Dagblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 4
4 n AO.BLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. AGUST 1976. Húsgagnavershin Reykjavíkur hf. Brautarholti 2 Símar 11940 — 12691 Datsun 100 til sölu Höfum nokkra Datsun 100 1975 til sýnis og sölu á staðnum. Má greiða með 5 ára skuldabréfum. Markaðstorgið, sími 28590, Einholti 8. Mereedes Benz 230 1971 Fiat 124 station 1973, Volga 1974, Taunus Combi station 1973. Ilöfum kaupanda ad Volvo 1973—1974. Eru til sýnis á Markaðstorginu. Höfum allar gerðir bifreiða á söluskrá. Útvegum úrvals notaðar bifreiðar frá Þýzkalandi og víðar, auk varahluta. Markaðstorgið, Einholti 8, sími 28590. [ Erna ó jarðýtunni: ) „Ég fœ útrós héraa" „Þetta er í sjálfu sér ekki mikið, ég var á Payloader i fyrra og hann er miklu stærri," sagði Erna Gunnarsdóttir, 21 árs gamall menntaskólanemi, í viðtali við Dagblaðið um at- vinnu sína. en Erna vinnur á stórri (20 tonna) jarðýtu uppi á öskuhaugum. „Payloaderinn bilaði og strákarnir hafa verið að kenna mér 'á ýtuna að undanförnu.“ Erna kvaðst hafa unnið á skrifstofu hjá bænum — loks- ins þegar við gátum fengið hana til þess að taka sér örlitla pásu og spjalla við okkur —,,en þetta er miklu fjölbreyttari vinna og mun skemmtilegri. Auk þess er þetta ágætlega borgað miðað við að húka inni á skrifstofu, ég myndi ekki vilja skipta fyrir nokkurn mun,“ sagði Erna. „Ég hef um 35 þúsund krónur á vikur svo það verður að teljast ágætt. En þetta er líka mikil vinna.“ Með þessari vinnu sagðist Erna geta veitt sér það sem hún vildi meðan hún væri í námi og þyrfti ekki að vera upp á for- eldrana komin eins og svo margir námsmenn. „En hins vegar skil ég ekkert í því að þið viljið vera að tala þetta við mig, það er ekkert merkilegt þó að kvenmaður taki að sér svona starf — þetta er gott starf sem ég fæ mikla útrás í, hér er hægt að öskra og garga ef maður er í vondu skapi," sagði Erna Hvort hún væri oft i vondu skapi? „Nei, sjaldan." —HP. „Blessaðir verið þið ekki að taka mynd af mér, ég fæ ekki seo ao pao sé neitt fréttnæmt, þó að kona vinni á jarðýtu,“ hrópaði Erna til okkar. DB-mynd Arni Páii Ungir Breiðhyltingar fá hœpna dœgradvöl: „Viltu gefa mér 50-kall — ég œtla að spila?" Fulltrúi lögreglustjóra sagði í viðtali við blaðið í gær, að hann biði eftir skýrslu um þennan stað og væri hún væntanleg i dag! Hefði hennar ekki verið óskað vegna kæru gegn staðnum heldur vegna þess að öll börn, sama hvaða aldri þau væru á. ættu aðeana að staðnum. Lögreglustjóraembættið þarf ekki að veita leyfi til opnunar slíks staðar en héilbrigðis- eftirlitið þyrfti að samþykkja staðinn. Hvort það hefur gert það fékkst ekki upplýst um í gær þvi A annarri hæð er stór og mikil kappakstursbraut. Hún fer í gang enginn starfsmaður þess er til gegn smágjaldi — og er mikið notuð. DB-m.vndir Arni Páll. Dyrabjalla hringdi nýlega í íbúð vió sex ibúða stigagang í Breiðholti, sem ekki er í frásögur færandi. Húsmóðirin tók upp dyrasíma sinn og þar heyrðist barnsrödd! — Viltu opna? Konan opnaði en sinnti kallinu ekki frekar þar sem hún taldi að barnið tilheyrði einhverri annarri íbúð í stigagánginum. Svo var hringt við hennar dyr og þar stóð snáði, ekki meira en 5 ára. — Viltu gefa mér fimmtíukall? — Gefa þér 50 kr. Hvað ætlarðu að gera við þá peninga? — Ég ætla að spila. Slíkt betl er ekki einsdæmi í Breiðholtinu ' síðustu daga. Ástæðan er sú að i Leirubakka 36 hefur verið opnaður „spilasalur." Þar eru alls kyns leiktæki, rafmagns-kúluspil, skotbakkar, bílabrautir og alls kyns rafknúin spilatæki. Þau eiga það sammerkt að ekkert er hægt við þau að eiga nema setja peninga i þar til gerð göt. í engu tækjanna er um að ræða möguleika a nokkrum verð- launum eða vinningi. Staðurinn hefur verið mjög fjölsóttur að því er virðist og dregur til sin börn og unglinga. Ekkert aldurstakmark er sett og því geta óvitabörn alveg eins komizt í ,,hasarinn“ eins og þau eldri. Það er oftast ös við rafmagnsknúnu kúiuspilin. staðar á skrifstofunni eftir hádegi. Ýmsir foreldrar líta staðinn óhýru auga því nú er ekki lengur um það að ræða að setja pening í sparibauk — flestir peningar barna, sem spilaástríðuna fá, hafna í þessum nýaðkomnu leik- tækjum. —ASt

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.