Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 31.08.1976, Qupperneq 6

Dagblaðið - 31.08.1976, Qupperneq 6
6 DAGBLAÐIÐ. — I«IÐJUDAGUR 31. ÁGUST 1976. Skipti á góðum sumarbústað y fyrir Mercedes Benz Höfum til siilu 30 ferm sumarbústað með góðum stækk- unannöguleikum í Biskupstungum. Einn hektari lands fvlgir. Heitt vatn á staðnum. Möguleiki á litlu gróður- húsi, haðlaug o.fl. Tilvalinn heilsubótarstaður. Gert er ráð fyrir sameiginlegri sundlaug með öðrum bústöðum í skipulagi. Til greina kemur að taka góðan Mercedes Benz 250, árgerð 1971—73 eða sambærilegan bíl upp í greiðslu. Höfum einnig nýja sumarbústaði í Grímsnesi ásamt eignarlóð. Góðir greiðsluskilmálar. Möguleiki að taka hjólhýsi upp í o.fl. Upplýsingar á Markaðstorginu, Einholti 8, sími 28590. Ritari óskast Starf ritara á skrifstofu landlæknis er laust til umsóknar. Laun samkvæmt launaflokki B8 í kjarasamningi starfs- manna ríkisins. Leikni í vélritun áskilin, stúdentsmenntun eða sam- bærileg menntun æskileg. Umsóknir óskast sendar skrifstofu landlæknis fyrir 8. september næstkomandi. Landlœknir. w w Utsala - - Utsala Kvenblússur, verð frá kr. 1000.00 Kvenbuxur, verð frá kr. 1700.00 Kvenkjólar, verð frá kr. 5000.00 Kvenmussur, verð frá kr. 2500.00 Gerið góð kaup. ELÍZUBÚÐIN, Skipholti 5. ÓNSKÓLI SIGURSVEIN5 D. KRISTINSSONAR | Hellusundi 7 . Reykjavík Innritun og greiðsla námsgjalda fer fram í skólanum, Hellusundi 7, þriðju- daginn 31. ágúst, miðvikud. 1. sept. og fimmtudag 2. sept. kl. 4—7 alla dagana.Rúm er fyrir allmarga nem- endur í forskólanám, í flestum öðrum námsgreinum er skólinn nær fullset- inn. Nemendur eru minntir á að þær umsóknir, sem ekki hafa verið stað- festar með greiðslu námsgjalda, falla úr gildi þegar auglýstri innritun er lokið. fl . Skolastjori. Mercury Montego MX Brougham 74 Þessi stórglœsilegi bill til sölu. Upplýsingar hjó Bílamarkaðinuhi, Grettisgötu 12-18. Sími 25252. Holland: Þingmenn fylkja sér um drottningu Sú var tiðin að Júliana drottning og Bernharð maður hennar nutu bæði virðingar hollenzku þjóðarinnar. Nú er hann lítiisvirtur en hún dáðari en nokkru sinni fyrr. Hollenzka þingið hefur heitið endurnýjuðum stuðningi við Júlíönu drottningu þrátt fyrir þá smán sem Bernharð prins hefur valdið konungdæminu með aðild sinni að Lockheed- mútuhneykslinu. Yfirgnæfandi meirihluti hinna 150 fulltrúa á þinginu hafnaði í gær kröfum vinstri manna um málshöfðun á hendur drottningarmanninum og fylktu sér með drottningu, sem hornsteini stjórnarfarsins í landinu. í umræðum á þinginu í gær fordæmdu ræðumenn hlutdeild prinsins í málinu og tengsl hans við Lockheed, en allir vottuðu drottningu virðingu sína fyrir að setja hagsmuni lands og þjóðar ofar sínum eigin. Að umræðunum loknum voru það aðeins tveir þingmenn Sósíalíska friðarflokksins, sem er andsnúinn konungdæminu, sem kröfðust þess að Bernharð prins yrði sóttur til saka. Aðrir þingmenn neðri deildar þings- ins, þeirra á meðal