Dagblaðið - 23.07.1976, Page 17

Dagblaðið - 23.07.1976, Page 17
DAC.BLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JULl 1976. Iþróttir Iþróttir 17 Iþróttir Iþróttir D Keppir Gœrderud ekki? Sviinn Andres Gærderud, sem er talinn líklegastur sigurvegari í 3000 metra hindrunarhlaupinu á Olympíuleikunum hefur bólgnað upp í vöðva og óttazt er að hann geti ekki tekið þátt i hlaupinu, sem fer fram á sunnudag. Læknar hafa stundað Gærderud látlaust undanfarna daga og hefur honum farið talsvert fram þó hann sé engan veginn góður. Læknar vita ekki hvað veidur bólgunni. Karfa Júgóslava ó loka- sekúndum, um leið sigur — Júgóslavar unnu upp 16 stiga forystu ítala og skoruðu sigurkörfuna ó síðustu sekúndum Fyrsti sigur Dana á 01! Danir unnu sinn fyrsta sigur á Olympíuleikunum í gær- kvöid, í handknattleik, þegar þeir sigruðu Japani 21-17. En sigur Dana var allt annað en sannfærandi, því í hálfleik voru Danir þrjú mörk undir, 8-11. Flest gekk þeim þá í óhag — ónákvæm skot átti mark- vörður Japan auðvelt með að verja. En Danir mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og þéttu vörnina til muna. Eins fóru skottilraunir þeirra að ganga upp en í leiknum áttu Danir 50 skot — þar af varði mark- vörður Japan 22. Bent Larsen var mark- hæstur Dananna með sjö mörk — Thomas Pazyj skoraði sex. Annars bar helzt til tíðinda í a-riðli að Olympíumeistararnir Júgóslavía, mótherjar íslend- inga í undankeppni Olympíu- leikanna sigruðu Sovétmenn 20-18. Staðan í hálfleik var 11-8 Júgóslövum í vil. Einnig í a-riðli — Vestur- Þjóðverjar áttu aldrei í erfið- leikum með lið Kanada og sigruðu örugglega 26-11. Staðan í hálfleik var 14-7 Þjóð- verjum I vil. Staðan í a-riðli: V-Þýzkaland Júgóslavía Sovétríkin Danmörk Japan Kanada 3 0 0 63-41 6 3 0 0 67-53 6 1 69-45 4 52-60 2 49-66 0 38-73 0 Möguleikar Júgóslava á sigri í riðlinum eru mestir — þeir eiga eftir að leika við V- Þýzkaland, úrslitaleikur og Japan. V-Þjóðverjar eiga eftir tvo erfiða leiki við Júgóslavíu og Sovétríkin. Pólverjar sigruðu silfur- hafana frá Munchen, Tékkó- slóvakíu 21-18 eftir að hafa haft yfir í hálfleik 8-7. Það stefnir því állt í úrslitaleik Rúmena, heimsmeistaranna og Pólverja í b-riðli. Ungverjar léku við Banda- ríkin og sigruðu örugglega 36- 21. Staðan í hálfleik var 18-9. Staðan í b-riðli er nú: Rúmenía 2 2 0 0 55-37 4 Pólland 2 2 0 0 39-34 4 Ungverjaland 3 1 0 2 70-62 2 Tékkóslóvakía2 10 1 46-41 2 Bandaríkin 3 0 0 3 60-96 0 Túnis átti einnig að leika í b-riðli en eins og kunnugt er fylgdu Túnisbúar fordæmi fjölda Afríkuþjóða og drógu sig út úr Olympíúleikúnum. Júgósiavía sigraði Ítalíu 88-87 í æsispennandi leik á Olympíuleik- unum í Montreal í gærkvöld. Með þessum sigri sínum jukust mögu- leikar Júgóslava á bronsi veru- lega en litlu mátti muna í gær- kvöld. Aðeins tveimur sekúndum fyrir leikslok skoraði Slavnic fyrir Júgóslava og tryggði þeim sigur. I æsispennandi baráttú gerðu Júgóslavarnir örvæntingar- fullar tilraunir til að brjóta niður sterkan varnarmúr ítalanna. Slavnic ætlaði að senda knöttinn til stigahæsta leikmanns liðsins, Dragan Kicanovic, sem síðan átti að skjóta. En einn Italanna hljóp fram og dekkaði Dragan — því var ekki um nema eitt að velja fyrir Slavnic, skjóta. Og knöttur- inn sveif í gegnum loftið — beint ofan í körfuna. Sigur Júgóslav- anna var staðreynd og fögnuður þeirra var mikill, hreint óstjórn- legur. En hverjum skyldi hafa dottið í hug að Slavarnir myndu sigra í leiknum þegar litið var á stiga- töfluna í hálfleik! Italía 57 — Júgóslavía 41. Já, Italarnir höfðu beinlínis kafsiglt Slavana í fyrri hálfleik og hinn síðari virtist aðeins formsat- riði, sigur Itala. Sérstaklega þegar leikurinn var skoðaður i ljósi fyrri leiks þjóðanna í undan- keppninni í Edinborg. — Þá sigrðu ítalirnir 84-79. En barátta Júgóslavanna í síðari hálfleik setti ítali úr jafn- vægi. Skot Júgóslavanna fóru rétta boðleið í körfuna og stór- kostlega útfærðar sóknir gengu upp, já beinlínis allt gekk í haginn fyrir Slövunum. Þegar aðeins ein mínúta og fjörutíu sekúndur voru til leiks- A-Þjóðverjar unnu fúa vini, en sigur — A-Þjóðverjar sigruðu Spdn 1-0 og tryggðu sér rétt í 8-liða