Dagblaðið - 31.08.1976, Page 2

Dagblaðið - 31.08.1976, Page 2
DACBLAÐIÐ. — ÞRIÐJUDACUR 31. ÁGÚST 197P. i r MARKUS GRÆDDI20 KRÓNUR Á FRJÁLSRI (BLAÐA)VERZLUN — en litli blaðsöludrengurinn tapaði samsvarandi upphœð Lilja sendi DB eftirfarandi: „„Dagblaðiö á 30 kall,“ hrópaði stráksi í Austurstræti, þegar ég kom af borgarráðs- fundi á þriðjudaginn í síðustu viku. Maður slær ekki hendinni við slíkum kostaboðum." Á þennan hátt byrjar Markús Örn Antonsson grein í DB fyrir nokkru. Það er ágætt að gera kjara- kaup og það slá víst fáir hendinni ámótislíku.En maður- inn, sem var að ganga af borgarráðsfundi, var að gera viðskipti sín við lítinn blaðsölu- polla, einn þeirra sem standa úti í hvaða veðri sem er og selja blöð. Ég á einn slíkan svo ég veit hvernig hann lítur út þegar hann hefur verið að selja blöð allan daginn.En hvers vegna eru þeir að selja blöðin á 30 kall? Hvers vegna komast menn að kjarakaupum? Þetta er mjög einfalt mál. Fyrir að selja 50 blöð fá sölustrákarnir 8—10 aukablöð, það fer eftir þvl hvort þeir skila réttri upp- hæð fyrir þau '50 sem þeir selja. Það er mikið lagt á sig við söluna og samkeppnin er mikil hjá blaðsölustrákunum. Þessi aukablöð fá þeir þegar þeir koma og skila inn þeim peningum sem þeir hafa selt fyrir. Þessi aukablöð eiga þvi þessir söjustrákar sjálfir. Þeir ráða því sjálfir hvaða verð þeir setja á þau. Því lægra sem verðið er því meira tapa þeir auðvitað á viðskiptunum. Sölustrákurinn sem Markús átti viðskipti við, hefur þvi tapað 20 krónum á þessum frjálsu verzlunarháttum, Markús, þú græddir því 20 krónúr, verði þér að góðu! _ lí 1 . 1 , » . 1 j 1 . 1 i 1 i 1 . 1 . ■ 7/% 1 Er bankakerfið „guðfoðir gúmmítékkans" Nokkrar hugleiðingar gamals gúmmíkarls: Vegna þeirrar túlkunar sem bankaviðskipti nokkurra ein- stakiinga og fyrirtækja hafa hlotið í f jölmiðlum og að þvi er virðist vísvitandi tilrauna nokkurra manna til að magna upp vef svika og falsana að órannsökuðu máii vill undirrit- aður, gamall gúmmíkarl í vesturbænum, ieyfa sér að hreyfa eftirfarandi athuga- semdum: t frásögn dagblaðanna af at- hugun á umræddum bankavið- skiptum verður það helzt ráðið að um tuttugu manna hópur hafi hreinlega haft á brott með sér um tvo milljarða króna úr bankakerfinu. t marzmánuði 1976 voru seðlar og mynt í umferð á ís- landi, skv. efnahagsreikningi Seðlabankans, 4,7 milljarðar króna. Ætla viðkomandi blaða- menn sér í alvöru að bera á borð fyrir lesendur sína að tuttugu manna hópur hafi stolið tæpum helmingi seðla- forða landsins? Er í rauninni hugmyndin að telja lesendum trú um að slíkur þjófnaður hafi ekki uppgötvazt fyrr en eftir margra mánaða eftirgrennslan tilkvaddra sérfræðinga Seðla- bankans, sem lögðu nótt við dag í leit sinni? Er lesendum ætlað að kyngja því, þegjandi og hljóðalaust, að starfsmenn og stjórnendur bankanna hafi ekki tekið eftir, að fyrra bragði, að um tvo milljarða króna vantaði í kass- ana þeirra? t kjölfar undanfarandi saka- mála, innan Sakadóms og utan, og dvínandi trausts almennings á löggæzlu og dómsvaldi, er fólkið í landinu opnara en nokkru sinni fyrr fyrir stór- kostlegum söguburði. Tveggja milljarða þjófnaður fellur því í góðan jarðveg. Það er auðvelt verk fyrir óprúttinn biaðamann að stilla svo upp talnadæmum að þeir sem ekki skyggnast örlítið undir yfirborðið dragi rangar ályktanir. Ef til vill er leikurinn til þess gerður. Svo undarleg er nú sú tilvilj- un að báðir ritstjórar dag- blaðsins Vísis eru tengdasynir bankastjóra tveggja ríkisbank- anna. Því má segja að þeim hafi verið öðrum mönnum hægari heimatökin að