Dagblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. AGUST 1976. Frelsissvipting blaðamanna Dagblaðsins íSakadómi: REFSI-OG BÓTAKRÖFUR GEGN ÞEIM ER AÐ AÐGERÐINNISTÓDU Tveir blaóamenn Dag- blaðsins, þau Berglind Ásgeirs- dóttir og Árni Páll Jóhannsson voru tekin höndum er þau voru að störfum í mötuneyti nokkurra ríkisstofnana > fyrra- dag. Svo sem fram kemur í frásögn af þessum atburði í Dagblaðinu í gær voru þau stödd þarna þeirra erinda að taka ljósmynd af Karli Schiitz og freista þess að ná af honum tali. Karl Schiitz er þýzkur rannsóknarmaður sem er Saka- dómi Reykjavíkur til aðstoðar við rannsókn Geirfinnsmálsins og annarra mála sem kunnugt er af fréttum. \ þe.ssan handtöku og eftir- farandi I reisi.s: Ucrðingu fengu blaðamenmrnir enga skýringu. Ragnar Aðalsieinsson hæsta- réttarlögmaður tók að sér að gæta hagsmuna þeirra Berglindar og Arna Páls þar sem þau telja að á sér hafi verið brotinn réttur með þeim aðgerðum sem að framan greinir. í bréfum, sem lögmaður þeirra ritaði yfirsaka- dómaranum í Reykjavík, Halldóri Þorbjörnssyni, í gær, telur hann að þessar 'aðfarir Sakadóms séu grundvöllur til þess að reisa á refsi- og bótakröfur á hendur þeim sem að handtöku og frelsis- skerðingunni stóðu. Blaðamenn Dagblaðsins hafa og ákveðið að óska eftir því við stéttarfélag sitt, Blaðamanna- félag islands, að það fjalli um atburð þennan, enda hefur hér gerzt óvenjulegur atburður í starfi íslenzkra blaðamanna. BS Á myndinni sjást Ólafur og Arta Ingvarsson ásamt börnum sínum við afhendingu ibúðarinnar í gær. Fyrstu íbúðir Yerkamannobústaðanna af hentar í gœr: ÞAU FENGU FYRSTA LYKIUNN — Þetta eru óskapleg viðbrigði fyrir okkur að fá þessa íbúð því við höfum verið húsnæðislaus frá því í júní, sagði Arta Ingvarsson, en hún fékk í gær ásamt fjöl- skyldu sinni afhenta fyrstu íbúðina, sem stjórn verkamanna- bústaðanna lætur af hendi i Selja- hverfi, nánar tiltekið að Teigaseli 11. Eiginmaður Örtu, Ölafur Ingvarsson, er iárnsmiður og hafa þau allan sinn búskap búið í leiguíbúð en þau eiga þrjú börn á skólaaldri. i gær afhenti borgarstjórirtn, Birgir ísleifur Gunnarsson, þeim lykilinn að íbúðinni að viðstaddri stjórn verkamannabústaðanná og fleiri. Við það tækifæri flutti Eyjólfur K. Sigurjónsson formaður byggingarnefndar úvarþog óskaði nýju eigendunum til liamingju og hið sama gerði borgarstjórinn Hann tók einnig fram að sam- göngur við Breiðholtið yrðu tengdar við Seljahverfið fljótlega, því þangað myndi ganga tengivagn á hálftíma fresti. íbúðin sem Ólafur og fjölskylda hans fengu úthlutað er fjögurra herbergja og er kaupverð hennar 7 milljónir, en mun hins vegar vera 9 milljónir á frjálsum markaði. íbúðin er fullfrágengin með innbyggðum skápuin og teppalögó. Einnig fylgir sámeiginlegt þvottahús í kjaliara. -JB. Flotaforingjaskipti á Keflavíkurflugvelli: Sá nýi hefur verið hér fyrr sem yf irmaður flugdeildar Á þriðjudaginn kemur tekur nýr aðmíráll eða flotaforingi við herstöðinni á Keflavíkurflugvelli og heitir hann Karl J. Bernstein. Harold G. Rich, núverandi flota- foringi hættir þá eftir rúmlega tveggja ára stjórn hér og fer til Washington D.C. Bernstein hefur verið hér á landi fyrr, eða í sex mánuði á árunum 1966 og 1967 og stjórnaði hann þá flugeftirlits- sveit 10. Hann hefur verið í bandaríska sjóhernum í 34 ár og er útskrifaður úr þrem herskólum. -G.S. „RÍÓ borgi reikning minn" Helgi Hóseasson sœkir enn í sig veðrið ,,Ég er sko aldeilis ekki búinn að gefast upp fyrir ríkisótuktinni