Dagblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 17
. 17 DACBLABIÐ. FÓSTUDAGUR 20. ÁGUST 1976. Sunnan kaldi og rígning fram eftir morgni en síöan suövestan kaldi og skúrír. Hiti 8—10 stig. Birgir Kjaran, Ásvallagötu 4, lézt 12 þ.m. Hann var fæddur í Reykjavík 13. júni 1916 og voru foreldrar hans Magnús Kjaran stórkaupmaður og Soffía Kjaran fædd Zimsen. Hann útskrifaðist úr Menntaskólanum árið 1935. Hann starfaði mikið að félags- málum í'skóla. Birgir hóf háskóla- nám og.valdi sér hagfræði. Fór hann haustið eftir hann lauk menntaskólanámi til Kiel i Þýzkalandi. Birgir hafði alla tíð mikið yndi af bókum, sem vafa- laust hefur verið arfur úr föður- garði. Faðir hans var mikill bóka- maður og eigrlaðist með árunum mikinn kost valinna bóka. Birgir veitti Bókfellsútgáfunni forstöðu meðan hún starfaði eða um nærfellt aldarfjórðungsskeið. En Birgir lét sér ekki nægja útgáfu bóka, heldur skrifaði hann sjálfur bækur. Stjórnmálaafskipti Birgis mörkuðu spor í stjórnmála- baráttuna. Árið 1950 var hann kjörinn í bæjarstjórn Reykjavíkur og sat þar í fjögur ár. Árin 1952-1955 var hann formaður Landsmálafélagsins Varðar. Þegar hann hætti for- mennsku í Verði tók hann við formennsku í þýðingarmestu samtökum flokksfélaganna í Reykjavík, Fulltrúaráðinu. Alþingismaður var Birgir kjörinn í haustkosningum 1959 og sat þá á þingi eitt kjörtímabil. Síðan hvarf hann af þingi eitt kjörtímabil, að eigin ósk en var kjörinn aftur 'a .þing sem þingmaður Reykvíkinga 1967. Nátturuvernd hafði ávallt verið honum mikið hjartans mál og var hann formaður Náttúruverndarráðs um nær áratugar skeið. Hinn 1. júlí 1941 kvæntist Birgir eftirlifandi konu sinni Sveinbjörgu Helgu Blöndal. Foreldrar hennar voru Sóphus Blöndal, framkvæmdastjóri á Siglufirði og Ólöf Hafliðadóttir Blöndal. Þeim varð fjögurra dætra auðið, en urðu fyrir þeirri miklu sorg að missa eina dótturina á fyrsta ári. Dæturnar þrjár eru Olöf, gift Hilmari Knudsen verkfræðingi, Soffia gift Pálma Jóhannessyni lic.es.lettres, og Helga gift Ólafi Sigurðssyni verkfræðingi. Þóroddur E. Jónsson stórkaup- maður, Hávallagötu 1, lézt aðfara- nótt föstudagsins 13. ágúst. Þóroddur fæddist á Þóroddsstöðum í Ölfusi 6. maí 1905. Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi þar og kona hans Vigdls Eyjólfsdóttir frá Grímslæk í Ölfusi. Það lá ekki fyrir Þóroddi að fara að sið feðra sinna og stunda búskap. A f.vrstu Reykja- víkurárunum 1921 tíl 1926 stund- aði hann eins og þá var títt hverja þá verkamannavinnu sem til féll. Arið 1926 hóf hann síðan nám við Verzlunarskóla íslands og lauk þaðan námi árið 1928. Að loknu námi þar var hann síðan eitt ár í framhaldsnámi í Vínarborg. Arið 1930 stofnaði hann eigið heild- sölufyrirtæki. Þóroddur kvæntist eftirlifandi konu sinni, Sigrúnu Júlíusdóttur, þann 28. október 1939. Þau eignuðust fjögur börn: Jón lögfræðing, kvæntan Ástu Ragnarsdóttur, Sverri forstjóra, kvæntan Ingibjörgu Gísladóttur, Ingunni Helgu, gifta Ingimundi Gíslasyni lækni og Sigrúnu Þór- dísi menntaskólanema. Þóroddur eignaðist