Dagblaðið - 30.09.1976, Page 3

Dagblaðið - 30.09.1976, Page 3
DACBLAÐIÐ FIMMTUDAGUK 30. SEPTEMBER 1976. 3 ERU BINDINDISMENN ORÐNIR UTANKERFISMENN? Sigriður Guðmundsdóttir skrifar: Eg get ekki lengur orða bundizt vegna þeirrar vanvirðu sem þeim sem ekki neyta áfengis er sýnd. Verst er að slíkt á sér stað á áberandi hátt í veizlum hjá opinberum stofnunum. Ég hef orðið fyrir því hvað eftir annað að mæta i veizlur þar sem allt hefur verið yfir- fljótandi af vini. Frammistöðustúlkur hafa svifið um á milli gesta með Raddir lesenda bakka fulla af glösum, þar sem menn gátu valið milli hinna ýmsu víntegunda. Iðulega er enginn gosdrykkur sjáanlegur á þessum bökkum og hvað gerir þá bindindismaðurinn? Ef hann er ekki mjög þyrstur tekur hann vínglas og reynir svo að tæma glasið með einhverju móti. Frægt var er einn bindindismaður skýrði frá því að hann hefði alltaf hellt úr glasi sínu í blómapotta. Gamanið fer hins vegar aó kárna ef bindindismaðurinn er þyrstur. Nú hann byrjar á að svipast um hvort eins sé ástatt fyrir einhverjum öðrum. Ekki er líklegt að hann finni neinn sálufélaga strax. Það er nefnilega þannig að bindindis- menn er sumir hverjir hálf- feimnir við að láta í ljós hversu „ófélagslegir" þeir séu. Bindindismaðurinn okkar fer þessu næst á stjá um sali þá sem veizlan fer fram í. Hann rekst á stofustúlku og biður hana að útvega sér eitthvað að drekka. Hún lofar öllu fögru, en ekkert bólar á neinum vökva sem ekki inniheldur áfengi. Bindindismaðurinn fer þessu næst fram í gang og tekur að nálgast eldhúsið. Á sama tíma ganga stofustúlkur á milli gesta og skenkja peim í fögur vínglös og allir eru orðnir mjög hressir nema vesalings bindindis- maðurinn, sem fær ekki sömu þjónustu og aðrir. Það hafa ekki allir lyst á þessum guðaveigum. Loks finnur bindindis- maðurinn bakka á borði frammi við dyr, þar standa nokkur glös og gosflöskur. Maðurinn okkar hraöar sér heldur kátur til baka með feng sinn. Hann er ekki fyrr kominn inn en nokkrir ávarpa hann. „Hvar fékkstu þetta? Hvar fékkstu þetta?“ Bindindis- manninum okkar vinnst ekki tóm til að drekka langþráð gos sitt því hann verður að ferja þó nokkurn hóp af fólki fram að borðinu, þar sem það getur loks fengið að drekka það sem það þorði ekki að biðja um. Áskorun til veizluhaldara Gleymið ekki bindindis- mönnunum. Það verður hver og einn að gera upp hug sinn um það hvort hann vill neyta áfengis, en opinberir aðilar eiga að sjá sóma sinn í því að neyða því ekki upp í nokkurn mann. Eða er það kannski orðið afskaplega ófínt að „vera ekki með“ þegar áfengis er neytt? Ef svo er þykir mér vera komið mál til að bindindisfólk rísi upp. Hríngið í síma 83322 mifíi kl. 13 og 15 HVAÐ REKUR Á EFTIR KRÖFLUVIRKJUN? Einar Erlingsson skrifar: „Hvað er það sem rekur svo mjög á eftir framkvæmdum við Kröfluvirkjun? spyrja margir. Ekki þarf að leita lengi að for- sendunum. Auðvitað eru ráða- menn á þeim vettvangi að leitast við að sýnast ekki minni menn en kokkurinn, sem fórnaði höndum og hrópaði: Guð minn góður, skipið er að sökkva og ég ekki búinn að vaska upp. Spurningin sem brennur þarna er hvort um óvenjulega samvizkusemi er að ræða eða rangt mat á kringum- stæðum til framkvæmda. Víst væri þetta verðugt verk- efni fyrir sálfræðinga okkar að fjalia um og fengist þá væntan- lega niðurstaða hvort tilfellið ætti að koma til meðferðar orðunefndar eða sérfræðing- anna inn við sundin." Borunarframkvæmdir