Dagblaðið - 09.10.1976, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 9. OKTÖBER 1976.
13
RUGLAÐUR ROKKARI - EÐA SNILLINGUR
„Hann er stórkostlegur,“
segir Candy Clark mótleikari
Davids Bowie í nýrri kvikmynd,
sem nefnist „The Man Who
Fell To Earth“. Aðrir segja að
hann sé hálfklikkaður rokk-
tóniistarmaður, sem sé harður í
horn að taka í viðskiptum. Eitt
er víst að hann hefur margt að
segja og var ekkert feiminn að
láta álit sit í ljósi.
Bowie hét einu sinni David
Jones. Það hljómar velskt, en
hann segist vera miklu meiri
Kelti. Forfeður hans voru
bændur í Yorkshire-
héraði. Hann ólst að
vísu ekki upp á neinum bónda-
bæ, heldur í sjálfri London.
Þar varð hann skotinn I
stelpu einn góðan veðurdag, en
svo óheppilega vildi til að hún
átti kærasta. Þegar hann
v^rð þess var að David
renndi hýru auga til stúlk-
unnar, rauk hann til og barði
hann. Þá munaði litlu að hann
missti augað, en síðan hefur
hann vérið ofurlítið tileygður.
Það passar ágætlega við hárið á
honum, sem er rautt efst á
DAVID BOWIE
höfðinu, en ljóst í vöngunum.
David Jones ætíaði að verða
auglýsingateiknari, en skert
sjón er ekki gott veganesti í
þess háttar nám. Hann hætti
því við þaðog nú segir hann að
þess háttar hafi hvort sem er
verið svo leiðinlegt að hann
hefði ekki tollað í starfi til
lengdar. David var líka svo mik-
ill hrakfallabálkur, að hann
hefði misst mikið úr náminu.
Eitt sinn var hann að gera við
bílinn sinn þegar hann byrjaði
allt í einu að renna. Hann hafði
gleymt að setja hann í gír.
Bíllinn rann yfir fótinn á hon-
um og hann fótbrotnaði. Þetta
sama ár hafði hann handleggs-
brotnað og fingurbrotnað.
Þegar teiknaranámið leit
svona illa út, fór David að leita
fyrir sér um stofnun hljóm-
sveitar. Fyrsta hljómsveit hans
hét „David Jones and The
Lower Third“. Þeir gáfu út
plötu, sem enginn vildi hlusta
á. En á þessum árum gerði
annar David Jones garðinn
frægan í Bandaríkjunum.
Hann var með hljómsveitinni
„Monkees“. Þar sem illa gekk
og fáar plötur seldust leystist
hljómsveit Davids upp. Nú varð
til maður að nafni David Bowie
og hann g’ékk til liðs við hljóm-
sveitina „Lindsay Kemp Mime
Troupe". Þar fékk hann æfingu
i sviðsframkomu.
Eftir nokkurn tlma reyndi
David sem nú kallaði sig Bowie
að hljóðrita aðra plötu.Þessar
plötur eru nú álitnar vera
klassískar, en þær eru „The
Man Who Sold The World“, og
„Man Of Words, Man Of
Music“. En Bowie varð samt
ekki frægur fyrir að gera þess-
ar plötur. Næst tók hann sig til
og safnaði um sig nokkrum
vinum sfnum i Kent. Þar unnu
þeir að plötunum „The Rise
and Fall of Ziggy Stardust and
the Spiders from Mars.“ Þá
ioksins varð hann þekktur.
Fólk gagnrýndi hann fyrir ein-
kennilegt útlit. Þetta var það
sem hann var að leita eftir.
Hann segist vera mikill að-
dáandi Salvador Dali og sækir
margar hugmyndir sínar til
hans.Bowie málar og hefur gert
það sér til gamans lengi. Hann
aetlar bráðlega aó halda
sýningu á verkum sínum og
elnnig á þeim plötuumslögum
sem hann hefur gert. Hann
hefur einnig mjög gaman áf þvf
iað leika og segist hafa komizt
áfram með því að leika ein-v
hvern annan en hann er í raun
og veru.
Uppáhaldstónlist Bowies er
Country Western tónlist. Það er
svolftið einkennilegt þegar hún'.
er borin saman við hans eigin
tónlist. Skýringin er. ef til vill
sú að hann er mikill aðdáandi
alls, sem amerfskt er. Ljóðin
sem eru ort við þessa tónlist
segir hann vera beztu nútfma-
ljóðin sem gerð eru f dag.
„Ég fann konuna mína f
diskóteki, hún er ofsalega
fyndin og miklu gáfaðri en ég,“
segir David. Angela og Bowie
eiga einn son, sem er að verða
fimm. lára. Fjölskylda hennar
varð alveg miður sfn þegar þau
giftust, en núna kemur Bowie
og tengdapabbanum vel saman.
Það getur vel farið svo að
David Bowie setjist að f Mexico.
Hann varð svo hrifinn af land-
inu þegar verið var að taka
kvikmyndina „The Man Who
Fell To Earth“. „Hver veit
nema ég verði nágranni John
Wayne, — vonandi á okkur
eftir að koma vel saman,“ segir
hann.
—KP þýddi
■■■ mmn
Eftir að-Ames hefur boðið Orn og mótorhjólakappann velkom’m* halda F Hvar getum
þeir inn I drouqaborgin^ . -----------FTl eiginlego komií
¥ “ þetta er allt Nema
M okkur fyrjr? A|lt
virðist fullt af
fólki í
og sumt, sem hann
kann fyrir ier, þó
verður einvígið ekki
svipur hjó sjón.
lýðurinn sem
styður hann
eitt hótel
í bœnum,
œtla ég
að búa.
Það er \ j
aðeins U
p Brjólœðingui
er mœttur,
J Rétt er það, það'VPL betta eru
skilur okkur enginn' göðar róðstafanir
að fyrr en einvígið tehfa "
. er búið.
jó^auðvitað^Eins og þú^
Herra Keagle, . baðst um.
eitt handa þcr\Ijjjj
og eitt fyrir
hjólið þilt. Rj|
W Svo 1
þetta er
skotmarkið
mitt.
Er herberaið
mitt tilbúið?