einn son, Skafta flug- umsjónarmann í fyrra hjóna- bandi. Skafti fórst í bilslvsi 1962 Hann var kvæntur Valdísi Garðarsdóttur Barnabörn Þórodds eru 13 talsins og barna- barnabarnið eitt. Þórarinn Helgason, frá Látrum í Mjófirði við Djúp andaðist 14. þ.m. og verður jarðsettur I dag í Vatnsfirði. Þórarinn var fæddur á Látrum 14. október 1885. Foreldrar hans voru Helgi Einarsson bóndi á Látrum og kona hans Þóra Jóhannesdóttir. Helgi tók við búi af föður sínum árið 1918 og bjó sjðan á Látrum samfellt til 1955 að hann brá búi. Með fyrri konu sinni, Kristínu Runólfsdóttur frá Heydal, eignaðist hann þrjú börn er upp komust, Helga bónda í Æðey, sem kvæntur er Guðrúnu Lárusdóttur frá Æðey, Runólf deildarstjóra í menntamálaráðuneytinu og Krislínu, er giftist Guðfinni Magnússyni, núverandi sýslu- skrifára á Patreksfirði en hún andaðist f.vrir- nokkrum árum. Með síðuri konu sinni, Hjálmfríði Bergsveinsdóttur, eignaðist Þórarinn einnig þrjú börn, Guðr- únu, gifta Nikulási Sigfússyni, yfirlækni, Braga og Sigríði, gifta Sigurþór Jakobssyni listmálara. Sigríður Jónsdóttir lézt 14. júlí sl. Fæddist á Svarfhóli í Svínadal 14. marz 1903. Foreldrar hennar voru þau hjónin Guðbjörg Jóhanns- dóttir frá Grafardal i Skorradal og Jón Þorsteinsson, bóndi frá Þórustöðum í Svínadal. Barn að aldri fluttist Sigríður með for- eldrum sínum að Grafardal og síðar að Glammastöðum. Én árið 1915 brugðu þau búi og fluttust til Reykjavíkur. 5. febrúar árið 1937 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Sigurbirni Sveins- syni, járnsmíðameistara, ættuðum frá Akranesi. Þau hjónin hófu búskap á Akranesi og •áttu þar heima um árabil en fluttu síðan til Reykjavíkur., Þeim hjónum varð ekki barna auðið en eina fósturdóttur ólu þau upþ, Guðlaugu, sem kom til þeirra ársgömul og gengu þau henni í foreldra stað. Guðlaug er gift Þorsteini Egilssyni og eru þau búsett i Reykjavík. Helga Halldórsdóttir, Safamýri ‘ 40, lézt í Landspitalanum 18. ágúst. Árni Ragnar Magnússon, prent- ari, Amtmannsstíg 6, andaðist að- fararnótt 17. ágúst. Arni Einarsson, verzluninni Minni-Borg Grímsnesi, lézt í Borgarspítalanum 17. ágúst. Með sfld til Keflavíkur Síld heíur verið fremur fáséður fiskur á Suðurnesjum undanfarin ár, en svo brá við í gær að mb. Gunnar Hámundar- son kom með 40 tunnur sildar til Keflavíkur, veiddar í reknet vestur í Jökuldjúpi. „Við vorum búnir að leita á gömlu góðu miðunum, í kringum Reykjanesið," sagði Þorvaldur Halldórsson, skipstjóri á Gunn- ari, ,,en fengum aðeins nokkrar síldar í fjórum lögnum, svo ekki var annað að gera en freista gæfunnar fyrir vestan.“ „Og láttu það fylgja með,“ gall við í Jónatan Agnarssyni stýri- manni, „að mjög nauðsynlega þarf leitarskip til-að finna rek- netasíldina, — það fóru fjórir dagar í leitina hjá okkur.