Dagblaðið - 23.07.1976, Síða 3

Dagblaðið - 23.07.1976, Síða 3
.3 DAGBLAÐIÐ FÖSTIJDAGUR 23. JÚLl 1976. Verið kurteis við krakkana Oft hef ég tekið eftir því að afgreiðslufólk í verzlunum er ókurteist við krakka sem kannski ná ekki nema rétt upp á afgreiðsluborðið. Mig tekur það ævinlega sárt að verða vitni að slíku og reyni að hafa orð á því ef krakki er látinn bíða lengi eftir afgreiðslu. Þessir ræfiar sem rogast stundum með slíkar byrðar að þau valda þeim naumast, og fá svo ekkert nema tvrtuhátt og ókurteisi afgreiðsluiólksins. Sýnum krökkunum kurteisi og verum þess minnug að svo læra börnin málið sem fyrir þeim er haft. Móðir. Raddir lesenda Það er ailtaf ánægjulegt að sjá þegar „amman" fer í bæinn með barnabörnin og gefur þeim ís. Það er hollt fyrir börn og unglinga að umgangast afa sína og ömmur og læra af þeim góða siði. Orð frá Svíþjóð um „normaldreifingu" réttlátari einkunna- gjöf en áður Paul Hansen sendi okkur eftirfarandi frá Svíþjóð: Eftir að hafa dvalið á Islandi í 3 vikur datt mér i hug að senda ykkur línu. Þegar ég var staddur hjá ykkur var mjög deilt um einkunnagjöf eftir normal- dreifingunni. I sambandi við þær deilur taldi menntamála- ráðherra sig skorta þekkingu á tæknilegri framkvæmd normaldreifingarinnar. Þar sem ég held að það sé einmitt þekkingarskortur sem hefur orsakað deilurnar vil ég reyna að útskýra hvernig normaldreifingin notast við einkunnargjöf og miða ég þá við Svíþjóð, þar sem ég þekki til. En ekki gætir síður mis- skilnings hjá Svíum en tslendingum í þessu máli. Svíar nota einkunnir frá 1 og upp í 5 og aðeins heilar tölur þ.e.a.s. samkvæmt normaldreifingu með miðpunkti 3 og staðal- fráviki 1. Tekið er tölfræðilegt úrval nemenda í ákveðnu prófi og árangur þeirra borinn saman við normaldreifingu til að ákveða hvaða einkunnir þeir fá. Síðan er árangur úrvalsins notaður til að ákveða einkunnir út úr prófinu. Þó einkennilegt megi virðast fæst réttari út- koma með þvi að taka úrval, en ef árangur nemendanna væri skoðaður i heild, en þetta er staðreynd sem tölfræðingar munu kannast við. Með því að taka úrval nemenda til við- miðunar minnka árleg frávik og þyngd prófa hefur lítil áhrif, þvi miðlínan færist til eftir prófþunga. Með þessu er leitast við að nemendur með svipaða kunnáttu fái sömu einkur.n þótt þeir gangist undir misþung próf. I öllum námsgreinum, hugvísindum jafnt sem raun- vísindum verður að gera talna- skala og færa þar inn árangur nemenda. Umæli eins og „sæmilegt" og ,,gott“ „mjög gott“ eru ónothæf með öllu ef ^ að nota normaldreifingu. Þeir sem setja einkunnir mega ekki víkja frá stærðfræðilegum skilningi á normaldreifingu og láta tilfinningásjónarmið ráða. Ádeila á sænska einkunnar- kerfið kemur aðallega frá nemendum og samtökum þeirra, en nemendur læra ekki um normaldreifingu fyrr en í 3ja bekk í menntaskóla eða síðar. í raunvísinda- og tækni- deildum er hún kennd fyrr og þar veit ég ekki til að nemendurnir gagnrýni hana að neinu marki. Einkunnargjöf verður aldrei óaðfinnanleg og gildir það einnig þegar normaldreifing er notuð, en gallarnir leynast í aðlögun úrvalsins og hjá fram- kvæmdaaðilanum. Það er skoðun mín að ef rétt er farið að með normaldreifingu, þá sé hún réttlátari en þau kerfi sem áður voru notuð. AÐ FARA A BALL MED SINNI HEITTELSKUÐU — það er ekki hœgt, hún er ekki nógu gömul Einn súr skrifar: Ég trúlofaðist minni heittelskuðu fyrir skömmu og i tilefni dagsins ætluðum við að gera okkur dagamun og fara út að skemmta okkur. Stefnan var sett á Sigtún, þann fræga stað. Við vorum komin þar að dyrunum tímanlega til þess að lenda ekki í mannþröng, sem safnast þar oft saman. Varla þurftum við lengi að bíða, áður en dyrnar opnuðust og myndar- legur dyravörður fyllti gættina. „Passa", öskraði hann vafalaust til þess að vera starfi sínu vaxinn. Eg dró upp passann og það var allt i lagi með hann. En þegar að minni ástkæru kvinnu kom, þá kom nú heldur betur strik í reikninginn. Hún var ekki nógu gömul og var vísað frá. Með þessu var greinilegt að við áttum að skemmta okkur sitt í hvoru lagi. Það hefði vafalaust verið það sama upp á teningnum, hefðum við verið gift. Kvenfölk má gifta sig átján ára og eignast eins mörg börn og það vill, en það ntá ekki fara á skemmtistað. 'I'il þess er það ekki nógu þroskað, alla vega ekki nógu gamalt. Þetta er alveg fáránleg stefna. Hvers vegna mega hjón ekki fara út að skemmta sér saman? Ég skil ekki í svona- þvælu. Ég vil nú skora á rétta aðila að kippa þessu nú i liðinn, og það fyrr en síðar. Við Sigtún myndasl oft langar biðraðir fólks, sem vilkkomast í skemmtilegheitin. ' > Spurning dagsins Þorírþúað fíjúga með loftbelg? Ólöf Björnsdóttir: Já, en ég vildi að það færi betur en þegar hann lenti í girðingunni um daginn. Georg Þorkelsson birgðavörðtir: Jú, ætli það ekki, þó ég sé að verða sjötugur 4. ágúst. Ég mundi ekki slá hendinni á móti því, ef mér væri bo.ðið. ÓIi Anton Bieltvedt sendill: Já, ef hann kæmist alveg á loft. Það er ekkert varið í að slást I jörðina. Jakob Þór Guðnason sendill: Já, ég mundi drifa mig á stundinni, ef mér væri boðin ferð. Guðbergur Auðunsson teiknari FÍT: Já, ég hefði ekkert á móti því að skreppa í háloftin svona til tilbreytingar. Víglundur Magnússon, 13 ára : Ég er nú ekkert ofsalega hrifinn af því. Ætli ég mundi nú samt ekki fara.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.