Dagblaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1976. amiABW frfálst, úháð dagblað ÚU'efandi Dagblaðioiu. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Aðstoðarfrétta- stjóri: Mli Steinarsson. íþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit Asgrimur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason. Ásgeir Tómasson. Berglind Ásgeirsdóttir. Bragi Sigurðsson. Erna V Ingólfsdóttir. Gissur Sigurðsson. Hallur Ilallsson, Helgi Pétursson. Jóhanna Birgis- dóttir. Katrín Pálsdóttir. Kristín Lýðsdóttir. Ólafur Jónsson. Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Árni Páll Jöhannsson. Bjarnleifur Bjarnleifsson. Björgvin Pálsson. Ragnar Th. Sigurðsson. Gjaldkeri: Práinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakið. Ritstjórn Síðumúla 12. sími 83322. auglýsingar. áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2. sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaðið hf. og Steindórsprent hf.. Ármúla 5. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf.. Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf.. Skeifunni 19. Sópað vndir teppið 1 leiðara Dagblaðsins í gær var lýst óánægju með framsetningu Jónasar Haralz bankastjóra á vanda bankakerfisins í nýlegu blaðaviðtali. Margir hefðu búizt við betri frammistöðu bankastjór- ans en þeirri að sópa undir teppið bankaleyndinni og flokkapólitíkinni með ein- földum og órökstuddum yfirlýsingum. Viðtalið ber þess merki, að bankastjórinn krefst þess einfaldlega, að sér sé trúað í blindni. Margir munu vissulega treysta Jónasi Haralz betur en mörgum öðrum. En það er ekki nóg. Efinn gagnvart bankakerfinu er svo rótgróinn, að kerfisbundnar yfirlýsingar eyða honum ekki. Hvað sem bankastjórinn segir um lækninga- mátt vaxtaaukalána, þá er það gömul stað- reynd, sem er staðreynd enn þann dag í dag, að vextir bankakerfisins eru öfugir. Og þeir eru svo öfugir, að mesta gróðafyrirtæki í efna- hagslífi þessarar þjóðar felst í því að komast yfir lán. Engin útgerð í sjávarútvegi, iðnaði, verzlun né þjónustu er svo gróðavænleg, að hún slái við útgerðinni á bankakerfið og sjóðakerfið. Allir peningagráðugustu menn landsins eru önnum kafnir við þessa einu og sönnu gróðaútgerð. Allir þessir sniðugu menn, svo og raunar aðrir menn í landinu, eru sannfærðir um, að leiðin til bankanna liggi um stjórnmálaflokk- ana. Og þeir haga sér í samræmi við þá skoðun. Telja verður vafasamt, að þessum sérfræðing- um sé ókunnugt um gangverkið í kerfinu. Ef sniðugu mennirnir trúa ekki á flokkspólitískan hreinleika bankanna, þá gerum við hin það ekki, hvað sem Jónas Haralz segir. Endurbótasinnar hafa bent á þann mögu- leika, að afnám bankaleyndar geti lagfært ástandið. Ef bankar og sjóðir yrðu daglega að birta skrár um fyrirgreiðslur sínar, mundu bankarnir ekki þora að vera eins pólitískir og hinir efagjörnu .telja þá nú vera. Þá yrði almenningur að þeim endurskoðanda, sem þingkjörnir endurskoðendur og launaðir end- urskoðendur geta aldrei orðið. Endurbótasinnar hafa einnig bent á þann möguleika, að allar fjárskuldbindingar verði verðtryggðar, til dæmis með vikulegri eða mánaðarlegri útgáfu sérstakrar fjármálavísi- tölu, á svipaðan hátt og vísitölur eru notaðar á öðrum sviðum þjóðlífsins. Þá mundu allar skuldir greiðast á upphaflegu verðgildi á nýju gengi, þannig að menn hafa ekki annan gróða af lántökum en þann, sem lánsféð kann að framleiða í efnahagslífinu. Jónas Haralz bendir að vísu réttilega á, að slík verðtrygging hafi lítið verið reynd