Dagblaðið - 21.08.1976, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1976.
5
„Partí aldarinnar" er f lugmálastjórar þinguðu hér:
Flugmálastjóri gaf
samstarfsmönnum
sínum morgungjafir
— kostnaður vegna útsýnisflugferða innan-
lands um 1 milljón — stöðug lögreglufylgd —
tvœr ráðherraveizlur — boð hjá forsetanum
„Okkur flugmönnum þykir
það hart — eftir að flugmála-
stjórinn lýsti því yfir í
sjónvarpsviðtali fyrir tæpu ári
að það væri beinlínis
lifshættulegt að fljúga hér
innanlands vegna skorts á
öryggistækjum og vegna
lélegra flugvalla sem stafaði af
peningaleysi Flugmála-
stofnunarinnar — að hann geti
nú, án þess að nokkrar endur-
bætur hafi verið gerðar á fyrr-
nefndu ástandi, haldið partí
fyrir flugmálastjóra Evrópu
upp á tugi milljóna króna og
verður þessa vafalaust minnzt í
framtíðinni sem veizlu
aldarinnar," sagði flugmaður í
viðtali við blaðið fyrir skömmu,
en hann er ekki einn flug-
. manna sem bent hefur blaðinu
á að kostnaður við veizluhöldin
hafi líklega farið fram úr öllu
hófi.
Blaðið hafði samband við
ritara flugmálastjóra og bað
um að fá dagskrá þessarar
heimsóknar flugmálastjóranna,
en hún var ekki föl, ritarinn
sagði hana búna.
Fundurinn var haldinn
dagana 2. til 6. ágúst sl. og þar
sem dagskránna vantar verða
aðeins tínd til þau atriði, sem
boðið var upp á, án tillits til
réttrar raðar.
Áður en flugmálastjórarnir
lögðu af stað hingað var
stöðvarstjóra Flugleiða í
London sent bréf þar sem á var
ritaður þríréttaður matseðill
sem gestirnir einir áttu að fá
um borð, listi um tegundir af
Brut kampavini og V.S.O.P.
koníaki og beðið um auka flug-
freyju til að þjóna þessum mjög
þýðingarmiklu gestum, eða
V
V.I.P gestum eins og það er
orðað.
Eftir því sem blaðið kemst
næst, var gestunum ekki boðið
upp á að aka til Reykjavíkur frá
Keflavíkurflugvelli, heldur
mun flugvél Flugmálastjórnar
hafg selflutt marga þeirra, ef
ekki alla, til Reykjavíkur, en
gestirnir koniu ekki allir
samtímis til Keflavíkur. Ekki
hefur fengizt staðfest að fleiri
smávélar hafi verið fengnar til
verksins.
Þá gaf Agnar Koefod-Hansen
flugmálastjóri starfsbræðrum
sínum morgungjafir á
morgnana, meðal annars
þjóðhátíðarpeninga, og voru
slökkviliðsmenn á Reykjavíkur-
flugvelli fengnir til að greiða
fyrir dreifingu þeirra.
Gestirnir, sem munu hafa verið
31, bjuggu á hótel Loftleiðum.
Veizla var þeim haldin eitt
kvöldið á Hótel Holti þar sem
aðalrétturinn var lambakjöt og
var lögð áherzla á að það væri
af gimbrum. Ekki hefur blaðið
fengið staðfest hvort veizla var
haldin á Hótel Sögu.
Þá var einn daginn flogið til
Vestmannaeyja með Fl, farið
þar í skoðunarferð og aftur til
baka. Annan dag var Fokker
vél frá Fl fengin sérstaklega til
að flytja hópinn til Mývatns,
þar sem veizlumatur beið á
borðum annars hótelsins.
Þaðan var ekið i skoðunarferð
til Akureyrar þar sem
Fokkerinn beið gestanna og
flutti til Reykjavíkur.
Þá þáðu gestirnir
hádegisverðarboð utanrikis-
ráðherra að Hótel Valhöll á
Þingvöllum, en þaðan var ekið
til Gullfoss. Eftir þvi sem
blaðið kemst næst, óku flug-
málastjórarnir aldrei um nema
í lögreglufylgd. Skammt frá
Gullfossi, við Tungnaá, biðu
gestanna tvær Otter flugvélar
frá Vængjum sem fluttu þá til
Reykjavíkur. Líklega það sama
kvöld þáðu þeir svo kokteilboð
hjá samgönguráðherra í
ráðherrabústaðnum.
Einn daginn óku þeir í
lögreglufylgd til Bessastaða í
boð til forsetans. Spánska
flugmálaráðherrann langaði
eitt sinn að skreppa upp i
Borgarfjörð, og bað flugmála-
stjóri Landhelgisgæzluna að
skutla honum þangað. Ekki var
farin sér ferð með hann. en
hann fékk nokkrú seinna að
fljóta með þyrlunni á leið henn-
ar út í varðskip úti af Vest-
fjörðum. Varð hann eftir í
Borgarfirði.
