Dagblaðið - 31.08.1976, Side 11

Dagblaðið - 31.08.1976, Side 11
DACHLAÐIÐ. — ÞRIÐJÚDAGUR 31. AGUST 1976. II - ' ' ' íslenzkar hofgœrur í Ameríku Bréf fró henni Ameríku: Þórir S. Gröndal Eftir því sem árin líða heyrir maður um fleiri hjónabönd, sem bresta eða slitna á miðri lífsleiðinni. Sérfræðinga greinir á um orsakirnar fyrir vaxandi haldleysi hjónabands- ins. Sumir þeirra segja, að þar sé að kenna auknu rótleysi fólksins, eigingirni þess, tillits- leysi við börn og ættingja, og svona mætti lengi telja. Ekki hefi ég neinar sérstakar kenn- ingar fram að færa í þessum málum, nema hvað ég held, að eiginmenn og konur fari að hugsa um að skilja við hvert annað, þegar þau hætta að skilja hvert annað. Kona ein að nafni Abigail Van Buren ritar daglegan dálk i blöð hérna í henni Ameríku. Dálkinn kallar hún ,,Dear Abby“, en hún gefur fólki ráð í alls kyns vandræðum, sem að steðja í lífinu. Furðulegustu hlutir koma í ljós í bréfum fólksins til ,,Dear Abby“. Um daginn skrifaði harmi lostin og ringluð húsmóðir. Hún sagðist hafa verið gift í rúman aldar- fjórðung og ættu þau hjón tvö uppkomin, efnileg börn, stúlku og pilt. Bæði börnin hefðu fundið sér maka á sama árinu og gift sig um svipað leyti. Nú hefði það gerzt, að makar barn- anna, þ.e. tengdadóttirin og tengdasonurinn hefðu orðið ástfangin hvort í öðru, og væru nú bæði hjónaböndin í voðan- um. Halda mætti, að hér hefði mælir ógæfunnar verið orðinn fullur, en svo var þó ekki. Vesalings bréfritarinn brýndi mann sinn og nuddaði í honum og vildi, að hann færi á fund móður tengdasonarins til að freista þess að biðja hana að tala um fyrir syni sínum. Lét manngreyið loks undan og fór á fund konunnar, sem sjálf var fráskilin fyrir nokkrum árum. Skipti nú engum togum, að hann sjálfur varð yfir sig ást- fanginn af konu þessari!! Sagði bréfritari, að hann væri nú búinn að biðja um skilnað. Abby átti fá svör við þessum voveiflega vanda. Hjónaskilnaður er alltaf reiðarslag fyrir allt vanalegt fólk. En til eru þeir, sem giftast og skilja eins auðveldlega og við hin skiptum um sokka og skó. Þar eru auðvitað frægastir Hollywood-leikarar og annað listafólk, svo og sumir auð- menn. Fátækir hafa skiljanlega ekki efni á að vera með neina kræsni í kvennamálum, nema rétt á meðan þeir eru ungir. Þá er ekki farið að bera eins mikið á þvj, að þeir eigi ekki til hnífs og skeiðar og gaffals. Ég þekki einn marg-giftan auðmann.. Hann var eigandi heildverzlunar í Flórída og var góður viðskiptavinur hjá okkur. Hann var eitt af dæmun- um, sem hérlendir vilja benda á til marks um gnægð tækifær- anna í Ameríku: Hann hafði ekki átt bót fyrir rassinn á sér fyrir 15 árum og verið vörubíl- stjóri að atvinnu. Nú var hann milljónari, ekki nema tæplega fertugur að aldri. Eitt haustið, þegar ég hafði ákveðið að farga gömlu vetrar- fötunum minum og fá mér ný, tók vinurinn í Flórída einmitt ákvörðun um að kasta konu númer 3 á haugana og fá sér nýja. Ég blandaðist í málið vegna þess, að hann bað mig að útvega 50 hvítar lambsgærur frá tslandi. Þar sem við viljum allt fyrir viðskiptavininn gera, tók ég beiðni hans með skiln- ingi, en bað hann að útskýra nánar. Hann sagði þá, að hann vildi lappa svolítið upp á svefnher- bergið í tilefni hjónabands númer fjögur. Herbergið væri um 20 fermetrar og væri