Dagblaðið - 10.08.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 10.08.1976, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGUST 1976._'__9 STIGINN ÓTÍMABÆR VIÐ NÚVERANDIAÐSTÆÐUR — Telur rétt að fara hœgar af stað miðað við verð stigans Knútur Otterstedt, framkvœmda stjóri Laxór- virkjunar: Miðaö við núverandi aðstæður og miðað við það fé, sem talið er að þessi laxastigi muni kosta, tel ég ótímabært að ráðast í byggingu hans strax, sagði Knútur Otterstedt Iram- kvæmdastjón Laxárvirkjunar í viðtali við DB. Hann sagðist telja réttara á þessu stigi að fanga lax neðan virkjunar og flytja uppfyrir. Það væri vel framkvæmanlegt og þyrfti ekki að kosta mikið fé. Síðan ætti að fylgjast með hvernig honum reiddi af, eða öðrum fiski í sambýlinu við hann, og taka ákvörðun um stigann í ljósi reynslunnar af því. Hann sagðist fyrir sitt leyti ekkert hafa á móti smíði stigans ef nægilegar forsendur og öruggar væru fyrir því að hann virkaði og öruggt væri að laxinn dafnaði ofan virkjunar. -G.S. Mikið annríki framundan að Kjarvalsstöðum — aðsóknin hef ur verið góð það sem af er drinu — Við erum ánægðir með starf- semina síðan Listráð tók við, en húsið er nú rekið með nýju sniði og því hafið nýtt skeið í sögu þess, sagði Aðalsteinn Ingólfsson, framkvæmdastjóiú Listráðs, er DB ræddi við hann fyrir skömmu um rekstur Kjarvalsstaða. — Aðsóknin verður að teljast góð, meðaltalið á hverja sýningu er um 5000 manns. Það eru alltaf ákveðnir Islenzkir listamenn sem eiga tryggan vissan fjölda sýn- ingargesta og eru þeirra sýningar yfirleitt þær bezt sóttu. íslend- inga eru ekki eins opnir fyrir að skoða það sem þeir kannast ekki vel við og því ganga erlendar sýn- ingar yfirleitt mun verr. Af þeim sýningum sem haldnar hafa verið i sumar ber hæst minningarsýn- ingu Barböru Árnason og sýn- ingu Eiríks Smith, en þær voru báðar mjög vel sóttar. — Nú framundan eru margar sýningar og er þegar búið að skipuleggja starfsemina fram í apríl á næsta ári. Er þar mikið um erlendar sýningar, svo sem kynning á enskri málaralist og pólskri grafík, kóreönsk Ijós- myndasýning, samnorræn textil- eðavefjarlistarsýning, sem er sú stærsta sinnar tegundar á Norður- löndum. Þá má einnig nefna skipulagssýningu Reykjavikur- borgar, Brúðuleikhús Jóns E. Guðmundssonar, minningarsýn- ingu Gunnars Hannessonar ljós- myndara og afmælissýningu Hall- dórs Péturssonar. Haustsýningin verður dálítið óvenjuleg því í tengslum við hana verða haldnir fyrirlestrar, flutt tónlist og sýndar kvikmyndir um enska, franska og e.t.v. ameríska list. Svo eru alltaf fastir þættir í fræðslu- starfseminni, þar munu koma fram leikarar og tónlistarmenn, Aðalsteinn Ingólfsson rithöfundavökur haldnar, og í október verða fyrirlestrar ásamt skuggamyndum um erlenda og innlenda list, sem ég mun sjálfur annast. Nokkrir íslenzkir lista- menn hafa sótt um afnot af hús- næðinu og man ég þar helzt eftir Baltazar, Hring Jóhannessym, Þorbjörgu Höskuldsdóttur og Hauki Dór. Næsta ár verður sem sagt mikið annríkisár að Kjarvalsstöðum og erum við mjög bjartsýnir á kom- andi ár, sagi Aðalsteinn Ingólfs- son að lokum. — JB Bœjarstjóramólið í Eyjum: „Rannsókn lýkur eflir helgina" — segir setudómarinn ,,Það hefur aðallega veuð tímaskortur minn sem hefur tafið dómsrannsóknina," svaraði Jón Öskarsson, setu- dómari í bæjarstjóramálinu í Vestmannaeyjum, spurningu DB um hvað ylli þeim drætti sem orðið hefur á rannsoKninm. jon var skipaður setudómari í málinu í janúar. „Ég kemst vonandi í þetta um helgina, yfirheyrslum er ekki að fullu lokið,“ sagði Jón. „Þessu lýkur alla vega á næstu dögum.“ -ÓV. BLAÐAÐ í SKAl I7SK RÁNI Nl Nafn tsk. eignask. útsvar barnab'. samtais Hreinn Sumarliðason kaupmáður 0 21.603 10.700 37.500 -í-5197 Frank Michelsen úrsmiður 0 36.885 121.100 93.750 185.335 Sverrir Hermannsson þingmaður, frkv.stjóri 752.177 0 393.800 150.000 995.977 Eðvarð Sigurðsson þingmaður 463.175 0 198.500 0 661.675 Þórarinn Þörarinsson þingmaöur. ritstj. 778.598 14.533 329.400 0 1.212.531 Magnús Torfi Ölafsson þingmáður 293.637 12.938 174.200 0 570.775 Guðmundur H. Garðarson þingmaður 651.783 73.921 365.000 37.500 1.053.204 Gils Guðmundsson þingmaður 369.043 0 176.500 0 545.543 Gylfi Þ. Gíslason þingm. prófessor 620.554 51.712 285.200 0 672.666 Jón Hnefill Aðalsteinsson og Svava Jakobsdóttir 524.604 5.969 447.800 0 978.373 Þór Vilh.jálmsson og Ragnhildur Helgadóttir 604.757 77.143 407.400 93.750 995.550 Þorsteinn Thorarensen og Sigurlaug Bjarnadóttii' 582.335 99.636 266.900 0 948.871 Magnús K.jartansson þingmaður 208.312 733 204.200 0 413.245 Sighvatur Björgvinsson þingmaður 494.627 31.703 263.100 206.250 583.180 Eyjólfur Konráð Jónsson þingmaður 864.166 101.333 400.300 37.500 1.328.299 Pétur Sigurðsson þingmaður 548.076 0 240.600 93.750 788.676 Björn Guðbrandsson læknir 209.888 60.236 228.000 0 498.124 , Guðmundur Jörundsson útgerðarmaður 0 0 145.700 0 145.700 Einar Sigurðsson útgerðarmaður 313.918 807.181 193.900 93.750 1.217.249

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.