Dagblaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1976. . %ndi fyrírtæki |t|; sjónvarps g hijómtækja Ekmí' t Steingrínisson í í?óðu færi—or Rúnar Gíslason frir f.vrir miðjumarki Slovan, Gunnar Guðmundsson til ha'Rri. Veneel varði sp.vrnu Hollendingar hóta að hœtta í HM-keppninni Einn af stjórnarmönnum hollenzka knattspyrnusambands- ins, Max Tippert, skýrði frá því í gær, að Holland myndi hætta við þátttöku í heimsmeistarakeppn- inni í knattspyrnu ef úrslita- keppnin verður háð í Argentínu 1978. Hann sagði, að Hollendingar gætu ekki hætt á að senda leikmcnn sína til Argen- tínu, þar sem ekki væri hægt að ábyrgjast öryggi leikmanna þar. Hann sagði ennfremur, ' að Hollendingar myndu standa við þessa hótun sina ef alþjóðaknatt- spyrnusambandið gerði ekki ráð- stafanir til að breyta keppnisstað.; Þá hefur formaður hollenzka knattspyrnusambndsins, Menle- man, rætt þessi mál innan stjórnar UEFA — Evrópusam- bandsins í knattspyrnu — til að reyna að fá samstöðu innan UEFA um að úrslitakeppni HM verði ekki háð í Argentínu. 'Tékkneski landsliðsmaðurinn Gögh ýtir knettinum frá Agúst Guðmundssyni, þegar Agúst var að komast frír að marki Slovan. gp DB-mynd Björgvin Pálsson Óheppni Fram að skora ekki tvð-þrjú mörk! Þrátt fyrir góða viðleitni og mörg góð marktækifæri tókst Fram ekki áð skora itiark í UEFA- leiknum gegn Slovan Bratislava á Laugardalsvelli í gær. Það var óheppni Fram, sem sýndi oft ágæta leikkafla gegn Slovan, sem hafði á að skipa sjö leikmönnum, sem sigruðu í Evrópukeppni landsliða í sumar, þegar Tékkó- sióvakia sigraði heimsmeistara— Vestur-Þýzkalands í úrslitum í Júgóslavíu. Tékknesku leikmenn- irnir sendu hins vegar knöttinn þrivegis í mark Fram og unnu alltof stóran — en þó verðskuld- aðan sigur. Það fór aldrei á milli mála hvort liðið var betra, þó svo leikmenn Fram næðu sínum bezta leik. Þeir báru ekki alltof mikla virðingu fyrir hinum frægu mótherjum sínum og reyndu allan tímann aó leika sóknarleik. Ahorfendur voru aðeins 2200 — minnsta aðsókn að Evrópuleik hér á landi, því miður. Fram verðskuldaði annaó og betra. Já, óvænt átti Fram mörg góð marktækifæri í leiknum í síðari hálfleiknum. Ásgeir Elíasson átti glæsilegt skot á mark frá hliðar- línu vítateigs, en knötturinn small í þverslá og hrökk út aftur. Vencel hafði enga möguleika að verja. Þá fékk Pétur Ormslev tvö upplögð tækifæri — fyrst eftir fyrirgjöf Símonar Kristjánssonar, þar sem Pétur stóð einn fyrir opnu marki, en hitti knöttinn illa og hið opna tækifæri fór forgörð- um. Þá átti Pétur gott skot neðst í markhornið, en Vencel varði glæsilega. Þá varði hann einnig gkot frá Eggert Steingrímssyni — laust skot og' misheppnað — þegar Rúnar Gíslason var frír fyrir miðju marki. t fyrri hálf- leiknum átti Ágúst Guðmundsson spyrnu á mark, sem fór rétt fram- hjá stönginni eftir að Vencel hafði misst knöttinn. Slovan skoraði tvívegis í fyrri hálfleik — Haraslin bæði mörkin. Fyrra markið kom eftir mikil mistök Trausta Haraldssonar, sem ætlaði að gefa knöttinn á Arna mark\ ,rð Stefánsson, en lagði hann þess í stað fyrir fætur Tékkans, þcgar engin hætta var sjáanleg. í síðari hálfleiknum skoraði Mrva 3ja mark Slovan. Nokkrir leikmenn áttu stórgóð- an leik i liði Fram. Rúnar Gísla- son lék sennilega sinn bezta leik á ævinni og lék oft landsliðsmann- inn Gogh grátt — einkum í fyrri hálfleik. En þá naut hann lítillar aðstoðar annarra framherja Fram. Kristinn Jörundsson var nánast