Blaðinu hefur verið bent á
fleiri atriði, sem ekki hafa enn
fengizt staðfest, en til að gefa
einhverja hugmynd um
kostnaðinn við þessa heimsókn,
hafa aðeins flugferðalög
mannanna hér innanlands
kostað um eina milljón, að flugi
flugmálastjórnarvélanna og
hugsanlega fleiri smávéla
slepptu. Loks má geta þess
að nokkrum dögum áður en
flugmálastjórarnir komu
hingað var reist stór, glæsileg
og dýr flaggstöng við flug-
turninn á Reykjavíkurflugvelli.
Blaðið reyndi í gær að ná tali af
Agnari Koefoed-Hansen flug-
málastjóra og grennslast nánar
fyrir um kostnaðarliði, en hann
er sagður i Grikklandi vegna
skrínar barnabarns síns þar.
-G.S.
*
Símaklefar í borginni:
Aldrei liðið eins langur
tími án skemmda
„Það hefur ekki verið svo mikiðv
um skemmdir á símaklefum að
undanförnu,“ sagði Ágúst Guð-
laugsson skrifstofustjóri bæjar-
símans.
„Þetta sumar hefur verið
nokkuð gott, en ástandið var
verra í vetur en þá höfðum við
ekki undan að gera við.
Það eru bara tveir símaklefar í
Reykjavík núna, annar á Lækjar-
torgi og hinn í Tryggvagötunni
fyrir framan Tollstöðina. Þrír eða
fjórir voru við höfnina á vegum
.Reykjavíkurhafnar en leggja varð
þá niður vegna þess hve mikið var
um að unnin væru skemmdarverk
á þeim. En þeir eru eitthvað að
endurskoða þessi mál núna. Mikið
öryggi er í að hafa slíka klefa á
almannafæri og einkennilegt að
klefarnir fái ekki að vera í friði.
Ekki erum við neitt spenntir
fyrir að setja upp símkiefa á fleiri
stöðum, þar sem reynslan hefur
verið slæm, og við erum hræddir
við að setja upp klefa á fáfarna
staði. Við höfum að vísu lítið haft
af símaklefanum í Tryggvagötu
að segja, því hann er svo að segja
beint fyrir framan miðbæjarstöð
lögreglunnar og þeir fylgjast með
honum. En aðal skemmdarverkin
hafa verið framin á klefanum á
Lækjartorgi.
Ekki er ég viss um hvaða sektir
eru við að skemma símaklefa.
Ætli það fari ekki eftir mati á
tjóninu. Það hefur aldrei náðst í
neinn af þessum skemmdar-
vörgum.“
-KL.
Biluná kœli í vél Herjólfs
Friðrik Öskarsson hjá útgerð
Herjólfs óskaði eftir þvi að koma
eftirfarandi á framfæri:
Það er algerlega tilhæiulaust
að sjór hafi flætt um borð í m/s
Herjólf. Það varð bilun á kæli i
vélinni en sjórinn, sem vakt-
maðurinn sá flæða út, var notaður
við kælingu. Sjórinn skemmdi
ekkert.
Allt gert fyrir sjúkrahúsið:
Blóm seld, skip máluð,
kaff isala og bingó
Félagar í Lionsklúbbi Seyðis- senn raflostgjafi og rafsjá, sem
fjarðar héldu upp á 10 ára afmæli sýnir hjartslátt sjúklings og gefur
um leið hljóðmerki, svo greina má
óreglu á hjartslættinum með sjón
og heyrn. Rafstraum fær tækið úr
innbyggðum rafhlöðum sem hlaða
má á mjög stuttum tíma.
Tækið kostaði 900 þúsund
krónur án aðflutningsgjalda sem
voru eftirgefin.
Þessi vegiega gjöf var afhent
sjúkrahúsinu i viðurvist bæjar-
ráðsmanna, hjúkrunarfólks og
klúbbfélaga. Hafði formaður
klúbbsins, sr. Jakob Ág. Hjálmars-
son, orð fvrir gefendum.
Fjár til tækisins var aflað með
sólarkaffisölu, bingói, getraunum,
sölu ióladagatala og blóma, skipa-
málun o.fl.
félags síns með þvi að afhenda
sjúkrahúsinu veglega gjöf. Er
þetta tæki til eftirlits og með-
ferðar hjartasjúklinga. Tækið er í
900 þúsund króna tækið afhent
sjúkrahúsinu.
Endurtekið: Karateheimsmeistari
--------1 í Laugardalshöllinni
Dönsku karatemennirnir slógu bókstaflega
í gegn í Laugardalshöllinni á fimmtudags-
kvöldið. Þeir endurtaka sýninguna kl. 13.30
í dag og verða þá með 1 klst. nýtt pró-
gramm. Sjáið Tanaka Sensei heimsmeist-
ara berjast við fimm fremstu karatemenn
Norðurlanda.
Síðasta tækifæri til að sjá einstakan
íþróttaviðburð.
Miðaveró aðeins kr. 400 fyrir börn og kr.
800 fyrir fullorðna.
Nýbakaðir islandsmeistarar Karatefélags Reykjavíkur sýna
undir stjórn Kenichi Takefusa 3. dan.
Handknattleiksdeild Leiknis
Athugið að sýningunni verður lokið óður en landsleikurinn hefst á Laugardalsvellinum