Dagblaðið - 14.07.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 14.07.1976, Blaðsíða 3
DA(íBl.AÐIt) — MIÐVIKUDACUH 14. JUUl 197H. OÞOLANDISTULDUR AMERÍSKRA SOLDÁTA A KVENFOLKI — við þvíer aðeins eitt róð, segir lesandi — senda herinn heim Lilli herstöðvarandstæðingur skrifar: Herstöðin á Miðnesheiði, — kostir hennar og gallar — hafa mikið verið til umræðu síðustu misseri. Sitt sýnist hverjum — svona rétt eins og gerist og gengur, menn eru, jú, misvit- lausir en þó allir eitthvað vit- lausir. Gallar herstöðvarinnar hafa verið tiundaðir rækilega, svo rækilega að ég er aldeilis hissa að amerískir soldátar skuli enn vera á Miðnesheiði. Langur sakalisti hefur verið þulinn, eiturlyfjasmygl, góss- smygl, spilling hefur þrifizt í skjóli hersins. Svona mætti lengi telja — en ég læt staðar numið hér, vil aðeins benda á eitt mál sem mér hefur fundizt fara of hljótt — en það er ein- mitt stuldur amerískra legáta á íslenzku kvenfólki. Þær eru ekki svo fáar konurnar sem flutzt hafa til Bandaríkjanna og auðvitað hefur hlutskipti þeirra orðið misjafnt. Sumar hafa vafalitið verið heppnar og eru ánægðar. Aðrar hafa lent hjá „drulludel- um“ og lent í ýmiss konar ógöngum. Enda er svo að ís- lenzk lög gera beinlínis ráð fyrir að þessar konur jteti komið aftur til heimalandsins og fengið ríkisborgararéttinn þegar í stað — hafi þær tekið sér amerískan ríkisborgararétt við giftingu. Ekki allar — langt því frá — fara til hinnar stóru Ameríku. Nei, margar verða að sleikja sár sín eftir að hafa, eins og það er kallað, „lent í Kananum" og þegið tyggigúmmí og nælon- sokka að launum. Nei og aftur nei, við eigum Þessi niynd klassískur. tekin fyrir nokkrum árum — stíllinn ekki að líða þessum amerísku ,,drulludelum“ að forsmá konur okkar. Við því kann ég eitt óbrigðult ráð — nefnilega að senda ameríska legáta til síns heima. VEGURINN UM DRAGHÁLS - HROÐALEGUR Óskar Þórðarson skrifar: Fyrir ekki löngu sendi ég DB grein undir fyrirsögninni „Ófremdarástand á veginum yfir Dragháls”. Blaðið leitaði upplýsinga hjá Elísi Jónssyni rekstrarstjóra og viðurkenndi hann allt sem ég hafði sagt um nefndan veg en bætti síðan við staðhæfingum sem þvi miður eru ekki sannleikanum sam- kvæmar. Það vill svo til að ég átti aftur leið um nefndan Dragháls.það er um helgina. Þá hafði alls ekkert verið gert fyrir veginn. Til vitnis eru þeir fjölmörgu sumarbústaðaeigendur sem fara Draghálsinn um hverja helgi og fleiri, eins þeir sem fóru þessa leið á skátamótið á Stóru-Drageyri 3. og 4. júli — þeir muna vafalitið hvernig vegurinn var — hroðalegur. Elís Jónsson sagði að ekki hefði verið hægt að hefla veg- inn fyrir dagana 3. og 4. júlí vegna þurrka. Það er hrein fásinna — flesta daga rigndi eitthvað, stundum mikið. Elis Jónsson segir að peninga vanti til viðhalds vega norðan Hvalfjarðar og um Draghálsinn. Svo kann að vera — þó er engan veginn tímabært að leggja niður veginn um Drag- háls sem ökufæran, þrátt fyrir drauma, stóra og mikla. Þar á ég við bílferjuna til Akraness, ökuleið fyrir Hafnarfjall og Borgarfjarðarbrúna. OFREMDARASTAND Á VEGINUM YFIR , DRAGHÁLS Almenningsheill krefst að nöf n sakamanna birtist UMFANGSMIKIL MORDRANNSÓKN — ronnsóknarlöi Reykjavík og I oð iausninni ó KannsAknmorOsinst (Juðjóni vogi, þeirra Asmundar Atla Arasyni er I höodum rann- Guðmundssonar og J6ns Sigur- sðknarlOKrcKlumanna fr* geirs-nonar. Þ* er fuUlrui BaFjarfÓKctarmbvttigu I K*t>a bæjarfóKrta. L*6 Lftve ►rlm U1 aðstoðar. son. munu *fram vinna við gögn Tvrir rannsóknarlðgreglu- rannsóknma og að sögn L menn úr Reykjavlk. Njðrður Asmundar verða aðfcerðir kruf Snahðlm og Haukur BJarna- þcirra allra sameinaðar I dag og henr G.IL Keflavík hringdi: Óhugnanlegir glæpir setja nú í æ ríkari mæli mark sitt á okkar litla þjóðfélag. Engu er líkara en morð séu orðin hvers- dagsleg hér á landi. Skemmst er að minnast hinnar miklu og alvarlegu glæpaöldu á nýliðn- um vetri. Fólk horfói hvert á annað og spurði, hvað er að gerast? hvert stefnir? hvers vegna? Nú gerðist það nýlega að tveir unglingspiltar myrtu með köldu blóði mann. Þeir börðu manninn svo að úr honum blæddi. Þegar þeir sáu blóðið ákváðu þeir að ganga frá mann- inum fyrir fullt og allt. Hann yrði þá ekki til frásagnaf. Engu líkara en morðæði gengi yfir drengina. Hvað veldur slíku? A það ætla ég ekki að leggja dóm hér — heldur undirstrika að þegar atburðir sem slikir gerast. þá á tvimælalaust að hirta nöl'n manna er að slíku verða valdir. Almenningsheill krefst þess — svo fólk geti varað sig á slikum ógtefumönn- iiin. Raddir lesenda Dagblaðið Síðumúla 12 Raddir lesenda Spurning dagsins Heldurðu að ísland verði einhvern tíma olíuríki? Gunnar Kristjánsson kennari: Nei, ég hef enga trú á því. Það leynist ekkert undir Melrakka- sléttu. Þorvaldur Jónasson kennari: Já, það vona ég vissulega, en margur verður af aurum api og það þarf sterk bein til að þola góða daga. Steinunn Bjartmarsdóttir hús- móðir: Nei, það held ég ekki því miður. Hildur Guðbrandsdóttir af- greiðslustúlka: Nei, ég er nú heldur svartsýn á það. Ætli þorskurinn verði ekki að duga okkur. Kristinn Vilhjálmsson: Þessu er varla hægt að svara á einn veg. Eg er hvorki bjartsýnn né svartsýnn. Það væri auðvitað mjög gott ef svo yrði. Sigurlijörg L. Guðniiindsdóttir húsmóðir: Víst er það hugsanlegt. hvers vegna ekki hér eins og i Norðursjönuin?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.