftir atvikum, og er það að vísu ekki lítið á ekki stærri markaði en hér er um að tefla. Kannski enn ein vísbend- ing í þá átt að bókaútgáfa sé arðvænlegra tiltæki en upp- skátt er látið. Ennfremur fylgir bóka- skránni fyrsta upphaf nýrrar skrár fyrir árið 1976, á lausum tvíblööungi, og eru þar talin útkomin rit á tímanum janúar — maí í ár 40 titlar að mér sýnist. Þó aó þetta sé ekki margt hygg ég að það sé engu að síður meiri útgáfa en oft áður á fyrri parti árs. Ef lesandi vill freista þess að ráða í ásigkomulag útgáfunnar af íslenskri bókaskrá er væntanlega fróðlegast að byrja lestur á hinni flokkuðu efnisskrá: hún er svo sem registur við stafrófsskrána. Þá má til að byrja með huga að aukningu útgáfunnar frá árinu 1974, og sýnir sig að hún er öll að kalla í tveimur flokkunum (samkvæmt flokk- unarkerfi Deweys), 300: sam- félagsmálefni þar sem eru* taldir 196 titlar og hefur fjölgað um 61, og eins og fyrr segir 800: bókmenntir, 244 titlar og hefur fjölgað um 41. Bókatalan í öðrum flokkum sýnist mér að litið hafi breyst í milli ára, en þær breytingar sem þó hafa orðið vega hver aðra mikils til upp. En aðrir stórir bóka- flokkar samkvæmt skránni eru t.a.m. 900: sagnfræði, landa- fræði, ævisögur, 77 titlar; 600: tækni og hagnýt vísindi, 91 titill; 500: raunvísindi, 42, titlar; 200: trúarbrögð, 33 titlar. Aukningu þá sem orðið hefur á bókaútgáfu um „samfélags- málefni" má væntanlega hafa til marks um vaxandi hlutdeild ýmislegs ..nytjaprents" í bóka- útgáfunni; þarna eru margvís- legar handbækur, kennslu- bækur og skýrslur. En í þessum flokki koma að vísu líka við söguna ýmsar annars konar bókmenntir sem ganga og gerast á almennum markaði, bæði innlendur, þjóðlegur fróð- leikur og alþjóðlegir metsölu- höfundar eins og Henri Charriére og Solsénitsín,- Papillon og (iulag. Þetta á vita- skuld einnig við um aðra efnis- flokka Deweys, að þeir rúma allir margskonar rit sem gefin eru út á almennan bókamarkað, en ekki tetluð lil praktískra afnota. Aldrei fleiri Ijóð En til vitnis um hinn „almenna markað" bókmennta og bókaútgáfunnar í landinu er vitaskuld fróðlegastur flokkur hinna „fögru bókmennta." Hann er líka langstærsti efnis- flokkurinn og til hans telst því sem næst þriðjungur alls þess em út er gefið á íslensku. I skránni ’75 eru fyrstar í þessum flokki taldar 12 bækur, skáldsögur og smá- sögur, allar eftir „höfunda af ókunnu þjóðerni", og nefnist hin fyrsta Lostafullt líf, eftir höfund að nafni S. Bang, en síðust er talin Taumlaus losti eftir M. West. Mesta forvitni með nafni sínu kann að vekja bók sem nefnist Pornopia leggst á bakið, höfundur: R. Matterhorn. Ef að þessum ritum er gáð í stafrófs- skránni sýnir sig að þar eru margar saman í seríu sem nefn- ist Rauðu bækurnar, gefnar út af Toppforlaginu í Reykjavík, en önnur forlög sem þessa útgáfu stunda eru Jökulsút- gáfan í Kópavogi, Skemmtirita- Menningar- mál svo sem 13 bindi megi kannski kalla „tækifærisútgáfu," það er kveðskapur manna sem annars hafa ekki lagt fyrir sig ritstörf né skáldskap. Er ekki við- Koman nóg í ljóðagerð þótt þetta sé allt frátalið? Skáldsagnatalan, þótt hún sé há, er