Dagblaðið - 07.09.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 07.09.1976, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1976. Starf sstúlkur taki að sér rekstur mjólkurbúða Guðmundur Jónsson frá Kóps- vatni skrifar: Nú .er gert ráö fyrir að Mjólkursamsalan hætti allri smásölu á mjólk eftir 1. febr. á næsta ári, og er það í samræmi við lagabreytingu, sem sam- þykkt var á Alþingi s 1. vor. Um réttmæti þessarar skipulags- breytingar á mjólkursölunni eru nú mjög skiptar skoðanir og reyndar voru bændur lengi vel mjög tregir til að sleppa allri smásölu úr höndum Mjólkursamsölunnar því að þeir óttuðust að kaupmenn myndu með þessu fá alltof sterka einokunaraðstöðu. En nú er bara alls ekki víst, að nógu margir kaupmenn sén Raddir lesenda KATRIN PÁLSDÓTTIR Tilvalið tækifæri er nú að sýna í verki atvinnulýðræði með þvi að starfsstúlkur í m.iólkurbúðum reki þær sjálfar. reiðubúnir til þess að taka að sér mjólkursölu, og þess vegna verði kannski engin mjólk eða aðrar mjólkurvörur til sölu í sumum hverfum borgarinnar, eins og Garðar Vilborg bendir réttilega á í grein í Dagblaðinu 26. ágúst sl. Svo má gera ráð fyrir, að margar starfsstúlkurnar í mjölkurbúðunum missi vinn- una, neytendurnir óttast, að þjónustan við þá verði lakari, og þá mega bændur líka búast við minni vörusölu. En hvað er þá til ráða? Skipulagsbreytingunni, sem ákveðin er snemma á næsta ári, verður tæplega f restað. Þó má vera, að ein leið kunni að reynast fær. Hún er sú, að starfsstúlkurnar taki sjálfar að sér rekstur sumra mjólkur- búðanna, þar sem mest hætta er á, að einstök borgarhverfi verði afskipt með mjólkursölu. Væntanlega myndi Mjólkur- samsalan reyna að stilla söluverðinu í hóf og fallast á hagstæða greiðslusamninga. Svo er sanngjarnt að f ara þess á leit við verkalýðsfélögin, að þau veiti þessu máli einhvern stuðning, t.d. með lánsfjárfyrir- greiðslu. Neytendurnir geta líka lagt sitt af mörkum með því að leggja fram lánsfé eða hlutafé, ef heppilegra þykir að stofna hlutafélög um rekstur einstakra búða. Þarna gefst tilvalið tækifæri til að sýna í verki atvinnu- lýðræði, sem margir virðast lofa en fáir virðast þó treysta sér til að hrinda í framkvæmd. Kópsvatni 27. ágúst 1976. Guðmundur Jónsson. TIL ÞESS ERU VITIN AÐ VARAST ÞAU Asgeir Beinteinsson stjóri skrif ar: skóla- Hvað er að verða úr íslenzku þjóðinni? Hvar eru stoltu vík- ingarnir sem létu sig ekki gegn ofurvaldinu? Hvar er þjóðin sem barðist fyrir sjálfstæði sínu? Þessar spurningar sækja á hugann. Hver vill svara? Mikill er skriðdýrsháttur ts- lendinga orðinn. Nú ætla þeir sér að fara að skrifa upp á einn víxilinn enn og innleiða kana- sjónvarpið á ný. A kanasjón- varpið að verða prófsteinn á mannréttindi á íslandi. Hvernig getur það átt sér stað? Jú, ef meirihluti landsmanna vill horfa á kanasjónvarpið, þá á að leyfa það. Hafi meirihluti landsmanna ekki vit fyrir scr, á minnihlutinn þá ekki að fá að ráða? Vitaskuld. Eru foreldrar á heimilum yfir- leitt ekki í minnihluta, eða hvað? Menning Bandarikja- manna er ekki til neinnar i'yrir- myndar og því ber að forðast hana. Menning segi ég! Hvað er það sem menn vilja sjá í kana- sjónvarpinu? Hasarmyndir auðvitað. Hasarmyndir snúast venjulega um morð. Jú, það er allt í lagi með morð, menn hafa bara gott af því að horfa á svo- leiðis. Sér er nú hver menning- in! Ég fæddist fyrir framan kanasjónvarpið, næstum því, vildi ég sagt hafa. Ég skaðaðist ekkert af því. Ég þekki hins vegar mann sem fæddist líka fyrir framan kanasjónvarpið. Manntetrinu gengur herfilega með íslenzka stafsetningu en er góður í þeirri ensku. Ef hann þarf