sjö komm- únistar, sátu kyrrir í sætum sín- um þegar tillaga þeirra tveggja var borin upp. Hún var aldrei tekin til umræðu. Almenningsálitið í Hollandi virðist á þá lund, að bezt sé nú að láta málið lönd og leið, þrátt fyrir niðurstöður rannsóknar- skýrslunnar um viðskipti prins- ins við Lockheed. Þar kemur m.a. fram, að Bernharð fékk 4—6 milljónir dollara í „umboðslaun“ fyrir fyrirhugaða sölu á þrettán Lockheed P-3C njósnaflug- vélum til hollenzka flotans. Kínverjar skjóta á loft gervihnetti: •• HVERSU OFLUGAR ELD- FLAUGAR EIGA ÞEIR? Kínverjar liafa skotið á loft áttunda gervihnetti sínum, sem að öllum líkindum verður notaður til njósna, en ekki var þess getið í heimildum um geimskotið. 1 frétt á forsíðu Dagblaðs Alþýðunnar í Peking er greint frá því að gervihnettinum hafi verið skotið á loft i gær og að ,,það væri enn einn óðurinn um sigra Maos formanns í Kína byltingarinnar'*. Síðasta gervihnetti Ktnverja var skotið á loft í desember í fyrra og þá tókst vísinda- mönnum þar í landi að ná til baka hylki frá hnettinum sem er sönnun þess að þeir hafi yfirstigið alla þá erfiðleika sem eru því samfara að ná hlutunum til baka í gegnum gufuhvolf jarðar. Að sögn heimildarmanna var þyng gervihnattarins haldið leyndri sennilega til þess að önnur ríki gætu ekki reiknað út hversu öflugar eldflaugar Kínverjar eiga nú. Dularfullu dauðsföllin í Philadelphiu: Eiturgas hefur fundizt í nokkrum trefjasýnum Vísindamenn, sem hafa að und- anförnu rannsakað orsakir dauða 28 manns, sem sóttu ársþing fyrr- verandi hermanna í Philadelphiu í síðasta mánuði, hafa komizt að þeirri niðurstööu, að banvænt gas, svonefnt nickel carbonyl, hafi verið í tref.jasýnum nokkurra þeirra, sem létust á þinginu. Heil- brigðisyfirvöld í Philadelphiu1 staðfestu þetta og sögðu jafn- framt að tveir aðrir hópar vis- indamanna, sem starfa sjálfstætt að rannsóknum dauðsfallanna, hefðu komizt að sömu niðurstöðu. Dagblaðið The \'ew York Dail.v News hafði það eftir dr. William Sunderman, eiturcfnafræðingi við Connecticulháskólann, að eiturmagnið í trefjunum hefði verið nógu nnkið til að valda dauða. Rannsóknarnefnd farsótta i Atlantaf.vlki hefur tekið undir orð dr. Sundermans og sagt að meira eiturmagn hafi fundizt í trefjasýnunum en nokkurn tíma hefði verið búizt við. ,,En það er of snemmt að draga nokkrar ályktanir af þessari uppgötvun." er haft eftir nefndinni. Ahrif niekeleitursins eru svipuð þeint. sem komu fram hjá fólkinu, sem lézt á ráðstefnunni. Helztu einkennin eru höfuð- verkur, ógleði, sárindi í brjósti og hósti, — ekki ósvipað lungna- bólgu. Ekki var talið að hiti fylgi inntöku nickels, en fólkið, sem lézt, fékk einmitt háan hita. Nickel carbonyl er bragðlaust, lyktarlaust og litlaust, en eigi að síður mjög eitrað. Það er aðallega notað við framleiðslu plasts og fata úr gerviefnum. Þá er þetta efni í nokkrum efnunt, sem notuð eru í prentiðnaðinum.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.