Dagblaðið - 15.09.1976, Síða 3

Dagblaðið - 15.09.1976, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1976. 3 Austfirðingar hafa mótt borga líka vegalengdin á milli Nes- kaupstaðar og Eskifjarðar er bæði lengur farin og torsóttari heldur en t.d. á milli Arskógs- strandar og Akureyrar eða t.d. Mosfellssveitar og Reykja- víkur, og þó teldu varla Reynis- menn eða Aftureldingarmenn sig vera að leika á heimavellii færu leikirnir fram annaðhvort, á Akureyri eða í Reykjavík. Sem formanni Iþróttavallar- nefndar Eskifjarðar er mér ekki kunnugt um að Þróttur hafi æft eða hafi í hyggju að æfa hér á vellinum, og tel raunar að ekki sé rétt að leyfa það að svo komnu máli. Um gistiaðstöðu fyrir þátttökuliðin er það að segja, að þeim er boðið upp á sams konar aðstöðu og þeim liðum er leika í úrslitum 3. deildar í Reykjavík og annars staðar og t.d. Reynis- menn létu sér nægja í Álfta- mýrarskóla ásamt Austra og fleiri liðum 1974 En til þess að gera sér enn faetur grein fyrir þvi, hve sann- gjarnt er að þessir leikir fari fram hér fyrir austan, skulu hér taldir þeir leikir sem aust- firzk lið hafa þurft að leika utan fjórðungs og haft af stórkostlegan fjárhagslegan bagga. Árið 1968 fóru lið hér fyrir austan að leika í 3. deild íslandsmótsins, þaö ár lék Þróttur í úrslitunum í Reykjavík. 1969 lék Þróttur í úrslitunum í Reykjavík. 1970 lék Þróttur í úrslitunum á Akureyri. 1971 lék Þróttur í 2. deild og þurfti 7 ferðir suður, þá lek Huginn Seyðisfirði í úrsl. í Reykjavík. 1972 lék Þróttur í úrsl. 3. d. í Reykjavík. 1973 lék Þróttur í 2. deild og þurfti 6 ferðir suður og eina til Húsavíkur, þá iék Leiknir Fáskrúðsfj. í úrslitum 3. d. í Reykjavík. 1974 léku Austri Esk. og Þróttur N. í úrsl. 3. d. í Reykja- vík, og auk þess lék Þróttur á Húsavík í Bikark. K.S.Í. 1975 léku Þróttur N. og Einherji Vopnafirði í úrslitum 3. deildar í Reykjavík, auk þess Iék Þróttur í Vestmannaeyjum í Bikark. K.S.I. 1976 léku Leiknir Fásk. og Þróttur N. í úrsl. 3. deildar á Akureyri, auk þess Iék Þróttur í Hafnarfirði í Bikark. K.S.I. Þess utan hafa félögin hér fyrir austan þurft að senda lið 3., 4., og 5. flokks á hverju ári til þátttöku í úrslitum suður á land, og nú síðustu tvö árin hafa tvö lið farið í 4. fl. og tvö í 5. fl. þar sem leikið hefur verið i tveim riðlum hér heima. Auk alls þessa má telja víst, að þegar slíkir leikir fara fram hér fyrir austan þá munu þeir skila verulegum tekjum, sem ganga til félaganna til greiðslu kostnaðar, en slíkt er óhugsandi færu þeir fram á suðvesturhorninu. Vonandi átta menn sig nú á að Austfirðingar eiga fullan rétt á að leikirnir fari hér fram, þegar litið er á þær staðreynir, sem að framan greinir. ÞETTA ERU BARA GLÆPAMÁL — segja bankastjórarnir Sigurður Sigfússon, Horna- firði. „I kringum 20. ágúst barst mér í hendur fölsuð ávísun, sem þá var búið að skuldfæra á mig í Landsbankaútibúinu á Höfn í Hornafirði. Ávísunin var gefin út 11.8. af Gunnari Árna- syni, sem hann hefur greitt með í verzlun minni, að upp- hæð eitt þúsund krónur. Eyðu- blaðið er frá útibúi Landsbank- ans á Akureyri. Eigandi að ávís- anaheftinu sem blaðið er úr mun vera Sverrir Hjaltasqn, sem þá var búsettur á Raufar- höfn. Mér var tjáð að reikningi þessa Sverris hefði verið lokað fyrir tveimur árum og hann hafi ekki skilað ávísanaheftinu sem hann hefði átt að gera. Landsbankinn hefur ekki getað haft upp á manninum í tvö ár. Nú bregður svo við að þessi Gunnar Árnason dritar ávísun- um úr þessu hefti um landið og eru þær bæði innistæðulausar og falsaðar. Eg hef hugsað nokkuð um þessi mál síðan mér barst þessi ávísun í hendur, ásamt mörgum innistæðulausum. Virðist mér enginn hlutur hægari en að leika þennan leik. Það er fárán- legt að yfirstjórn bankanna skuli semja slíkar reglur. Við sem