Dagblaðið - 23.07.1976, Síða 8
DAGBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JULl 1976.
*
34 gjaldhœstu
einstaklingar
í Reykjavik
— greiða allir yf ir 4 milljónir
Hér birtist skrá fyrir 34 hæstu greiðendur gjalda í Reykjavík
árið 1976. Skattstofumenn sögðit í morgun aðgera mætti ráð fyrir
að tilgreind útsvarsgjöld manna væru um 10% af tekjum þeirra.
Meginhluti heildargjalda er í mörgum tilfellum aðstöðugjald
o.fl. en gjöldin eru samtals 18.
1. Pálmi Jónsr.on lögfr. Ásendi 1 ....................15.488.272
(tsk. 1.399.466, útsvar 451.100)
2. Sveinbj. Sigurðsson, húsasmfðam., Safamýri 73 ......14.473.329
(tsk. 7.682.312, útsvar 2.185.000)
3. Sigfús Jonsson múrari, Hofteigur 54................14.283.556
(tsk. 5.662.312, útsvar 1.633.100)
4. Sigurður Olafsson Iyfsali (R.apótek), Teigagerði 17 ..9.763.324
(tsk. 5.062.170, útsvar 1.489.200)
5. Þorbjörn Jóhannesson kaupmaður.Flókagata 59 .........7.783.405
(tsk. 3.737.090, útsv. 1.114.700)
6. Emil Hjartarson, húsgagnasm., Bólstaðarhl. 11........7.329.528
(tsk. 0, útsvar 0)
7. Guðmundur Arason forstjóri, Fjólugata 19B............6.725.437
(tsk. 3.581.187, útsv. 1.067.600)
8. Gunnlaug Hannesd. Langholtsv. 92....................6.609.925
(tsk. 3.309.638, útsv. 939.100)
9. Árni Gíslason bifreiðasmiður, Kvistaland 3...........6.258.123
(tsk. 3.383.752, útsv. 1.020.600)
10. Rúnar Smárason verktaki, Akrasel 2 ..................5.750.352
(tsk. 3.604.255, útsv. 1.110.800)
11. Rolf Johansen stókaupm., Laugarásv. 56 .............5.595.961
(tsk. 1.964.581, útsv. 604.400)
12. Bragi Jónsson framkv.stj., Háteigsv. 10 ............5.519.931
(tsk. 3.220.132, útsv. 1.116.300)
13. Halldór Snorrason útgerðarm., Nökkvav. 2 ............5.512.710
(tsk. 3.277.177, útsv. 996.000)
14. Kristinn Sveinsson byggingameistari, Hólast. 5 ...:...5.265.479
(tsk. 834.835, útsv. 336.900)
15. Guðm. Þengilsson, múraram. Depluhólar 5 .............5.199.789
(tsk. 3.238.312, útsv. 975.000)
16. John Ernest Benedikz, læknir, Espigerði 2 ..........5.105.973
(tsk. 3.349.331, útsv. 1.176.000)
17. Bjarni L. Árnason, veitingam., Kvisthagi 25 .........4.982.525
(tsk. 812.373, útsv. 326.400)
18. Matthías Einarsson heildsali, Ægissíða 103 ..........4.920.949
(tsk. 2.430.312, útsv. 751.200)
19. Andrés Guðmundsson apótekari, Hlyngerði 11..........4.917.612
(tsk. 2.650.371, útsv. 837.600)
20. Guðjón Böðvarsson, verzlunarm., Ljósaland 17.........4.877.638
(tsk. 3.131.414, útsv. 974.200) ;
21. Pétur Kr. Árnason múrarameistari, Bugðulækur 7 ....4.808.323
(tsk. 1.792.598, útsv. 675.600)
22. Jóhann L. Jónasson læknir, Hofteigur 8...............4.776.849
(tsk. 2.681.156, útsv. 1.099.800)
23. Jón Þórðarson kaupmaður, Stigahlíð 67................4.690.033
(tsk. 1.840.674, útsv. 616.200)
24. Christian Zimsen apótekari, Kirkjuteigur 21..........4.685.810
(tsk. 2.677.863, útsv. 805.700)
25. Eiríkur Ketilsson heildsali, Skaftahlíð 15 ..........4.581.909
(tsk. 2.430.312, útsv. 755.000)
26. Ólafur Tryggvason verkfr., Sunnuvegur 25.............4.510.238
(tsk. 2.538.969, útsv. 796.000)
27. Stefán Ól. Gíslason siglingafr., Hátún 7 ............4.483.251
(tsk. 2.671.096, útsv. 896.400)
28. Þorvaldur Guðmundss. forstj. Háahlíð 12 .............4.473.521
(tsk. 242.127, útsv. 160.500)
29. Heiðar R. Astvaldsson, danskennari, Sólheimar 23 ....4.430.922
(tsk. 2.599.144, útsv. 850.200)
30. Guðni Ólafsson apótekari, Lynghagi 6 ................4.241.222
(tsk. 1.794.840, útsv. 658.000)
31. Björn Hermannsson tollstj., Áiftamýri 39 ............4.172.258
(tsk. 2.712.344, útsv. 862.500)
32. Einar G. Ásgeirsson, skrifstofum., Langagerði 118....4.134.820
(tsk. 938.037, útsv. 320.600)
33. Ólafur Höskuldsson, tannlæknir, Grettisg. 98 ........4.120.979
(tsk. 2.599.911, útsv. 901.600)
34. Gunnar Jónasson forstjóri, Langagerði 9 .. ..4.058.306
(tsk. 1.733.129, útsv. 525.700)
ÁFENGI FYRIR 1 %
MILLJARÐ Á ÞREM-
UR MÁNUÐUM
í nýútkominni skýrslu frá
Áfengjsvarnarráði kemur fram,
að söluaukning á áfengi fyrir
tímabilið 1. april — 30. júní
1976 miðað við sama tima í
fyrra, hefur orðið 43,85%.
