Dagblaðið - 10.08.1976, Síða 15
DACBLAÐIt). I'IIiD.IUDACUH 10 AC.UST 1970.
r-
iFTIRNIINNILEGT SUMAR
Samið og myndskreytt af Jacqueline og Caroline Lee Bouvier
Við erum ekki Bronté
systurnar, en Jackie og ég
gerðum þessa bók í sameiningu
fyrir 25 árum handa foreldrum
okkar með þökk fvrir að U-yfa
okkur að fara einum saman í
fyrstu ferð okkar til Evrópu. Ég
var 17 ára gömul og minn
stærsti draumur var að fara
utan. Aðalástæðan var sú að
Jackie hafði stundað nám í
Sorbonne og búið í París. Bréf
hennar fylltu mig löngun til að
sjá allt sem hún skrifaði um og
svo fannst mér skemmtilegra
að ferðast með Jackie en
nokkrum öðrum, því við vorum
báðar mjög næmar fyrir
skoplegu hliðinni á hlutunum.
Mamma hikaði lengi við að
leyfa okkur að fara einum í
slíka ævintýraferð. Það tók
langan tíma að sannfæra hana
og Jackie lagði sig alla fram við
að lýsa fyrir henni hversu vel
hún myndi gæta mín og fram-
komu sinnar. Hún lagði áherzlu
eftir.“ Alla vikuna var hugsað
um hverju við ættum að
klæðast. Loksins, á síðustu
stundu, sagði ég herbergis-
þernunni að taka til hvíta
knipplingakjólinn minn, sem
hún gerði í hendingskasti og
setti upp faldinn í leiðinni.
Kjóllinn reyndist svo þröngur
þegar til kom, að Jackie varð að
vera í honum. Við borðuðum
engan kvöldmát og eyddum
kvöldinu í að hafa okkur til,
með tilheyrandi áhyggjum og
tilstandi. Um leið og við
stauluðumst út um dyrnar
stundi ég: ,,Mig langar ekki
einu sinni til að fara.“ „Viltu
aldrei kynnast almennilegu,
áhugavekjandi fólki í staðinn
fyrir þessa hundleiðinlegu
Amerikana sem þú ert. alltaf
með. “ þusaði Jackie um leið og
við h' pum 'iiður stigann.
Við klongruðumst upp
stigann á 34 Rue de ia
aðra og þorðum ekki einu sinni
að reykja af ótta við að
óhreinka öskubakka í stíl
Lúðvíks 16.
Loksins opnuðust dyrnar að
borðstofunni með tilheyrandi
gauragangi og þau komu öll
aðvífandi í áttina til okkar —
stórkostlegur hópur af
ambassadorum, hertogum
greifum og prinsum ásamt kon-
um með demantsdjásn slútandi
niður undir hnésbætur. Þau
töluðu ekki nema í mesta lagi
við þá sem voru skör lægra í
þjóðfélagsstiganum, svo þið
getið ímyndað ykkur hve
margir yrtu á okkur. Við
tritluðum á eftir frú Johnson
um leið og hún kynnti okkur, —
,,og hér eru svo Bouvier
systurnar — fyrir fólki sem
varla yppti öxlum, hvað
þá meira. Allt í einu stóð ég
frammi fyrir indverskum ane-
bassador, sem vafinn var inn í
alls kyns túrbana, og í sömu
'l "feW 1^00 CV\<vm\>tr ’CT\osic |
oJr fi*ot\é. íV'i»jcLí'\V\e
e kpevWc *v^ Ife . (T\ ^ Vo\<S. o* \b <uviVe
oA 10 30. "ofi “fViot meAA5 .
'vVC Concx<X aoA <x cx^ér •*
^ ujc VvA. \>een ir> <j_ ‘^CpJCe. a)oe<jt
ujViot \o oJtcir. (VV fW. OvíovAé, X- :
íksVncÍJ. -\\\e \*cc. •
átfeAs ujVli <V\ ðW AvOO j,
$o \{a£ck ^ouJOe, Viol voe«jr íf'. S\ie. !
