Dagblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 7
DACHKAÐIÐ. FÖSTl I)A(il H 20. AÖUST 1970. f Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum: 7 \ Val Robert Dofe þykir benda til vaxandi hörku í baráttunni . Ford, forseti Bandaríkjanna og frambjóðandi republikana til forsetakjörs, sem fram fer 2, nóvember, n.k., tilkynnti í gær, að hann hefði valið öldunga - deildarþingmanninn Robert Dole frá Kansas-fylki sem vara- forsetaefni sitt, Kom val hans nokkuð á óvart en vitað er að Dole er mikill baráttumaður. Helzt er honum fundið það til foráttu, að hann var einn helzti varnaraðila Nixons forseta meðah á Watergate-hneykslinu stóð. „Dole er keppnismaður, sem Yill vinna i samvinnu við aðra, og skoðanir hans og rnínar fara algjörlega satnan,'1 sagði F’ord, er hann tilkynnti val sitt. Með því er ljóst að Ford Erlendar fréttir REUTER Argentína: OmarActis skotinn til banaígœr Vinstrisinnaðir skæruliðar skutu herforingja sem kominn var á eftirlaun, til bana í Buenos Aires í gær er hann var að ganga yfir götu skammt frá heimili sínu í einu úthverfa borgarinnar að sögn lögreglunnar. Herforinginn. Omar Actis, hafði nýlega verið kjörinn formaður nefndar, sem sjá á um skipulag allt varðandi heimsmeistaramótið í knatt- spyrnu, sem fara á fram í Argen- tínu árið 1978. Þá var forstjóri Fiatverksmiðj- anna í borgitini Cordoba þar i landi skotinn til bana af vinstri- sinnuðum skæruliðum er hann var á leið til vinnu i bíl sínum. Pointe-A-Pitre: Enn biða menn iniffi vonar og ótta: Telja að fjallið safni kröftum Vísindanienn, sem fylgjast rneð þróun eldgossins í Soufriere, eldfjallinu á eyj- unni, segjast óttast það einna helzt nú, að sprengikraftur fjallsins safnist sanian og að fjallið geli sprungið á hverri stundu með gífurlegum krafti. Ekkert gos var í eldfjallinu í gær og þratt fyrir hættuna, sem yfir vofir. var sumum af þeitrt 72 ibúum, sem fluttir hafa verið lil nálægrar eyjar, leyft að fara i stuita ferð heim til þess að sækja nauðþurftir. hyggst berjast harkalega í stað þess að fara hægt í sakirnar, eins og menn höfðu búizt við. Þeir eru báðir taldir hægfara íhaldsmenn. Robert Dole var formaður Repúblikanafiokksins á meðan á Watergate-hneykslinu stóð og hann varð oft til þess, að verja Nixon í ræðu og riti. Ford sagði í gær, að hann hefði samþykkt k.jör flokksþingins á þeim for- sendum að hann myndi kæra sig kollóttan um spár og spá- dóma, sem væru flestir Jimmy Carter í vil, en einbeita sér heldur að því að sigra í kosningunum, sem nú far í hönd. Kobért Dole, kona hans Elisabet, Betty og Gerald Ford, val sitt á varaforsetaframbjóðanda í gær. Bandaríkjaforsetj, eftir að hann hafði tilkynnt Gekkst undir kynbreyt- ingu — fœr ekki að keppa Dr. Renee Richards, sem fyrrum var karlntaður, á nú í deilu um hvort hún fær að taka þátt í meistarakeppni Bandaríkjanna í tennis sem kona. Hún neitar að gangast undir venjulega kynskoðun og hótar málaferlum. Dr. Richards, sem er augn- sérfræðingur, var áður dr. Richard Raskind. Gerð var á honum kynskipting, sem breytti öllu. I viðtal; sagði dr. Richards: „Ég tel að ég ætti að fá að taka þátt í kepþninni í Forest Hills í New York, vegna þess að ég er löglega, andlega og félagslega kona, ekki karl.“ Talið er hæpið að sjónarmið hennar verði tekiatil greina. Þing hlutlausra ríkja: VILJA SCTJA FRAKKA OG ÍSRACLS- MCNN í 0LÍUBANN Þing hinna svonefndu hlut- lausra ríkja, sem nú er haldið í Colombo á Sri Lanka, hefur lýst yfir stuðningi við málstað frelsis- hreyftnga Afríkúríkja og hvetur til þess, að komið verið á banni við olíuinnflutningi til tsrael og Frakklands vegna vopnasölu þessara ríkja til stjórnar S- Afríku. Á þinginu, þar sem 85 þjóðir eiga fullrúa, sitja ennfremur full- trúar allra helztu framleiðslu- ríkja á olíu, að íran undanskildu. Þa hefur þingið hvatt öryggis- ráð Sameinuðu þjóðanna til þess að banna innflutning á vopnum til S-Afriku. I samþykkt þingsins segir enn- fremur, að Frakkar séu for- dæmdir fyrir að vilja selja S- Afríkustjórn kjarnorkuofna og kafbáta og ísraelsmenn fyrir að selja þeim létt herskip búin eld- flaugum. HLAUT ALLT AÐ 600 ARA FANGELSI Maður nokkur hefur verið dæmdur í 200 til 600 ára fang- elsi í Chicago fyrir að hafa drepið póstþjón með hagla- byssu. Hinn ákærði, Ronald McClellan, 32 ára, var fundinn sekur um að hafa skotið póstþjóninn, Robert Dietz, í bakið með hlaupsagðari haglabyssu á stuttu færi, en Dietz var við bréfaútburð. Enda þótt hér sé um að ræða einn strangasta dóm, sem felldur hefur verið síðan dauðarefsing var afnumin, mun McClellan geta sótt um að verða látinn laus til reynslu eftir ellefu ár. Líbanon: BARDAGAR BLOSSA UPP ENN Á NÝ 1^2 1« 1 iftCW ' i # Skotmenn beggja aðila í borgarstyrjöldinni í Líbanon skutu á íbúðarhverfi hvor annars í höfuðborginni Beirút í gær, þrátt fyrir tilraunir til að halda vopnahlé og að koma á friði sem reynzt gæti varan- legur. Palestínumenn og flokkur hægri sinna, Falangistar, samþykktu fyrir tveim dögum að hætta skotárásum á íbúða- hverfi en árásir þessara hafa að vonum valdið miklu mannfalli óbreyttra borgara þar í borginni. Hins vegar gættu menn ekki að því, að ekki var samið við ýmsa minnihlutahópa hinna stríðandi aðila og hófu þeir skothríð í gær og sagði útvarpstöð hægri sinna að a.m.k. 15 manns hefðu látið lífið í árásinni. Þá hafa bardagar haldið áfram í fjallahéruðunum austur af höfuðborginni, þar sem fréttaskýrendur halda fram að til úrslita kunni að draga innan skamms. Enn einu sinni hafa átökin blossað upp í Beirút og víóar í Líbanon. Ekki var samið við alla aðila hittna stríðandi afla og hófu þeir því skothríð á íbúðahverfi. Hér má sjá lík fólks i Tel-AI Zaatar búðununt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.