og _ held baráttunni ótrauður. áfram." Það eru ekki margir líklegir til að láta orð sem þessi falla og þú getur rétt, lesandi góður, ef nafn Helga Hóseassonar trésmiðs og skálds með meiru kemur upp í huga þinn. ÐB-menn mættu honum á gönguferð niðri á Hverfisgötu í gær og var mikill vígahugur í honum. Á skilti sem hann var með í förinni var áletruð vísa sú, sem Helgi setti á skattskýrslu sína í vetur og lét það duga til framtals sínum aurum. í vísunni segir að ,,RÍK“ (ríkisstjórn íslenzkra óþokka) skuli borga gjöld hans þetta árið og kveður Helgi það ekki nema sanngjarnt eftir þrjózku þeirra í sinn garð. Aðspurður kvað Helgi sölu bókar sinnar, sem út kom í vetur, ganga heldur illa en það væri allt í lagi því með henni mundu þó alltént varðveitast á prenti samskipti hans og stjórnvalda. Sem kunnugt er hefur Helgi barizt fyrir því að vera strikaður út úr kifkjubókum auk þess sem hann vill láta bæta því við í þjóðskrána, að hann hafi riftað skírnarsáttmála sínum við kristna kirkju. Heldur hefur afgreiðsla þessa máls gengið treglega, en sem fyrr segir er smiðurinn ekki á því að gefast upp; því hann mun halda baráttunni hikstalaust áfram. JB RL(),.S"rlt,EtIA ÁRIB Hér stendur Helgi með skilti það sem skikkar stjórnvöld til að standa straum af kostnaði við opinber gjöld hans þetta árið. (DB-mynd Bjarnleifur). Þannig lítur Teigasel 11 út að utan. Laxárbœndur mótmœla ásökunum á sig í útvarpsþœtti: Mistökin fyrst og f remst á ábyrgð Laxárvirkjunarsljórnar ,,Sannleikurinn er sá að mestu mistök við síðustu virkjun Laxár eru þau að nokkurn tíma skyldi í hana ráðizt. Auðvitað eru þau mistök fyrst og fremst á ábyrgð Laxár- virkjunarstjórnar," segir orðrétt í athugasemd frá Land- eigendafélagi Laxár og Mývatns vegna útvarpsþátta Páls Heiöars Jónssonar um orkumál. Telja þeir að í þátlunum hafi verið liallað á landeigendur með einhliða málflutningi þegar Laxárvirkjun bar oft- sinnis á gónta og benda á að t.d. í þætlinum 3. ágúst sl. hafi þrír stjórnarmenn Laxárvirkjunar komið fram — þeir menn sem einsýnastir hafa reynzt sem talsmenn fullvirkjunar við Laxá og hlífðarleysis við sjónar- mið bænda og þeirra annarra sem vernda vilja náttúruverðmæti Laxár og Mývatns, svo orðalag athuga- semdarinnar sé notað. Þá segir orðrétt um Gljúfur- versvirkjun, en Laxárdeilan hófst vegna hennar: „Sú virkjun var hönnuð og undir- búin án þess að eiga nokkra stoð í lögum, án þess að nokkurt samráð væri haft við alla þá fjölmörgu bændur í sex hreppum sýslunnar, sem hefóu fyrir hana orðið að líða skaða á löndum og verðmætum og án þess að nokkur tilraun væri gerð til að meta tjón á eignum eða óbætanlegum náttúruverð- mætum." Þá rekja bændur að bent hafi verið á aðrar leiðir svo sem línu að sunnan, gufuvirkjun i Bjar'narflagi o. fl. sem ekki hafi verið hlustað á, og segja orðrétt: „Það er þessi þrjóska Laxárvirkjunarstjórnar og ráðgjafa hennar, sem skapað hefur vandræðin, þeirra er ábyrgðin en ekki okkar." Að endingu undrast bændur og mótmæla harðlega þeim vinnubrögðum Páls Heiðars að stofna til umræðuþáttar í út- varpi um Laxárdeilu og af- leiðingar hennar án þess að annar aðilinn, þ.e. Iand- eigendurnir, eigi kost á að túlka sín sjónarmið um leið. Í viðtali við blaðið vegna þessarar óánægju bændanna sagði Páll Heiðar fyrir nokkru að Laxárdeiluna hlyti óhjákvæmilega að bera á góma í umræðu um orkumál og hafi hann siður en svo beint umræðunni inn á þær brautir. -G.S.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.