Dagblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 24
Sjúkrabif reið stórskemmdist í órekstri Eina sjúkrabifreiðin sem Njarðvíkingar hafa yfir að ráða stórskemmdist í hörðum árekstri í gærmorgun. Óhappið varð með þeim hætti að bifreið sem var að koma úr Njarðvík hugóist beygja af Borgarvegi inn á Reykjanes- braut. Beygði ökumaðurinn inn á veginn en lenti þá aftan á sjúkrabifreið sem var á leið að sækja sjúkling. Ök ökumaður sjúkrabifreiðarinnar með sírenuljós, en svo virðist sem ökumaður hinnar bifreiðar- innar hafi talið að nægilegt bil væri á milli bifreiðanna. Að sögn lögreglunnar í Kefla- vík er þetta eini nothæfi sjúkrabíllinn sem Suðurnesja- menn hafa yfir að ráða. Át'ti þessi að duga ásamt annarri sjúkrabifreið, sem ekki er lengur nothæf. Sagði lögreglan áð nú yrði að vinda bráðan bug að því að fá nýja bifreið. Ofe m.vndi ófremdarástand ríkja þangað til sjúkrabifreið feng- ist. — BÁ — eru Qgþoum Þeir voru að lagfæra gamla þakið á húsinu sínu þessir menn. Þök eru víða talin algjör nauðsyn, t.d. hefur bankakerfið komið sér upp útlánaþökum svo nefnt sé dæmi, og fleiri hafa farið að dæmi bankanna með þakgerð á ýmsum sviðum. Og þök mega ekki leka. A íslandi, einkanlega suðvesturhorni landsins, rignir meira en viðast á jarðkringlunni, svo það er eins gott að þökin taki ekki upp á því að leka. (DB-mynd Árni Páll.) Moður slasast við Sundahöfn Slys varð síðdegis í gær þegar unnið var við af- fermingu við skála Eim- skipafélags íslands við Sundahöfn. Maður sem þarna vann fekk handfang á strekkjara í höfuðið. Reyndust meiðsli hans það alvarlegs eðlis að hann var fluttur á sjúkrahús. —BA— Drengur slasast í Haf narfirði Drengur féll ofan af bílskúr siðdegis í gær, að Kelduhvammi 4. Drengur- inn var þarna að leik og mun hafa misst jafnvægið. Hann var fluttur á slysadeild en ekki er fuliljóst hversu al- varleg meiðsli hans eru. —BÁ— „Dularfullir" Rússar d sveimi við Surtsey - eru þar við hafrannsóknir að talið er „Dularfullt" rússneskt skip hefur sézt við Surtsey undan- farin kvöld. Kemur skipið þangað þegar kvölda tekur og heldur út með morgninum. Reyni fiskibátar að nálgast það, siglir það á brott. Skipið hefur sézt sunnan við Surtsey og eins hefur sézt til þess inn á milli skerja, Geirfuglaskers og Súlnaskers. 1 fyrrakvöld sáu skipverjar á Bergi skipið öðru sinni. Varðskipsmenn voru þá að setja vistir á land í Surtsey og var kallað til þeirra og þeir spurðir um erindi hins rússneska skips. „Það er leyndarmál" var svarið. í stjórnstöð Landhelgis- gæzlunnar fékk Dagblaðið þær upplýsingar í gær, að nokkur rússnesk skip væru hér við land í rannsóknarerindum. Væru ekki afskipti af þeim höfð vegna bréfs frá utanríkis- ráðuneytinu, sem veitti leyfi til veru þeirra hér. Landhelgis- gæzlan veit það eitt að hér er um að ræða það sem kallað er „Expedition Oceangraphic“. Hvað í því felst vissi stjórnstöð Gæzlunnar ekki. ÁSt Herjólfur bilaði Sjór flæddi inn í vélar Herjólfs í nótt er hann lá við bryggju í Vestmannaeyjum. Var fyrirhugað að skipið færi með farþega klukkan 8 1 morgun en öllum ferðum í dag hefur verið aflýst. Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum veitti vaktmaður þvi ath.vgli um t'jögurleytið í nótt að sjór var farinn að flæða út úr vélarúminu. Þegar að var gáð kom í ljós að vélarúmið var orðið yfirfullt af sjó. Ekki liggur enn ljóst fyrir hvernig þetta hefur atvikazt né hversú alvarlegar af- leiðingar þetta getur haft. — BÁ frjálst, úháð dagblað FÖSTUDAGUR 20. ÁGUST 1976. u Skiptir ekki sköpum — segir Ólafur Davíðsson hagf rœðingur um hagstœðan viðskiptajöfnuð í júlí „Þetta er sízt lakara, en viú hefðum átt von á, en ekki svo, að skipti sköpum,“ sagði Ólafur Davíðsson, hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun, um vöruskipta- jöfnuðinn, sem nú hefur verið okkur hagstæður í þrjá mánuði í röð. Síðasta spá hagfræðinganna var, að vöruskiptajöfnuðurinn, mismunurinn útfluttra og innfluttra vara, yrði óhagstæður um 11-12 milljarða á árinu. Breytir þetta þeirri spá? „Nei, það gerir það ekki ennþá,“ sagði Ólafur Davíðsson. „Þó bendir þetta frekar til, að hallinn kynni-að verða eitthvað minni.