Dagblaðið - 14.07.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 14.07.1976, Blaðsíða 9
DACBLAtMt) — MIDVIKIJDACUK 14. JITI.Í 197«. Hann tekur 18000 lítra eldsneytis og losar sig á sjö og hálf ri mínútu Dýrasti bíll landsins kostar yfir 20 milljónir króna. Þetta er nýr dælubíll sem Olíufélagið Skeljungur fékk fyrir skömmu síðan og hefur þaö verkefni að fylla eldsneytisgeyma flugvéla á Reykjavíkurflugvelli. Bíllinn er mjög vel búinn tækjum þó stærri og öflugri bílar, sem byggðir eru í sama tilgangi, séu til erlendis. Hinn nýi bíll Skeljungs tekur 18000 lítra. Dælukerfi bílsins er mjög öflugt og dælir hann 2400 lítrum á mínútu á tanka flugvélanna ef allt er á fullu. Bíllinn getur því tæmt farm sinn á sjö og hálfri mínútu. Bíllinn er ekki notaður til ann- ars en afgreiðslu eldsneytis til flugvéla. Þegar bíllinn kom hingað fyrir hálfum mánuði fylgdi honum norskur sérfræðingur í meðferð slíkra „tryllitækja" og kenndi hann starfsmönnum Skeljungs á tæki bifreiðarinn- ar. ..Nýjasti bíll slökkviliðsins kom í fyrrasumar og kostaði þá um 6 millj. króna,“ sagði Rúnar Bjarnason slökkviliðsstjóri er við leituðum samanburðartalna við Shell-bílinn. „Hann myndi nú kosta irinan við 10 millj. kr.,“ bætti Rúnar við. Slökkviliðið á hins vegar dælubíl sem getur dælt 3000 lítrum af vatni á mínútu. Dýrasti bíll slökkviliðsins er hins vegar „rana“-bíllinn. Hann er um 50% dýrari en næstdýr- ustu bílar liðsins. Slökkviliðs- bílarnir eru valdir með tilliti til sérhæfingar hver á sínu sviði, en ekki þannig að einn bíll full- nægi öllum kröfum. — ASt. DB-m.vnd Bjarnleifur. þarna? Það voru lítil takmörk sett forvitni ungra manna eins og þeirra á myndinni. Þeir tóku sig upp og héldu af stað á farar- tækjum sínum, glæstum far- kostum, sem þeirhafa lagt við verksmiðjuvegginn hjá honum Pétri Snæland, vestast í vestur- bænum. Síðan er prílað upp I gluggann. Hvað skyldi vera þarna inni? Og þeir hafa fengið svarið, pollarnir (DB-mynd Árni Páll). DÝRASTI BÍLL LANDSINS KOSTAR YFIR 20 MILLJ. Daginn eftir morðið: Brauzt inn í sjoppu lil að stela sígarettum „Jú, það er rétt, annar pilt- anna brauzt inn í sjoppu þarna í nágrenninu,'* sagði Njörður Snæhólm rannsóknarlögreglu- maður í viðtali við Dagblaðið. Atburður þessi mun hafa orðið snemma á þriðjudagsnóttina, daginn eftir að piltarnir bön- uðu Guðjóni Atla Árnasyni. Þarna var stolið tíu lengjum af sígarettum og einhverju af skiptimynt. Síðan héldu þeir til félaga sinna sem eiga heima þarna skammt frá og voru þar, er rannsóknarlögreglumenn komu að þeim. Annar mannanna sem búa í húsinu situr nú inni fyrir af- brot, en þeir hafa báðir komizt í kast við lögin. — HP Hjálpartœkjabanki byrjar í haust Samstarf hófst á árinu 1974 milli Rauða kross ísíands og Sjálfsbjargar um stofnun hjálpartækjabanka. Forstöðu- maður var ráðinn í marz síðast- liðnum og er hann eini starfs- maðurinn enn sem komið er. Bankinn mun til að byrja með einbeita sér að tækjum fyrir þá sem þjást af hreyfilöm- un, en síðar er vonast til að hægt verði að koma upp safni af tækjum fyrir til dæmis heyrnardaufa. Rætt hefur verið við Trygg- ingastofnun ríkisins um að þeir, sem fengið hafa tæki á vegum hennar, leggi þau síðar inn í hjálpartækjabankann er þeirra er ekki not lengur. Þarna mætti flýta fyrir því að fólk fengi nauðsynleg tæki auk þess sem þetta sparar rík- inu mikil útgjöld. Sjálfsbjörg hefur um nokk- urra ára bil unnið að því að útvega tæki fyrir skjólstæðinga Þar til stofnun þessi tekur að fullu til starfa verður reynt að safna og veita viðtöku hjálpar- tækjum. Þeim verður veitt mót- taka í hjálpartækjabankanum, Nóatúni 21, sími 21333 virka dagaklukkan 14—17. Undiraldan magnast Aðdáendur Spasskys eru i sárum eftir frammistöðu hans á milli- svæðaskákmótinu I Manila, segir Tass fréttastofan rússneska. „Slæma taflmennsku lians syrgja aðdáendur hans þö méira, en þá staðreynd að hann hafnaði i 10. sætið". Tass hefur þessi ummæli eftir stórmeistaranum Kotov, sem bætir því við að Spassky hafi áður koini/.t í álíka raunir og nú, en bárizt til sigurs, þar sem hann aftur á móti hafi gefizt upp nú, einsog Kotov kenlst aðorði. —ASt. SKARST Á HNAKKA í BÍLVELTU Bíll valt við.Fellsöxl skammt frá Akranesi um klukkan sex í gær. Tvennt.var í bílnum og skarst stúlka, sem var farþegi, á hnakka. Var hún flutt í sjúkrahúsið á Akranesi. Orsök veltunnar mun vera sú að stimpill í bílnum brotnaði og við það missti öku- maöur stjórn á honum eitt augnablik. —ASt Viltu skoða rjómabú? Baugsstaðarjómabú, sem nú er varðveitt sem minjasafn með öll- um vélum og tækjum. var opið almehningi til skoðunar á laugar- dögum og sunnudögum í fyrra- sumar frá 21. júní til 7. septem- ber, 4 tíma á dag. Vegna mikillar aðsóknar og vaxandi í f.vrra sumar hefur verið ákveðið að Baugsstaðarjómabúið verði opið um helgar í sumar og fólki þannig gefinn kostur á að kynnast þessum forna þa'tti vél- va'ðingar í íslenzkum landbúnaði. Rjómabúið verður til sýnis alla laugardagit og sunnudaga kl. 14 til 18 frá og með 19. júni til ágúst- loka og ef til vill lengur ef ástæður levfa. Hópar. 10 manna eða fleiri, sem óska að sjá búið á öðrum tíma, hafi með nægum fyrirvara sam- band við gæzlumann, Skúla Jóns- son. Kirkjuvegi 16. Selfossi, sími 1360.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.