Dagblaðið - 14.07.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 14.07.1976, Blaðsíða 14
14 DACULADIÐ — MIÐVIKUDACUK 14. JUUÍ 1976. KUPPT OG SKORIÐ Alice Cooper fer til helvítis Ný plata kom nýlega út meö Alice Cooper. Hún nefnist Alice Cooper Goes to Hell (AC fer til helvítis) og er beint framhald á martröðum þeim sem ásóttu Alice á síðustu LP plötu hans, Welcome to my Nightmare. Alice Cooper hugðist fylgja nýju plötunni sinni eftir með hljómleikaferðalagi um Bandarikin. Hann verður þó að fresta þeim að sinni, því að á æfingum kom í ljós að hann þjáist af blóðleysi. Alice Cooper og Susi (jualro. Motown stofnor útibú Bandaríska hljómplötufyrir- tækið Tanila Motown hefur nú stofnað útibú í Bretlandi. Það heitir Prodigal og hafa fyrstu tónlistarmennirnir þegar undirritaó samning við það. Þeirra á meðal er Michael Quatro, bróðir Suzi Quatro. Prodigal er reyndar ekki al- veg nýtt af nálinni. Það var áður í eigu Barneys nokkurs Ales, sem er nú orðinn vara- forstjóri Tamla Motown. Við þessa nýju vinnu innlimast fyrirtækið hans sem sagt í Motownhringinn. Dylon tekur í hjó Clapton Bob Uylan og Kric Clapton hafa að undanförnu unnið nokkuð saman i stúdíóum í Los Angeles i Bandaríkjunum. Aformað er að Dylan s.vngi eitt lag á næstu sólóplötu Claptons, — lagið Sign l.angiiage. Ný íslenzk hljómsveit til Svíþjóðar: ,Allt of mikið of hljómsveilum hérna' — segir einn meðlima hennar, Ingvi Steinn Fimm íslenzkir tónlistar- menn héldu til Svíþjóðar síðasta sunnudag tii að vinna þar i landi. Þetta eru þau Janis Carol söngkona, Ingvi Steinn Sigtr.vggsson og Ragnar Sigurðsson úr hljómsveitinni Dínamít, Eriendur Svavarsson trommuleikari, sem lék sfðast hér á landi með Pónik og loks Ingvar Arelíusson bassaleikari. Því miður frétti Dagblaðið svo seint af utanför þessara íslenzku poppara að ekki reyndist unnt af ná tali af nema einum þeirra, Ingva Steini. „Við förum til að spila í Svíþjóð mest af þeirri ástæðu að of mikið er orðið af hljóm- sveitum hér á íslandi,“ sagði Ingvi Steinn. „Þessi hljómsveit okkar, sem hefur reyndar ekki hlotið nafn ennþá, var stofnuð fyrir nokkru og við erum búin að æfa upp nokkuð gott og fjöl- breytt prógram. Við völdum Svíþjóð af því að þrjú okkar hafa verið þar, þ.e. Janis, Erlendur og Ingvar. Erlendur og Ingvar spiluðu báðir í Svíþjóð í vetur svo að þeir þekkja markaðinn." Ingvi Steinn bætti því við, að hljómsveitin myndi starfa hjá stóru, sænsku umboðsfyrir- tæki, sem sér um að ráða hljóm- sveitir á um 1000 skemmtistaði víðs vegar um landið. „Ég held að við þurfum ábyggilega ekki að kvíða atvinnuleysi þarna,“ sagði Ingvi Steinn og brosti við. Þessi nýja nafnlausa hljóm- sveit mun dvelja í Svíþjóð eins lengi og hægt er. Hvernig hún fellur í kramið hjá Svfum, er ekki gott að segja. Tónlistar- standardinn er nokkuð annar þar en á tslandi, svo að óvíst er hversu lengi þau haldast við þar. En hvað um það, við óskum fimmmenningunum góðrar ferðar og vonum og þau eigi eftir að sýna Svíum, hvað al- mennileg tónlist er. —AT— Magnús Sigmundsson með nýja plötu — langt ó undan ócetlun Nýjasta nýtt íVölundar- mólinu Einn af poppskrifurum Dag- blaðsins, Ómar Valdimarsson. er nú kominn austur á land til að dæma um frá sjónarhóli hlutlauss aðila hvað eiginlega er að gerast i hljómsveitar málum Austfjarða. Dóms hans er að vænta hér á síðunni eftir rétta viku. Við vonumst til að allir geti sætt sig við dóma hans og eftir að þeir hafa verið kunngjörðir verður málið látið niður falla, — svo