sem áhorfandi á leiknum, og hefði þess vegna eins getað setið upp í stúku, Sama má að nokkru leyti se^ja um Eggert. Eftir leikhléið kom Pétur Ormslev í stað Kristins og stóð sig vel — það vel, að hinn frægi mið- vörður Slovan, Ondrus, átti í hinu mesta basli með framherjann unga og varð við það vanstilltur í skapi. Pétur var hins vegar óheppinn að skora ekki. Ásgeir Elíasson lék skínandi vel og þessi reyndi landsliös- maður var maðurinn bakvið margar ágætar sóknarlotur Fram. Ágúst Guðmundsson og Símon Kristjánsson komu báðir mjög vel frá leiknum og hafa ekki í annan tíma leikið betur með Fram — Ágúst mikill baráttumaður allan leikinn, Símon sterkur í vörn og skapaði ólgu í vörn Slovan, þegar hann geystist upp kantinn og gaf mjög vel fyrir markið. Það átti að gefa Fram mörk. Jón Pétursson stendur alltaf fyrir sínu — stórkostlegur baráttumaður, sem aldrei gefur þumlung eftir og hann hafði tíma og úthald til að taka þátt í sóknar- aðgerðum Fram nær allan leik- inn. Undravert úthald hjá þessum mikla bardagamanni. Sigur- bergur Sigsteinsson var drjúgur í vörninni að vanda, þó oft hægt fari. Hins vegar voru nokkur von- brigði með leik Trausta — og Árni Stefánsson var ólíkur sjálf- um sér frá landsleikjunum við Belga og Hollendinga. Sennilega einn slakasti leikur hans i sumar — en nú sýndi hann þó, að út- spörkin geta verið í gæðaflokki. Gunnar Guðmundsson barðist af krafti allan leikinn — en hins vfegar kom getuleysi Kristins í fyrri hálfleik og Eggert nær allan leikinn í veg fyrir heilsteyptan leik Fram gegn þessu fræga liði. Þar má enginn hlekkur vera veikur — en þessir tveir leik- menn voru það, því miður, að þessu sinni. En Fram-liðið komst að mörgu leyti vel frá þessum leik, þrátt fyrir slæmt tap — og erfiðan leik á það framundan eftir tæpan hálf- an mánuð í Bratislava. Irski dómarinn Farrell dæmdi eftir at- vikum ágætlega — en bar þó allt of mikla virðingu fyrir tékknesku leikmönnunum. Ondrus átti hik- laust að bóka vegna grófs leiks gegn Pétri. —hsím. Lierse vann Hadjuk Split Belgíska liðið Lierse sigraði Hadjuk Split, Júgóslavíu, 1-0 í Evrópukeppni bikarhafa í Lier i gær. Keulemans skoraði eina mark leiksins á 31. minútu. í sömu keppni sigraði MTK, Ungverjalandi, tékkneska liðið Sparta Prag 3-1 i Búdapest í gær, Kunszt (21. mín.) Kovacs (48) og Borso (73) skornðu m-rk MTK en Csermak fyrir Spörtu á 31. mín. Þá sigraði Kaiserslautern Paralimni 3-1 með mörkum Rient, Mayer og Steinkel á útivelli, en Martakkas skoraði mark Paralimni. Glentoran, Norður-írlandi, sigraði Basle, Sviss, 2-1 í Belfast. Capes sigraði Al Feuerbach Enski kúluvarparinn Geoff Capes sigraði A1 Feuerbach, USA, á móti i Gateshead á Eng- landi í gær. Capes varpaði lengst 21.03 m., en Feuerbach 20.23 m. John Walker sigraði í 800 m hlaupi á 1:49.8 mín., en mót- staðan var léleg. Jim Bolding, USA, sigraði Alan Pascoe, Eng- landi, i 200 m grindahlaupi. Báðir hlupu á 22.9 sek. Þá sigraði Rod Dixon, Nýja-Sjálandi, í mílu- hlaupi á 4:00.5 min. Eim stig hjó Hereford Nokkrir leikir voru háðir í ensku deildakeppninni og ensk- skozku keppninni í gær. Urslit urðu þessi: , <s. DB-myn« L irgvin Pálsson. 2 deild Carlisle—Hereford 2—2 3. deild Peterbro—Reading 2—1 Preston—Port Vale 4—0 Walsall—Lincoln 1—3 4. deild Doncaster—Aldershot 1—2 Huddersfield—Southport 1—0 Ensk—skozka—keppnin Bolton—Partiek 0—0 Nottm.For.—Kilmarnock 2—1

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.