hjóna- rúmið, af stærstu gerð, fellt í gólfið, þ.e. það væri eins og gryfja í miðju herberginu. Frægur hýbýlafræðingur væri að hjálpa honum að vinna að endurbótum á mannvirkjum þessum. Yrði lagður parket gangstígur meðfram veggjum og inn á snyrti- og búnings- klefana. Loftið yrði þakið með reyklituðum speglum. Ætlunin væri svo að láta sauma úr skjannahvítum lambsgærum eitt samfellt teppi eða gólf- ábreiðu, sem þekja myndi allan annan gólfflöt. Skorið yrði úr fyrir „rúmteppinu“, og yrði það fóðrað með rauðu silki! Var ég skiljanlega mjög upp- veðraður yfir því trausti, sem þessi fyrrverandi vörubílstjóri sýndi mér. Ég var líka dolfall- inn yfir hugmyndaflugi hans og hinu næma fegurðarskyni sem hér hafði opinberazt. Einnig fannst mér íslenzkum land- búnaði, og reyndar þjóðinni, vera sýnd virðing með því að fara þess á leit, að íslenzkar gærur yrðu staðsettar í musteri þessu eður hofi. Gærurnar voru útvegaðar og fundinn feldskeri til að sauma þær saman. Allt kostaði þetta morð fjár, en vinurinn greiddi með bros á vör, því enginn er eins laus á aurinn eins og ást- fanginn maður. Hann spurði oft, hvort ekki væri öruggt mál, að gærurnar væru silkimjúkar viðkomu. Giftingin fór svo frarn að því er ég frétti og rofnaði nú sambandið við hinn nýgifta, og talaði ég ekki við hann í rúmt ár. Hugsaði ég stundum til hans og spekúleraði í því, hvort svona furðu-svefnherbergi myndi auka mikið á lífs- hamingjuna. Svo hringdi hann um daginn og spurði, hvort ég gæti út- vegað svo sem fimm viðbótar gærur. Hann sagðist þurfa að láta bæta teppið fína, því hann væri að fara að gifta sig í fimmta sinni. Ekki veit ég, hvort nokkurn lærdóm er hægt að draga af þessu. Líklega end- ast konur skammt, þegar þær þurfa að sofa í eins konar jarð- föllum. Vera má, að þótt auð- velt sé að steypa sér í svona koju á kvöldin, sé erfitt að fara fram úr þeim á morgnana. Þórir S. Gröndal ✓ Það er ekki ætlunin með greinarkorni sem þessu að leysa vandamál hins flókna nútímaþjóðfélags, heldur að kasta steini í vörðu þeirrar viðleitni að gera það. Heilög löngun til að bæta og betra okkar breyzka samfélag hefir næstum þvi logað á síðum tveggja dagblaða höfuð- borgarinnar á undangengnum vikum. Fáir munu þeir íslendingar í dag, sem ekki vilja í hjarta sínu leggja sprek á þann eld. Þessi grein hefir þann til- gang einan. Orð eru til alls fyrst en það fylgir ekki hugur máli nema í verki sé. Hver er réttarvitund þjóðarinnar? Ég hefi vart mætt þeim manni, sem ber virðingu fyrir réttarfari þjóðarinnar, og er það með meiri ólíkindum en skilið verði. Þetta vantraust á stjórnarfarinu, þessi inngróna fyrirlitning og þetta sinnuleysi virðist vera að verða hluti af þjóðarviljanum, grundvöllur gildismatsins, staðreynd, sem allir reikna með og ekki verður umflúin. Hráskinnsleikur hins spillta stjórnarkerfis er lífið sjálft, og takir þú ekki þátt í honum þá ertu annað tveggja „úti“ eða ,,inni“. Réttlætið á nú for- mælendur fáa. Hvað er að vera úti í „kuldanum11? í hráskinnsleik íslenzkrar þjóðfélagsbaráttu gilda óskráð lög á sama hátt og gerist í utan- garðshópum annarra þjóð- félaga. Það gefur auga leið að til þess að einhver geti verið „úti í kuldanum" þurfa einhverjir að vera „inni í hitan- um.