Dagblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 14
1-1 DACBLAÐIÐ. FOSTUDAGUK 20. AC.JUST 1970. í hjólastól á konsert í London. Söngvaranum var þó bannað að halda áfram að troða upp og skipað að hvílast í að minnsta kosti sex vikur. Þeirri hvíld er nú lokið og hljómsveitin komin í fullan gang við að ljúka hljóm- leikaferð sinni um Bretland, sem var nýhaiin er Gary Holton fótbrotnaði. Híjómsveitin Heavy Metal Kids hefur verið mjög áberandi i brezkum tónlistarblöðum í sumar. Það vakti þvi athygli er söngvari hljómsveitarinnar, Gary Holton, braut á sér löpp- ina á hljómleikum í Plymouth. Holton lét fótbrotið ekki mikið á sig fá, heldur lauk hljómleik- unum og kom daginn eftir fram ÓMAR VALDIMARSSON Nýjar hljómplötur: SPILVERK ÞJÓÐANNA Núm VÆRIGAMAN AÐ SJÁ KTTA LÍKA núna) og taka upp í allt að 16-18 umferðum, var megnið af því sem á þessari plötu er, hljóðritað beint, bæði undirspil og söngur. Aðeins í einu eða tveimur undantekningartilfellum var gripið til þess ráðs að bæta við hljóðfærum, röddum eða öðrum ,,finessum“ eftir á. Þannig var þessi plata tekin upp á örskömmum tíma, á 16 klst. minnir mig einhver hafa sagt. Til samanburðar má geta þess, að Pelican-platan ,,Lítil fluga" var gerð á 220 tímum. En öllu má ofgera. Eg hef spilað þessa plötu mikið undanfarið. Það skal viðurkennast, að fyrst eftir að hún kom út áttaði ég mig ekki fyllilega á henni svo ég lagði hana til hlióar. Seinna kemur maður svo aftur að henni í bunkanum og fer að hugsa inálið á nýjan leik, og þá getur niðurstaðan varla orðið önnur en sú, að þessi plata hafi heppnazt skolli vel. Stundum finnst mér eins og Spilverkið sé að svindla á mér, maður þyrfti að fá að sjá þennan flutning fara fram. Sú stemmning, er skapazt hefur við upptökuna, kemur greinilega fram á plötunni ef maður hallar sér aðeins og hlustar í róleg- heitunum. Vissulega er klippt og skorið hér og þar, en það veit maður áður en maður fer að hlusta og gerir ráð fyrir þvi. Fyrsta plata Spilverksins var skeinmtileg. Þar voru hress lög og skondnir textar — eftir flesta þá sömu menn, sem sönn- uðu fyrstir með Stuðmanna- 'plötunni „Sumar á Sýrlandi'* að rock n’ roll er líka til á islenzku. Lögin á þessari nýju plötu eru liklega betri þegar á heildina er litið. Mörg eru stutt e'ða sett samrn úr fleiri bútum, smellin lög og lika gullfalleg lög, eins og „Miss You", ,,Winner“, „Old Rugged Road“ og fleiri. Textarnir, sem eru á ensku, eru hinsvegar sumir hálfleiðinlegir. Flutningur er pottþéttur, sér- staklega finnst mér alltaf gaman að heyra örvæntingar- fullan saxófón í lok síðu eitt, en fyrir honum er skrifaður maður að nafni Þorleifur. Raddir eru að vanda skínandi og fengur að Sigrúnu „Diddú“ Hjálmtýsdóttur, sem ekki var með á síðustu plötu. Það syngja ekki allar stelpur eins og hún, svo mikið er víst. Á þessari plötu gerist allt i rólegheitunum. Enginn þarf að óttast að hjartslátturinn verði of hraður við hlustun, og er það einn kostur við „Nærlífi" Spilverksins. Og nú, þegar sumri tekur að halla, er notalegt að heyra lög eins og „Summer’s Almost Gone." SPILVERKIÐ: Egill Ólafsson æfir sig á milli loia. SPILVERK ÞJÓÐANNA ..Noirlifi" LP—stereo Stoinar 007 Steinar h.f. 1976. Upptöku annarrar breiðplötu Spilverks þjóðanna var þannig háttað, að sem minnst var beitt af því, sem líklega er óhætt að kalla nútíma hljóðritunartækni I stað þess að nota allar rásir (8 þegar platan var tekin upp, 24 poc° er komin ót Logarí bœnum um helgina Vestmannaeyjahljómsveitin Logar verAur i Klúbbnum í kvöld og Festi í Grindavik annað kvöld ef guð lofar. Logar eru sjaldsóðir gestir ó meginland- inu en alltaf velkomnir. Nú hafa þeir fengið nýjan píanóleikara, Kristjón Óskarsson. Mannfjölgunin í hljómsveit- inni virðist hafa gefið henni gott „trukk", þvi hún vakti mikla hrifningu ó þjóðhótiö Vestmannaeyja fyrr i manuð- inum. Nónar segir fró Logum siöar. Myndin er af Óla Bach, trommara Loga. — ÓV BROSIÐ SETT UPP: Arni Páll fylgdist • með Ijósm.vndurum annarra blaða þegar þeir voru að taka mvndir af hljómsveitinni Paradís á blaðamannafundi. sem efnl var til í tilefni af útkomu fyrstu breiðskífu hljómsveitarinnar. Hljómsveitin gefur sjálf út plötuna sem hljóðrituð var í Englandi i vor. A henni eru tíu lög. flest efir Björgvin Gíslason gítarleikara. Heildarsvipurinn á plötunni eftir skamma heyrn gefur til kynna vandað popp og þrumandi rokklög eftir Björg- vin, sem er nú sjálfur að hefja lokaátakið við gerð sólóplötu sinnar. Paradís heldur til Færeyja í byrjun september og leikur þar í tíu daga, bæði á hljómleikum og dansleikjum í Þórshöfn og Klakksvík. OV FLO: Egill lengst til hægri. Taliö þaðan: Elias Arnason orgelleikari, Einar Arngrimsson, bassaleikari og songvari, Vignir Hallgrimsson trommuleikari, Július Jónasson gítarleikari. Myndin var tekin um miðnætti a Dalvik. Andagift: Gylfi Ægisson. Hvað kemur út úrFléfrá Dalvík? Norður á Dalvík er efnilegur fjórtán ára strákur sem heitir Egill Anotonsson er er hann frændi Gylfa Ægissonar. Egill er pianóleikari og söngvari hljómsveitarinnar Fló — sem lítillega minnzt á í nýlegri grein um Gylfa — og getur orðið góður í rokkmúsík. Fjórtán ára gamall er Egill náttúrlega ekki vanur hljóð- færaleikari. (Félagar hans í hljómsveitinni eru allir yfir tvítugt). Við erum ekki einu sinni viss um að hann kunni mjög mikið á hljóðfærið en það dugði a.m.k. í það sem við heyrðum hann gera. Miðað við að þetta er strákur sem er rétt að koma úr mútum þá er hann þeim mun skemmtilegri söngvari. Hann fór til dæmis laglega með hið vandasama Leo Saver-lag „Long Tall Glásses". Og Egill hefur útlit sem minnir á myndir af poppstjörnum þegar þær voru litlar. Hljómsveitin Fló — sem heitir eftir eiginkonu Sigga sixpensara — var stofnuð í fyrrahaust til að „þjóna staðnum", eins og liðsmennirn: ir sögðu okkur þar nyrðra ekki alls fyrir löngu. Fló virðist ágætlega hressileg hljómsveit, aðrir heimamenn sögðu hana halda uppi góðu stuði á böllum. —ÓV

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.