Dagblaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 15.09.1976, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1976. 8 r Mikil óvisso í lánamákim stúdenta c — námsmenn skrifa undir skuldabréf án þess að vita hver endurgreiðslukjörin verða Námsmenn gripu til harðorðra mótmæla síðastiiðinn vetur vegna breytinga í lánamálum og nú liggur í loftinu að hið sama endurtaki sig verði ekki gripið skjótt til. Eins og menn muna ríkti mikil ólga meðal íslenzkra námsmanna síðastiðinn vetur og vor, vegna breytinga sem gerðar voru á lögum um Lána- sjóð íslenzkra námsmanna. Sú ólga virðist enn vera mikil enda breytingarnar fyrst að hafa veruleg áhrif núna. Miklar tafir urðu á afgreiðslu' lána sem veita átti fyrir síðasta námsár og í kjölfar þess voru fyrrnefndar breytingar gerðar. Náðu þær helzt til endur- greiðsluforma og bar verð- tryggingu þar hæst, en námslán eru fyrstu lánin sem verðtryggð eru að fullu hér á landi. Nú ríkir mikil óvissa um hvert verði endanlegt form breytinganna, þar sem reglu- gerð og úthlutunarreglur eru enn ekki fullunnar. í vor var ákveðið með bráðabirgðalögum að lánin sem þá voru veitt, skyldu vera í formi víxils, sem greiðast ætti fyrir 15. septem- ber, með 17% vöxtum. Gátu menn valið milli þessa forms og að framlengja láninu með skuldabréfi, sem bundið skyldi af núgildandi reglum og ákvæðum. Á það skuldabréf að falla í gjalddaga einu ári eftir námslok, en þá skrifar lánþegi upp á nýtt bréf sem tilgreinir nánar form endurgreiðslu. Þannig eru námsmenn aö skrifa upp á samning, án þess að vita þó hver skiíyrði hins opinbera aðila eru. í lögunum er kveðið á um að hámarksupphæð endurgreiðslu skuli vera 40 þúsund á ári, auk álags sem miðast skal við vergar tekjur til skatts. Er það í valdi ráðherra að ákveða nánar með reglugerð um þetta auka- álag. Sanngjarnt að nómsmenn fói meiri áhrif í stjórninni — Útlitið er mjög svart og sú meðferð sem námsmenn fengu í vor og er að virka núna, er hreint og beint svívirðileg, sagði Össur Skarphéðinsson hjá Stúdentaráði. Það er furðulegt að reglu- gerðin sem gilda á fyrir úthlut- un haustlána skuli ekki enn liggja fyrir. Nokkrar tillögur í henni ganga mjög hart að náms- mönnum, svo sem 20% skerð- ing á láni hvers einstaklings sé hann í sambúð og enn frekari skerðing á uppbótum sem veitt- ar voru vegna barna. — Námsmenn vilja tvímæla- laust fá meiri áhrif á mótun úthlutunai reglna og reglu- gerðarinnar, því að nieð því endurgreiðslukerfi sem gert er ráð fyrir í nýju lögunum, munu námsmenn standa undir 90% af fjármagni sjóðsins í framtíð- inni. Við eigum nú 3 fulltrúa í stjórn LÍN, en 3 eru skipaðir af ráðuneytinu. Ræður atkvæði formanns úrslitum séu at- kvæðin jöfn. Þessu viljum við breyta. Við munum örugglega ekki una því ástandi sem ríkir í lána- málum og grípa til einhvers konar mótmælaaðgerða vegna þess, sagði Össur að lokum. Mundir aldrei taka lón sjólfur upp á þessa óvissu skilmála Eg viðurkenni að þessi óvissa sem ríkir í málum sjóðsins og seinvirkni í mótun reglugerðar- innar og úthlutunarreglnanna valda miklum vandræðum, en okkur virðist sem ekki hefði verið unnt að vinna að þessu á öllu fljótari hátt, sagði Jón Sigurðsson, formaður stjórnar LlN. — Það eru nokkrir lausir endar í þessum málum, er ekki fást á hreint fyrr