Dagblaðið - 23.07.1976, Page 6

Dagblaðið - 23.07.1976, Page 6
6. DAGBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JULl 1976. PORTÚGAL: Soares tekur við embœtti í dag Erlendar fréttir Mario Soares formaður portú- galska Sósíalistaflokksins tekur í dag formlega við embætti for- sætisráðherra landsins. Með sósíalistum verða í stjórninni óháðir stjórnmálamenn og full- trúar hersins. Stjórnin sver embættiseið sinn í dag í Belem höllinni í Lissabon. Meðal viðstaddra verður nýkjör- inn forseti landsins, Antonio Ramalho Eanes hershöfðingi. Eanes var kjörinn forseti í síð- asta mánuði í fyrstu frjálsu kosningunum, sem hafa verið haldnar í hálfa. öld. Hann vann glæsilegan sigur yfir mótfram- bjóðendum sinum, enda hafði hann stuðning sósíalista að baki sér, ásamt stuoningi þjóðernis- sinnaðra mið-domókrata og ihaldssinnaðra mið-demókrata. Sósíalistar hafa 107 þingsæti af 263 á portúgalska þinginu. Soares hefur ákveðið að mynda minni- hlutastjórn. Þessi mynd var tekin af Mario Soares, er hann mætti á kjörstað í forsetakosningunum í síðasta mánuði. Þá vann Eanes hers- höfðingi glæsilegan sigur. Þann frambjóðanda studdu sósíalistar einmitt. Olympíuleikar: Leigubílstjórar mótmœla einkaakstrinum Olympíuleikarnir ætla ekki að verða neinn dans á rósum fyrir skipuleggjendur þeirra. Nú hafa leigubílstjórar í Mon- treal bætzt í hóp þeirra sem óánægðir eru. Hafa þeir áljveðið að efna til mikilla mót- m&la á þriðjudaginn kemur. Ástæðan: Mikill fjöldi bifreiða á vegum Olympíuleikanna sjálfra flytur mestan hluta þeirra farþega, sem annars myndu nota leigubíla. Mótmælunum hata leigu- bílstjórar gefið nafnið „Skjald- bakan,“ því eins og talsmaður þeirra segir: „við munum fara okkur hægt í umferðinni. Sagði talsmaðurinn, að vonir stæðu til þess, að um 2.500 leigubílar myndu taka þátt í mótmælaakstri frá miðborg Montreal til Olympíuþorpsins. „Við erum með 5.329 leigu- bílstjóra hér í borginni og það er um 1500 of mikið. Það er því óskiljanlegt, að forráðamenn leikanna skuli hafi orðið sér úti um bíla á eigin vegum,“ sagði talsmaðurinn ennfremur. Einhleyp reglusöm kona á aldrinum 25—45 ára óskast til ráðskonustarfa á 5 manna heimili, þarf að geta unnið sjálfstætt. Aðeins rösk og mýndarleg stúlka kemur til greina. Tilboð merkt ,,Ráðskona“ sendist blaðinu fyrir 27. júlí. SADAT: Harðorður í garð Lýbíumanna. CemALAND: Sadat segir Gaddafí „geðveikan Lýbíumann" Anwar Sadat, forseti Egyptalands, hefur ásakað „geðveikan Lýbíumann“ um að reyna að steypa stjórn Jafaar Nimeiri í Súdan. Er talið, að þar hafi hann átt við Muammar Gaddafi, leiðtoga Lýbíumanna. Gagnrýni Egyptalandsforseta kom fram í sjónvarpsræðu, sem hann hélt í tilefni af því, að nú eru 24 ár liðin frá því, að konungdæmi var hnekkt í landinu. Sagði hann það hryggilegt, „að tilraun geðveiks Lýbíumanns og klíka samstarfsmanna hans og stúðningsmanna hefðu reynt að brjóta á bak aftur lýðræði í Súdan á ruddalegan og stór- hættulegan hátt“. Fékk skaðabœtvr fyrir að sitja á nœsta borði við keðjureykingamann Borgarstarfsmaður í Los Angeles, sem sagði upp í vinn- unni vegna þess að hann var fluttur til á skrifstofu að næsta borði við keðjureykingamann, hefur unnið mál sitt fyrir rétti. Dómarinn, Norman Dowds, sem sjálfur reykir af og til, sagði svo fyrir, að tryggingar- stofnun borgarinnar ætti að greiða Nelson Schwartz 990 dollara í skaðabætur fyrir þá tvo mánuði er hann var at- vinnulaus vegna þessa. Schwartz, sem hefur verið asmasjúklingur í mörg ár, sagði upp starfi sínu við fræðsluskrifstofu borgarinnar, þegar yfirmenn hans neituðu að færa hann til á skrifstofu, þar sem hann sat við næsta borð við keðjureykingamann. Tryggingarstofnun borgar- innar hafði neitað að greiða Schwartz skaðabætur og hélt því fram, að hann hefði sagt upp að ástæðulausu. Júgóslavía: MANNTJÓN í ST0RMUM Tveir menn létu lífið er eldingu alvarlega i miklum stormi. sem laust niður og 11 manns slösuðust gekk yfir þorpið Kumanovo í suðurhluta landsins, að sögn yfir- valda. Ekki er vitað, hvort frekari skemmdir hafi orðið víðar í land- inu.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.