Fljótt á litiö virðist þetta
ntikil aukning en við nánari at-
hugun kemur i ljós að verð-
hækkanir á þessu tímahili vega
algjörlega upp á móti þessari
söluaukningu. Hinn 19. júní
1975 varð 15% hækkun á
áfengi og 22. marz í ár varð
30% hækkun, eða samtals 45%
af hundraði. Þó að sú tala sé
hærri söluaukningarhlutfall-
inu, er þar ekki um samdrátt að
ræða heldur ber að taka tillit til
þess, að fyrri 'nækkunin hafði
áhrif í lok samanhurðartima-
bilsins frá 1975. Heildarsala
ÁTVR á fyrrgreindu tímabili
nam 1.142 185.891 kr.
Islendingar hafa því hvorki
minnkað né aukið við sig
drykkjuna, enda mun hafa
verið selt svipað magn bæði
tímabilin, að sögn forráða-
manna Afengis- og tóbaksverzl-
unar ríkisins.
Ríkið sér vel um sig:
Skattarnir halda vel
í við óðaverðbólguna
Skattskrá einstaklinga hœkkar um 43,5% frá 1975 og
heildarólögur um 50,32% þegar söluskattur er talinn með
Af skattskránni sem lögð var
fram i gær kemur í ljós að skattar
og álögð gjöld hafa þegar á heild-
ina er litið haldið í við verðbólg-
una og kannski vel það. Það
kemur sem sé á daginn að ríkið
sér um sig.
Heildarálagning gjalda er sam-
kvæmt skattskránni 1976 31.064,9
milljónir króna. Hafa þau hækkað
frá árinu 1975 um 50,32%. Er hér
um að ræða samanlögð gjöld ein-
staklinga og félaga.
Einstaklingum er samkvæmt
skattskránni nú gert að greiða
10.265.9 milljónir. Sú tala var
7.453.9 milljónir árið 1975. Vegna
lækkunar á persónuafslætti til
skuldajöfnunar um tæpar 100
milljónir kr. milli áranna og til-
tölulega lítillar hækkunar barna-
bóta er heildarhækkun skatt-
skrárinnar nú miðuð við 1975
43,58%.
Gjaldendur í Reykjavík eru í ár
44.464 en voru 44.040 árið 1975.
Hefur þeim fjölgað um 1,37%.
Hækkun tekjuskatts einstakl-
inga milli ára nemur 31,97%.
Gjaldendur tekjuskatts eru 23.947
af 44.464 nöfnum í skattskrá.
Eignarskattur einstaklinga
milli áranna 1975 og 1976 hækkar
um 134,61%.
Útsvör einstaklinga hækka
milli ára um 27,04%. Útsvör
greiða 37.698 af þeim 44.464 sem
greiða einhver gjöld samkvæmt
skattskrá Reykjavíkur.
Sjúkratryggingagjöld einstakl-
inga hækka úr 0 í 457,5 milljónir
króna.
Skyldusparnaður einstaklinga
hækkar um 31,62%, aðstöðugjöld
þeirra um 27,93% og trygginga-
gjöld, launaskattur o.fl. hækkar
um 23.9%.
Félögin
A skrá yfir skattskyld félög í
Reykjavík eru 2879 félög. Þau
greiða í 12 liði skatta og gjalda
samtals 3.373,9 milljónir króna en
það er um 11.700 krónur á hvert
félag til jafnaðar. Af þeim 2879
félögum sem er að finna í skatt-
skránni greiða ekki nema 177 út-
vör. 1724 félaganna greiða hins
vegar tekjuskatt.