líkari því sem tíðkast hefur undanfarin ár. í flokkuðu skránni éru taldir 30 titlar skáldsagna og smásagna, 26 þeirra I fyrstu útgáfu, þar af 5 bindi frumraunir höfunda sinna, en 4 bindi voru endurút- gáfur. Sumt er hér auðvitað skrýtið: bók sem nefnist Litla stúlkan með eldspýturnar, höfundur: Ásgeir Gargani Leós, sem ekki virðist vera dulnefni. Atli Högnason er hins vegar dulnefni höfundar sem birt hefur tvær sögur á árinu: Elsku Molly og Mínar ástir: sönn íslensk saga um reynslu ungs manns í ástamálum, út- gefandi: Vasabókasafnið. Al- þjóðleg klámbylgja sem hér í skránni birtist t fyrrnefndum bókum „af ókunnu þjóðerni" er sýnilega líka að eignast inn- lenda fulltrúa í rithöfundastétt. ÓLAFUR «| JÓNSSON ^ útgáfan á Akureyri og Vasa- bókasafnið i Reykjavík Þessi forlög og útgáfa þeirra sýnist mér að sé ein þeirra nýjunga sem fram koma í skránni. í þessum flokki eru talin ýmis rit sem várða bókmennta- kennslu, bókmenntasögu og rannsóknir. En aðalefni hans er að sjálfsögðu frumsaminn íslenskur skáldskapur og er- lend skáldrit i íslenskri þýð- ingu. Samkvæmt töluyfir- litinu komu út í fyrra 66 ljóða- bækur alls, 8 þeirra þýðingar, þar af 35 bækur og 18 bæklingar í fyrstu útgáfu, Skáldsögur voru alls 142, þar af 98 þýðingar, 102 bækur en 19 bæklingar í fyrstu útgáfu. Aðrir undirflokkar bókmennta- bálksins eru miklu fáskipaðri, en út komu t.d. 4 bindi leikrita, 3 þeirra þýðingar, og 10 bindi um bókmenntasögú, bragfræði og stílfræði samkvæmt yfirlit- inu. Aldrei munu hafa komið út á islensku jafnmargar ljóðabæk- ur og í fyrra: það er enn ein fréttnæm vitneskja sem lesa má sér til um i skránni: Hún gefur á hinn bóginn ekki til kynna skýringu á þessari stór- auknu ljóðaútgáfu: sem sé nýja útgáfutækni með stóraukinni offset-fjölritun í seinni tíð. En af ljóðabókum sýnist mér að 46 bindi séu frumort ljóð i fvrstu útgáfu. 12 þeirra f.vrstu bækur og hrein og bein teskuljóð. en Af þýðingum Af allri bókaútgáfunni í fyrra voru 181 bindi þýddar bækur sem er með mesta móti á við undanfarin ár, langflestar eins og endranær þýddar úr ensku, 81 bindi. Af 110 þýddum skáldritum árið 1975 sýnist mér í fljótu bragði að aðeins um það bil 40 bindi séu ætluð fullorðnum lesendum, þar af að minnsta kosti 25 bindi aug- ljósar skemmti- og afþreyingar- sögur, 4 bindi klassískra bók- mennta, en 4 bindi „góðra skáldsagna" sem svo eru nefndar. Afgangurinn af þýddum skáldritum er þá væntanlega allur ætlaður á bókamarkað barnanna. En skáldrit eru langflest auðvitað þýdd úr ensku, nokkrir reyf- arar úr dönsku en ljóð úr sænsku. Annars eru þýðingar í þessum flokki- bókfærðar úr frönsku, ítölsku, spænsku, grísku, fornri og nýrri, rúss- nesku, arabísku, víetnömsku, ein úr hverju máli. 1 annarri grein verður væntanlega lauslega vikið að „bókmenntum barnanna" eins og sú útgáfugrein birtist lesanda Islenskrar bókaskrár. Það er fróðlegt athugunarefni í sjálfu sér. Og vera má að í „undirdeild" bókaútgáfunnar, eins og útgáfu barnabóka, birtist skýrar en ella ýnts vandamál og viðfangsefni sem einnig gætir í útgáfustarfsem- inni allri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.