en reglu- gerðin kemur, sem við vonum að verði einhvern næstu daga. Úthlutunarreglurnar koma sennilega um mánaðamótin. Þetta bitnar fyrst og fremst á námsmönnum og starfsfólki stofnunarinnar, en við erum mjög bundnir af ákvæðum sem sett voru í vor og eigum t.d. mjög erfitt með nokkrar tilfær- ingar á þessum víxillánum sem veitt voru í vor. Sjálfur mundi ég aldrei taka lán upp á þessa óvissu skilmála. — I stjórninni hefur ríkt gott samkomulag og er óhætt að fullyrða að 90—95% samkomu- lag hafi rikt um tillögur að reglugerðinni sem nú liggur fyrir í ráðuneytinu til frekari vinnslu. Við erum búnir að fá loforð fyrir því fjármagni sem þarf til úthlutunarinnar í haust, en ekki er enn ljóst hvað það verður mikið, sagði Jón að lokum. Minni aðsókn í lónin Ég held mér sé óhætt að full- yrða að meirihluti þeirra sem fengu lán í vor, hafi ákveðið að framlengja þeim með skulda- bréfi, sagði Sigurjón Valdi- marsson, framkvæmdastjóri LÍN. Aðsóknin er eitthvað minni í lánin núna, en endanlegur um- sóknarfrestur hefur verið fram- lengdur til 25. september. Þá rnunu um 5% hafa fallið frá námsumsóknum sínum eftir áramótin í fyrra þegar kjörin breyttust. Sjálfsagt ríkir ein- hver óánægja meðal sumra eftir að skilmálarnir hafa breytzt, eins og við mátti búast. Fólk vill fá sem mest lán og á sem beztum kjörum en þó er mikill meirihluti sem tekur lánin þó þau séu orðin dýrari, sagði Sigurjón í lokin. JB HILLIR UNDIR LAUSNI BRUNAMÁLUM fSFIREMNGA „Það eru komin drög að sam- komulagi milli bæjaryfirvalda og talsimavarða. Simastúlkurnar hér hafa samþykkt þau fyrir sitt leyti,“ sagði Bolli Kjartansson bæjarstjóri á Isafirði. Isfirðingar hafa að undanförnu verið uggandi um það að brunút- köll til slökkviliðsmanna kæmust ekki til skila. Talsímaverðir hafa í gegnum árin seð um að hringja í sjálfboðaliða, en þær vildu ekki lengur una þessu aukaálagi. Frá og með 1. september síðastliðinn sögðust þær ekki vilja sinna þessu lengur. Bráðabirgðalausn náðist fram til 15. september, en ef ekki næst samkomulag fyrir þann tíma verður ófremdarástand ríkjandi á tsafirði. Samkomulagið er fólgið í óbreyttu formi hvað útköll snertir. Talsímaverðirnir fá hins vegar aukagreiðslu ofan á launin frá Pósti og sima fyrir þessa þjónustu. Hingað til hafa bæjaryfirvöld greitt Pósti og síma ákveðna upphæð fyrir þessa þjónustu, en hins vegar fengu talsímaverðir enga umbun fyrir þessa kvöð frá Pósti og sima. Talsímaverðir hafa farið fram á það að haldnar verði reglubundnar boðunaræfingar og prófun fari farm á kerfinu. 16. september verður haldinn fundur í Bæjarstjórn Isafjarðar þar sem að þessi samningsdrög verða rædd. -BA. Hóf að mála sextugur Um þessar mundir sýnir Bjarni Guðjónsson frá Vestmannaeyjum olíu- og pastelmyndir í Málverka- salnum við Grensásveg. Sýningin hófst 11. september og stendur til þess 28. Bjarni er sjötugur að aldri, fæddur að Bæ í Lóni í Austur- Skaftafellssýslu. Atján ára gamall hóf hann að læra tréskurð hjá Ágústi Sigmundssyni, en hann byrjaði ekki að mála myndir fyrr en hann fluttist til Reykjavíkur fyrir tíu árum. Ásamt myndlist- inni hefur hann fengizt við að „módelera" brjóstmyndir. - sýnir nú sjötugur Bjarni hélt fyrst sýningu árið 1935, hann sýnir nú í tíunda sinn. Á sýningunni við Grensásveginn eru 38 