Dagblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 2
Raddir
lesenda
Lítið vit í barnabókmenntum
nútímans
Móðir skrilar:
Það er heldur sorglegt að sjá
hvert stefnir í þeim bók-
menntum sem gefnar eru út á
íslandi fyrir börn.
Bækur eins og þær sem
gefnar voru út í minu ungdæmi
virðast alveg týndar og tröllum
gefnar. Á ég þá við gömlu góðu
sögurnar og ævintýrin um góðu
sálina sem alltaf lét gott af sér
leiða og hafði oft stórbrotin
áhrif á allt umhverfi sitt. Það
sem einkenndi þessar sögúr
var, að hið góða sigraði alltaf.
1 dag er stefnan orðin önnur.
Börnum skuiu fengnar raun-
sæjar og róttækar bækur sem
opna augu þeirra fyrir ástand-
inu í þjóðfélagi nútímans. Ja.
heyr á endemi. Hvenær fóru
börn að stíga út úr sinni ein-
földu og tilbúnu veröld til að
velta vöngum yfir vandamálum
þjóðfélagsins? Síðan hvenær
eru börn orðin svo þroskuð að
þau geti fengið nokkra innsýn
i hvað er að gerast í heimi
hinna fullorðnu? Hvað er
áunnið við að valda þeim
áhyggjum yfir óskiljanlegum
hlutum, í stað þess aö leyfa
þeim að njóta einfaldleikans í
sinni eigin veröld?
£g held aó ég og min kynslóð
höfum alveg verið fullkomlega
reiðubúin að mæta vanda-
málum umheimsins þegar að
því kom, þó að við höfum ekki
vérið mötuð á þeim frá
fæðingu. Einnig held ég að
fjöigun mannkynsins hafi
gengið samkvæmt áætlun, enda
þótt við höfum ekki haft allar
þær kynlífsfræðslubókmenntir,
sem nú er dælt yfir ungdóminn
frá því að hann fer að tala.
Það verður nú að vtður-
kennast að nokkrir innlendir
höfundar halda enn sínu gamla
striki og er það virðingarvert,
því Itókmenntasérfræðingum
nútímans virðist einstök nautn
í að gera lítið úr þeim skrifum.
Vonandi opnast augu fleiri
fyrir þessum málum og væri
æskilegt að meira kæmi af viti
frá öllum þeim skriffinnum
sem okkar rótgróna bók-
menntaþjóð á, er sniðið væri
fyrir einfaldan heim barna og
unglinga og sýndi þeim að það
eru einnig góðar hliðar á þess-
um heimi.
',,Mad“-bækurnar teljast nú
sjálfsagt saklausar bókmenntir
í flestra augum, en ekki verður
slíkt sagt um margar þær
barnabækur sem nú eru gefnar
út.
JÖHANNA
8SRGISDÓTTIR
DAGBLAÐIÐ. FOSTUDAtiUK 20. ÁC.UST 1976.
Það eru margir sem viija herinn burt með allt sitt hafurtask. Þessi mynd er tekin af Keflavíkurgöngunni í ár.
Amerískt
og
amerískt,
gott
og vont
Halla hringdi:
Það var mál til komið að
vakið væri máls á Kana-
sjónvarpinu á ný. Ég vil því
þakka Kristínu Magnúsdóttur
fyrir grein hqnnar í
Morgunblaðinu.
Ég skil aldrei þá stefnu sem
upp var tekin hér á landi að
stöðva útsendingar sjónvarps
frá Keflavík. Mér er kunnugt
um að til þessarar stöðvar er
dreift mjög góðu efni frá
sjónvarpsstöðvum í Banda-
rfkjunum. Það er með því bezta
sem hægt er að horfa á I
sjónvarpi. Þar er því ekki boðið
upp á.neitt rusl eins og er á
dagskrá íslenzka sjónvarpsins.
Þar eru okkur sýndir mjög
lélegir bandarískir þættir,
mesta ruslið úr öllu þvi flóði,
sem er framborið fyrir
sjónvarpsáhorfendur í Banda-
ríkjunum. Islenzka sjónvarpið
hefur ekki haft bolmagn til að
kaupa góða þætti, þess vegna
verða þeir að sýna þetta rusl.
