Dagblaðið - 14.07.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 14.07.1976, Blaðsíða 2
DACHI.AÐH) — MIÐVIKIJDACUK 14. JULÍ 1970. AÐ GETA STÁTAÐ AF LAXVEIÐIÁ Matthias Gunnarsson skrifar: Ég hefði nú haldið aö við Reykvikingar ættum allir Elliðaárnar í sameiningu. Því ættum við að geta veitt þar ef við höfum áhuga á því. En eitt gengur ekki yfir alla eins og svo oft. Aðeins nokkrir karlar fá að veiða þarna ef þeir þá nenna því. Það er nefnilega ekki fyrir venjulegt fólk að gerast meðlimir í stangveiði- félaginu, það er svo hræðilega dýrt. Inntökugjaldið er átta þúsund og ársgjaldiö fjögur þúsund. Svo fá sumir þrjátiu hálfs dags leyfi, en aðrir fá aðeins hálfs dags le.vfi. Er þetta sanngjarnt, eða hvað? Þessu ætti að breyta þegar í stað. Allir ættu að geta veitt að vild í þess- ari á, en ekki okra svona á þessu, svo venjulegt fólk úti- lokist alveg. Hvernig stendur á því að það viðgengst að hleypa skólpi út í árnar? Þarna rennur klóak og enginn gerir neitt í því að lag- færa þessi ósköp. Það nýjasta er svo að smábátar eiga að fá aðstöðu í m.vnni ánna. Þarna verður því í framtíðinni „heimili" alls konar hraðbáta með kraftmiklum vélum. Hvernig áhrif hefur þetta eiginlega á laxinn? Ef enginn hefur gert sér grein fyrir því hve sérstök þessi á er, þá er tími til kominn. Hvar í heiminum finnum við á fulla af laxi renna í gegnum höfuð- borg lands? Það er auðvelt að eyðileggja þetta, ef allir leggjast á eitt og það er einnig hægt að halda þessu ef við stöndum saman um þennan fjársjóð. Oft má sjá laxinn stökkva í Elliðaánum. Sambýlið er ekki alltaf upp á það bezta í fjölbýlishúsunum. EIGUM VIÐ AÐ BORGA BRÚSANN ENDALAUST? „Kona í blokk" hringdi: Mig langar að koma með fyrirspurn um hver séu réttindi fólks í sambýlishúsum gagnvart vanskilum annarra íbúa húss- ins á sameiginlegum gjöldum. Tek ég sem dæmi að hér í hús- inu eru nokkrar íbúðir og allar heyra þær undir sama mæli hvað hitaveitu snertir. Undan- farna mánuði hefur einn eig- andinn ekki staðið skil á greiðslum og hafa aðrir ibúar orðið að greiða fyrir hann hita- veitukostnað. Nú fer þetta að verða anzi þreytandi þegar maðurinn sýnir engan lit á að borga. Á síðasta gjalddaga ákváðum við að greiða ekki frekari hitaveitugjöld fyrir hann, en þá gerði Hitaveita Reykjavíkur sér lítið fyrir og lokaði fyrir rennsli heita vatnsins í allt húsið. Nú spyr ég, er þetta lögleg aðgerð og hvers eiga hinir íbúarnir að gjalda? Hvert getum við snúið okkur í þessu sambandi? DB sneri sér til Kristjáns Guð- bjartssonar hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur með þessa fyrir- spurn, en Rafmagnsveitan sér um allan aflestur og innheimtu fyrir Hitaveituna. Kristján kvað þetta vera mjög algengt og fullkomlega löglega aðgerð. Sé sameiginlegur reikningur húss- ins ekki greiddur að fullu hefur Rafmagnsveitan fullan rétt til að loka fyrir frekari afnot þar til gerð hafa verið full skil. í þessu sambandi eiga aðrir eigendur hússins ekki annarra kosta völ en að greiða alla upp- hæðina, en þeir hafa síðan rétt til að ganga í viðkomandi íbúð til innheimtu gjaldanna, þ.e.a.s. hægt er að gera fjárnám í íbúðinni til greiðslu skuldanna. Lögreglan, hvít og svört — Viggó Oddsson skrifar um kynþóttaóeirðir íSuður-Afríku Viggó Oddson skrifar frá Jóhannesarborg: Ágreiningur um tungumól I S-Afrtku búa að sögn um 25 milljónir manna, um 5 millj. hvítir. Af þessum hvítu eru 3/5 Búar„ eða þeir sem tala afrikaans, sem er um 100 ára gamalt mál