Co<iSS.ortV^ «rr\ó iV ði’iLu><u^ so öVje.
\.oVOÍ raíjher stvöuvys. -Q-o«n 'Uie QrerX'.
VOelrioSL io« S.iooer' ujriA 5^eoAr Ajitt j
c\*» «^>«A eot -fae liowr v»e i*\ <x. c^reJ^ i^«\Uu> \Vrii«a X \£t*V
«0, X <«««*icJ. C>\n X ilooV e<>e*\ uJo.nk'\o ou>." i^oo ei>«*"
OcWA ko roetAr ^eo^e. o< U SjoA <»S\. i^«ur-\íV»«. uofk ■^oo*'
\,i\We. íVmertc*«\ J^-(e<n<i$ f «-<c^\<>AeA ccs co® n?c«A. fiow*.
og reyna að hisja öll ósköpin
upp um. mig. Einhvern veginn
tókst mér að vekja ekki athygli
nærstaddra og það sem eftir
var kvöldsins hoppaði ég um
gólfið likt og froskur með
samanklemmda fætur.
Þar sem við stóðum aftan við
indverska sendiherrann (því ég
þorði ekki að hreyfa mig nema
sem minnst), kom frú MacArth-
ur, ein af þessum hjartanlegu,
vingjarnlegu konum, sem sí-
fellt sló á lærið á sér. Hún
klappaði á afturendann á mér
og franskri frú, sem hjá mér
stóð, um leið og hún sagði:
„Sjáið þið svipinn á henni
þessari", og benti á verðmæta
gipsstyttu af sankti Pétri sem
stóð á arinhillunni: „Þetta
líkist einna helzt indverska
ambassadornum, sem ég fékk
sem borðherra “ Ég skalf af
taugaspenningi þangað til ég
kom auga á hin skæru augu frú,
Johnson.
á hversu spennandi það yrði
fyrir mig að sjá Evrópu í fyrsta
sinn á þennan hátt undir
hennar leiðsögn og með aðstoð
allra hennar „ágætu“ vina.
Loksins komumst við af stað.
Við höfðum ánægju af að
halda þessa dagbók, Jackie
teiknaði og ég reyndi að lýsa
helztu viðburðum. En bókin
gleymdist fljótt eftir að við
gáfum mömmu hana og það var
ekki fyrr en nýlega, þegar hún
var að fara i gegnum gamlar
hirzlur, að við fundum hana.
Hér er smádæmi úr bókinni
„Stórkostlegt sumar,“ og við
vonum að þið megið njóta þess
með okkur. Engu hefur verið
breytt, ekki einu orði eða
orðatiltæki.
Þessi formáli er skrifaður af
Caroline Lee Bouvier, Lee
Radziwill prinsessu, og bókin
sem hún talar um er dagbók,
sem hún og systir hennar
Jackie (Jacqueline Onassis)
héldu fyrir 25 árum. Við birt-
um hér til gamans eina lýsingu
úr bókinni.
Ég má til með að segja ykkur
frá kammertónleikunum hjá
frú Johnson. Það var ein sú
mesta þrekraun sem ég hef
gengið í gegnum. Frúin sagði
okkur að koma klukkan hálf-
ellefu. „Fínt“, sagði Jackie.
„Það þýðir tónleikar fyrst og
stórkostlegur kvöldverður á
Kammertónleikarnir hófust
brátt. Helmingurinn af
áheyrendunum hafði
auðsjáanlega ekkert vit á'
tónlistinni, en hefðu frekar dá-
ið en að viðurkenna það. Þau
settu öll upp þessi gáfulegu
svipbrigði og frú Johnson leit
helzt út fyrir að vera að ganga í
gegnum stórkostlegar þján-
ingar, með hrukkur á enninu,’
titrandi nasavængi og píslar-i
vottarbros á vörunum.