við Kröflu. ÍSLENZKAR PLÖTUR HEYRAST EKKI — Charlie kann ekki að meta annað en soul-músik Páll Daníelsson Kópavogi skrif- ar: Það fór svo, sem mig hafði lengi grunað, að blaðadeilur yrðu vegna Charlies í Sesar. Ég ætla að gerast svo grófur að kasta mér út i þær með hæfi- legum gusugangi. Ég vil taka það strax fram að ég er alveg laus við kynþáttafordóma, en sumt fólk virðist halda að það séu þeir sem valdi gagnrýni á Charlie. Charlie hefur verið mjög umdeildur frá upphafi. Þeirri staðreynd, að lagaval hans er mjög einhæft, hefur verið haldið mjög á lofti í umræðum manna um hann. Fyrir minn .;mekk er hér komið að kjarna málsins. Einhæft iagaval. Hin mikilvægasta regla plötusnúðsins hlýtur að vera að gera sem flestum gestum staðarins til hæfis. Eða það skyldi maður alla vega ætla. Því miður hefur Charlie ekki tileinkað sér þessa gullnu reglu. Lagaval hans beinist aðallega í eina átt: Soul-músík. Soul-músík er upprunnin meðal bandarískra svertingja og er vinsæl mjög víða. Hér- lendis hefur hún einnig náð talsverðum vinsældum enda er uppspretta þessarar tónlistar nálægt þéttbýliskjarnanum. Soul-músík hefur þó ekki „slegið í gegn“. Langt frá því. Er þá ekki hæpið, forráðamenn Sesars. að ráða hingað erlendan plötusnúð sem spilar nær <€ Gestir í Sesar fá ekki að hiýða á íslenzka hljómlistarmenn fivtja tónlist sína, segir Páll Daníelsson. eingöngu þessa tegund tón- listar? Er það ekki frumskílyrði að plötusnúðurinn geri sem flestum gestum staðarins til hæfis? Að undanförnu hafa komið út geysimargar íslenzkar hljóm- plötur. Fjöldi listamanna sendi þar frá sér mjög góðar plötur sem njóta mikilla vinsælda. Þessar plötur heyrast aidrei í Sesar. Ég veit að ég mæli fyrir munn margra er ég skora á forráðamenn Sesars að athuga sinn gang og ráða til sín plötu- snúð sem er leikandi og léttur. Plötusnúð sem velur fjöl- breytta músík sem hægt er að dansa eftir. Plötusnúð sem kynnir lögin á íslenzku og lætur kannski brandara fljóta með öðru hverju. Að lokum: Jafnvel þótt veit- ingahúsið Sesar fyllist oft á laugardagskvöldum, er ekki þar með sagt að plötusnúðurinn Charlie njóti mikilla vinsælda. Þvert á móti. Flestir þeir sem ég hef persónulega rætt við eru sammála um það að Charlie sé „hundleiðinlegur". En ég vil meina að hann sé lélegur plötu- snúöur. v--------Y Spurning dagsins £ 4 Finnst þér að umferðarljós eigi að loga ó nóttunni? Kristján Helgason prentnemi: Já, en það mætti t.d. hafa gul blikkljós að minnsta kosti I miðri viku, svo umferð gæti gengið greiðar. Það er alveg óþarfi að bíða á rauóu ljósi, þegar engin umferð er. Samúel Helgason sjómaður: Eg á engan bll og hef ekki bílpróf og þess vegnahefég enga skoðun á þessu. Jóhanna Bogadóttir blaða- maður á Tímanum: Ég á nú engan bíl og hef aldrei orðið fyrir óþæg- indum eða töfum vegna umferðarljósa. Gísli Guðmundsson sjómaður: Já, en það er alvegóþarfiaðstoppa á rauðu þegar engin umferð er. Það væri hægt að setja gul blikk- andi ljós og hafa þau á í miðri viku. Rauða ljósið á að loga um helgar og þegar meiri umferð er Olafur Waage, vinnur hjá Skelj- ungi: Mér finnst alveg ástæðu- laust að vera með rauð ljós um miðja nótt, þegar engin umferó er. Sváfnir Hermannsson sendiil: Mér finnst að það eigi að setja upp gul blikkljós eins og í mörgum löndunt. Það er óþarfi að biða eftir grænu ljósi þegar engin umferð er.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.