að útskýra eitthvað, sem ekki finnst orð yfir í daglegu íslenzku máli, þá notar hann ensk orð. Hvað er auðugasta tungumál veraldar þessu fólki? Svo eg snúi mér að dálitlu öðru, popptextum. Nú eru popparar ekki menn með mönnum nema þeir semji texta sína á ensku. Miklir vesalingar eru þessir menn. Geta þeir ekki bögglað út úr sér textum á ís- lenzku? Nei, það virðist ekki vera. Þeir ætla sér víst að komast á heimsroarkað með þessu móti. Athugið að Laxness skrifaði á íslenzku og hann komst á heimsmarkað. Drengir mínir, ef það er gott sem þiö flytjið þá slær það í gegn. Já, það er gaman að skríða fyrir kananum. Þeir hafa látið svo margt gott af sér leiða. Kæru bræður, eigum við að telja saman eða eigum við að sleppa því? Hafið þið kannski ekki lesið bókina „Svo fór ég að skjóta"? Það er afskaplega skemmtilegt rit. Ég er viss um að Hitler hefur ekki haft eins mikið hugmyndaflug i orðavali og misþyrmingum og þeir. Hverjir eru máttarstólpar ríkis- stjórnar Chile aðrir en Banda- ríkjamenn? Þið hafið vonandi lesið um það i Dagblaðinu, hvernig farið er með fólk þar. Svo er það Suður-Kórea. Hvað skyldi nú vera gert við fólk sem mótmælir stjórninni þar? Hlustið á freitirnar. Hverjir studdu einræðisstjórn Francos eða herforingjastjórnina á Grikklandi? Við vitum það öll. Kannski þetta sé nóg um morð og annan yfirgang. Hvað með peningana þeirra, dollarana? Hefur þeim ekki verið lætt ofan í vasann hjá prinsum og ráð- herrum út um allan heim, svo Lockheed gæti selt flugvél- arnar sínar? Þetta er allt svo fallegt og indælt. Svo eru spek- ingarnir hér heima farnir að tauta ofan í bringu sér, hvort þeir geti nú ekki fengið pínu- lítið af þessum bleðlum. Það kallast því fallega og vísinda- leea nafni ..aronismi". Já, á ekki að taka leigu fyrir herstöðina? Kæru bræður, sjáið þið ekki hvað bandarisk ógnar- stjórn leiðir af sér út um allan heim? Það er allt í lagi, þeir gera okkur ekki neitt. Ég hef heyrt um fólk sem hefur átt samskipti við CIA á Islandi bæði jákvæð og neikvæð, ef litið er á þetta stærðfræðileg- um skilningi með núllpunkt í ást á kananum. Ég kemst senni- lega á skrá hjá CIA fyrir þessa grein, sennilega fæ ég mínus fjóra. Sama er mér. Ég er íslendingur sem hef skoðanir. íslendingar, sjáið að ykkur áður en það er um seinan. Reynum ao stanaa saman gegn hersetu. Þjóðrækin fyrirtæki á tslandi, merkið vöru ykkar sem fer erlendis „Made in occupied Iceland", eins og Japanir gerðu á sínum tíma. Stöndum saman sem sjálfstæðþjóð. Mig langar í lokin að vitna í orð eins.af forsetum Bandaríkj- anna, en þau eru fremur kald- hæðnisleg. „Smám saman munu allar þjóðir heims fá að vita sannleikann um hin frið- samlegu markmið bandarísku þjóðarinnar og virðingu hennar fyrir réttindum annarra...". Dwight D. Eisenhower. Spurning dagsins Hvort lestu heldur iþróttasíðu eða poppsíðu dagblaðanna? Sigmundur Salvarsson nemi: Iþróttasiðuna. Ég les að vísu poppsiðuna Hka en kannski ekki eins oft. Sverrir Sverrisson nemi: Popp- síðuna. Mér finnst hún miklu skemmtilegri lesning en þessar íþróttir. Þær eru alltaf eins. Hjalti Guðmundsson prestur: Eg les frekar íþróttirnar en glugga nú samt í poppið lika. Kristjana Sigurðardóttir nemi: Mér finnst íþróttasíðan miklu skemmtilegri. Ég hef ekki áhuga á poppsíðunum, kíki kannski bara á myndirnar á henni. Gunnlaugur Guðmundsson, vinnur við sjávarútveg: íþrótta- síðuna. Það á ekki að lesa um popp, það á að hlusta á það. Jónína Kristjánsdóttir húsmóðir: Mér finnst íþróttasíðan miklu skemmtilegri lesning. Eg skoða myndirnar á poppsíðunum og les fyrirsagnir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.