Dagblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 23
DACBI.AfílÐ. KÖSTL DACUK 20. AGÚST 1976. d Utvarp 23 Sjónvarp p , -------------------------------- Utvorp kl. 17,30: Lœrði mólið af bókum en bjargaði sér prýðilega r segir fró Spónarför sinni „Ég fór í Spánarförina í til- efni af sextugsafmæli mínu í fyrra sumar," sagði Sigurður Sigurmundsson bóndi í Hvítár- holti, sem flytur Hugleiðingu um Spánarför í útvarpinu í dag kl. 17.30. Er það fyrri hlutinn sem er á dagskránni f dag, og verður síðari hlutinn fluttur á sama tíma á morgun. „Þetta er ferðalýsing jafn- framt því sem stjórnmálasögu Spánar alveg frá dögum borg- arastríðsins er ofið inn í og einnig fjalla ég um valdatíma Francos hershöfðingja. Ég tala spönsku sjálfur, en þetta er í fyrsta sinn sem ég hef komið til landsins, en á árunum samdi ég spánsk-íslenzka orða- bók. 1 Spánarferðinni fór ég með sænskri ferðaskrifstofu til Sevilla og Cordoba og þótt ég hefði aðeins lært málið af Sólbjartar baðstrendur Spánar hafa löngum freistað íslend- inga, en það er fleira á Spáni en baöstrendur. Sigurður bóndi i Hvítárholti segir okkur frá því, sem fyrir augu hans bar,í út- varpinu í dag. bókum fyrir tuttugu árum tókst mér ágætlega að bjarga mér á málinu. Það var mjög gaman að koma þarna og geta talað við fólkið sjálft. Ég hafði ekki aðstöðu né tækifæri til þess að fara í þetta ferðalag fyrr en ég hélt upp á sextugsafmælið. Ferðin tók hálfan mánuð." — Hefurðu verið bundinn yfir búskapnum lengi? „Ég er búinn að vera bóndi síðan 1942 og ekki lagt i það að fara frá fyrr, en ég vona að ég fái tækifæri til þess að fara aftur. Þá langar mig til þes's að dvelja lengur í landinu og læra málið fullkomlega. Það er ekki nóg að læra tungumál af bókum, en það er líklega ekkert tungumál eins vel fallið til sjálfsnáms og spænska, því framburðurinn er mjög nærri ritmálinu. Ég hef mikinn áhuga á tungumálum og langar til þess að læra rómönsk mál, sem eru mjög útbreidd í heiminum," sagði þessi íslenzki bóndi, sem við fáum að hlýða á í dag og á morgun. kjúklingar og bananahýði suður ó Spóni — Hörundsflúr í Houston — Lygasagan fœrði fyrirsœtunni heimsfrœgð — Kappaksturshetjan Stirling Moss — Útvarp kl. 22,55: ÞJÓDLEG TÓNLIST í KVÖLD „Ég ætla að spila eitt eða tvö lög af nýútkominni plötu með hljómveitinni Jefferson’s Star- ship er nefnist Spitfire," sagði Guðni Rúnar Agnarsson. þegar við spurðum hann hvað yrði á dagskrá hjá honum og Ásmundi Jónssyni í Áföngum i kvöld kl. 22.55. „Þessi hljómveit hefur verið lengi í gangi í Bandaríkjunum en hlaut alveg sérstakar vin- sældir á sl. ári þegar þeir gáfu út plötu er heitir Red Octupus. Hún hlaut alveg frábæradóma. Spitfire fékk ekki eins góða dóma en mér finnst vissir hápunktar á henni mjög góðir, en það eru nokkur lög sem draga plötuna niður. Innan um eru frábær lög sem gera plötuna verulega eigulega og vel þess virði að leggja eyrun við henni. Síðan ætla ég að leika eitt lag sem flutt er af skozkum þjóð- lagasöngvara og leikritaskáldi, Evan McColl. Fáir hafa gert eins mikið fyrir skozka þjóð- lagatónlist og McColI, en nú er hann að mestu hættur að syngja. Á seinni árum hefur hann aðallega verið að semja handrit og tónlist fyrir kvik- myndir og sjónvarp. I tengslum við það hefur hann einnig tekið að sér að skóla unga þjóðlaga- söngvara sem ætla að leggja fyrir sig vinnu við þá tegund leikhúsa sem nefnd er Folk theatre og byggir eingöngu á þjóðlegri arfleifð. Loks leik ég eitt lag af plötu með hljómsveitinni Incredible Stringband, sem stofnuð var í Edinborg árið 1965. Strax árið eftir gaf hljómsveitin út plötu sem varð mjög vinsæl. Þótti hún sameina skozk þjóðleg áhrif austurlenzkri tónlist og jass, — en Incredible String- band hefur verið mjög undir austurlenzkum áhrifum, og allra síðast verður lag af sóló- plötu eins hljómsveitarmanns- ins,Robin Williamsson," sagði Guðni Rúnar. A.Bj. Útvarp Föstudagur 20. úgúst 12.25 Veðurfregnir og fréttir Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Blómið blóðrauða" eftir Johannes Linnankoksi Axel, Thorsteinson les (14). 