Ef litið er á hækkun milli ára á
gjaldskrá félaganna kemur 1 ljós
að tekjuskattur þeirra hækkar
um 50,19%,eignarskatturinn um
123,61%, aðstöðugjöldin um
38,06% og tryggingagjöld o.fl. um
23,18%.
Sölugjald, þ.e. söluskattur,
söluskattsálag og fleiri gjöld sem
bætt hefur verið á söluskatt.svo aó
nafni Hans var breytt í safnheiti,
hefur hækkað milli áranna um
hvorki meira né minna en
56.98%. Haft skal í huga að sölu-
gjaldið sem er áætlað 14.914,5
milljónir króna árið 1976 er ekki
skattur á félögin, heldur inn-
heimta þau þetta gjald af almenn-
ingi er kaupir hjá þeim vörur og
þjónustu. Þannig eru félögin inn-
heimtuaðili fyrir ríkissjóð en
gjaldendurnir allur almenningur.
— ASt.
„MULTI-MILUÓNER"
í HÁLFAN DAG
— En œtti nú að geta notið sumarleyf isins
Einn af gjaldendum útsvars
og skatta í Reykjavík er
Bergmann Runólfsson verka-
maður til heimilis að Brávalla-
götu 10 í Reykjavík. Er
fjölmiðlum var í gær afhentur
listi yfir hæstu gjaldendur í
Reykjavík 1976 kom í ljós að
Bergmann Runólfsson var 7. í röð-
inni yfir hæstu greiðendur f
Reykjavík. Samkvæmt listanum
var honum gert að greiða kr.
6.917.686 krónur, eða rétl tæpar 7
milljónir.
Dagblaðið hringdi í símanúmer
Bergmanns og kom í ljós að hann
var í sumarfkíi upp í Borgarfirði.
Við sögðum erindið vera að spyrja
hann um álit á álögðum sköttum
hans þetta árið. Sú er svaraði varð
undrandi á skattupphæðinni og
taldi Bergmann vinna eingöngu í
hreinsunardeild Reykjavíkur-
borgar og ekki eiga umtalsverðar
eignir.
Dagblaðið bað þá Skattstofuna
um frekari upplýsingar um málið
Svarið lá fyrir litlu síðar. „Þetta
eru leið mistök. Nafn Bergmanns
á alls ekki heima á þessum lista
yfir hæstu gjaldendur. Það hafa
orðið mistök í mötun tölvunnar og
mun vera einu núlli of mikið í
útkomunni."
Það er ljúft að leiðrétta þetta
og Bergmann Runólfsson getur
sofið rólegri en áður og vonandi
notið sumarleyfisins. Hann á ekki
að greiða 6,9 milljónir í skatt og
gjöld, heldur mun réttar vera að
hann eigi að greiða 690 þús. Nóg
er það kannski samt.
En Bergmann Runólfsson, sem
tekur þátt í að hreinsa bæinn
okkar, var ,,múltimilli“ hálfan
dag hjá Skattstofunni.
—ASt.
Skattskrár fyrir landsbyggðina
vœntanlegar um mdnaðarmótin
Reykvíkingar og Vestmann-
eyingar geta nú kynnt sér hver
opinber gjöld þeirra verða. íbúar
á öðrum stöðum verða að bíða um
sinn. Þeir sem fá seðilinn næst eru
íbúar í Reykjanesumdæmi. Skatt-
skrá verður væntanlega lögð fram
þriðjudaginn 27. júlí.
íbúar á Suðurlandi fá sennilega
ekki að vita um.skatta sína fyrr
en í byrjun ágústmánaðar. Sömu
sögu er að segja með íbúa á
Norðurlandi vestra. Skattskráin
verður líklega ekki birt fyrr en í
byrjun næsta mánaðar.
Skattstofan á Vestfjörðum
hefur sent sín gögn suður og fara
þau í vinnslu f Skýrsluvélum.
Mega íbúar Vestfjarða eiga von á
því að fá fréttir af „glaðningi"
sínum einhvern tímann rétt fyrir
mánaðamótin.
Gögnin frá Skattstofu Vestur-
lands fóru til Reykjavíkur i gær.
Skattstofumenn gera sér vonir
um að unnt verði að birta skrána
rétt fyrir mánaðamót.
Stefnt er að því að birta skatt-
skrána fyrir Norðurland eystra
föstudaginn 30. júlí. Svæðið sem
það skattumdæmi nær yfir er frá
Ölafsfirði til Þórshafnar.
Skattskrá Austurlands er
væntanleg eftir um það bil viku.
Fóru sfðustu gögn að austan til
Skýrsluvéla í gærkveldi. —BA
Menn eru jafn alvörugefnir hvort heldur þeir eru að skila skattframtali með drengskaparheiti
ellegar að bíða eftir þvi að sjá úrskurðinn.