Dagblaðið - 14.07.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 14.07.1976, Blaðsíða 15
Dans hans er kapphlaup við tímann DA(iHI,At)Ií) — Mlt)VlKUI)A(iUR 14. .IUI,Í 1976. Rudoff Nureyev: Hann er 38 ára gamall og er í mióri maraþondanssýningu. í júnímánuði er hann gestadans- ari við Konunglega ballettinn í Lundúnum. Salurinn tekur 2.400 manns og hann ætlar að dansa 48 sinnum á 47 dögum. Það er fyrir fyrir löngu orðið uppselt á allar sýningar. Um miðjan júlí snýr hann svo aftur til Bandaríkjanna og hyggur á 3ja vikna ferð með ballettflokki til Kanada. I haust hefur hann svo undirbúnini að kvikmynd, en þar á hann að leika Valen- tino í mynd sem Ken Russel stjórnar. Listamaðurinn segist ekki vera farinn að tapa hæfni sinni. En að vísu þurfi hann að stunda afar strangar líkamsæf- ingar. En hann spyr hvað annað hann geti gert. „Ef ég hætti að dansa dett ég niður dauður.“ Það þarf að.vanda það sem al- mennihgi er boðið upp á og ballett hefur aldrei verið unnt að sýna án þess að leggja sig allan fram. I ár eru liðin 15 ár síðan hinn ungi Rússi baðst hælis í Vestur- Evrópu. Á flugvellinum 1 París kastaði hann sér i arma frönsku lögreglunnar og hrópaði „Eg sný ekki aftur." Síðan hefur Nureyev tekizt að öðlast titilinn konungur ballettsins og kemur nú fram eins oft og mögulegt er. Fyrir tveimur árum fór hann að koma fram í nútímadans- hlutverkum. Hefur honum tekizt þar jafnvel upp og i hinum klassíska ballett. Hann segir samt sem áður sjálfur að hann hafi ekki flúið heimaland sitt til að verða stjarna, hann hafi verið það í Kirov. Þörf Nureyev fyrir dansinn 'stjórnar lífi hans framar öllu öðru. Hann kveðst dansa af ótta. „Það er bezt fyrir mig að kljási við hann á þennan máta. Það er auðveldara fyrir mig að dansa svona oft heldur en að dansa 3svar í mánuði eins og ég gerði í Sovétríkjunum. Ég myndi fá taugaáfall ef ég fengi ekki að dansa oftar en það.“ Það, að Nureyev dansar gegn tíma (ellinni), orsakast af því hvað hann byrjaði seint. Hann fæddist í bláfátæku þorpi Ufa um 400 kílómetra frá Síberíu landamærunum.Hann kvaldist af hungri 1 æsku og fannst alla tíð að hann yrði að dansa til að fá útrás. Faðir hans var mótfall- inn þessu og Nureyev varð að laumast að heiman til að dansa með flokki úr nágrannabæ einum. „Ég gat ekki beðið fjöl- skylduna um peninga fyrir fari til Leningrad. Hefði mér mis- tekizt myndu 6 manns hafa soltið svo vikum skipti.“ Þegar hann var 16 ára gamall tókst honum að aura saman fyrir fari til Moskvu. Þar tókst honum að ná í kennara frá Kirov og hélt sýningu fyrir hann á hótelher- bergi. Kennarinn féllst strax á að leyfa honum inngöngu í Kirov. Þar komst hann fljótlega i mikið álit og var honum feng- inn sérstakur kennari sem kenndi honum ensku. (Hann las helzt Sherlock Holmes og Oscar Wilde). Nureyev reyndi að horfa á alla þá erlendu l'lokka sem heimsöttu Moskvu. Það var hins vegar ekki auð- velt. „í hvert skipti sem amcriskur balletlflokkur kom var ég sendur eitthvað út á land lil að sýna." Ilann minnist þess að Iiafa verið ögnað. ,.I>eir Mér er alltaf kalt. Rudolf Nureyev strunsar inn á veitingahús i síðri minka- kápu, stígvélum með háum hæl- um að ógleymdri húfunni sem hann skilur sjaldnast við sig. Hann fer strax fram á það að skrúfaó verði fyrir loftkæling- una. Og áður en hann pantar sirloin steikina, drekkur hann fyrsta sjóðheita tebollann af mörgum sem hann drekkur fram yfir hádegi. Til þess að haldu við likama sinum a*fir Nurcyev allt að 6 klukkutímu á d:?g, jafnvel þegar hann cr í fríi. Hér er Nureyev að segja brandara í viðtali með hinni 57 ára gömlu Margot Fonteyn. reyndu að fá mig til að lofa því að ég mvndi ekki reyna að flýja." Árið 1961 sýndi Kirov- flokkurinn í Paris og þá flúði Nureyev með sem svaraði 1800 krónum í vasanum. Tveimur mánuðum seinna barst honum boð frá Margot Fonteyn um að koma fram með henni. Fyrsta sýning þeirra saman hóf nýjan kafla í sögu ballettsins. Þegar hann á að sýna fer hann venjulega á fætur um 9 leytið. Morgunverðurinn er heitt te og ristað brauð. Hann stundar æfingarnar samvizku- samlega allt upp í 6 klukkutíma á dag. Persónuleiki Nureyev Eftir erfiðar sýningar slappar hann af með því að fara á næturklúbba eða horfa á klámmyndir. „Það er nauðsyn- legt að komast í eitthvað spenn- andi eftir að hafa sjálfur þurft aó halda athygli fólks vakandi svo klukkutímum skiptir.“ Nánustu vinir Rudolfs Nureyev segja hann mjög greindan og með einstaklega mikið skopskyn. Þá er honum hrósað mjög fyrir það hversu hógvær hann er. Á æfingum, þar sem hann gæti auðveldlega látið alla finna til minnimáttarkenndar, reynir hann að láta fara eins lítið fyrir sér og hægt er. Nureyev hefur aldrei leyft blöðunum að komast inn í, einkalíf sitt. „Almenningi kemur ekkert við hvað ég geri í mínum frítímum." Hann hefur ekki í hyggju að kvænast. „Til hvers?“ spyr hann „A ég að eyðileggja líf einhverrar stúlku með því aö láta hana fylgja eftir því lífi sem ég lifi.“ Nureyev er þeirrar skoðunar að bezt sé fyrir hann að dansa á meðan hann geti og síðan geti hann einbeitt sér að til- finningamálunum. Nureyev er mjög spenntur fyrir því að leika í kvikmynd. Það að leika frægasta elskhug- ann á kvikmyndatjaldinu finnst honum heillandi. „Við skulum vera hreinskilin “ segir hann „Allir vilja vera kvikmyndastjörnur.. . Og Valentino töfraði alla sem hann sáu.“ Nureyev hefur ekki áhyggjur af þvl þótt eitthvað verði fundið að honum. „Ég vil frekar vera álitinn misheppn- aður á tjaldinu en að sleppa þessu tækifæri. Alla vega er ekki seinna vænna að prófa þetta áður en ég verð orðinn hrukkóttur og kvikmyndatöku- mennirnir verða að mynda mig með einhverjum kúnstum.“ Það sem valdið hefur honum hvað mestum vonbrigðum á undanförnum 15 árum er að hafa ekki fengið leyfi til að heimsækja móður sína í Sovét- ríkjunum „En ég get ekki kvartað" segir Nureyev. „Ennþá er að minnsta kosti eitthvað til að skrifa um.“

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.