Kona sem nærri mér sat slö
taktinn með því að aka sér fram
og aftur í stólnum af slíkum
ákafa, að ég bjóst við henni í
Faisanderie eftir kvalafullt
ferðalag í leigubifreið. AI-
máttugur hugsaði ég, stórkost-
legur náttverður og fólkið hafði
ekki einu sinni lokið kvöld-
verði. Meðan 10 eða 12 þjónar
hlupu á milli herbergja til að
halda kertunum logandi,
flúðum við úr einni stofunni i
mund fann ég hverja spjör af
undirfatnaði detta niður undan
kjólnum mínum. Ég ffkk
næstum aðsvif á staðnum og
vissi ekki hvað var I tð gera
— ganga i burtu skilja
hrúguna eftir á gólfinu og láta
sem ég vissi ekki hvað þetta
væri, eða beygja mig tignarlega
fangið á mér þá og þegar. Að
afloknu hverju verki kepptust
allir við að finna upp ný
lýsingarorð til að dásama
hljómsveitina. Við Jackie
sátum aftarlega í salnum á milli
tveggja hertoga. Ég tók upp
sígarettur og byrjaði að reykja
og annar þeirra rétti mér i
fyllstu kurteisi gulli skreyttan
valhnotubakka. Hann hitnaði
svo gífurlega að engu líkara var
en maður héldi á kolamola. Að
lokum hélzt ég ekki við lengur
og rétti hann til baka. Ég fann
lykt af brennandi holdi um leið
og hann tók við bakkanum.
Hann bölvaði í hljóði og missti
bakkann á gólfið þar sem askan
valt ofan í teppið. Allir sneru
sér við og litu á hann í
hræðilegri fyrirlitningu, um
leið og reynt var að þagga niður
í okkur. Aðdáun hans á mér
minnkaði talsvert við þetta
atvik.
Eftir að tónleikunum var lok-
ið komu þjónarnir með
kampavín og jarðaberjakökur
sem voru of stórar til að gleypa
þær í einum munnbita og of
hálar til að hægt væri að halda
á þeim. — Og svo loksins kom
timi til að fara. — Hr. Johnson
greip í brennda hertogann og
sagði honum að honum veittist
sá -heiður að fylgja Bouvier
systrunum heim. Aldrei hef ég
séð mann hafa eins frábæra
stjórn á svipbrigðum sínum.
Hann hafði þegar fundið sér
eina netta blondínu, sem var
upplagt að fylgja heim, en hún
bjó í nágrenni við Johnsons
hjónin. Nú yrði hann að skila
henni fyrst og æða síðan í
gegnum París þvera og
endilanga með svona líka
skemmtilega farþega. Hún
sendi okkur ekki beint fallegan
svip og við hefðum sjálfsagt
fremur kosið að ganga en fara
með þeim. Þar sem við höfðum
þegar kvatt, reyndum við að
læðast út um dyrnar og í átt til
næstu leigubílastöðvar, en viti
menn! Á eftir okkur niður
stigann kemur hr. Johnson
hlaupandi og kallar: „Hvert
eruð þið að fara aleinar?” Og
þar með var draumurinn búinn.
— Hann náði í hjón sem voru
að stíga inn í bifreið sína og
sagði þeim að keyra okkur
heim. Hvílík áþján. Á hverju
götuhorni romsuðum við upp
úr okkur þakklætisorðum fyrir
ómakið og þau svöruðu
gnístandi tönnum. „Oh, þetta er
allt í lagi, okkar er ánægjan.“
Við náðum varla að stíga út úr
bílnum, áður en þau voru þotin
af stað.
Um leið og við stauluðumst
upp stigann á hótel
Continental, eins og tvær svelt-
andi mýs, hugsaði ég með mér,
hversu margt fleira áhuga-
vekjandi fólk skyldi Jackie
hafa mælt okkur mót við á
næstunni.—
V