erlendis og þá um skamman tíma. En þar er bara ekki hin sama verðbólga og hér hefur ríkt áratugum saman. Og erfitt er ekki sama og ófram- kvæmanlegt. Það er rökstudd skoðun margra manna, að þeir, sem gera út á verðbólgu, stjórnmálaflokka og lánastofnanir, séu svo öflugir og valda- miklir, að þeir geti séð til þess, að verðbólgan muni áfram hoppa af hjartans lyst í þjóð- félaginu og mala þeim gull. Ef þetta er rétt, þá duga ekki aðrar lausnir en þær, sem Jónas Haralz hafnaði í viðtalinu. Og svo miklu trausti hafa yfirvöld glatað, að menn trúa engu því, sem jafnvel hann segir í lagi vera. Tékkóslóvakia: Æ, þessir popparar! Milan Hlavsa, stofnandi og leiðtogi „Plastfólks alheimsins" og „DB-307“: þrjátiu mánaða fangelsi fyrir popp? Tékknesk poppmenning blómstraði á valdatima Dubceks, en sovézka innrásin batt enda á hana. Myndin er frá mótmæla- aðgerðum við Vaclav-minnismerkið í Prag daginn eftir innrásina 1968. 25 ára gamall stofnandi tveggja popphljómsveita í Tékkóslóvakíu, Milan Hlavsa, verður leiddur fyrir rétt innan skamms þar í landi, ásamt 18 félögum sínum, en þeir eru allir sakaðir um að hafa komið róti á huga almennings. • Ríkisstjórn Tékkóslóvakíu er að reyna að berja niður popp- menninguna, sem óx mjög fisk- ur um hrygg á timum Dubceks og hélt áfram að blómstra — að vísu bak við byrgða glugga — þar til lögreglan gerði yfir 100 húsrannsóknir í marzmánuði sl. Hljómlistarmennirnir, fél- agar í hljómsveitunum „Plast- fólk alheimsins" og „DG- 307“, eiga yfir höfði sér allt að 30 mánaða fangelsi. En aðrar ákærur, sem hafa verið birtar ERFITT OG DÝRT AÐ VERA GAMALL Á ÍSLANDI OG BÚA UTAN ELLIHEIMILIS V ✓ Um tíu ára skeið hefur mér orðið tíðhugsað um hag aldr- aðra og líklega á ég bágt með að hætta því með öllu. Ég hef leitazt við að gera ljóst eftir beztu getu hvernig hag aldraðra, einkum utan elli- og hjúkrunarheimila, er háttað. Þeir lifa, eða eiga að lifa á naumum ellilíf eyri ásamt tekjutryggingu, en margur gerir sér ekki grein fyrir, og þá einnig sjálf ríkisstjórnin og Alþingi, hversu naumt er skammtað. Aldrað fólk er auk þess krafið um ýmisleg opinber gjöld. oft ómaklega. Eg vil taka fram að fjöldi aldraðra hefur ekki iinnur auraráð en ellilíf- e.vri og tekjutryggingu. aðrir auk þessa einhvern lífeyri og eru skár settir. Skoplegt er að hlusta áratug- um saman á fullyrðingar ríkis- stjórnar er situr hverju sinni og þó einkum stóru orðin áður en í stólana er setzt. Hlusta á stjórnarandstuóu, sein þekkir öli ráð til úrbóta, en virðist svo hafa öllu gleymt er í ráðherra- stólana er setzt. Stjórn fer og stjórn kemur, en skuldir ríkis- ins aukast sifellt ískyggilega. Ráðherra nokkur hafði uppi sterka og allsannfærandi gagn- rýni á ríkisstjórnina, var þá um leið í stjórnarandstöðu. Ösköp fannst mér fáfróðum honum mælast vel og láta í ljós að miklar umbætur væru nauðsyn og hagsýni um fram allt. Þessi herra komst svo bráðlega í stól og stöðu ráðherra og gafst nú tækifæri til umbóta og hagsýni. Svo heyrði ég og sá sama háttvirta ráðherra lýsa yfir, að hann hefði stuðlað að innflutn- ingi bíla meira en áður voru dæmi til og aflað ríkissjóði ógrynni fjár. Hann var allánægður yfir þessum bíla- hnykk. Hví er ég svo að minnast á afrek ráðherra? Þeir eru víst bara sjö og hafa nokkur áhrif og völd. En hefur nokkur þeirra að verulegu leyti og af festu og avöru beitt sér fyrir sæmandi lausn ellimála? Nei, ekki í al- vöru eða með festu. Vonandi kemur þó að því.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.