myndir 15 pastel- og 23 olíumálverk. Verð þeirra er frá 50—185 þúsund krónur. Sýningin er opin daglega frá klukkan tvö til tíu. ÁGRIP AF SÖGU ÍSLENZKRA BÓKMENNTA FRAM TIL 1550 Bókaútgáfan Iðunn hefur sent frá sér bókina „íslenskar bók- menntir til 1550“, sögu þeirra í ágripi í samantekt Baldurs Jóns- sonar, Indriða Gíslasonar og Ingólfs Pálmasonar. I bókinni” ei greintí stuttu máli frá helztu bókmenntagreinum tímabilsins. Víða hefur verið leitað efnis- fanga í þetta rit, en á undan- förnum árum hefur verið tilfinnanlegúr skortur á sambæri- legu riti fyrir þá, er vilja kynna sér þennan hluta bókmenntasögu þjóðarinnar, t.d. skólanemendur. Helztu bakhjarlar höfunda eru prófessorarnir Sigurður Nordal, Einar Ólafur Sveinsson og Jón Helgason. Indriði Gislason hefur séð um samræmingu efnis, röðun og uppsetningu. Hann hefur einnig að öllu leyti búið handritið undir prentun. Bókin skiptist í þrjá meginkafla: Kveðskaparöld, Sagnritunaröld og Miðöld. -ÓV. VIÐ VORUM BÚNIR AÐ FÁ NÓG AF GREIÐSLULOFORÐUM — og þess vegna var lokað fyrir rafstrauminn „Það er vægt til orða tekið að illa hafi gengið að innheimta raf- magnsreikninga hjá Hótel Norðurljós,“ sagði Guðjón Guðmundsson hjá Rafmagns- veitum ríkisins í viðtali við DB. „Það hefur hreinlega ekki tekizt nokkur innheimta, þrátt fyrir margar tilraunir.“ Guðjón vildi leiðrétta þau orð hótelstjórans sem fram komu hér í blaðinu fyrir skömmu að vinnp vélataxta hefði verið krafizt af hótelinu. „Sá taxti er 25 kr. á stundina,“ sagði Guðjón, „en hót.elið hefur verið krafið um iðnaðartaxta en hann gildir fyrir gistihús, skóla, félagsheimili og iðnfyrirtæki. Iðnaðartaxtinn er samsettur taxti úr föstum og lausunr gjöldum. Meðalverð 1975 fyrir hótel Norðurljós var 6,53 kr. á stundina. Meðalverðið frá ágúst 1975 til ágúsl 1976 er hins vegar 7,28 kr." Guðjón sagði að Hótel Norðurljós kæmi mjög vel út frá þessurn taxta vegna góðrar nýtingar Á öllu landinu hefði meðalverð þessa taxta verið 8.88 kr. Mismunur meðalverðs verður vegna þess hve fastagjöldin blandast misjafnlega gjaldi fvrir notkun og þannig getur góð nýting lækkað meðalverðið. Ástæðan fvrir því að deilt er um, hvort hótelið eigi að fá rafmagnshitunartaxta er að meginhluti orkuframleiðslunnar á þessu svæði fer fram með dísilvélum. Framleiðslu- kostnaður er 13.15 kr. á kílóvatt- stund. Þeim hefur verið lofað hitunartaxta um leið og nóg orka er fyrir hendi, en það verður ekki fyrr en byggðalína er komin í gagnið eða rafmagn fæst frá Kröflu. Einhverjir starfsmenn kunn að hafa ýjað að því að þeir fengju þann taxta fyrr, en enginn ábyrgur aðili hefur lofað slíku. Öll taxtaloforð eru skrifleg. Þeim hefur hins vegar verið sagt að búast mætti við hitunartaxta um næstu áramót. Guðjón kvað það rangt hjá hótelstjóranum að Rarik hefði ekki verið til viðtals um samninga varðandi rafmagnsskuld Hótel Norðurljóss. Rarik var til viðræðu um slíkt en vildi tryggingu fyrir greiðslunni. „Við erum búnir að fá nóg af loforðum hjá aðstand- endum hótelsins. Notkun fer fram fyrir norðan en innheimta á hjá lögfræðingi i Reykjavik Nú er kvartað yfir innheimtuhörku hjá okkur. Sannleikurinn er að við veigruðum okkur við lokun á annatimabilinu og frestuðum henni." sagði Guðjón. ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.