úrslit A-Þjóðverjar tryggðu sér rétt til þátttöku í átta liða úrslit á Olympiuleikunum í Montreal þegar þeir sigruðu Spán 1-0 á Olympiuleikvanginum í Montreal í gærkvöld. En A-Þjóðverjar fengu lítið lof fyrir leik sinn i gærkvöld. Léttleikandi lið Spánverja komst lítið áieiðis gegn sterkum Þjóðverjunum og til að bæta gráu ofan á svart settu A- Þjóðverjar mann til höfuðs bezta manni Spánverja, Idigoras. Það var fátl sem gladdi augað í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 0-0 og hvorugt liðið líklegt til að skora. En hins vegar í byrjun síðari hálfleiks skoruðu Þjóðverjar. Miðvörður Þjóðverja, Jurgen Doerner, skoraði eftir mistök í vörn Spánverjanna. Tveimur varnarmanna Spánar mistókst að hreinsa frá og knötturinn féll fyrir fætur Doerner, sem ekki varð á nein mistök á stuttu færi, skoraði örugglega. Eftir markið drógu Þjóðverjar sig í vörn — settu upp 10 manna varnarmúr og eftir það var öll skemmtun úti fyrir hina rúmlega 26 þúsund áhorfendur. Léttleikandi Spánverjar reyndu að sækja en máttu sín lítils. Að vísu tókst þeim að skapa sér marktækifæri en mistókst að r.ýta þau. Spánverjar fengu nokkrar aukaspyrnur við vítateig A' Þjóðverja en ekki tókst þeim að nýta þær. Segir sérstakjega í frétta- skeytum að hafi einhver Spánverji komizt í færi þá var honum einfaldlega brugðið. Tveir Þjóðverjar voru bókaðir og fáa vini unni Þjóðverjar þrátt fyrir tvö stig og sæti í átta liða úrslit. Staðan í a-riðli: Brazilía 2 110 2-13 A-Þýzkaland 2 110 1-03 Spánn 2 0 0 2 1-3 3 I b-riðli er baráttan milli Israel, Guatemalá og Mexíkó um annað sætið — Frakkar hafa þegar tryggt sér sigur í riðlinum. Frakkar eiga eftir að leika við ísrael. , Staðan í b-riðli: Frakkland 2 2 0 0 8-2 4 Israel 2 0 2 0 2-2 2 Guatemala 2 0 111-41 Mexíkó 2 0 113-61 Pólverjar tryggðu sér rétt í 8- liða úrslitakeppnina í gærkvöld þegar þeir sigruðu trani 3-2 eftir að hafa haft yfir í hálfleik 1-0. íran hins vegar hafði þegar tryggt sér rétt í 8-liða úrslitin með sigri gegn Kúbu, 1-0. Staðan i í c- riðli: Pólland 2 1 1 0 3-2 3 Iran 2 1 0 1 3-3 2 Kúba 2 0 1 1 0-1 1 I d-riðli hafa N-Kóreumenn og Sovétmenn þegar tryggt sér rétt í 8-liða úrslit. Bæði liðin hafa sigrað gestgjafana Kanada en eiga eftir að leika innbyrðis saman. Staðan i d-riðli: N-Kórea 1 1 0 0 3- 1 2 Sovétríkin 1 1 0 0 2-1 2 Kanada 2 0 0 2 2-5 0 loka höfðu Júgóslavarnir komizt yfir 86-85 en ítalarnir svöruðu fyrir sig — skoruðu 87-86. En síðan kom lokasókn Júgóslava — og hún endaði eins og áður var lýst með körfu, sigri Júgóslaviu. ' Italía og Júgóslavía leika í b-riðli ásamt Bandaríkjamönnum sem í gær fengu tvö stig í sarpinn án þess að leika. Áttu að leika við Egyptaland, sem er farið heim til að mótmæla þátttöku Ný- sjálendinga. Einnig í b-riðli fór fram einn leikur í viðbót — Tékkar sigruðu Púerto Ricani 89:83, sem svo óvænt höfðu næstum „stolið" sigri af Bandaríkjamönnum. Staðan í b-riðli er nú: Bandaríkin Júgóslavía . Ítalía Tékkóslóvakía Púertó Rícó Egyptaland 4 4 0 313-273 8 4 3 4 2 4 2 4 1 1 0 1 364-343 7 2 254-263 6 2 342-325 6 3 240-268 5 1 64-105 1 Við hvern ósigur fær þjóð eitt stig. Egyptar höfðu þegar leikið einn leik áður en þeir héldu heim. Engir leikir fóru fram í a-riðli en þar er staðan nú eftir að hver þjóð hefur leikið þrjá leiki: Sovétríkin Kanada Kúba Mexíkó Ástralía Japan 0 321-239 1 273-263 1 287-229 2 302-330 2 286-321 3 222-309 I kvennaflokki hafa sovézku stúlkurnar ótrúlega yfirburði og þar virðist engin þjóð geta ógnað veldi þeirra. Sigrar sovézku stúlknanna eru þetta 50 stig — í gærkvöld sigruðu þær sovézku stallsystur sínar frá Búlgaríu 91- 68. Baráttan um silfur og brons þar er hörð — líklegustu þjóð- irnar til að hljóta hnossið eru Japan og Bandaríkin. Þær sovézku hafa halt mikla ylirhurði i körfuknattlciknum sem nú cr lcikinn í fyrsta sinn á Olympíulcikum i kvcnnaflokki. Hér á cin kanadísk í högg: við luliya Scmcmova, sovczka risann. scm cr rúmlcga 2 mctrar! Sovétmenn eru öruggir í 8-liða úrslit. Hér sést Vladimir Onischenko skora gegn Kanadamönnum en nafni hans, Boris sem keppti í fimmtar- þraut var sendur heim vegna svindls.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.