15.00 Miðdegistónleikar.Christian Ferras og Pierre Barbizet leika Sðnötu í A- dúr fyrir fiðlu og pianð eftir César Franck. Melos-kvartettinn 1 Stuttgart leikur Strengjakvartett nr. 2 í C-dúr - (D32) eftir Franz Schubert 15.45 Lesin dagskrá nnstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphom. 17.30 Hugleiðing um Spónarför Sigurður Sigurmundsson bóndi í Hvítárholti flytur fyrri hluta. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. Fróttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mól. Helgi J. Halldórs- son flytur þáttinn. 19.40 íbróttir Umsjón: Jón Asgeirsson. 20.00 Fró listahótíðinni í Björgvin í sumar Ursula og Heinz Holliger leika ásamt St. Johns Smith Square hljóm- sveitinni Hljómsveitarstjóri: John Lubbock. a. Sinfónía í G-dúr eftir Giovanni Battista Sammartini. b. Þrír dansar fyrir óbó, hörpu og strengja- sveit eftir Frank Martin. c. Óbókonsert í d-moll eftir Tommaso. Albinoni. 20.35 Athvarf hins allslausa. Séra Arelíus Níelsson flytur síðara erindi sitt. 21.uO Þjóölagakvöld. Guðmundur Gnsson kynnir tónlist frá útvarpinu f Stuttgart. 21.30 Útvarpssagan: „Stúlkan úr Svarta- skógi" eftir Guðmund Frímann. Gísli Halldórsson leikari les (14). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Til umrasðu. Baldur Kristjánsson stjórnar þættinum. .22.55 Áfangar. Tónlistarþáttur f umsjá. Asmundar Jónssonar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Laugardagur 21. úgúst 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8,15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbnn kl. 7.55. Morgunstund bamanna kl. 8.45: Ragnar Þorsteinsson endar lestur þýðingar sinnar á sögunni „Utungunarvélinni" eftir Nikolaj Nosoff (11). Óskalög sjúklinga kl. 10.25: Kristín Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 112.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 Út og suður. Asta R. Jóhannesdóttir og Hjalti Jón Sveinsson sjá um síð- degisþátt með blönduðu efni. (16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir). Sjónvarpíkvöld kl. 22,30: Fótbolti ó skjónum Rétt þykir aó vekja at- hygli á því að kl. 22.30 i kvöld þegar sýningu á bíó- myndinni lýkur verður sjón- varpað frá leik Fram og Vals sem fram fór I gær- kvöldi. A.Bj. ^ Sjónvarp Föstudagur 20. úgúst 20.00 Fróttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskró. 20.40 í fótspor Shackletons. Bresk fræðslumvnd um leiðangur Sir Ernest Henry Shackletons til suður- heimskautsins árið 1914 og björgun leiðangursmanna. sem misstu skip sitt í ferðinni. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 21.05 Reykjavíkur Ensemble. Guðný Guðmundsdóttir. Halldór Har- aldsson. Deborah Davis. Asdls Stross og Guillermo Figueroa leika pianó- kvintett eftir Robert Sehumann. ís- lensk þjóðlög I útsetningu Jóns Ásgeirssonar og dansa frá Puerto Rico. Stjórn upptöku Tage Ammen- dtup. 21.25 Þegar neyðin er stœrst... (You’re Telling Me). Bandarisk gam- arimynd frá árinu 1934. Aðalhlutverk W.C. Fields. Uppfinningamaður nokk- ur hefur fundið upp hjólbarða, sem geta ekki sprungið, en hann á í erfið- leikum með að koma uppfinningu sinni á framfæri. Dóttir hans er I tygjum við auðmannsson. en móðir unga mannsins vill ekki. að þau gift- ist. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 22.30 Dagskrárlok. nýtt í hverri Viku

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.