“ Og því er hér með komið á fram- færi. Þorvaldur skipstjóri sagðist fagna þvi að komast á reknet að nýju. . Síldin væri ávallt heillandi, en hann sagðist bara ekki muna hvenær hann hefði Með síldarnar í höndunum eðg við mælingu eru þeir Jónatan Agnarsson t.v. og Þráinn Árnason t.h. stundað veiðar í reknet seinast, — svo langt væri umliðið. Sildina kvað hann bæði feita og fallega og skipverjarnir brugðu máli á nokkrar og reyndust þær vera allt að 38 sm að lengd. „Úrvals hráefni,“ sagði Þorvaldur en síldin fer í frystingu hjá Baldri hf. í Kefla- vík. Nokkrir bátar eru nú að búa sig undir reknetaveiðar í Kefla- vík og Sandgerði, en að minnsta kosti einn hefur þegar hafið veiðar frá Grindavík. Þar með er hafin að nýju atvinnugrein sem ekki hefur verið stunduð svo neinu nemur á Suðurnesj- um um margra ára skeið. — emm Golfklúbburinn Keilir Opið mót verður haldið hjá golfklúbbnum Keili fyrir konur á morgun og hefst kh 2. Bæði verður leikið með og án forgjafar. Einnig átti að fara fram drengjakeppni um helgina en vegna sýnikennslu Jack Nicklaus hefur mótinu verið frestað. Hins vegar verður innanfélagsmót hjá drengjunum á morgun kl. 1. Félag einstœðra foreldra — Flóamarkaður Fólag einstæðra foreldra er að hefja undir- búning flóamarkaðs síns og biður félaga og alla sína mætu velunnara að taka til óspilltra málanna — við sækjum heim. Slmi 32601 eftirkl. 18. Útivistarferðir Prentsmiðjueigendur Vió óskum eftir að kaupa eftirtalin tæki, sem veróa aó vera í góóu ásig- komulagi: Pappírsskurðarhníf (lág- marksbr. 80—90 em) — brotvél (4ra blaða brot) — heftivél. Þeir sem hafa áhuga á að sinna þessu vinsamlegast leggi inn tilboó meó greinargóðum upplýsingum, á af- greióslu Dagblaðsins, merkt: „BÓKBAND“ fyrir 26. sept. nk. Laugardagur 21 /8 kl. 13. Helgafell: — Fararstjóri Friðrik Daníelsson. Verð 600 kr. Sunnudagur 22/8 kl. 13 Blákollur — Leiti: Upptök hraunsins sem rann i Elliðavog fyrir 5300 árum. Fararstjóri Einar Þ. Guðjohnsesn. Verð 700 kr. Fritt fyrir börn með fullorðnum. Brottför frá BSÍ að vestanverðu. Blaðburðarbörn Sigtún: Pónik og Gautar leika frá kl. 9-1. Sími 86310. Hótel Borg: Haukur Morthens og hljómsveit skemmtir og enska söngparið . The two of Clubs“. Opið til kl. 1. Sími 11440. Glaeisbaur: Stormar leika til kl. 1. Simi 86220. Hótel Sapa: Skemmtikvöld með Galdramönn- um og grínistuni endurtekið i Súlnasal i kvöld kl. 20.30. Opið til kl. 1. Simi 20221. Tjamarbúð: Hljómsveitin Eik. Gestur kvöldsins Sigrún Harðardóttir. Opið frá kl. 9-1. Sími 19000. RöAull: Alfa Beta skemmtir i kvöld kl. 11.30. Sími 15327. Klúbburínn: Logar og Lena. Opið frá kl. 8-1. Simi 35275. Tónabær: Fresh leikur til 00.30. Sími 35935. Ingólfs-cafó: Gömlu dansarnir í kvöld. Sími 12826. Skiphóll: Hljómsveit Gunnlaugs Pálssonar. Opið í kvöld frá kl. 9-1. Sími 52502. Festi Gríndavík: Haukar leika i kvöld Ilúsinu lokað kl. 11.30. Óöal: Diskótek. Opið til kl. 1. simi 11322. Sesar: Diskótek. Opið til kl. 1. Sími 83722. óskast í Kópavog, austurbœ: Hlaðbrekku, Fðgrubrekku, Þverbrekku BLAÐW i DAGBLAÐID ER SMA AUGLÝSINGABLAÐIÐ SIMI27022 ÞVERHOLTI 2 « Til sölu Notað Dunlop-max power, golfsett til sölu, einnig golfpoki og kerra. Uppl. i síma 20958 eftir kl. 17. Hópferð. Vegna forfalla eru nokkur sæti laus í ódýrri vikuhópferð til Osló 7.