“ Það leiðir líka af líkum að þarna myndast sjálfrátt eða ósjálfrátt tveir andstöðuhópar. Nú þarf það engan veginn að vera svo að þeir. sem eru „úti" séu brotlegir við liig og rétt v f . .........1 1 RÓTLEYSI0G RÉTTARFAR Vi / hins lögskráða samfélags, heldur fullnægi þeir ekki skil- yrðum þess hagsmunahóps sem „inni“ er. Lög hins sterka og grimma eru oft betur haldin en hins veika og- meinlausa. Þetta lögmál þekkjum við úr ríki dýranna. Hagsmunahópurinn í „hlýju“ þjóðfélagsins, þ.e. þeir sem eru „inni", er að öllum líkindum að mestu leyti sá hluti þjóð- félagsins. sem hefur að geyma sterkustu einstaklingana. Gild- ir sú regla. að minnsta kosti á tímaskeiðum. Þetta fólk ver hag sinn og völd með oddi og egg. Lög þess eru óskráð en virt. Á tslandi minna þessir hópar á hið gamla ættaþjóðfélag. sem styrkti völd sín með blóðböndum, sem bezt héldu. Það þarf ekki glöggt auga til að sjá lifandi dæmi þessa í ís- lonzkri stjórnmálasögu i dag. „í'ti or sá, som okki fellur inní eða þjónar hagsmunahópi eða hópum íslenzkrar valda- klíku. Hvað er réttarríki í augum hins almenna borgara? Því er til að svara, að það er ekki túlkun löglærðra manna á köldum lagabókstaf eða um- deildum kenningum þeirra um það hvernig eigi nú eftir allt að túlka lögin. Réttarriki er.sam- kvæmt því, sem ég hefi lært af ,,fólki“. það að eitt skuli yfir alla ganga. háa og lága. Til þessa eru reyndar lög landsins og til þessa er boðun kristinnar trúar sömuleiðis dómstólar og lögregla. En þegar við blasa brestir alls þessa, veikist trúin á þjóð- félagsformið, á stjórnvöld landsins. Fótunum or kippt undan því inikilva'gasta sem til Kjallarinn Brynleifur H. Steingrimsson or f.vrir þogninn, en það or það. að hann eigi sinn rétt til iífs og lands og sá réttur só honum vorndaður. Atferlið og réttarfarið Kynslóðir koma og fara. Arfur einnar kynslóðar á að 'verða eign annarrar. Svo hefir verið um ómunatíð og svo er einnig í dag. En arfur kynslóðar ersá andi, sem svifið hefir yfir vötnunum meðan hún var í mótun. Einn mikil- vægasti þáttur þessa anda, þessara áhrifa eldri kyn- slóðarinnar, er réttarvitundin. Það fær því engum dulizt að hinn ungi íslendingur ber oft kala lil |>oss þjóðfólags som hann er vaxinn í. Æskan fyrirlítur falsið, spillinguna og réttarfarið og atferli hennar mótast af þessum hugmyndum, af virðingarleysi en ekki virðingu. Þann loga, sem ég hefi séð brenna á síðum tveggja dagblaða höfuðborgarinnar um að réttarfarið í landinu sé eins og laus eldur í húsi, hefir orðið til þess að ég ritaði þessar línur. Það væri í lengra máli hægt að gera grein fyrir þeirri vá, sem hér er á ferðinni en verður ekki gert að sinni. Hvað er til róða? Eins og sagt var í upphafi þessarar greinar er al- menningur að verða sinnulaus um heilbrigt réttarfar. Fjöldinn allur af boztu mönnum þjóðarinnar eru bundnir á klafa auvirðilogs flokksvalds og því mýldir, þó að margir þeirra séu onnþá sjáandi. Til forystunnar vorður því ekki leitað og frá henni er lítils að vænta. Það er almenningur. sem þarf að vakna til vitundar um það, að það or hans að vornda og varðveita röttarfarið í land- inu. En lykill þoirrar vakningar eru fjölmiðlar landsins. Hið broiða og beina bak blaða- mannsins. frjáls og loitandi vilji. gotur gort þotla. Brynloifur II. Stoingríniss. hóraðshoknir. Solfossi.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.