fremi sem ekkert nýtt kemur fram. Dagblaðið er farið að lengja eftir fréttum annars staðar að af landinu. Norðlendingar hafa ekkert blandað sér i málið og þá virðist lítið vera að gerast á Vestfjörðum. Þarna hljóta þó að vera hljómsveitir, sem eitthvað aðhafast. Varla er það svo leyndardómsfullt að alþjóð megi ekki fréttá. Við skorum þvi enn á ný á fólk að láta okkur heyra frá sér. —at / Magnús Þór Sigmundsson. MEGAS í NÆTURVINNU Enn ein hljómplatan er komin á markað með íslenzkum tónlistarmanni. Þarna er um að ræóa plötuna, Happiness Is Just A Ride Away, með Magnúsi Sigmundssyni fyrrum Changemeðlimi. Það er hljómplötuútgáfan Júdas hf. sem gefur plötuna út. Að sögn Jóns Ólafssonar framkvæmdastjóra Júdasarút- gáfunnar er plata Magnúsar um tuttugu dögum á undan áætlun og mun það einsdæmi hér á landi. Hingað til má segja að allar plötur hafi tafizt, allt frá nokkrum dögum upp í mánuði. A Happiness.... syngur Magnús öll lögin og leikur með á kassagítar. Peter Solley hljóð- færaleikari í hijómsveitinni Fox sér um öll hin hljóðfærinj nema trommur sem eru raf- magnaðar. Lögin og textar eru eftir Magnús. Magnús Sigmundsson dvelst nú í London, þar sem hann er á samningi sem lagasmiður við Chappels útgáfufyrirtækið. Sá samningur nær þó ekki til Skandinavíu, en umboð fyrir Magnús á þeim vígstöðvum hefur Júdas hf. Nánar verður fjallað um þessa nýju plötu á næstunni. — AT— Magnús Þór Jónsson, öðru nafni Megas, vinnur nú af fullum krafti við upptöku 3 LP plötu sinnar, Fram og aftur blindgötuna. Vinna við hana fer fram í stúdíói Hljóðrita í Hafnarfirði frá klukkan 24—8. — sem sagt í næturvinnu. Þetta er gert vegna þess að unnið er alian sólarhringinn í upptökusalnum að barnaplötu Gunnars Þórðarsonar, plötu með Diaboius In Musica og síðan að plötu Megasar. Með Megasi verða á þessari plötu þeir Lárus Grímsson og Þorsteinn Magnússon úr Eik, Pálmi Gunnarsson og Sigurður Karlsson úr Celsíus. Þá verða blásarar með á plötunni, en þeir hafa enn ekki verið valdir. Útgefandi er nýtt f.vrirtæki, Hrím, sem Ingibergur Þorkelsson veitir forstöðu.... —AT/DB-mvnd Árni Páll. Aðdáendur Erics Claptons mega eiga von á þessari plötu hans í september næstkom- andi. Henni hefur enn ekki verið gefið nafn. Astæðan fyrir þvi að Dylan kemur fram á þessari plötu er einfaldlega sú að hann átti leið framhjá þar sem Eric var að taka upp og sló til að syngja eitt lag. Þetta er ekki fyrsta samvinna þeirra stórstjarn- anna. Clapton lék á gítar í einu lagi á Desire plötunni hans Dylans, en þeim gítarleik var kippt út áður en endanlega hljóðblöndunin var gerð. Þá komu þeir einnig fram saman á Bangladesh hljómleikunum hértja um árið. „Þú færð bolina sennilega hvergi því að þeir eru sérstak- lega saumaðir fyrir Alex Harvey. Ástæðan fyrir því er sú, að einu sinni, þegar konan hans var að þvo bolina hans, þá setti hún rauða borðdúkinn sinn með í þvottinn. Röndóttu bolirnir hans Alex urðu vægast sagt skelfilegir. Þeir, sem voru áður svartir og hvítir voru nú bleikir og svartir. Reyndar leita nú Alex Harvey og kona hans að bolum sem eru svipaðir þeim sem Bolirnir hans Alex Harvey 1 Melody Ma)cer var fyrir skömmu spurt að því í lesenda- dálki hvar hægt væri að fá keypta boli eins og þá sem poppstjarnan fertuga, Alex Ilarvey, gengur í. Og það stóð ekki á svarinu: hann á núna. Þau hafa hins vegar hvergi fundið þá svo að útlit er f.vrir að það þurfi að sérsauma þá i framtiöinni."

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.