Þegar verið er að tala um
málfar og að það megi ekki
menga íslenzkuna okkar
erlendum málum, hvers vegna
er þá verið að demba öllum
þessum amerísku þáttum yfir
okkur í íslenzka sjónvarpinu?
Ég hefði nú haldið að það væri
þá skömminni skárra að fá góða
ameríska þætti i staðinn fyrir
það lélegasta sem finnst.
Það ætti að opna Kana-
sjónvarpið á ný og leyfa öllum
landslýð að njóta góðs efnis.
en til hughreystingar Hrjáðum
sálum snýr hann ásjónu sinni
til bjartrar framtíðarinnar.
Kveðst hann hlakka mjög til
þess dags, er Islendingar fái
sjónvarpsefni gegnum gervi-
hnött. Vitað er þó að þar er um
að ræða framkvæmd sem langt
er í að sjái dagsins ljós og með
öllu óvíst að komist í gagnið á
næstu árum.
I þessari svargrein gegn
skrifum Kristínar er þess þó
getið að Visi hafi borizt fjöl-
margar óskir um endurprentun
greinarinnar í blaðinu, en þar
sér blaðið sér ekki fært að
koma til móts við óskir lesenda
sinna!
I dagbók Alþýðublaðsins
sama föstudag er einnig að
finna dágóðar endurtekningar
úr grein Kristínar, þar sem
Bragi Jósepsson geysist fram á
ritvöllinn og ræðst með oddi og
egg að núverandi skipulagi
útvarpsmála. En ennþá er
hnotið um Keflavíkursjón-
varpið sem enginn segir á
nokkurn hátt siðlausara né
síður boðlegt en hið íslenzka.
Samt sem áður virðist sú
nærtæka lausn í bili verða að
þoka fyrir þjóðerniskennd, ef
til vill að einhverju leyti upp-
gerðri, svo sem oft vill verða í
meðförum lýðskrumara. Enn
verða því íslenzkir sjónvarps-
áhorfendur að sætta sig við
huggunarorð forráðamanna
sinna i menningarmálum og
vona að senn rofi til og þing-
menn hætti að líta á kjósendur
sem eins konar „lama“-dýr, eða
skilningssljóa skammtaþega.
0G KANASJÓNVARP
Kristinn skrifar:
Þann 11. ágúst birtist i Mbl.
grein eftir Kristínu Magnús-
dóttur undir fyrirsögninni
„Sjónvarpsmál og sjálfs-
pyntingarstefna". Reifaði
Kristín þar sjónvarpsmál á
Islandi og var ekki vanþörf á.
Þegar í stað ollu skrifin miklu
fjaðrafoki í blöðum, enda ýft
upp sár sem „menningar-
miðlar“ okkar hafa haldið
löngu gróið og gleymjt, — Kefla-
víkursjónvarpið.
Telur Kristín upp fjöldann
allan af göllum íslenzka sjón-
varþsins, sem vart þarf að fjöl-
yrða um, svo sem sífelldar
endurtekningar sjónvarpsefnis
og eindæma niðurdrepandi
dagskrárefni, sem einna helzt
virðist sniðið til að fæla fólk frá
,.kassanum“.
Um þetta geta flestir verið
sammála, en hitt virðist koma
sárar við kaunin á „menn-
ingarofstopunum“ og það er að
Kristín nefnir Keflavíkursjón-
varpið sem lausn, a.m.k. til
bráðabirgða, lausn sem geti
stytt ýmsum stundir sem eiga
óhægt um aðra skemmtan, svo
sem sjúklingum og öldruðum.
Þetta virðist sá biti sem sumir
eiga hvað erfiðast með að
kyngja og reyna þegar í stað að
drepa málið í fæðingu.
Sem dæmi um þetta má
nefna skrif „ÓT“ í Vísi sl. föstu-
dag. Virðist hann aðhyllast öll
rök Kristínar með Keflavíkur-
sjónvarpinu. Þrátt fyrir það
verður niðurstaða hans með
NEAREST RECRUITING STATION
öllu órökstudd, þ.e. að Kefla-
víkursjónvarpið um öll
byggðarlög samhliða því is-
lenzka sé ómerkilegt baráttu-
mál! En hvers vegna?
Þannig afgreiðir ,,ÓT“ málið,
FOR U.S.ARMY
„MENNINGAROFSTOPINN"