afla haldgóðra upplýsinga um daglegan rekstur bankastofnana. Þær upplýsingar hefðu reynzt þarfa- þing áður en setzt var að skrifum um athugun Seðla- bankans á viðskiptum umrædds hóps manna. Hér er því um forkastanleg vinnubrögð hjá blaði tengda- sonanna að ræða. Fyrstu skrifum blaðsins má ef til vill finna einhverja afsökun en ekki þegar fram í sækir. Þegar birt eru athugasemda- laust lesendabréf einhverrar móður utan úr bæ etc., sem kveða svo fast að orði að spurt er um hvort umræddir tuttugu- menningar og meðsekir banka- starfsmenn séu borgunarmenn fyrir því fé, sem þeir hafa svikið út úr bönkum landsins, þá kastar fyrst tólfunum. Ritstjórn Vísis veit betur en svo að hér hafi verið stolið heilum tveimur milljörðum eða minni upphæð. Einstæðum mæðrum úti í bæ eða öðrum bréfriturum, sem misskilið liafa villandi talnaleik blaðsins, er enginn greiði gerður með að birta misskilning þeirra á prenti, nema síður sé. Þá hafa sögusmiðir blaðanna, fleiri en Vísis, oftlega nefnt svik og falsanir þegar marg- nefnda könnun hefur borið á góma. Otrúlegur fjöldi manns- nafna hefur á gatnamótum heyrzt tengjast þessu máli, margfalt sinnum tuttugu nöfn. Þótt enginn maður hafi verið dæmdur, ekki fundinn sekur og því síður ákærður, þá vill sjálfur dómsmálaráðherrann birta nöfn þeirra manna sem athugun Seðlabankans hefur tekið tii. Sumir leggja að jöfnu þessa könnun, sem að mati fjöl- margra lögfræðinga hefur ekk- ert saknæmt leitt í ljós, og játn- ingu starfandi lögreglumanns á ávísanafalsi. Hér hefur mörg- um borgurum verið borið svo margt misjafnt á brýn, að óat- huguðu máli, að ekki dugir að rasa um ráð fram í ótímabærum nafnabirtingum. Viðræður manna á meðal, þeirra sem vilja skyggnast aðeins lengra undir yfirborðið en ráðvilltar húsmæður í les- endadálkum Vísis, hafa vakið margar spurningar um lagalega stöðu þessa máls og fleiri atriði. Því vill undirritaður leyfa sér að bera fram nokkrar spurningar til ráðamanna bankastofnana og annarra þeirra aðila sem svör hafa á reiðum höndum: 1. Sakna einhverjar banka- stofnanir tveggja milljarða króna eða einhverrar ann- arrar upphæðar eftir við- skipti við einhvern eða alla umrædda tuttugumenn- inga? 2. Hefur einhver bankastofnun skaðazt að öðru leyti fjár- hagslega á viðskiptum við þá menn sem könnunin tekur til? 3. Hafa umræddir tuttugu- menningar svikið fé út hjá einhverri bankastofnun svo hægt sé að tala um ávísana- svik i fjölmiðlum? 4. Hefur einhver þeirra faisað skjöl í banka sem réttlætir tal fjölmiðla unt ávísana- fals? 5. Hafa þessir tuttugu menn gerzt srkir um nökkurn þann verknað sem refsi- verður er nú i dag skv. ís- lenzkum lögum? Þessar spurningar, sem margir velta fyrir sér á gatna- mótum og i kaffihúsum, hafa svo fætt af sér aðrar spurningar um bankaviðskipti almennt: 1. Eru ekki öl! viðskipti banka og viðskiptamanna þeirra, sem ganga árum saman og ekki brjóta í bága við lands- lög, einkamá! viðkomandi aðilja? 2. Hvar setja bankar raun- verulega mörkin varðandi innistæðu eða innistæðu- leysi ávísana a) að til sé fyrir ávísun í krónutölu á reikningi? b) að yfir- dráttarheimild sé næg fyrir ávísun c) við einhver önnur mörk, eins og t.d. að hvorki sé til næg innistæða né að yfirdráttarheimild hrökkvi til en viðkomandi viðskipta- maður sé vanur að koma daglega í bankann með full- nægjandi innlegg fyrir þeim ávísunum sem inni- stæðulausar reyndust við siðustu bokun? 3 Séu mörk bankanna dregin við lið b), næg yfirdráttar- heimild, hvað þýða þá eftir- farandi liðir á vaxta-

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.