Dagblaðið - 21.08.1976, Síða 6

Dagblaðið - 21.08.1976, Síða 6
~ 1 inaasngn DAGBLAÐIÐ. LAUG ARDAGUR 21. ÁGÚST 1976. 5 vinsœlustu rokkhljóm- sveitir landsins í Laugardals- höllinni — á „Rock'N Roll Festíval 76" 1. september Mikið rokkhátíð, ,,Rock N’ Roil Festival ’76“, verður haldin í Laugardalshöllinni í Reykjavík að kvöldi 1. september nk. Þar koma fram fimm vinsælustu rokkhljómsveitir landsins, Paradís, Celcius, Fresh, Cabaret, og Eik, og leika í 30-45 mínútur hver. Fyrir þessari hátíð — sem ei hin fyrsta síðan Popphátíðin var haldin á sama stað 1969 sællar minningar — stendur ungur Reykvíkingur, Óttar Felix Hauksson, sem lengi hefur verið viðloðandi poppheiminn hér. ,,í>etta verður að ganga snar- lega og skipulega fyrir sig,“ sagði Óttar, þegar hann leit inn á rit- stjór DB í gær. „Hljómsveitirnar munu kynna það nýjasta, sem þær hafa fram að færa, töluvert frumsamið efni, og allir eiga að vera í góðu skapi.“ Forsala aðgöngumiða, sem kosta 2000 kr. stykkið, hófst í morgun víða um SV-hluta landsins. 1 Reykjavík eru seldir miðar í hljómdeildum Karnabæj- ar, verzlunum Myndiðjunnar Ástþórs, í Víkurbæ í Keflavík, Radíó- og sjónvarpsstofunni á Selfossi og verzluninni Eplinu á Akranesi. —ÓV Garðar í Kópavogi og Haf narfirði: FALLEGIR GARÐAR ÞRÁn FYRIR RIGNINGARTÍÐINA Gengiðfrá ógn- valdi við Tjörnina Lögreglunni tókst í gær- morgun að vinna á veiðibjöllu sem hefur verið skaðvaldur fuglalífs við Tjörnina. Gæzlumaður við Tjörnina hringdi í gærmorgun o g óskaði aðstoðar lögreglunnar, sem mætti á staðinn með byssu. Þegar lögreglan kom auga á veiðibjölluna var hún að ganga frá fullorðinni önd, en veiðibjallan leggst einkum á unga og ógnar lífríkinu við Tjörnina. Lögreglan skaut síðan veiðibjölluna og er vonazt til að jafnoki hennar taki sér ekki bólfestu þarna á næstunni. -BÁ- . Snyrtilegir og fallegir garður eru öllum augnayndi. En það eignast enginn fallegan garð nema með því að leggja mikla vinnu i hann, hvort sem aðstoð er keypt til þess eða ekki. Um nokkurra ára bil hafa yfirvöld í einstökum bæjum gert sér ljóst, að það fólk sem leggur svona mikla vinnu á sig til að fegra umhverfið eigi viðurkenningu skilið. Kópavogur Þar hlutu 4 garðar viðurkenningu og verðlaun í ár. Hildur Kristinsdóttir og Gunnar S. Þorleifsson fengu viðurkenningu fyrir garð sinn að Fögrubrekku 47. Gyðríður Pálsdóttir og Páll Marteinsson fyrir Borgarholts- braut 32. Þórdís Lúðvíksdóttir og Björgvin Ólafsson fyrir Birki- hvamm 1 og loks Ágústa Björnsdóttir fyrir garðinn við húsið Rein við Hlíðarveg. Þá voru veitt allóvanaleg verðlaun. Voru þau fyrir litaval á íbúðarhúsum. Hlutu íbúar húsanna að Nýbýlavegi 45a og Digranesvegi 14. viðurkenningu. Hafnarfjörður Tvö systkinabörn í Hafnar- firði hlutu tvær af fjórum viðurkenningum fyrir fallegustu garðana og umgengni við þá. Þriðja syst- kinabarnið hlaut viðurkenningu í fyrra. Að sögn Sveins Þórðarsonar nefndarmanns í Fegrunar- nefndinni, var garðurinn að Þúfubarði 4 fegursti garðurinn i Hafnarfirði að mati nefndarinnar. Þann garð hafa þau Steinunn Jónsdóttir og Guðjón Sigurjónsson útbúið. Garðurinn að Þrastarhrauni 6 í eigu Eyjólfs Einarssonar og Ástu Lárusdóttur hlaut einnig viðurkenningu. Þriðji garðurinn er að Stekkjarkinn 9. Eigendur hans eru Ragnar Sveinsson og Erla Þórðardóttir. Loks hlaut garðurinn við fjölbýlishúsið að