eða nýtt afbrigði úr hollenzku, þvi landnemarnir týndu sínu máli. Ekki vildu Búarnir tala ensku. Búarnir eru nauða líkir okkur íslend- ingum, maður þekkir þá frá öðru fóli í 100 metra fjarlægð, af fýlusvipnum sem þeir setja upp. Þeir eru einnig öfgafullir þjóðernissinnar sem telja mál sitt það dýrmætasta i heimi. Síðan 1955 hafa þeir heimtað að afrikaans yrði notað að jöfnu á við ensku í svertingjaskólum í landinu. Þetta er það sama og Danir krefðust þess að helmingur námsgreina væri á dönsku á Islandi. Svartir ung- lingar undu þessu illa og vildu aðeins læra á ensku. Búarnir sem stjórna landinu hlustuðu ekki á aðfinnslurnar. Óeirðirnar Rétt fyrir þjóðhátiðardag ís- lendinga fóru nemar i einum gagnfræðaskóla í SOWETO, eða svertingjaborg sem hýsir um milljón svertingja, í kröfu- göngu að öðrum skólum til að mótmæla kennslu á Búamáli. Lögreglan, hvít og svört, reyndi að loka götunni en þá ruddist skarinn fram með steinkasti og bareflum af ýmsu tagi. Ráðizt var á bíla og fólk limlest, grýtt og traðkað til bana, gamal- menni, nunnur og allt kvikt. Strætisvagnar, mjólkurbilar og einkabílar voru brenndir, búðir voru rændar og brenndar. Lög- reglan skaut til að reyna að dreifa fjöldanum og bjarga þeim sem verið var að drepa, sumir meiddust eða létust af skotsárum. Ráðizt var á sjúkra- bíla. Árás á spítalann Síðar voru gerðar nokkrar árásir á hinn risastóra svert- ingjaspítala Baragwanah, en lögreglu tókst að koma í veg fyrir að hann yrði brenndur. Þegar svertingjarnir komu úr vinnu um daginn breiddist ber- serksgangurinn út, þeir kveiktu í húsum og borgarskrif- stofum í svertingjaborginni, skólum og bílum, tugir strætis- vagna hafa verið brenndir og áratuga starf við heilsuvernd og menningarmál eyðilagt. Hvítir menn höfðu dagheimili fyrir svertingjabörn,svo negra- konur gætu stundað sin störf, dýraspítala og hvaðeina. Nú er öll þessi góðgerðarstarfsemi búin að vera. Skipulagðar óeirðir Þann 18. júní voru óeirðirnar ekki lengur „barnaleikur" heldur skipulagðar óeirðir i svertingjaborgunum. Lögregl- an sá um að þær breiddust ekki út og aðstoðaði brunalið og sjúkralið við sín störf. Ein- kennilegt er, að þetta var ekki k.vnþáttastrið, heldur tungu- málastríð, síðar tilgangslaust æði eða berserksgangur. Svo virðist sem svertingjar séu að sparka í sjálfa sig og alla sem vilja þeim vel. Negrarnir eru ennþá eins og hálftamdir villi- kettir, við minnstu röskun tryll- ast þeir, brenna sín eigin hús og skóla, sitja síðan með sárt ennið. Stúdentaœði Það er og verður og hefur verið um liðnar aldir að unglingar við nám hafa valdið margvíslegum vandræðum. Þetta er eitt af því sem menn- ingin verður að umbera með ýmsum ráðum. Þetta var þjóðarvandamál í Ameríku og k.vnþáttavandamálin eru mikil og vaxandi i Englandi og öðrum Evrópulöndum. Það bitnar ætíð fvrst á lögreglunni, þegar þarf að hemja múginn, að vernda líf og eigur hins almenna borgara. Skyndiákvörðun eins eða fárra manna á vakt hjá lögreglu getur valdið úrslitum á neyðar- stund, þegar meinlaus kröfu- ganga unglinga verður að tryll- ingslegu blóðbaði og eldhafi — tilgangslausu æði, morðum og brennum. Hvað eiga fáir lög- reglumenn að gera? Þeir verða að berjast fyrir sinu eigin lífi, margir fjölskyldurnenn, einnig að vernda lif og eigur lands- manna, sjá um að eldur stjórn- leysisins nái ekki að læsa sig í undirstöður þjóðfélagsins. I'rá óeirðiiiiiim i Siiðin-At'riku. t V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.