—13. sept. Rithöfundasamband íslands, sími 13190 og 36057. Lítið notuð Zanussi þvottavél, kringlótt borð (hnota), útvarps- tæki. burðarrúm, stórt bariiaiuin með dýnu og stóll til að láta á barnavagn til sölu. Allt vel með farið. Uppl. í síma 18255 eftir kl. 4. Nýlegur grillofn, baðborð, lítill baðskápur. miÍUð teppi á hjónarúm. eldáíkgaM fn ur og 2 tækifæriskjólar til siilu. Gott verð. Uppl. í sirna 72888 ó kvöld- in. Til sölu nýlegt 20 tommu Grundig sjónvarpstæki, Helkana ísskápur ca 200 1, gulur. Einnig harnavagga á hjólum. Uppl. i sima 83199. Vegna hrottflutnings er til sölu hluti af búslóð ásamt amerískum barnabílstól og upp- trekktri barnarólu. Uppl. í síma 92-1635 eftir kl. 6 á föstudag og laugardag. Nolað píanó, kommóða og tveir speglar til sölu. Sími 53568. Rafstöðvar. Hef til sölu margar stærðir rið- straumsrafala, 220 volta, rafsuðu- vél 300 amp. og dísilvél. Jón Gunnarsson, Þverá. Snæfellsnesi. Símstöð: Rauðkollsstaðir. Smiðajárn. Mjög fallegir smíðajárnskerta- stjakar. veggstjakar, gólfstjakar og hengikrónur til sölu. Gott verð. Upplýsingar í síma 43337 á kvöld- in og um helgar. Túnþökur til sölu. Upplýsingar í síma 41896. 1 Verzlun 8 Verzlunin Dunhaga 23 auglýsir: Barnaföt, prjónagarn, prjónar og ýmislegt annað. Komið og lítið inn. Verzlunin Dunhaga 23. Brúðuvöggur á hjólagrind, margar stærðir, hjólhestakörfur og margar stærðir af bréfa- körfum. þvottakörfum og hand- körfunt. Þá eru ávallt til barna- vöggur með eða án hjólagrinda, klæddar eða óklæddar. Blindra- iðn, Ingólfsstr. 16, sími 12165. Nýkomið gallaefni, hvítt og blátt. óbleyjað lérefl, lér- eft í dökkbláum og brúnum lit, sængurfataléreft í mörgum litum, kjólaéfni, blússuefni. terelyn blúndudúkar, straufrítt sængur- fatasett. straufritt sængurfata- efni. gæsadúnsængur og koddar. Póstsendum. Verzlunin Höfn, Vesturgötu 12, sími 15859. Konur—útsala. Konur innanbæjar og utan af landi. Hannyrðaverzlunin Lilja. Glæsibæ, býður ykkur velkomnar. Við erum með útsölu á öllum .vörum verzlunarinnar, svo sem hann.vrðapakkningum, rya, smyrna, krosssaum. góbelin, naglalistaverkum, barnaútsaums- myndum og^ámáluðum stramma. Heklugarnið okkar er ódýrasta heklugarn á íslandi, 50 gr af Hafnfirðingar — Hafnfirðingar, höfum opnað skrautfiskasölu. Verið velkomin. Opið frá kl. 5—8- f.vrst um sinn. Fiskar og fuglar Austurgötu 3. Mikið úrval af austurlenzkum handunnum gjafavörum. Borðbúnaður úr bronsi. útskornir lampafætur.út- skornar st.vttur frá Bali og mussur á ni lursettu verði. Gjafa- vöruverzlunin Jasmin h/f. Grettisgötu 64. Sími 11625. Óskast keypt Snittvél óskast keypt. Uppl. í síma 25692. ísskápur og sjónvarp óskast til kaups. Uppl. í síma 81541. Gardínur — loftljós — stofu- hillur. Óska eftir að kaupa stofustóris, síðar utanyfirgardinur, loftljós og stofuhillur (vegg). Uppl. í síma 81549 eftir kl. 20.30 næstu kvöld. Miðstöðvarketill óskast, 10-12 rúmmetrar með tilheyran^ útbúnaði og rafmagnstúpu I sa- konar ketil. Uppl. í síma 94 ' og 94-3372.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.