Álfaskeiði 103-104 viðurkenningu, en af þeirri viðurkenningu á eitt þriggja systkinabarnanna mestan heiðurinn. Þá var einu fyrirtæki, Hval h/f ( veitt viðurkenning fyrir snyrtilegan frágang á lóð og góða umgengni um hana.BÁ GS Asta Lárusdóttir i garði sínum að Þrastarhrauni 6. Garður Páls og Gyðnoar að Borgarholtsbraut 32. Hinn snyrtilegi garður við f jöibýlishúsið sem stendur við Garðurinn við húsið Rein við Hlíðarveg. Ágústa Björnsdóttir hlaut Álfaskeið. verðiaun fyrir snyrtilegan sölustað og þátt hennar í aukinni ræktunarmenningu Kópavogsbúa. koma út í tilefni 200 ára afmælis póststofunnar á Islandi verða gefin út tvö ný frímerki kr. 35 og kr. 45, en þau sýna titilblað og niðurlagsorð fyrstu póstferða- tilskipunarinnar. Með tilskipuninni voru ákveðnar þrjár póstferðir á ári til Bessastaða frá Austur-Norður- og Vesturlandi, en ekki gert að sinni ráð fyrir póstferðum frá Bessa- stöðum. Stjórnandi póst- þjónustunnar var stiftamtmaður sem sat á Bessastöðum, en sýslumenn önnuðust póst- afgreiðsluna út um landið. Þá verður einnig minnzt aldar- afmælis fyrstu aurafrímerkjanna, en þau voru alls sex. Af því tilefni verður gefið út 30 kr. frímerki sem sýnir stimpluð 5 aura frí- merki frá 1/7 1876. Þrjú ný f rímerkl Athugasemd við skrif Undirfellseigandans: Ég hef aldrei fundið að störfum Gísla Pálssonar oddvita — segir Jón Bjarnason, nýi oddvitinn Jón Bjarnason, oddviti, Ási í Vatnsdal hringdi til blaðsins með athugasemd vegna síðustu skrifa Undirfellsbóndans: ,,Þó að mér finnist ekki ástæða til þess fyrir einn eða neinn að fara í fjölmiðla með innansveitarmál eins og oddvitaskipti og réttarbyggingu hér í Áshreppi, þá vil ég þó leiðrétta frásögn Bjarna Hannessonar í Dagblaðinu þann 17. þ.m. þar sem hann hefur eftir mér að ég hafi viðurkennt við sig að Gísli Pálsson hafi brotið af sér sem oddviti. Það hef ég aldrei sagt enda hef ég ekki gert neinar athugasemdir við störf hans sem oddvita. Sjálfur hef ég ekki óskað eftir að vera kosinn oddviti i hans stað, en ræð ekki meirihluta hreppsnefndarinnar. Búendum hér i hreppi finnst nú meira en nóg búið að skrifa um þessa réttarbyggingu okkar. ekki sízt þar sem nýlega var gerður skrif- legur samningur um þessi mál við Undirfellseigandann. Það var gert 13. júní sl. En æði margir voru þeir sem töldu að ekkert væri um að semja þar sem þetta væri kvöð sem hvílt hefur á jörðinni í 75 ár. Undirfell er fornt prestssetur og höfuðból í miðri sveit og þykir mörgum súrt í broti að sjá hana svo niðurnídda sem raun ber vitni.” Jón Bjarna- son, Ási. Mótmœli við sovézka sendiróðið Einingarsamtök kommúnista, marx-lenínistar, boða til mót- mælastöðu við sendiráð Sovétríkj- anna í dag klukkan hálf þrjú. Ætlunin er að mótmæla hernámi Sovétríkjanna í Tékkóslóvakíu. Samtökin vilja hvetja til „bar- áttu gegn yfirráðum og drottn- unarstefnu auðherranna í Sovét- ríkjunum, Tékkóslóvakíu og öðrum Austur-Evrópuríkjum, sem lúta áhrifavaldi Sovétrikj- anna“. Þau segjast hafa farið þess a leit við svonefndan Kommún- istaflokk tslands, marx-leninista. að samtökin tvö stofnuðu til sam- fylkingar og sameiginlegra mót- mælaaðgerða , en Kommúnista- flokkurinn hafnaði boðinu. Hinn 21. ágúst eru átta ár liðin frá innrás sovézka herliðsins og herja Varsjárbandalagsins í Tékkóslóvakíu. — HH

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.