“ Ólafur sagði, að útflutningur áls hefði í ár átt gífurlegan þátt í umskiptunum frá í fyrra, þegar jöfnuðurinn var mjög óhagstæður einnig fyrstu mánuði ársins. Hins vegar mundi draga úr þessum áhrifum álsins, þegar lengra liði á árið í ár. Ólafur Jóhannesson ráðherra er bjartsýnni í Tímanum í morgun. Hann segir, að hagstæður vöruskiptajöfnuður síðustu mánuði gefi til kynna, að það sé að birta í lofti. „Það er erfitt að spá um það, hvort vöruskiptajöfnuðurinn verður hagstæður áfram. Ágúst- mánuður liefur alltaf verið talinn erfiður,“ hefur Tíminn eftir ráðherra. -HH. birtir ekki nöf n — Dagblaðið hefur undir höndum lista yfir úvísanamennina, en bður frumkvœðis Sakadóms Meint ávísanamisferli sem Seðlabankinn annaðist frum- könnun á, og hefur nú fyrir nokkru sent Sakadómi Reykja- víkur gögn um er þar enn í ranrisókn. Samkvæmt þeim uppjýsingum sem fengizt hafa eiga hér hlut að máli 26 aðilar, einstaklingar og fyrirtæki á stór-Reykjavíkursvæðinu. Víst er ^talið, að innbyrðis samvinna. hafi verið á milli aðallega þriggja hópa manna um að leggja innstæðulausar ávísanir á reikninga hver' annars í flestum bönkum, úti- búum þéirra og sparisjóðum. Hafi þannig verið búnar til bók- haldslegar innstæður, sem síðan var ávfsað á til skiptis. Þannig urðu milljónir og stundum milljónatugir króna, sem ekki voru til nema í þannig til komnum ávísana- reikningum, notaðar til marg- víslegra viðskipta. í þessu sambandi hafa verið nefndir fatainnflytjendur, veitingamenn, fjármálamenn í fasteignaviðskiptum og jafnvel enn stærri aðilar. Auðvitað eru þetta mestmegnis tilgátur manna á meðal og hætt við að fjölgi heldur en fækki á meðan sakadómur getur ekki birt nöfn þeirra, sem hér eiga hlut að máli. Enda þótt allt bendi til að stórfelld sjálfsafgreiðsla á fé bankanna hafi þannig viðgengizt um árabil er ekki vitað hvort gögn Seðlabankans eru grundvöllur ákæru og dómsáfellis yfir þeim sem henni hafa beitt. Yfirlýstur tilgangur þessarar rannsóknar í upphafi var sá að rannsaka hvort tékkaviðskiptj bentu til tengsla við Geirfinns- málið. Þetta var ekki skilið á annan veg en þann, að rann- sókn beindist að viðskiptum manna sem setið höfðu í gæzlu- varðhaldi vegna þess máls. Al- 'kunnugt var, hverjir þeir menn voru. Þannig verður yfirlýstum tilgangi rannsóknarinnar jafnað við nafnbirtingu á þeim mönnum. Engin önnur nöfn hafa verið birt enda þótt rannsóknin hafi leitt til óyggjandi sönnunar á stórfelldu ávísanamisferli 26 aðila. Hugsanleg aðild bankastarfs- manna eða vitund þeirra um ávísanamisferli, sem nær til miklu lengri tíma en tveggja ára, er einnig í rannsókn. Þá vekur það athygli að því fer fjarri að upplýsinga hafi verið leitað hjá öllum bönkum og bankaútibúum í þessari rannsókn, a.m.k. enn sem komið er. Enda þótt Dagblaðið hafi undir höndum óstaðfestan lista yfir þau nöfn, er hér koma við sögu, verður þó enn um sinn að virða réttmætt • frumkvæði sakadóms um birtingu nafna BS. Bangslysstaðurinn við Olafsvíkurenni: Þrjú slvs ó þrem dögum — ekki vitað um nein dlög d staðnum Slysstaourinn undir brekkunni vestan Ólafsvík- urennis, þar sem maður fórst á laugardagskvöldið er hjólaskófla valt þar, virðist vera orðinn álagablettur eða einhver ógæfustaður. Maðurinn sem fórst átti á leið sinni að sækja vatn í á þarna rétt hjá, fyrir eldhúsvagn vegavinnu- mannanna. Daginn eftir, á sunnudag, var annar maður þar á ferð f sömu erinda- gjörðum. Stanzaði hann á veginum til að fylgjast með er verið var að na hjólaskóflunni upp á veginn með jarðýtu. Af óskiljan- legum ástæðum sá jarðýtustjórinn ekki til hans og ók jarðýtunni á bílinn, en þá var maðurinn að fara út úr bílnum. Marðist hann illa á öðrum fæti, en segist þó hafa sloppið ótrúlega vel miðað við aðstæður. Á mánudaginn var svo hests saknað og hafin að honum leit. Fannst hann dauður í gjótu örskammt frá slysstaðnum og þykir með ólíkindum hvernig dauða hans kann að hafa borið að. Blaðið hafði samband við húsfreyjuna að Hárifi, sem er bær örskammt frá slys- staðnum. Sagði hún að sér væri ekki kunnugt um neinar sagnir af þessum stað í þau 40 ár sem hún hafi búið þarna, maður hennar, sem hefur búið þar í 60 ár, hafi aldrei minnzt á það. G.S./Ágústa T. ( Tékkasvikakeðjqn: J Fjöldi manns liggur undir grun meðan Sakadómur

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.