fáum þessar innistæðu- lausu og fölsku ávísanir verðum að bera þetta tjón. Það er ekki nema furða þó margs konar glæpastarfsemi dafni þegar svona reglur ríkja. Svo vona ég bara að það takist að finna Sverri Hjaltason og ávísanahefti hans. Svo finnst mér fyrir neðan allar hellur þegar bankastjórar lýsa því yfir að allt sé í lagi með bankana, þetta séu bara glæpamál." Tii O Fromsal afdl„œgio„di D ósomrœmi I fölu lexto U Fromsol vo„tor □ GreiSslustimpil va„lor □ Froítsol rongt □ U„dir,lrrift va„,o, □ Sýnii garfrestur liíi„„ Q okkur óviSkomond. □ U"dirJcr. ekki I somrœmi □ Firmostimpil va„tor við nthandarsýnishorn ° % I „0I e LANDSBANKI fSLANDS cv; v ^andsbanki ÍSLANDS Dai °°?5^ 10< oi62,5> Hi/og árioandi aó _________ 00000001000< ENDURSEND ÁVIsiim Av innl af: Landsbanka Islands, Höfn, HornafirOi Endurs þann: 19. ágúst 1976 // Númer áv: 25444 Reilcn. númer: 2346 falsað Útgefjndi: Gunnar Arnason falsað Heimilisíang: Nafnnúmer: Athugasemdir: áv. er fölsuö LAN DSBANKI ISLANDS Sími d3^<Í3' Bankakerfið sleppir hinum stóru en smófólkið lagt undir jórnhœl Leigubilstjóri kom að máli við okkur: ,,Nú er það svo, að við leigu- bílstjórar þurfum að taka við mörgum ávísunum í starfi okkar. Því fylgir talsverð áhætta því ávísanafals er mikið í þjóðfélagi okkar en ég er ekki í minnsta vafa um, að banka- kerfið á þar nokkra sök. Iðulega fær maður inni- stæðulausar ávísanir og þarf þvi að bera kostnaðinn sjálfur. A síðastliðnu ári ók ég konu hér í borg og hún greiddi með ávísun. Upphæðin var krónur 1000. Ekki mikil upphæð, en þrátt fyrir það reyndist ekki næg innistæða fyrir upphæð- inni. Ég fékk því ávísunina í hausinn aftur. Eg hafði samband við konuna og hún varð miður sín vegna þessa. Það kom í Ijós, að hún hafði átt 980 kr. innistæðu — með öðrum orðum upp á vantaði 20 krónur. Ekki er það há upphæð, en þrátt fyrir það sendi bankinn, í þessu tilfelli Alþýðubankinn, ávísunina I Seðlabankann. Ástæðan: Inni- stæða ekki næg. Þetta fannst mér svívirðilegt. Við hvað eltist bankakerfið í viðleitni sinni til að stöðva ávís- anamisferli? Jú, hir.ir stóru sleppa en smáfólkið er tekið. Táknrænt dæmi, ekki satt? Af hverju er ég að segja frá þessu? Jú, þetta særir réttlætis- kennd manns, hvað sem öllum reglum líður. Konan kom til mín og greiddi upphæðina. Hún tók þetta mjög nærri sér. En við hvað eltist bankakerfið? Áreiðanlega ekki hina stóru svo mikið er víst. Við þekkjum hið svokallaða Alþýðubankamál. Það þarf ekki að rifja það upp.“ Alþýóubankinn hf 801-2 LAUGAVEGI 31 REYKJAVÍ thjjofanJi kgerSur s ~S’ </ .*> •■■/ I 0CT 1975 ^ðfakanki Llandt /&< "ítRóNun <{/‘J 00236 * lEYKJAVlK, ,. V ^K FYRIR TOLVULETUR P A Ð E R MJOG A R I Ð A N D I. A Ð HÉR FYRIR NEÐAN SjAlST HVORKI SKRIFT N É STIMP 0022562+ 10< 080125> Ætlarðu í réttir? Kristín Valgeirsdóttir, 14 ára. Nei, ekki núna, en ég fer i sveit næsta sumar og þá getur vel verið að ég fái að fara i réttirnar. Steinunn Ólafsdóttir, fulltrúi. Nei, ég hef því miður aldrei verið í réttum. Þegar ég var lítil stelpa, þá var ég í sveit, en þá byrjaði skólinn alltaf svo snemma. Magnús Smári Halldórsson, 11 ára. Nei, ég get það ekki núna, ég er byrjaður í skólanum. Maður getur farið í Hafravatnsrétt, en það er ekkert varið i það. Mig langar mest til þess að fara í Seljadalsrétt í Fljótshverfi, en þangað er bara svo langt. Gunnar Jóhannesson. Nei, ég hef engan tíma til þess núna. Ég fór alltaf í Landréttir í Landssveit, en því miður kemst ég ekki núna. Sigurður Guðmundsson, skóla- stjóri. Já, ég fer alltaf upp i Borgarfjörð í réttirnar. Það er alveg ómissandi, sérstaklega aö fara þangað ríðandi. Ragnar Danielsson, pipulagning- armaður. Já, ég fer í Eyjafjörð- inn. Ég hef gert það síðan ég var strákur.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.